Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 1
Kosið til Stúdentaráðs Brátt verður kosið milli Vöku og Röskvu innan HI, en þær kosningar þykja oft sýna vænt- anlegar fylgissveiflur meðal almennings. Bls. 8-9 Aldraðir í Reykjavík Margir hinna eldri sæta afar- kostum á ieigumarkaðnum. Brýnt er að byggja leiguíbúðir og auka hjúkrunarrými fyrir aldraða í borginni. Bls. 4-5 Frambjóðendur í forvali Forvalið um helgina setur svip sinn á blaðið í dag. Auk fjölda aðsendra greina í tilefhi þess er kynning á frambjóðendum og tilhögun forvals á bls. 7 6. tbl. 3. árg. 10. febrúar 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Stjórnin með hendur í skauti Ríkisstjórnin kemur engu í verk. Aðeins tvö ríkisstjórnarmál fyrir Alþingi. Stjórnarandstaðan heldur uppi starfi þingsins. Frumvörp um sjávarútveginn liggja í salti vegna ósamkomulags í ríkisstjórn. Davíð Oddsson ræðir stjórnar- myndun í ræðustól á þingi. Iþessari viku komu aðeins tvö mál firá ríkisstíórninni til fyrstu umræðu á Alþingi, annað vegna EFTA-dómstólsins en hitt var frumvarp til hafharlaga. Á sama tíma eru til umfjöllunar þingsins 21 mál sem óbreyttir þingmenn standa að. - Ef ekki væri fyrir þigmanna- málin væri ekkert á dagskrá Alþing- Karla- skýrslan í kaffí hjá Kvenna- lista Síðastliðið sumar kom út svökölluð karlaskýrsla um breytta samfélagsstöðu karl- mannsins. Skýrslan vakti ekki þá athygli sem hún verðskuldar og til að forða henni frá gleymsku ætlar Rvennalistinn að ræða skýrsluna í laugardagskaffi á morgun. Gestir verða Sigurður Snævarr hagfræðingur, Sigurður Svavarsson bókmenntafræðingur, sem unnu að skýrslunni, og Þorgerður Einars- dóttir félagsfræðingur en hún skrif- aði athyglisverða grein um karla- skýrsiuna í síðasta tölublað Viku- blaðsins. Kaffi Kvennalistans er að Lauga- vegi 17, 2 hæð og hefst klukkan 11 á morgun, laugardag. Allir eru vel- komnir. is, segir Guðrún Helgadóttir þing- maður Alþýðubandalagsins og varaforseti þingsins. Ekkert bólar á stóru frumvörpum ríkisstjórnarinnar um málefni sjávar- útvegsins en bæði frumvarp um fisk- veiðistjórnun og Þróunararsjóð bíða afgreiðslu. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við það loforð sem hún gaf sjó- mönnum þegar bráðabirgðalög voru sett á verkfall þeirra í byrjun janúar að fyrir 1. febrúar lægju fyrir tillögur sem kæmu í veg fyrir kvótabrask á kostnað sjómanna. - Ríkisstjórnin getur hreinlega ekki komið sér saman um neitt og þetta er ekki eina vikan í vetur sem dagskrá þingsins hefur verið með álíka sniði og þessa vikuna, segir Guðrún Helga- dóttir. Þróunarsjóður sjávarútvegsins var fyrst boðaður í nóvember árið 1992 og var hugsaður sem málamiðlun milli þeirra sem verja núverandi kvótakerfi og hinna sem gagnrýna það. Ekki síst var Þróunarsjóðurinn málamiðlun milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og átti að innsigla sættir um sjávarút- vegsstefnuna. Ekkert frumvarp var þó lagt fram veturinn 1992/1993. Þegar gengi krónunnar var fellt í júní í sum- ar lofuðu talsmenn ríkisstjórnarinnar að frumvarp uni Þróunarsjóð yrði for- gangsmál á haustþingi. Ekkert varð úr að frumvarpið yrði lagt fram í haust en rétt fyrir jól var frumvarp um stjórnun fiskveiða lagt fram. Það frumvarp er í nefhd og þarf að gera á því gagngerar breytingar, meðal annars vegna lof- orða ríkistjórnarinnar um að koma í veg fyrir kvótabrask útgerðarmanna. Ekkert hefur verið unnið í frumvarp- inu eftir áramót og sjávarútvegsnefnd þingsins er lömuð vegna þess að ríkis- stjórnin hefur enga stefnu í sjávarút- vegsmálum. Vegna þess að ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um afgreiðslu mála er farið að gæta vaxandi þreytu í samstarfinu milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Gríðarleg orka fór í að leysa úr þeim hnút sem landbúnað- armálin voru komin í og það veikti stjórnina. Davíð Oddsson hefur gefið til kynna með athöfnum sínum að hann er ekki frábitinn samstarfi við Framsóknarflokkinn, meðal annars með því að bjóða varaformanni flokks- ins, Halldóri Asgrímssyni, til sín í Stjórnarráðið. Stjórnarmyndunarvið- Starfsmenn RÚV bíða eftir Pétri með óþreyju Mikill pirringur er ríkjandi meðal starfsmanna RUV, einkum Sjónvarpsins, og bíða þeir nú milli vonar og ótta eft- ir því að Pétur Guðfinnsson mæti til starfa á ný sem framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins þann 1. apríl. Gera menn sér vonir um að þá muni Hrafns-málum linna, en ótt- ast þó að Hrafhi Gunnlaugssyni verði falið það verk að taka út alla innviði stofnunarinnar og fái til þess óskorað endurskoðunarvald frá vinum sínum í Stjórnarráðinu. Þá bíða menn í ofvæni eftir því að útvarpslaganefnd skili af sér, en sú nefhd á að leggja til breytingar á nú- gildandi úfvarpslögum og meðal ann- ars kveða á um hlutdeild ríkisins í út- varpsrekstri, þar með talið fjármögn- un og rekstrarfyrirkomulag, sem og að svara til um hvernig tryggja megi sem jafnasta aðstöðu ljósvakamiðla hér á landi. Óttast menn að niðurstað- an verði aðskilnaður Sjónvarpsins, Rásar 1 og Rásar 2, með því að stofna hlutafélög og selja þau einkaaðilum. Á hinn bóginn er litið til þess að út- varpslaganefhd sé þannig mönnuð, að hún muni seint komast að sameigin- legri niðurstöðu og til þess að Sjálf- stæðisflolckurinn muni ekki leggja í róttækar breytingar á þessu sviði fyrir þingkosningar á næsta ári. Um þessi mál er fjallað í Vikublað- inu í dag á bls. 3 og svo um bréfamál Davíðs Oddssonar og Arthúrs Björg- vins Bollasonar. ALÞÝDUBANDALAGsSANNA J^&tóar 1994 1 REYKMVÍK Níu taka þátt í forvali Alþýðu- bandalagsins KJÖRSEÐILL A^Þýðubandalagið hefur wv <>«.¦ - „ forvalsins eru bindandi fyrfr SrnetííaV*Ur,iston™- Orsíit Kjósandi merki með tölusJZlsvtÍTST' efstU sætin- Aih. sem hann vjlraða p'eimTsÍt"*" ' ^* röð J^ndaIagsinsáRe^.-S-num Níii einstaklingar taka þátt í forvali Alþýðubandalags- ins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Alþýðubandalagið mun skipa í sex sæti á Reykjavíkurlistanum og eru úrslit í forvalinu bindandi fyrir kjörnefnd um fjögur efstu sætin. Forvalið fer fram á skrifstofu Al- þýðubandalagsins á Laugavegi 3, 4 hæð kl. 10-22 laugardaginn 12. febr- úar. I forvalinu skal merkja með tölu- stöfunum 1,2,3,4, og 5 við fimm fram- bjóðendur, hvorki fleiri né færri, í þeirri röð sem kjósendur vilja hafa þá í sætum Alþýðubandalagsins á Reykja- víkurlistanum. Kjörskrá hefur legið frammi á skrif- stofu Alþýðubandalagsins frá og með miðvikudegi í þessari viku og utan- kjörstaðaratkvæðagreiðsla farið fram miðvikudag og fimmtudag en henni verður haldið áfram á föstudag milli kl. 9-17. Guðrún Helgadóttir: Stjómarandstað- an heldur uppi starftnu á þingi. ræður eru það ofarlega í huga forsætis- ráðherra að á mánudag hafnaði hann stjórnarsamstarfi við Alþýðubandalag- ið úr ræðustól á Alþingi - án þess að nokkur hafi rætt við hann um slíkt samstarf. -^í^^ Skamm- hlaup í borgar- kerfínu Ijúlí á liðnu ári Iá fyrir að minna en líundi hluti út- veggja Korpúlfsstaða væri nýtanlegur, samkvæmt niati verkemisstjóra borgarinnar. Engu að síður samþykkti meiri- hhiti sjálfstæðismanna í bygg- ingarnefhd þann 12. ágúst að leyfa endurbyggingu Korpúlfs- staða. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi Nýs vettvangs lýsir yfir áhyggj- um sínum vegna þess hversu borg- arkerfið er óskilvirkt og miðlun upplýsinga erfiðleikum háð. „Meirihlutinn samþykkir að leyfa endurbyggingu á húsi eftir að búið er að finna út annars staðar í kerfinu að slík aðferð er óforsvar- anleg. A sama tíma lá fyrir borgar- ráði tillaga Korpúlfsstaðarnefhdar um að bjóða út fyrsta áfanga í end- urbyggingunni. Litlu munaði að ætt væri af stað í rándýrar fram- kvæmdir án þess að nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir eða að menn vildu horfast í augu við ann- marka verkefnisins," segir í bókun borgarfulltrúa Nýs vettvangs. Þetta er í annað sinn á skómmum tíma sem skammhlaup verður í borgarkerfi Sjálfstæðisflokksins. Við gerð fjárhagsáædunar „tapað- ist" einn milljarður króna, ein- hversstaðar á leiðinni milli borgar- hagfræðings og borgarstjóra.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.