Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 10. FEBRUAR 1994 5 „Fólk hefur komið til mín í örvænt- ingu og það fer ekkert milli mála að það er mikil neyð hjá mörgum. Marg- ir eru orðnir hræddir við að vera einir og þurfa virkilega á því að halda að fá aukna aðhlynningu. Það var lengi bar- áttumál hjá okkur að koma B-álmunni í gagnið. Það markmið hefur fjarlægst núna. Það er komið upp það sjónar- horn að það sé eðlilegra að hafa minni einingar og að hjúkrunarheimilin eigi að vera smærri og huggulegri." Þórir segir að árlega leiti um þrjú hundruð aldraðir Reykvíkinga aðstoðar hjá Fé- lagsmálastofnun. „Langflestir þeirra leigja á almennum markaði og þurfa að borga 50-60% af tekjum sínum í leiguna. Þetta fólk er í sárri neyð þó að það spari hverja krónu.“ Eftir þessu að dæma er mikil þörf á leiguhúsnæði fyrir aldraða Reykvík- inga. I allt eru leiguíbúðir fyrir aldr- aða á vegum borgarinnar í kringum 370. Þessum íbúðum fylgir mikil þjónusta, en er nóg að gert? Viðmæl- endum Vikublaðsins ber saman um að svo sé ekki. Sigrún nefnir að nú sé borgin nýbúin að taka í notkun íbúðir fyrir aldraða við Vitatorg. „Okkur tókst að fá það í gegn að hclmingur þeirra íbúða sem þar eru yrðu leiguí- búðir. Vitatorg er reyndar eina bygg- ingin sem tekin hefur verið í notkun á vegum borgarinnar á þessu kjörtíma- bili. Það höfðu ekki verið byggðar neinar leiguíbúðir á vegum borgar- innar síðan Seljahlíð var tekin í notk- un. Það sem gert hefur verið á vegurn borgarinnar nú hefur ekki dugað til leiguhúsnæði á vegum borgarinnar um 450. Af þeim hópi heyrum við aldrei í nema helmingnum. Ef einhver fer að reka á eftir þá athugum við að- stæður viðkomandi, sem getur þá komist í forgangshóp." Asta segir að ekki sé um neyðarástand að ræða í þessum málum nú, en henni fyndist að gjarnan mætti fjölga þessurn leigu- íbúðuin. Að sögn Sigurjón Pétursson borg- arfúlltrúa Alþýðubandalagsins lögðu vinstri flokkarnir einkum áherslu á byggingu leiguíbúða fyrir aldraða þegar höfðu meirihluta í Reykjavík 1978 - 1982. Þá var einnig kornið á fót dagvistun fyrir aldraða og hafin bygg- ing B-álmu Borgarspítala sem ætluð var fyrir langlegusjúklinga en hefur ekki enn komist í gagnið. Olafur Jónsson segir að tilraunir til að koma B-álmunni í gagnið sé orðið gamalt mál. „Niðurstaðan virðist verða sú að það verði nær ekkert pláss fyrir langlegusjúklinga. Þetta er slæmt, sérstaklega þar sem álman var að hluta kostuð af Framkvæmdasjóði aldraðra.“ Olafur leggur mikla áherslu á hve nauðsynlegt sé að hraða byggingu leiguíbúða fyrir aldraða, „það er það sem skortir á núna. Aldrað fólk sem á ekki sínar eigin íbúðir þarf ýmist að sæta afarkostum á leigumarkaðinum eða liggja uppi á ættingjum sínurn." Hann segir að þau hjá Landssambandi aldraðra verði mikið vör við þetta og þar leggi þau inikia áherslu á að þrýsta á um úrbætur. Práttfyiir að ýmsir hafi orðið til að gagnrýna að það séu einkurn tvö verktakafyrirUeki sem skipta á milli sín byggingum þjónustuíbúða ogframkvtemdum tengdum þeim þá telja forsvarsmenn samtaka aldraðra þá ráðstöfun gerða með hagsinuni aldraðra að leiðarljósi. Hér er hiis aldraðra við Hteðargarð. Myttdir: Ol.Þ. Hverjir byggja yfir gamla fólkið? Þa ; að hefur vakið athygli að tvö Pverktakafyrirtæki, Gunnar og Gylfi og Armannsfell, - hafa skipt með sér framkvæmdum á vegum félagasamtaka aldraðra. Sömu fyrir- tæki hafa svo fengið þær framkvæmd- ir á vegum borgarinnar sem hafa fylgt Félag eldri borgara stendur einkumfyrirfélagsaðstoð og tómstundastarjifyrir aldraða og þann mikla þrótt sem er iþví starfi má einkum þakka þvt að aldraðir sjálfir hafa tekið rnálin meira t sínar hendur en áður. Myndin sýnir konur við handavinnu á Vesturgötu 7. í kjölfarið. Um þetta segir Sigrún Magnúsdóttir að nú séu félagasam- tökin farin að sækja um lóðir í sínu nafni og þessara fyrirtækja. „Það er merkilegt hvernig þetta er alltaf í sömu höndunum." Sigrún segir að erfitt sé að sanna grunsemdir um að ekki sé allt með felldu með þessi verk- takaviðskipti, en bætir við: „Það er alltaf sagt að félagasamtökin hafi vilj- að þetta.“ Hún segist þó hafa heyrt það frá stjórnarmönnum í félagasam- tökum sem byggði blokkir við Hæð- argarð að einhver þrýstingur hafi átt sér stað. Ekkert sé þó til skjalfest urn það. „Þessir verktakar geta svo gengið að því vísu að fá líka að smíða þjón- ustukjarnana." Hvað segja forsvarsmenn þeirra samtaka sem hafa verið í fararbroddi um byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða um þessi mál? Kristján Benediktsson fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokkksins er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hann byrjar á að taka það ffam að Félag eldri borgara hafi aldrei fengið úthlutað byggingarlóðum eitt og sér. „Þrjár þeirra lóða sem félagið hefur byggt á hafa verið eignarlóðir byggingaverktakanna. Þeir hafa boðið okkur samstarf og gerðir hafa verið samningar. Við höfum svo fengið tvær lóðir í samvinnu við verktakana." Hann segir einnig að félagið hafi ekki viljað taka þá fjárhagslegu áhættu sem fylgir útboði, heldur samið við Gunn- ar og Gylfa. „Það er verktaki sem við vitum að er stöndugur og traustur. Okkar félag er ekki fjársterkt og hefur enga sjóði upp á að hlaupa. Ef gert yrði útboð þá þyrftum við að taka lægsta tilboði, því annars yrðum við fyrir gagnrýni. Síðan gæti viðkomandi félag farið á hausinn og ffamkvæmd- irnar stöðvast í miðjum klíðum. Bæði við og okkar fólk myndum tapa á því. Þetta hefur þegar gerst í nokkrum til- felluin í Garðabæ. Það er ekki sama fyrir hvaða hóp er verið að byggja. Við látum ekki gamalt fólk þurfa að hafa áhyggjur af því hvernig pening- unurn þeirra er varið. Verktakinn byggir íbúðirnar á sína ábyrgð og síð- an sjáum við um að selja þær til okkar félagsmanna, en allir Reykvíkingar sextíu ára og eldri geta gengið í þetta félag. Ég tel víst að borgaryfirvöldum hafi þótt þetta örugg og farsæl leið.“ Hans Jörgensen sem var lengi for- maður Samtaka aldraðra tekur í svip- aðan streng. Þeir Rristján og Hans eru sammála um að það sé dýrt að bjóða út verk, gera þurfi teikningar fyrir ffam og ýmiss annar kostnaður komi tdl. Reyndar fór ffam útboð fyrir byggingu fyrstu húsanna sem Sam- tökin byggðu við Akraland árið 1982, en síðan sömdu þau við Armannsfell. „Mér fannst það reynast okkur vel,“ segir Hans „það eina sem ég get fund- ið að því er að þegar þurffi að láta laga eitthvað þá voru þeir stundum ekki al- veg nógu fljótir.“ þess að laga ástandið, aðeins til þess að halda í horfinu." Hraða þatf byggingu leiguíbúða Olafur Jónsson formaður Lands- sambands aldraðra segir að félagið hafi á hverju ári rekið á eftir því að sveitarfélögin byggðu leigpíbúðir fyr- ir aldraða. „Það koma upp tilvik þar sem hagur aldraðra raskast og fólk jafnvel tapar eigum sfnum,“ segir hann og Asta Þórðardóttir hjá Félags- málastofnun þekkir einmitt mörg dænii þessa. „Það er orðið ansi al- gengt að fólk geti ekki leitað neitt nema til okkar. I mörgum tilfellum er þetta fólk sem hefur alltaf verið sjálf- bjarga en hefur skrifað uppá hjá börn- um sínum og stendur svo allt í einu ffammi fyrir því að vera gjaldþrota og missa húsnæðið. Þetta hefur færst í vöxt á síðustu fjórum áruin,“ segir hún, en hún hefúr umsjón með hús- næðismálum aldraðra hjá Félagsmála- stofhun. Asta segir að það séu engin stórvandræði í þeim málum nú og nefhir í því sambandi leiguíbúðirnar 56 sem verið að taka í notkun milli Lindargötu og Vitastígs. „Við erum alltaf með 30 einstakar umsóknir þar sem við metum að þörfin sé mjög brýn. Allt í allt eru umsóknir um Hæfileikalausar konur Skyldi ég vera laumu-sjálfstæðis- maður? Það er að minnsta kosti ekki eðlilegt hvað ég fylgdist náið með prófkjöri þeirra. Að vissu leyti komst ég ekki hjá því þar sem blað allra landsmanna var stútfullt af áróðri sent ein sainstarfskona mín kallaði reyndar minningagreinar, henni ofbauð lofið sem skríbentarnir jusu sjálfa sig eða frambjóðendur sína. Þetta var vægast sagt ffóðleg lesn- ing, ekki síst auglýsingarnar og sú ímynd sem frambjóðendur komu þar á ffamfæri. Björgúlfur ffamsækinn en þjóðlegur í senn, Anna K. sannkölluð fegurðardís, Arni Sigfússon með fjöl- skylduna í hollri útivist meðan Sveinn Andri virtist hafa leigt sér konu og barn til að fara með í gerilsneydda myndatöku. Flestir hinna létu sér nægja hefðbundnar passamyndir með hnitmiðuðum áróðri, enda líklega ódýrast. Eg sem tel mig fylgjast frem- ur vel með borgarmálum hafði ekki hugmynd um að sumt af þessu fólki væri í borgarstjórn og tel að það segi Ragnhildur Vigfúsdóttir meira um það en mig. En auðvitað er gott að enn skuli tíðkast að menn vinni verk sín í hljóði. Ég reyndi meira að segja að hafa á- hrif á listann með því að hvetja vin- konu mína til að fara og kjósa „mína menn“. Hún gekk í flokkinn fyrir óra- löngu og þrátt fyrir ótal tilraunir hef- ur henni ekki tekist að ganga úr hon- urn aftur. En hún nenntd ekki að gera þetta fyrir mig, jafnvel ekki þótt hún fengi líka fjölda símtala ffá flokks- bundnum stuðningsmönnum. Eg varð of sein að skrá mig í flokkinn og varð að treysta á guð og lukkuna og beið niðurstöðunnar með eftirvænt- ingu. Hún kom mér satt að segja á ó- vart. Líklega er það rétt sem Sveinn Andri sagði að fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá, að vísu var hann ekki eins ljóðrænn og ég en þetta var inntakið hjá honum. Þeir sem hafa gert sitt besta til að hrinda hugmynd- urn Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd fengu frímerki á rassinn og verða að leita sér að annarri vinnu. Er það ekki makalaust að góðir og gegnir Sjálfstæðismenn kunna ekki einu sinni að meta ffamtakssemi þessa fólks og þar með stefhu flokksins? I ljós kom að dagheimili og góðar al- menningssamgöngur eru ekki aðeins hagsmunamál „minnihlutans", heldur eru þetta mál málanna. En ég skil ekki hvað fólk hafði á móti Júlíusi I laf- stein, leikþátturinn og meint lóða- brask er smotterí miðað við það sem við eigum að venjast nú um stundir. Það hlýtur því að vera eitthvað allt annað. Mér finnst útkoma kvenna ekki „ásættanleg“. Eftir furðulega at- hugasemd borgarstjóra í kjölfar yfir- lýsingar Katrínar Fjeldsted mætti ætla að flokkurinn væri með staðlaðan kynjakvóta. Þær eru aðeins þrjár í tíu efstu sætunum. Þegar ég innti hrein- ræktaðan sjálfstæðismann í inarga ætt- liði eftir þessum örlögum kvennanna sagði hann að það væru hæfileikarnir sem réðu. Hann sagði að erfitt væri að fá stelpur til að starfa í pólitík, en vildi alls ekki meina að flokkur hans væri kvenfjandsamlegri en aðrir flokkar. Vandamálið er, að hans sögn, að ef stelpurnar byrja með strákum sem hafa ekki áhuga á pólitík þá hætta þær og snúa sér að öðru. Líklega leggja ungir sjálfstæðis- rnenn sig ffam um það að stuðla að venslunt innan flokksins til að konia í veg fyrir atgervisflótta úr flokknum. Það hlýmr því að vera töluverð von- brigði fyrir þá þegar góðir og gegnir sjálfstæðismenn leita langt út fyrir þeirra raðir í makaleit og spurning hvort þeir séu látnir gjalda þess í próf- kjöri.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.