Vikublaðið


Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 mmmmmmmmmÉmmmmmmmmmm Við þurfum stefnu í úthafsveiðum - hringlandahætti stjórnvalda verður að linna segir Steingrímur J. Sigfússon Islendingar eiga að vera íforystu þeirra þjóða sem gceta hagsmuna fiskveiðiríkja og við eigum að marka áhyrga stefnu sem byggir á sanngimi og hófsamri nýtingu auðlinda, segir Steingrímur J. Sigfusson. Myndir: Ol.Þ. að eru ekki ósættanlegur andstæður fyrir Islendinga að ná til sín sem mespjm réttindum á hafsvæðum umhverfis efnahagslögsöguna og hins að auka sókn sína á úthafið. Ríkisstjómin hefur ekki staðið sig í stykkinu við að móta stefnu Islendinga í þessum málaflokki og hringlandaháttur hennar heíúr spillt fyrir hagsmun- um okkar, segir Steingrímur J. Sig- fússon þingmaður Alþýðubanda- lagsins en hann situr í sjávarút- vegsnefnd Alþingis og er jafnframt í nefind um endurskoðun Iaga um veiðar utan landhelgi. - Það er auðvelt að sýna fram á að hagsmunir strandríkisins Islands fari vel saman við hagsmuni okkar sem út- hafsveiðiþjóðar. Við eigum og ráðum okkar 200 mflna efnahagslögsögu, en höfum svo að öðru leyti engin áhrif haft á það hvernig nytjastoínar hafa verið nýttir, hvort heldur sem er um- hverfis okkar efnahagslögsögu né annars staðar á úthafinu. Nærtækast er að benda á Reykjaneshrygginn í því sambandi og minna á þá staðreynd að framundir síðustu ár voru íslendingar áhorfendur að veiðum erlendra fiski- skipa á þessum slóðum. Sókn okkar á Anna Kristín Gunnarsdóttir bcej- aifulltnii á Sauðárkróki situr Al- þingijyrir Norðurland vestra. Nýr þing- maður Anna Kristín Gunnarsdóttir tók sæti Ragnars Arnalds á Al- þingi í síðustu viku, en Ragnar fór á fund Evrópuráðsins í Strasborg. Þetta er í annað skiptið sem Anna Kristín tekur sæti á þingi, en hún leysti Ragnar af fyrir tveim árum. Anna Kristín er bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins á Sauðár- króki og er jaínffamt viðloðandi kennsiu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkóki. Anna Kristín hefur lagt ffain fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra um styrki til fiskvinnslufyrirtækja vegna fullvinnslu sjávarafurða, um afkomu sveitarfélaga eftir verka- skiptalögin og um sálfræði- og fé- lagsráðgjafaþjónustu heilsugæslu- stöðva og sveitarfélaga. Reykjaneshrygginn undanfarið styrkir stöðu okkar þar burtséð ffá því að hve miklu leyti oklcur tekst sem strandrík- is að fá tekið tillit til hagsmuna okkar og stærri hlutdeildar, ril dæmis í hugs- anlegum kvótum ffamtíðarinnar með hliðsjón af því að við séum standríki. Strandrfld sem jafnffamt hefur mikla aflareynslu á slíku svæði hlýtur að standa sterkara að vígi. Svipuðu máli gegnir auðvitað um veiðireynslu sem við öflum annars staðar, segir Stein- grímur J. Sigfússon. Flann telur einsýnt fyrir Islendinga að undirbyggja hagsmuni sína með sem víðtækustum hætti. - Annars vegar með því að gera réttmætar og eðlilegar kröfúr til þess að við sem strandríki eigum að fá aukna hlutdeild í veiðum fiskistofna sem ganga að einhverju leyti inn í okkar lögsögu eða eru veiðanlegir skammt undan lögsögunni, en hins vegar að við á grundvelli okkar afla- reynslu á úthafinu séum með sem þátttakendur í uppskiptingu aflaheim- ilda þegar að því kemur. * Urelt viðhorf stjómvalda Þau viðhorf hafa verið uppi í sjávar- útvegsráðuneytinu og víðar í stjórn- kerfinu að hagsmunir íslendinga liggi fyrst og ffemst í því að halda ff am rétti strandríkja andspænis ásókn út- hafsveiðiþjóða. I þeirn anda höfum við einskorðað okkur við fiskveiðar í landhelginni og á síðustu árum kapp- kostað að draga úr umframgetu fiski- sldpastólsins þannig að jafnvægi myndist á milli afraksturs íslandsmiða og stærðar flotans. Þessi stefna beið skipbrot þegar útgerðir tóku að leita út fyrir landhelgina til að bæta sér upp síminnkandi afla á heimamiðum. Stjórnvöld hafa hinsvegar ekki mætt breyttum aðstæðum með því að endurskoða fyrri stefnu, en Stein- grímur telur brýnt að þau vakni til h'fsins og taki tíl við að sinna skyldum sínum. - Islendingar eiga að vera í forystu þeirra þjóða sem gæta hagsmuna fisk- veiðiríkja og við eigum að marka á- byrga stefnu sem byggir á sanngirni og hófsamri nýtingu auðlinda, segir Steingrímur. Steingrímur er þeirrar skoðunar að mörg rök liggi til þess að við höldum áfram að veiða í Smugunni á Barents- hafi og ekki sé óeðlilegt að stefna á 25-40 þúsund tonna bolfiskafla á þessu ári. - Eg bendi á að þorskur er veiðan- legur í umtalsverðu magni á þessu al- þjóðlega svæði. Þegar fram líða stund- ir er líklegt að tekið verði tillit til afla- reynslu þegar samningar verða gerðir um' fiskveiðistjórnun. Islendingar héldu úti togurum á Barentshafi á fjórða og fimmta áratug aldarinnar og eigum við ekki síðra tilkall til veiða á þessum slóðum en ýinsar suðlægar þjóðir, er mat Steingríins. Markviss og ábyrg stejria Alþjóða hafféttarsáttmálinn kveður á um að aðildaríki gangi ekki nærri auðlindum þótt um veiðar á frjálsu út- hafi sé að ræða. - íslendingar eiga að sjálfsögðu að uppfylla og virða þetta ákvæði hafrétt- arsáttmálans og sjá til þess að veiðarn- ar í Barentshafi verði ekki óheffar og stjórnlausar. Stjórnvöld þurfa að ná góðu samstarfi við útgerðarmenn til að þetta taldst, en hægt er að hugsa sér ýmsar leiðir til að takmarka sóknina, til dæmis með því að setja hámark á afla hvers skips og tryggja að aðeins yrði tilgreindur fjölrii skipa að veiðum hverju sinni, segir Steingrímur. Liður í nýrri stefnumótun væri að íslendingar gerðust aðilar að Sval- barðasamkomulaginu en samtímis ve- fengdum við rétt Norðmanna til að lýsa einhliða yfir fiskverndarlögsögu umhverfis einskismannslandið Sval- barða og taka sér þannig lögsögu á svæðinu. - Um leið og Islendingar væru orðnir aðilar að Svalbarðasamkomu- laginu er erfitt fyrir aðrar samnings- þjóðir að standa gegn nýtingu okkar á þeirri náttúruauðlind. Grundvallar- regla Svalbarðasamkomulagsins er að aðildarþjóðir hafa jafnan rétt til að nýta náttúruauðlindir á svæðinu, segir Steingrímur. Hann leggur áherslu á að fá þau skip skráð á íslenska skipaskrá sem út- gerðarmenn hafa síðustu vikur og mánuði keypt til að gera út á út- hafsveiðar. Aflareynsla þessara skipa nýtist þjóðinni ekki nema þau séu skráð íslensk. Þá yrði með slíkri skráningu tryggt að áhafnir verði ís- ■lenskar og kjör þeirra samningsbund- in, og jafnframt lytu öryggismál ís- lenskum reglum. Þá byggir stjórnun á sókn þessara skipa á þeirri forsendu að þau séu skráð hér. - Það þarf að setja skýrari reglur um skráningu þessara skipa á íslenska skipaskrá, þótt þau hafi ekki veiðileyfi í íslenskri efnahagslögsögu, segir Steingrímur J. Sigfússon. Porrablót (flþýóabandalagsfólks í Rcykjancskjördœmi 19. febróar kl. 19.30 í Félagshaimili Kópavogs Nú hefur verið ákveðið, kæru vinir og félagar, að koma saman og gera sér glaðan dag á þorranum. Félagar okkar í Kópavogi hafa í áratugi haldið fjörugt þorrablót og í Hafnar- firði og víðar hefur Alþýðu- bandalagsfólk oft skemmt sér vel á þorrablótum. í ár ætlum við að halda sameiginlegt þorra- blót fyrir Alþýðubandalagsfólk í Reykjaneskjör- dæmi og gesti okkar, skemmta okkur vel, hitta vini og kunningja, fá fréttir af pólitíkinni í öðr- um byggðralögum og stíga dans. ■*' Fjölbreytt og glæsi- leg dagskrá. Heiðursgestur: Jónas Arnason, rit- höfundur og fyrrum al- þingismaður Ræðumaður: Guöný Halldórsdóttir, kvikmynda- stjóri og höfundur ára- mótaskaupsins. Veislustjóri: Heimir Pálsson, söngsnillingur og menningarfrömuður Frábær skemmtiatriði frá Suðurnesjum, Hafnarfirði, Kópavogi og víðar. Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar Verðið er að sjálfsögðu ein- staklega lágt, kr. 1900 fyrir manninn og er þá matur, for- drykkur, skemmtun og dans innifalið. Hægt er að greiða með greiðslukortum og skipta greiðslunni á tvo mánuði. Pantið miða í tíma. Miðapantanir hjá: Valþóri Hlöðverssyni sími 44027, Þóri Steingrímssyni sími 44425, Páli Árnasyni sími 54065, Sigríði Jóhannesdóttur sími 92-12349 Húsið opnar kl. 19:30 og verður þá for- drykkur og viðrásður gesta. Borðhald hefst upp úr kl. 20.00. Rútuferð verður skipu- lögð frá Suðurnesjum. Við héldum glæsilega sumarhátíð í Selvoginum. Nú höldum við bráð- skemmtilegt þorrablót 19. febrúar og fyllum félags- heimilið í Kópavogi. Allir velkomnir Alþýðubandalagið Reykjanesi

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.