Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 8
8 Jafnréttið VIKUBLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 1994 Hvernig spyrja íslenskir karlar áleitinna spurninga? Hugleidingar um „karlaskýrsluna" að er makalaust hve lítið hefur verið fjallað um karlaskýrsluna svonefndu sem út kom sl. sum- ar. Hér verður gerð örlítil bragarbót í þeirri von að fleiri fyigi á eftir og op- inberi vangaveltur sínar um hana. Skýrslan er gerð af sex manna nefnd að firumkvæði félagsmálaráðherra og titill hennar er: „Skýrsla um breytta stöðu karla og leiðir til að auka ábyrgð þeirra á fjölskyldulífi og börnum“. Markmið hennar birtast þannig í titl- inum. Inngangurinn er kraftmikið flugtak sem kemur þægilega á óvart. Prúðmannleg fyrirheit eru gefin um samvinnu og m.a. segir að ef sátt eigi að nást milli kynja um breytta og jafn- ari ábyrgðarskiptingu þurfi „bteði kyrtin að koma að þeitn málum með fullri reisn og í sátt við eigin sjálfsí- mynd og gerðir“ (bls.7). Ymsar hlið- ar á flóknu máli eru skoðaðar og það þarfi sannarlega einlægni og sjálfs- gagnrýni til að varpa fram þeirri „áleitnu spurningu“ hvort karlar haji yfir höfuð áhuga á aukinni fjöl- skylduábyrgð, eins og gert er í skýrsl- unni. Ekki laust við að urn mann fari straumur velþóknunar við þennan lestur. Það er enginn vafi að nefhdin hefúr verið trú markmiðum sínum að stór- um hluta. Fjallað er um fjögur svið sem snerta fjölskylduábyrgð karla en þau eru: lög og lagaframkvæmd; skól- ar, uppeldi og mómn sjálfsímyndar; félags- og tiifinningaleg vandamál drengja og karia og loks vinnumark- aðs- og kjaramál. Tillögur fyigja hverju þessara sviða og er greinagerð- in með tillögunum uppistaðan í skýrslunni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að í skýrslunni er tekið á mörgum brýnum jafnréttismálum karla. Lokakaflinn olli mér hins vegar miklum heilabrotum sem ég ætla að reyna að fá botn í. Bæði kveður þar við kyndugan tón, auk þess sem margt í þeim kafla er í allnokkru ósamræmi við aðra hluta skýrslunnar. Fæðingarorlof og réttleysi karla Þegar fæðingarorlof er annars veg- ar eru karlar mjög réttlitlir og fær þessi þáttur nokkuð ítarlega umfjöllun í skýrslunni. Því er varpað ffam í undrunartón að „undan þessu aug- Ijósa misrétti hafi sárafáir karlar kvartað“ (bls. 12). Sem betur fer hafa karlar nú vaknað af þyrnirósarsvefhi sínum og nokkrir leitað réttar síns hjá Kærunefnd jafnréttismála. En mun-- um að lagalegur réttur er eitt og framkvœmd er annað. I löndum þar sem körlum er tryggður þessi réttur (t.d. í Skandinavíu) eru einungis örfá prósent þeirra som notfæra sér hann. Það er auðvitað brýnt hagsmunamái karla að hafa rétt til fæðingarorlofs, en fyrir raunverulegt jafnrétti skiptir þó meira máli að þeir fáist til að nota þennan rétt sinn. Hér fer lítið fyrir „áleitnu spurningunni" hér að frarn- an, en vitaskuld gefum við okkur að íslenskir karlar séu ekki að sækja þennan rétt sinn bara tii að hafa hann upp á punt. Forsjárlausir feður - rétt- leysi og skeytingarleysi Annað hrópandi dæmi um rétdeysi karla er forsjá barna. Karlar fá mun sjaldnar forsjá bama sinna í kjölfar sambúðarslita enda fara þeir mun sjaldnar ffam á það, segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar nefna hér til sög- unnar „mæðrahyggjuna" og það er ljóst að í þessum málum takast á and- stæðir hagsmunir karla og kvenna. En hér hangir a.m.k. tvennt á spýtunni: Annars vegar höfúm við hóp karla sem ekki hirðir um að rækta samband við börn sín, hins vegar höfum við feður sem er meinað að gera það. Um fyrrnefnda hópinn - skussana - er lít- ið fjallað, en þeim mun meira um þann síðarnefhda; „áleitna spurning- in“ heldur sig í hófsamri fjarlægð. Þó finnst mér þjóna litlum tilgangi að telja í hópana og metast um hvor sé stærri. Hér verður það grundvallar- sjónarmið að gilda að skeytingarlausi hópurinn má undir engum kringum- stæðum skerða rétt þeirra sem vilja taka föðurhlutverk sitt alvarlega. Ég er t.d. ósammála því að konur eigi að ríghaida í síðasta vígi sitt, móðurrétt- inn, því ekki verður bæði sleppt og haldið. Leiðangur karla inn á heimilin er mikilvæg forsenda fyrir jafhrétti kvenna á vinnumarkaði. I nýlegri norskri karlarannsóknu) kemur ffam að það er einkum tvennt sem hindrar karla í að taka sér varanlega búfestu í landi fjölskyldulífsins. Annars vegar líta karlar sjálfir á dvöl sína á heimil- Þorgerður Einarsdóttir inu sem tímabundið „undantekning- arástand“. Fæðingarorlof og umönn- un barna á heimilinu er fyrir þeim skemmtileg reynsla, eins konar ævin- týraferð. En hugurinn stefnir í raun annað og lærdómsferlið verður því takmarkað. Hin ástæðan er „sérfræð- ingaveldi“ kvenna, sem eiga erfitt með að ffamselja verkefni og ábyrgð. Með afstöðu sinni í þessum efnum geta konur því ráðið nokkru um hvort karlar taka hægferð eða hraðferð í þessum áfanga. í norsku rannsókninni kemur fram að árangur karla og á- nægja í þessu landnámi er miklum mun meiri þar sem frumkvæðið kem- ur frá þeim sjálfum en þar sem konur þurfa að draga þá inn á heimilin með erfiðismunum. Góðir kaflar um uppeldi og tilfinningar Um kaflana uppeldi og skólamál, svo og ofbeldi og tilfinningakreppu ætla ég ekki að hafa mörg orð. Þetta eru videgir kaflar, skynsamiega tekið á erfiðum málum og margar góðar tíl- myndinni. Ég tek ofan fyrir karla- nefhdinni fyrir að vefengja ffiðhelgi einkalífsins, en í skjóli hennar hafa einmitt mörg ofbeldisbrot verið ffam- in. Hér á ekki síst við hið gamla slag- orð kvennahreyfinga um allan heim: „hið prívata er pólitískt". Af skýrsl- unni að dæma ætla karlar að axla sína ábyrgð á þessum sviðum. Vinnumarkaðsmál - nýr tónn Um síðari hluta skýrslunnar er margt að segja. Skýrsluhöfúndar hafa breytt um tóntegund, textinn miðlar öðrum og oft óljósum skilaboðum. Það er eins og nefndin hafi ekki gert upp við sig hvort jafhréttisbarátta karla verður háð incð konum eða í andstöðu við þær, þrátt fyrir yfirlýs- ingarnar í byrjun skýrslunnar. I kafl- anum er reynt að svara spurningunni um fjölskylduábyrgð út ffá gögnum urn fjölskylduhagi, kjaramál og við- horf í atvinnulífi. Verkaskipting ræð- ur þar mildu, segir í kaflanum, en hún ræðst af efnahagslegum forsendum: „Það hjóna sem hejur htena skiptagildi á vinnumarkaði einbeitir sér að tekjuöjlun meðan hitt eyðir frekar starfskröftunum í hin ólaun- uðu hcimilisstöif‘ (bls. 18). Karlar hafa hærri tekjur en konur og er það talin afgerandi skýring á verkaskiptingingu eða hlutverkum kynjanna í samfélaginu, sem svo aftur hefur áhrif á tekjurnar. Þetta er óneit- anlega eins og að skýra fyrirbæri með sjálfu sér. Þarna liggja að sjálfsögðu margar spurningar grafnar, mörg lög af hefðum sem karlar og konur þurfa í sameiningu að fletta ofan af og skoða. En umræða um hvort kom á undan, hænan eða eggið, vísar ekki veginn ffam á við. „Körlum á vinnumarkaði er mismunað vegna kyn- ferðis ekki síður en kon- um..“ Eftir umfjöllunina um mismunandi skiptagildi hjóna á vinnumarkaði og mismunandi tekjur er farið í að skýra launamun kynjanna að teknu tiiliti til ýmissa þátta eins og vinnutíma, ald- urs, starfsaldurs, búsetu og stöðu. I því skyni er birt tafla (reyndar illa út- skýrð) sem sýnir mun á kaupi á klukkustund iniili karla og kvenna í nokkrum starfsstéttum innan ASÍ (bls. 19). Það sem skýrsluhöfundum finnst bitastæðast í þessum samanburði er ekki sá umtalsverði launamunur kynj- anna sem er meðal afgreiðslu- og skrifstofufólks, heldur að ekki skuli mælast kynjamunur á launum ófag- lærðs verkafólks. Skýringin á þessu er sú, segir í skýrslunni, að meirihluti ófaglærðra kvenna er í fiskvinnslu og þar er tímakaup karla hegra en kvenna af þeirri ástæðu að körlunum er mein- að að starfa í snyrtingu og pökkun, þar sem bónusinn helst er að finna.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.