Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 1
Karlaskýrslan Flugtakið er glæsilegt en lendingin úti í móa. Hvort eru höfundarnir með eða á mótí jafhréttis- baráttunni? Sjá bls. 8-9 Atvinnuleysið Meðan haldið er áfram að auka svigrúm braskaranna mun atvinnuleysið vaxa á Vestur- löndum þar sem nú á að jafha lífskjör niður á við. Bls. 12 VSI Vinnuveitendasambandið er í harðri stéttarbaráttu fyrir hönd atvinnurekenda þar sem sóknarlínan færist stöðugt fram. Oll réttindaákvæði skulu rifin upp! BIs. 4-5 B L A Ð S E M E R 5. tbl. 3. árg. febrúar 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Reynt að kúga fé út úr At- vinnuleysistryggingasjóði Atvinnurekendur hóta að segja upp starfsfólki ef þeir fá ekki fjármagn úr Atvinnuléysistryggingasjóði Það eru farin að berast til okkar erindi þar sem at- vinnurekendur segjast verða að segja upp starfsfólki ef þeir fá ekki aðstoð úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði, segir Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vest- fjarða en hann er formaður sjóðs- ins. Hann óttast að atvinnurekend- ur taki að h'ta á sjóðinn sem ótæm- andi styrktarsjóð. - Við höfum enga möguleika til að meta þörf fyrirtækja fyrir stuðning, segir Pétur. Til að draga úr atvinnuleysi hefur Atvinnuleysistryggingasjóður veitt styrki í því formi að atvinnuleysisbæt- ur hafa verið notaðar tíl að greiða nið- ur launakostnað í tímabundnum á- taksverkefhum. Sveitarfélög hafa milligöngu um átaksverkefnin og tíl að byrja með sneru þau gjarnan að fegrun umhverfisins og öðrum störf- um sem gagngert var sinnt vegna at- vinnuleysis. Upp á síðkastið hefur borið meira á því að fyrirtæki leita eft- ir stuðningi Atvinnuleysistrygginga- sjóðs til að hrinda í framkvæmd ein- stökum verkefhum. Þannig hefur fiskvinnslufyrirtækið Grandi hf. í Reykjavík sótt um sex milljónir króna úr tíl að standa straum af aukinni loðnufrystíngu. Loðnu- frysting skilar góðum hagnaði vegna aukinnar eftirspurnar á Japansmark- aði og mörg frystihús víða um land hyggjast auka afkastagetu sína til að selja á þennan markað. Atvinnumála- nefnd Reykjavíkur samþykkti umsókn Granda og borgarsjóður mun leggja fyrirtækinu til sex milljónir króna og sækja síðan um styrk til stjórnar At- vinnuleysistryggingasjóðs til að mæta útgjöldum borgarsjóðs. Gert er ráð fyrir að 100 atvinnulausir einstakling- ar fái vinnu við frystinguna í einn mánuð. Að sögn Jónu Gróu Sigurðar- dóttur, formanns atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar, sótti Grandi um peningana til að mæta kostnaði við að auka vinnslugetuna og tíl að lækka launakostnað fyrirtækisins. Pétur Sigurðsson þekkir ekki til umsóknar Granda en hann segir að fyrir milligöngu sveitarfélaga geti hvaða fyrirtæki sem er sótt um sryrk frá Atvinnuleysistryggingasjóði vegna atvinnuskapandi átaks. - Alverið gæti þess vegna sótt um styrk, segir Pétur. Afundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagins í Reykja- yík á miðvikudagskvöld var samþykkt að efna um næstu helgi til- lokaðs forvals meðal flokks- manna í Reykjavík um skipan í sæti Alþýðubandalagsins á sameiginleg- um lista minnihlutaflokkanna til borgarstjórnar í vor. Framboðs- frestur er til mánudagskvölds. Fundurinn var haldinn á Korn- hlöðuloftinu á miðvikudagskvöld og stóð í 4 klukkutíma. Fyrir fundinn var vitað að Arthúr Morthens úr Birtíngu og Árni Þór Sigurðsson úr ABR höfðu Þaðvar stíft hlutstað á kjördæmisráðs- fundinum á miðvikudagskvöld á Korn- hlöðuloftinu. Stefnulaus sjávarútvegsráðherra Stefnuleysi og hringlandahátt- ur stjórnvalda í sjávarútvegi er til skaða fyrir íslenska hagsmuni. Sjávarútvegsráðherra hefur ekki náð tökum á því viðfangsefhi að móta stefhu sem tekur mið af gjörbreyttum aðstæð- um í greininni. Hætta er á að Islendingar glutri niður sóknar- færum í úthafsveiðum ef stjórnvöld Alþýðubandalagskonur á Reykjavíkursvæðinu! Nú er hin langþráða stund að renna upp að stofhuð verði formleg kvennahreyfing, en stofnfundur verður haldinn í tengslum við miðstjórnarfund Alþýðubandalagsins dagana 5. og 6. mars n.k. Undirbúningshópur heldur fund 11. febrúar n.k. og væri vel þegið að þær sem vilja koma hugmyndum eða tillögum á framfæri við hópinn að hringja eða skrifa neðangreindum kon- um. Einnig er stefnt að kynn- ingarfundi með Alþýðubanda- Iagskonum í Reykjavík fyrir stofhfundinn og verður hann auglýstur síðar. Þá er áhugasöm- um konum bent á að þær geta nálgast úrdrátt um umræðum undirbúningsfundarins í nóvem- ber hjá Hrafhhildi. F. h. undirbúningshópsins, Hrafhhildur Guðmundsdórtir, tengiliður í Reykjavík s: 20794 Guðrún Ágústsdóttir s: 813209 Stefanía Traustadóttir s: 19288 Hildur Jónsdóttir s: 814345 taka ekki strax til hendinni. I viðtali við Vikublaðið í dag rök- styður Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Alþýðubandalagsins þá skoðun sína að engin- andstæða sé fólgin í hagsmunum okkar annars vegar sem strandríkis og hinsvegar sem úthafsveiðiþjóðar. En þessar meintu andstæður hefur sjávarútvegs- ráðherra notað til að drepa sjá- varútvegsstefhu Islendinga á dreif. Steingrímur situr í sjávarútvegs- nefnd þingsins og í þingnefnd sem fjallar um úthafsveiðar Islendinga. Hann telur að við eigum að gerast aðilar að Svalbarðasamkomulaginu en vefengja jafhframt rétt Norðmanna til að Iýsa einhliða yfir fiskverndar- lögsögu umhverfis eyjuna. Við Svalbarða eru fiskimið og rétt að reyna á það hvort Norðmenn geti einir gert tilkall ril þeirra. Að áliti Steingríms eru gild rök fyrir því að Islendingar stundi veiðar í Smugunni og ekki sé óeðlilegt að sækja þangað 25-40 þúsund tonna bolfiskafla á þessu ári. Steingrímur segir mikilvægt að Islendingar sæki rétt sinn af festu og ábyrgð og gæti jafhframt sjónarmiða um hófsama nýtingu náttúruauðlinda. Ný stefna í sjávarútvegi verður að taka tillit til þeirra skipa sem íslenskar útgerðir hafa að undanförnu gagngert keypt til að stunda úthafsveiðar. Sjá baksíðu. báðir hug á fimmta sæti hins sameig- inléga lista. Af fyrstu tíu sætunum er Alþýðubandalaginu ætlað að skipa tvö, annað og fimmta. I vikunni fyrir kjördæmisráðsfund- inn höfðu ýmsar hugmyndir verið uppi meðal flokksmanna til að komast hjá kosningaslag sem ýfði upp sárin frá síðustu borgarstjórnarkosningum þegar Birting studdi framboð Nýs vettvangs en ABR framboð G-listans. Fyrir kjördæmisráðsfundinn hafði stíórn Birtingar ályktað um óskoraðan stuðning sinn við sameiginlegan lista stjórnarandstöðuaflanna í Reykjavík og hvatt til þcss að Alþýðubandalagið næði sátt um val frambjóðenda. I á- lyktuninni segir ennfremur að takist ekki að semja um frambjóðendur þá skuli efnt til prófkjörs „þar sem öllum flokksmönnum og stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins gefst færi á að skera á sem lýðræðislegastan hátt úr um frambjóðendur." Á fundinum sjálfum voru til um- ræðu sáttatillögur, frá Leifi Guðjóns- syni, Grétari Þorsteinssyni og Birni Grétari Sveinssyni annarsvegar og hinsvegar frá Þorbirni Broddasyni, en niðurstaðan varð sú að efnt skyldi til lokaðs forvals um frambjóðendur Al- þýðubandalagsins. Forvalið fer fram næstu helgi. Þeir flokksmenn hafa rétt til þátttöku sem voru skráðir í flokk- inn fyrir landsfundinn í nóvember. Gallað frumvarp til lyíjalaga Dreifbýlinu er ekki tryggð sama þjónusta og áður og ráðherra tekur sér of mikið vald. Þetta eru meðal þeirra gagnrýnis- atriða sem Margrét Frímannsdóttir þingmaður Alþýðubandalagsins bendir á í umræðum um frumvarp ríkis- stjórnarinnar til lyfjalaga. Margrét tel- ur ríkisstjórnina og heilbrigðisráðherra fara of geyst í sakirnar og vísar til endurskoðunar Dana á sínum lyfja- lögum þar sem ákveðið var eftir ítar- lega athugun að halda í ríkjandi fyrirkomulag lyfjasölu. Lyfjasölukerfið hér á landi hefur löngum tekið mið af því danska, en ríkisstjórnin vill gera róttækar breytingar á kerfinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir frjálsari rerðlagningu lyfja, mönnum verður auðveldað að opna lyfjabúðir og heim- ilt verður að auglýsa lausasölulyf.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.