Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 3. FEBRUAR 1994 13 Kvikmyndastríðið milli Evrópu og Bandaríkjanna Fyrir skömmu var sýndur í sjón- varpinu einn af þessum Evr- ópuþáttum sem að mestu er varið til þess að lýsa yndisleika fjór- frelsisins í viðskiptum milli landa. Er nú ekki að orðlengja það, að áður en þættinum lauk var farið að tala um viðskipti og frelsi á menning- arsviðinu. Nánar tiltekið: Það var vikið að við- skiptum með kvikmymdir milli Evr- ópubandalagslanda og Bandaríkjanna. Eins og hver önnur vara? I stórum dráttum lítur málið þannig út að Bandaríkjamenn hafa staðið fast á því að kvikmyndir væru eins og hver önnur framleiðsla. Því megi einstakar þjóðir ekki hygla sín- um kvikmyndaframleiðendum, t.d. með ríkisstyrkjum til kvikmyndagerð- ar eða með því að fylgja ákveðinni dagskrárpólitík í sjónvarpi sem gerir ráð fyrir einhverjum lágmarkskvóta fyrir innlent efni. Allir eigi að sitja við sama borð í þessurn efnum, rétt eins og framleiðendur tannkrems og gos- drykkja beggja vegna Atlantsála. Evrópumenn aftur á móti, og þá fyrst og ffernst Frakkar, hafa barist á móti þessum skilningi. Þeir segja að kvikmyndir séu partur af menning- unni og sæmilega öflug og fjölbreytt framleiðsla á eigin kvikmyndum (frönskum, ítölskum osfrv.) sé snar þáttur í því að efla eigin menningu og nota eigið tungumál til allra hluta. Hræsnishjal umfrelsi Nú mætti ætla að Islendingar vildu sýna samúðarskilning á ffönskum málstað í þessum effium. Þó ekki væri nema vegna þess að við vitum að alls öngvar kvikmyndir verða til á íslensku nema þær fá nokkurn stuðning úr op- inberum sjóðum. En því var ekki að heilsa í þessum þætti. I þessu máli var orðið afhent Kantor, helsta samningainanni Bandaríkjastjórnar í GATT-viðrxð- unum. Og hann var látinn fimbul- famba um það, að með því að grípa til sérstakra ráðstafana til að vernda sínn kvikmyndaiðnað væru ríkisstjórnir Evrópu að syndga gegn málfrelsinu! Þær vildu stjórna því hvað fólk fengi að sjá og hvað ekki! Þetta tal var satt best að segja fullt af hræsni og falsi. Frakkar til dæmis eru ekki að banna eitt eða neitt úr bandarískum kvikmyndaiðnaði heima hjá sér. Þeir sýna náttúrlega geysimik- ið af bandarískum kvikmyndum. Þær eru og verða sjálfsagt meiriparturinn af „neyslu" landsmanna á þessu sviði. Það eina sem Frakkar vilja er að reka menningarpólitík sem tryggir vissa fjölbreytni. Bæði þá fjölbreytni að ekki séu allar erlendar myndir endi- lega bandarískar (en við íslendingar og ýmsir fleiri komuinst hættulega nálægt því hlutfalli). Og svo vilja þeir blátt áffam að franskar kvikmyndir fái að vera til áfram. Ef frjáls verslun tryggir ekki möguleikana á því að jafhvel meira en fimmtíu milljón manna þjóðir eins og Fraldcar og Ital- ir geti rekið sæmilega öfluga kvik- myndagerð, heldur grefur jafiit og þétt undan þeim, þá er eðlilegt að „leiðrétta" inarkaðslögmálin. Ahorfsfrelsið í reynd I reynd er það líka svo að evrópskir kvikmyndagláparar búa við rneira val- frelsi og þar með „tjáningarfrelsi" en þeir bandarísku. Bandarískum dreif- ingaraðilum dettur varla í hug að kaupa nema örfáar evrópskar rnyndir. Enn iíklegra er, ef einhver frönsk eða hollensk mynd slær í gegn einhvers- staðar, að þeir kaupi söguþráðinn og láti endurgera hann í Bandaríkjunuin í uinhverfi sem þarlendir kannast við. Vegna þess að dreifingaraðilar hafa svo á spöðum haldið í Bandaríkjunum að þarlendir menn virðast ekki með nokkru móti (nema alltof fáir á stór- um markaði) geta horft á neitt annað en rnyndir þar sem tungumálið er upp á amerísku og umverfið li'ka. Hér þyrfti líka að gá að fleiru, til dæmis hagsmunatengslum milli kvik- myndaffamleiðendanna stóru í Bandaríkjunum og kvikmyndahúsa- keðjanna. Það er til dæmis vitað að Bandaríkjamenn eru sem óðast að kaupa upp kvikmyndahúsin í Austur- Evrópu. Og það er náttúrlega til þess að venja þarlenda á að hver bíóferð jafngildi því að horfa á amríska mynd. A meðan hnignar ágætri kvikmynda- gerð Tékka, Ungverja og Rússa dag ffá degi. Gleymum því heldur ekki að það var ekki í frjálsri og heiðarlegri sam- keppni eins og það heitir sem banda- rískar myndir fengu yfirburðastöðu á evrópskum markaði eftir stríð, yfir- burðastöðu sem þær hafa haldið síðan. Það var partur af áróðursstríðinu um sálir F.vrópu eftir stríð. Eric Rhode segir í kvikmyndasögu sinni (History of the Cinema): „Til allrar hamingju fyrir kvikmyndaiðnaðinn beitti bandaríska utanríkisráðuneytið, sem gerði sér grein fyrir áróðursgildi Hollywoodinynda, hinar gjaldþrota þjóðir Evrópu þrýstingi til að sýna þessar myndir, þær voru gerðar hluta af ,;pakka“ um viðskipti og lán“. Með þessu móti neyddust Frakkar til að samþykkja að 70% af öllum sýninga- tíma í frönskum kvikmyndahúsum færi undir amrískar myndir, og ítalir gerðu enn verri samning! Bretar fóru ögn skár út úr þessu vegna þess að Ilarold Wilson, sein þá þegar hafði nokkuð að segja í ríkisstjórn Verka- mannaflokksins, tókst að tryggja breskum myndum betri kvóta en Frökkum tókst. Og var í Bandaríkjun- um talinn hinn versti maður fyrir bragðið, gott ef ekki laumukommi. Eigin gröf Sannleikurinn er sá að ástandið í kvikmyndaheiminum er blátt áffarn þannig að sölumyndir eru orðnar svo dýrar í ffamleiðslu og ekki síst dreif- ingu og auglýsinguin, að bandarísk ffamleiðsla hefur náð algjörum undir- tökum um allan heim og herðir þau tök jafnt og þétt. Og það minnsta sem íslendingar geta gert - þótt ekki væri nema til að vernda rétt sinn til að styðja við bakið á eigin kvikmynda- gerð - er að skilja málstað Frakka og annarra Evrópumanna í þessu efni. Því er svo ekki að leyna, að Frakkar og aðrir í EB hafa sjálfir grafið sér þá gröf sem bandaríski kvikmyndaiðnað- urinn vildi steypa þeirn ofan í. Evr- ópuhugsjónin svonefhda segir að ekki skuli framleiða hluti nerna þar sem það borgar sig best og að ekki inegi gera neitt til að mismuna ffamleið- endum, t.d. eftir því hvaða tungumál þeir nota. Og vegna þess að hin al- menna hneigð er sú að allir hlutir séu barasta til á markaðstorginu og að rangt sé og skaðlegt að spyrja um ann- að gildi þeirra, þá er von að Amríkan- ar grípi tækifærið og stingi evrópskum ofan í þeirra eigin pytt: markaðurinn einn skal ráða, elsku vinir! En tjáningarffelsi í reynd - það er svo allt annar hlutur eins og hver maður getur séð.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.