Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 9
VTKUBLAÐIÐ 3. FEBRUAR 1994 9 Jafnframt er sagt að þetta dæmi sýni að „körlum er mismunað á vinnu- markaði vegna kynferðis ekki síður en konum“ (bls.20). Hér er ekki minnst orði á hve einhæft, slítandi og einangrandi þetta starf er, né heldur þá vöðvagigt sem þjáir fiskvinnslu- konur meira en aðrar íslenskar starfs- stéttir. Hér er ekki minnst á það álag sem fylgir því að standa upp á endann við færiband daginn út-og inn, méð klukkuna yfir sér þyljandi dóm sinn uin afköst og laun. Mér dettur ekki annað til hugar en að skýrsluhöfund- um sé alvara með þessu dæmi og því er mér spurn: hvers vegna í ósköpun- um hafa engir karlar kvartað undan þessu augljósa misréttí? Fyrsti kafli mannkyns- sogunnar? Varðandi laun karla og kvenna komast skýrsluhöfundar að því að engan mismun sé lengur að finna í kjarasamningum (bls. 22). Sá launa- munur sem kann að vera til staðar í þjóðfélaginu er því vegnayfirborgana og þar er við atvinnurekendtir að sakast en hvorki löggjafann né launa- fólk (sennilega átt við karla). Mér finnst nú óþarfa ólíkindalæri að láta eins og hér sé verið að skrifa fyrsta kafla mannkynssögunnar. Það er ekki að tilefnislausu að Norræna jafhlauna- verkefhið sem komið var á fót fyrir fjórum árum hefur einbeitt sér að starfsmati. Við flestar tilraunir til að „skýra“ latmamun kynjanna hefur nefhilega verið horft framhjá tveimur mikilvægum atriðum. Hið fyrra er sú staðreynd að konur vinna oft sömu störf og karlar, en ineð önnur starfs- heiti og minni laun. Hið síðara er kynskipting vinnumarkaðarins sem dylur þá staðreynd að kvennastörf eru verr metin og lægra launuð en karla- störf í stéttum með jafnlanga mennt- un og sambærilega ábyrgð (sbr. hjúkkur og verkfræðinga). Þetta hefur að vísu ekki farið fram hjá skýrsluhöf- undum (sbr. töflu á bls. 21), en það er hins vegar afgreitt með lögmáli ffam- boðs og eftírspurnar; fleiri konur út að vinna = meira ffamboð á vinnuafli = lægri laun. Maður hefur á tilfinning- unni að markmiðið hér sé að sýna fram á að í raun og veru sé enginn „ó- eðlilegur" launamunur milli kynj- anna. Þessi umræða líkist helst sýknu- kröfu fyrir hönd karla. Hvernig hún tengist leiðum tíl að auka fjölslcylduá- byrgð þeirra fæ ég ekki séð, hún virð- ist ffekar til þess fallin að leggja bless- un yfir óbreytt ástand. Ósamrtemi milli kafla I skýrslunni kemur fram að langur vinnutími er eitt af því sem hindrar karla í því að axla aukna fjölskylduá- byrgð. En hvers vegna er þá vinnu- tíminn svo langur? A einum stað í skýrslunni er talað um mikla tekjuþörf ungs fólks vegna húsnæðiskaupa (bls. 11). A öðrum stað er vitnað í skýrslu Baldurs Kristjánssonar sálffæðings þar sem hann talar um lakari lífskjör á Islandi en hinum norðurlöndunum (bls. 18). I lokakaflanum kemur svo þessi skýring: „Goðsögnin um að ekki rnegi leng- ur ein jýrirvinna tíl að framfleyta fjólskyldunni er undarlega lífsseig. Væri hún rétt hefði kaupmáttar launa Itekkað á undanfömum 3-4 áratugum, sem er staðleysa. Stað- reyndin er hins vegar sú að kröfiir til lífsgæða hafa vaxið hraðar en kaup- máttur“ (s. 21). Lífsgæði eru að sjálfsögðu sögulega og félagslega skilgreind stærð. Ef ein laun nægja ekki fyrir almennt við- teknum lífsgæðum fjölskyldu hlýtur það að kalla á aðra fyrirvinnu. Hér er gefið í skyn að menn séu að vinna langan vinnudag fyrir óþarfa. Það má vel vera að afturhvarf til lífsgæða fyrri tíma sé lykillinn að jafnrétti kynjanna. Þá er líka vel hægt að taka undir með Elisabetu Rehn ráðherra jafnréttís- mála í Finnlandi, sem ku hafa stungið upp á því að lækka laun karla til að jafha launamun kynjanna. Jöfhun nið- Jafnróttlð ur á við hefur verið hugleidd á fleiri sviðum, svo pem í lífeyrissjóðakerfinu og nú síðast í launum bankastjóra. Það rýrir hins vegar trúverðugleika skýrsl- unnar að grundvallaratriði - eins og hvað valdi löngum vinnutíma - séu á reild milli kafla. Stafar körlum ógn af jafnréttislögunum? Sérstakur kafli er helgaður jafnrétt- islögunum í skýrslunni auk þess sem vikið er að þeim í lokakaflanum. Þótt viss skilningur sé fyrir hendi á inntaki laganna er smtt í efasemdirnar og því er ærið tilefni tíl að hugleiða þá af- stöðu sem birtíst til þeirra. Þannig er t.d. í öðru orðinu sagt að þörfin á að rétta hlut kvenna sé viðurkennd (bls. 11) og að markmiðum laganna verði ekld mótmælt (bls. 12), en í hinu orð- inu segir að í lögunum sé „..gengið út frá því að það halli á konur í þessum efnum..“ (bls. 12, mín leturbreyting). 1 lokakaflanum - um vinnumarkaðs- málin - er fjallað um það ákvæði í lög- unum sem heimilar tímabundnar að- gerðir tíl að bæta stöðu kvenna: „Engin kona sem kemst áfram í staifi þakkar það kynferði sínu, en þær sem ekki komast áfram vísa gjaman til mismununar á grund- velli kynferðis. Karlmenn hafa engar sltkar hækjtir tíl að styðjast við. Þeg- ar tíl lengdar hetur er jákvæð mis- munun minnihlutahópa (sic!), hvorki konum né körlum til farsæld- ar. Frattti á gmndvelli kynferðis eitts er engutn vænlegt veganesti“ (bls. 23). Eg fæ ekki bemr séð en að hér sé svíðandi gagnrýni á mikilvægt atriði jafnréttislaganna. Enn athyglisverðara í ljósi þessara orða finnst mér þó af- staðan tíl ýmissa kynjakvóta þar sem hallar á karla. Þannig er ein af tillög- um skýrslunnar að hlutur karla verði aukinn í jafhréttisnefndum sveitarfé- laga, félagsmálanefndum og barna- vemdarnefndum. Nefndin leggur m.a.s. til að kynjakvóta verði beitt við tilnefhingar í Jafnréttisráð! Vegna nú- verandi kynjasamsemingar starfa nú- verandi jafhréttisbatterí nánast sem kvenréttindafélög. Skyldu skýrsluhöf- undar skrifa undir þessa röksemdar- færslu væri henni snúið upp á allar þær stjórnir, ráð og nefndir sem ein- göngu eru skipaðar körlum? Óréttlátt að ÞÆR geti kærtfyrst VIÐ getum það ekki.. í framhaldi af kvótamálum er fjallað um Kærunefnd jafnréttismála. Höf- undum finnst athyglisvert að Kæru- nefndin sé eini vettvangur kæra vegna stöðuveitinga: „Þó eru ýmis „annar- leg“ sjónarmið látin viðgangast í stöðuveitingum“ (bls.22), segir í skýrslunni, rétt eins og þar sé við Jafn- réttislögin að sakast!! Tekið er dæmi um bankastjóraráðningu í Lands- bankanum fyrir nokkram árum þegar lítt reyndur pólitíkus var tekinn fram yfir reyndan bankamann. Og í skýrsl- unni segir: „Hefði sá stðamefndi verið kona hefði hann (hún) getað kcert veiting- utta til Skrifstofu jafnréttistnála, sem m.a. hcfði metið hcefni umscekj- anda. Vegna kynferðis gat viðkom- andi ekki kæit ráðninguna, eða látið hlutlausati aðila meta hcefiti“. Það sjónarmið sem hér birtist er einfaldlega svona: Það er óréttlátt að ÞÆR hafi kæruvettvang fyrst VJÐ höfum það ekki. Með öðrum orðum: Fyrst pólitískar ráðningar eru ekki bannaðar er tóm tjara að banna kynja- mismun! Það er ekki inargt um þetta viðhorf að segja annað en að það hæf- ir varla fullorðnu fólki. Verði baráttu gegn pólitískum stöðuveitingum og annarri spillingu hrundið af stað hér á landi tel ég öruggt að engin kona liggi á stuðningi sínum. Sakbomingar ogfómar- lörnb Þegar leið á lestur lokakaflans rifj- aðist upp fyrir mér hugtakið „eymdar- rannsóknir“ sem notað var um fyrsta tímabil kvennarannsókna fyrir tveim- ur áratuguin. Sá undirtónn er þar á- berandi að aðstæður séu körlum ó- hagstæðar. Þeim er mismunað á vinnumarkaði sbr. fiskvinnslan, við- horf samfélagsins, atvinnurekendur og mæðrahyggjan eru andsnúin fjöl- skylduþáttöku þeirra. Jafnvel það að vera tekjuhærri en konur háir þeim; talað er um „fórnarkostnað frítíma“ þeirra (átt er við töpuð laun í frítíma). Þetta er ekki óþekkt þema þar sem menn þurfa að firra sig ábyrgð. (At- vinnurekendur tala t.d. frekar um ó- hagstætt rekstrarumhverfi en illa rek- in fyrirtæki). Skýrasta dæmið um þessa kveinstafi birtist í allra síðasta hluta skýrslunnar þar sem fjallað er um störf og starfsframa: „Búa má til langan lista yfir valda- og virðingarembætti þar sem konur eru í miklum minnihluta og jafnvel ekki að finna. Þessir þáttur hefur ver- ið mikilvægur í svonefhdri jafhréttis- baráttu um langt árabil. Skuldinni er annað hvott skellt á karlmenn aða skólakerfið, sem karlmenn fiittdu hvott eð er upp“ (bls. 22, mín letur- breyting). Mér er ekki ljóst hvort þessu píslar- vætti er ætlað að finna feminismann í fjöru eða hvort þetta er ritdeila við einhvern sérstakan? Eða bara blátt á- ffam innlegg í umræðuna um hvernig karlar ætla að auka fjölskylduábyrgð sína? Og yfir lokaorðum skýrslunnar, sem einnig er niðurlag klausunnar um starfsframa er hreint sorglega lítil reisn: „Frami á gmttdvelli kynferðis er engum vcenlegt veganesti. Karlmað- urinn er fundinn sekur á vinnu- markaðttum. Hatin fier hærri lauti ett konan og kemst fremur áfram í sitini vinnu. Hantt er líka fundinn sekur utn að axla ekki fjölskylduá- byrgð“. Sáttatónninn úr innganginum er horfinn, dómsmorðið fullkomnað og uppgjöfin algjör. Hið rismikla flugtak í byrjun karlaskýrslunnar endar því miður með brotlendingu. En vonandi læra karlar það af kvennahreyfingunni að vera ekki mörg ár að vinna sig út úr eymdarlýsingunuin. Þeim mun fyrr geta karlar og konur í sameiningu byrjað að byggja hér þjóðfélag jafn- réttis. (1) 0.G.Holtcr & H.Aarseth: Mcnns livssam- menheng. Oslo 1993. Höfundur er félagsffæðingur Orðsending til Einkareikningþ- og tékkareikningshafa Frá og með 1. febrúar n.k. verður tekið 45 kr. útskriftargjald fyrir hverja útskrift Einkareiknings- og tékkareikningsyfirlita. Framvegis verða yfirlit send áður en skuldfærsla vegna þjónustugjalda verður framkvæmd. Áramótayfirlit verður sent án gjaldtöku. í dag eru flestar útskriftir sendar þegar blaðið er fullt, þ.e. eftir 45 færslur. Fleiri möguleikar eru á tíðni útskrifta s.s.: • Mánaðarleg • Þriðja hvern mánuð • í árslok - gjaldfrítt f Þjónustusímanum (91) 62 44 44, Grænt númer 99 64 44, getur þú fengið upplýsingar um 20 síðustu færslur og stöðu reikningsins, allan sólarhnrtginn. Þeim viðskiptavinum sem óska eftir breytingu á tíðni útskrifta er bent á að hafa samband við tékkareikningsdeild. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 5? Útboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir til- boðum í endurmálun á stofnunum aldraðra, bókasöfnum og bílageymslum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 AUGLÝSING um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í lok síðasta árs var stofnað til Bókmennta- verðlauna Tómasar Guðmundssonar í minningu skáldsins. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað skáldverk frumsamið á íslensku, þ.e. skáldsögu, Ijóðabók eða leikrit. Hér með er auglýst eftir handritum sem keppa til verðlaunanna, og verða þau afhent 15. septem- ber 1994. Engin ákvæði eru um stærð verksins. Veitt verða verðlaun fyrir eitt handrit að upphæð kr. 300 þúsund. Handrit þurfa að hafa borist til skrifstofu borgar- stjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir T. júlí 1994, merkt með dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Ráðhúsi Reykjavíkur 101 Reykjavík Nánari upplýsingar gefur Gunnar Eydal, skrif- stofustjóri, í síma 63-20-00. 28. janúar 1994 Skrifstofa borgarstjóra

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.