Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 12
12 VIKUBLAÐIÐ 10 FEBRÚAR 1994 Hófleg, heiðarleg og sanngjörn stjórnsýsla Nýtt viðmót í Reykjavík Eitt er alveg víst: meirihluti Reykjavíkurlistans í borgar- stjórn yrði allt öðru vísi. Hann yrði hógværari. Lofaði ekki gulli og grænum skógum, né perlum og rán- dýrum ráðhúsum. Aherslur yrðu hóf- semi og miskunnarlaus niðurskurður í lúxus og flottræfilshætti. Eg tala af reynslu. Þann tíma sem ég gat haft á það áhrif í ráðuneyti þá tókst að skera niður risnu um þriðjung. Það þyrfti líka að gera í borginni. Hver borgar óhófsstefnu Davíðs Oddssonar? Það gera'Reykvíkingar. Nýr meirihluti þarf að byrja á því að ástunda fyrir hönd Reykvíkinga hinar fornu dyggðir - sparsemi og hófsemi. Nýr meirihluti þarf að fara vel með al- mannafé, gagnstætt því sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur alltaf gert. Nýr meirihluti þarf að vera heiðar- legur; með stjórnmálaforystu sem segir satt. Það er algengur ósiður stjórnmálamanna í seinni tíð að segja hvítt vera svart, jafhvel þótt það sé öf- ugt. Talsmenn nýs meirihluta verða að temja sér heiðarlega umfjöllun um mál. Þeir verða að segja frá því sem miður fer eins og því sem vel er gert. Þeir ráða ekki kunningja sína til að teikna hús fyrir borgina. Þeir ráða ekki fyrirtæki til verka eftir flokkslit forstjóranna. Þeir láta ekki byggja hundruð íbúða fyrir aldraða af því að það hentar flokknum og svo kemur í ljós að íbúðirnar eru ekkert sérstak- iega fyrir aldraða. Nýr meirihluti er sanngjarn í sam- skiptum sínum við borgarbúa. Nýr meirihluti er hluti borgarsamfélagsins en svífur ekki í lausu lofti fyrir ofan það - þar sem hver silkihúfan er upp af annarri. Nýr meirihluti er sanngjarn í sam- skiptum sínum við minnihlutann og notar ekki geðvonskuleg uppnefni eins og Markús Örn gerir í vanmætti sínum, né heldur beitir hann ósann- indum sér til framdráttar eins og Dav- íð Oddsson gerði oftar en einu sinni. Með þessu áherslum nýrrar borgar- stjórnar - heiðarleika, hófsemi og sanngirni - breytist viðmót Reykjavík- ur. Auðvitað er stefnan aðalatriðið, en framkoman - viðmótið - skiptir líka máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins Tryggjum Sigþrúði sæti Uppröðun á lista til framboðs í sveitarstjórnarkosningum hefur oft það orð á sér að þar skipti minnstu máli hver skipi tiltekin sæti, svo lengi sem viðkoinandi er af réttri tegund. Það er að segja, hann eða hún sé á réttum aldri, af réttu kyni, í réttu félagi, og hafi með hönd- um eitthvað það starf sem skipar hon- um eða henni í rétta stétt. Þessi „teg- undadreifing" skiptir okkur oft mestu ináli og má þá einu gilda hvaða per- sónur standa fyrir hverja tegund fyrir sig. Astæða þess að ég nefni þetta hér er sú, að einhverjum dettur eflaust í hug eftir lestur fyrirsagnaririnar hér að ofan, að nú skuli minnt á nauðsyn þess að tegundina: ung kona, foreldri og námsmaður, sé að finna á sameigin- Iegum lista minnihlutaflokkana fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Og vissulega er engin vanþörf á því, það er nauðsynlegt að einhver fulltrúi ungs fólks komi að því starfi sem ffain fer þegar stefna nýrrar borgarstjórnar verður mótuð og hrint í framkvæmd á næstu misserum. Það er vissulega mikilvægt að við, sem á næstu kjör- tíinabili kontum til með að þurfa á þjónustu þessarar borgar að halda og byrjum jafnframt að greiða til hennar skatta, eigum okkur málsvara innan Gestur Svavarsson stofnana borgarinnar. Það sem er þó mikilvægast af öllu, burtséð frá allri tegundadreifingu, er að þegar við höfuin endurheimt borg- ina úr klóm Sjálfstæðismanna setjurn við hana í hendurnar á fólki sem við vitum að er treystandi. Þau okkar sem hafa fylgst með störfuin Sigþrúðar Gunnarsdóttur undanfarin ár, sem fulltrúa okkar í stjórn SVR, formanni Samtaka her- stöðvaandstæðinga og fulltrúa ungs fólks í framkvæmdastjóm Alþýðu- bandalagsins, vita að henni er treystandi. A laugardaginn kemur verður kosið um fimm sæti Alþýðubandalagsins á sameiginlegum lista. Sigþrúður sækist eftir því fimmta. Tryggjum henni ör- ugga kosningu í það sæti. Höfundur er ungur Alþýðu- bandalagsmaður Samfylking nýrra tíma - friður í IReykjavík hafa borgarbúar til langs tíma húið við flokksveldi Sjálfstæðisflokksins og spillingu einkavina. Stjórnarandstaðan í Reykjavík hefur verið sundruð og veik og aðeins einu sinni tekist að fella meirihlutann. Nú hafa flokkar og samtök stjórn- arandstöðunnar í Reykjavík ákveðið að breyta þessu með samfylkingu um einn framboðslista í vor, Reykjavíkur- listann. Þetta eru merk tíðindi fyrir Reykvíkinga og íslensk stjórnmál al- mennt. Reykvíkingar virðast hafa tek- ið þessum sögulegu atburðum fagn- andi ef marka má skoðanakannanir og mikil stemming heíúr þegar myndast um ffamboðið. Ljóst er að ef vel tekst til getur það ráðið úrslitum í stjórn- rnálum hér á landi. Þess vegna má innri veikleiki og sundrung ekki koma í veg fyrir að félagshyggjumenn rjúfi það valdatak sem íhaldið hefur haft á borginni. Alþýðubandalagsfélögin í Reykja- vík fólu formanni og varaformanni kjördæmisráðsins að hafa forustu um málið fyrir Alþýðubandalagsmenn í höfuðborginni og höfum við Arni þór unnið að þessuin inálum undanfarna tíu mánuði oft á tíðum við lítinn fögn- uð þröngra flokkshagsmuna. Er skeminst að minnast kjördæmisráðs- fundar í desember og fjölmiðlaspjalls einstakra manna sem töldu ffamboð af þessu tagi ekki ásættanlegt fyrir Al- þýðubandalagið. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Nýrrar borgarstjórnar bíður mikið og erfitt endurreisnarstarf eftir sóun og aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokksins í borginni á síðasta kjörtímabili. Ný borgarstjórn þarf að sýna með mark- vissum og skjótum hætti nýja stefnu með manneskjuna í forgrunni. Hér skal drepið á nokkur atriði sem nauð- synlegt er að taka á með festu. Atvinnumál - atvinnuleysi Sveitarfélögin eiga ásamt samtök- urn launafólks að berjast í fremstu víg- línu gegn atvinnuleysinu. A ári fjöl- skyldunnar sem og önnur ár er það með öllu óásættanlegt að fjölskyldur líði fyrir það að hafa ekki vinnu til að sjá sér og sínum farboða. Fjármagn á að flytja frá bótagreiðslum til hag- nýtra opinberra langtímaverkefna, til Við undirritaðir meðmælendur Guðrúnar Kr. Óladóttur og stuðnings- menn sameiginlegs framboðs í Reykjavík skorum á Alþýðubandalags- fólk að tryggja fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar, Guðrúnu Kr. Óladóttur varaformanni Sóknar, góða kosningu í forvali Alþýðubandalagsins næstkomandi laugardag. Baráttumál Guðrúnar eru: ATVINNUMÁL HÚSNÆÐISMÁL ÖLDRUNARMÁL Aðalsteinn Leifsson ritstjóri Stúdentablaðsins, Andrea Jónsdóttir dagskrárgerðar- maður, Birna Þórðardóttir ritstjóri Læknablaðsins, Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðing- ur ASÍ, Grétar Þorsteinsson formaður Samiðnar, Guðlaug Teitsdóttir skólastjóri, Guð- mundur Þ. Jónsson formaður Iðju, Guðni Már Henningsson atvinnulaus, Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalagsins, Hjördís Hjartardóttir yfirfélagsráðgjafi, Hulda S. Olafsdóttir sjúkraliði, Jón Torfason íslenskufræðingur, Jónas Hallgrímsson starfs- maður ESSO, Kolbrún Vigfúsdóttir fóstra, Leifur Guðjónsson starfsmaður Dagsbrún- ar, Margrét Björnsdóttir ritari Sóknar, Oddrún Vala Jónsdóttir dagskrárritari, Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, Sigurbjörg Gísladóttir efna- fræðingur, Sigurrós Sigurjónsdóttir formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík, Sjöfn Ingólfs- dóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Sveinn V. Jónasson atvinnu- laus, Stella Hauksdóttir aðstoðarræstingastjóri og Þorsteinn Blöndal læknir. Alþýðubandalaginu nýsköpunar og tilrauna í atvinnulífinu og til verkefna sem veita launafólki í senn atvinnu og endurmenntun. Við þurfum að geta fært heim að nýju verkefni í iðnaði sem flutt hafa verið úr landi á undanförnum árum. Einsetinn grunnskóli og leikskólifyrir alla Málefni íjölskyldunnar er undir- staða velferðarpólitíkur í sveitar- stjórnum. Börnin eru auðlegð fram- tíðarinnar, og aðbtinaður þeirra ætti að vera stolt Reykvíkinga. Móta Jtarf markvissa stefnu í málefnum fjöl- skyldna og barna. Af mörgum brýnum verkefnuin skiptir tvennt allra mestu máli. Annarsvegar þarf að gera alla grunnskóla í borginni einsetna á næstu fjórum til sex árum. Það eitt mundi skapa ótal sóknaríæri í skólan- unt og hæta fjölskylduhagi flestra ef ekki allra barnafjölskyldna í Reykja- vík. Hinn eilífi þeytingur barna og foreldra til og frá skóla á öllum tíma dags mundi hverfa. Hinsvegar verður borgin með inarkvissu átaki að þurrka út biðraða- kerfi barnanna og byggja upp öfluga leikskóla fyrir öll börn sem þess þurfa. Grenndarlýðrceði - hverfavöld Reykjavik er í dag miðstýrt af fá- mennum en sainvöldum hópi stjórn- mála- og embættismanna. Þessi hópur hefur varist allri viðleitni almennings til að hafa áhrif á umhverfi sitt og kýs að stjórna með tilskipunum og skrif- finnsku fjarri borgarbúum. Þessu þarf að gjörbreyta. Veita þarf íbúum borg- arinnar umsagnarrétt á sem flestum sviðum og koma upp hverfaráðum með raunveruleg völd í ákveðnum málaflokkum. Vistvæn höfuðborg norð- ursins I Reykjavík eru allar aðstæður til að taka forystu í umhverfismálum, bæði ineðal sveitarfélaga hér á landi og á al- þjóðavettvangi. Meðal helstu verkefha á næstunni eru sorpmálin. Breyta Jiarf tekjuöflun Sorpu til að minnka sorp- rnagnið. Lífrænan úrgang þarf að flokka, vinna og nota, m.a. við ræktun grænu svæðanna og til uppgræðslu í nágrenni borgarinnar. Reykjavík þarf að kynna sig sem hina vistvænu höf- uðborg norðursins og tengja uni- hverfisvernd þannig ferðamennsku. í því skyni er rétt að skoða hvort efna eigi reglulega til aljijóðlegs umhverf- isverndarþings í Reykjavík. SVR og góðar almenn- ingssamgöngur Góðar almenningssamgöngur eru brýn nauðsyn höfuðborgarsvæðinu. Umferðarþunginn er orðin allt of mikil fyrir gatnakerfið og veldur stór- tjóni daglega. Nauðsynlegt er að end- urskipuleggja og efla SVR. Styrkja þarf almenningssamgöngur í úthverf- in sérstaklega og íhuga þarf fjölmarga kosti í þessu skyni. Uppbygging hjúkrunar- heimila 1 heilbrigðismálum er orðið afar brýnt að bæta öldrunaraðbúnað. Brýnt er að tryggja að aldraðir njóti öryggis í húsnæðismálum óháð efna- hag og fái þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Auk þess að efla heimilishjálp og heimahjúkrun er brýnast að hraða uppbyggingu hjúkr- unarheimila fyrir aldraða. Friður í Alþýðubanda- laginu Eins sjá má á þessum þáttum, sem eru auðvitað ekki tæmandi, eru mörg aðkallandi verkefni framundan hjá nýjum meirihluta félagshyggjufólks í Reykjavík. Miklu máli skiptir að Alþýðubanda- lagsfóik noti nú tækifærið og efli sam- stöðu sín í milli. Með því væri sýndur styrkur flokksins og málefna hans. Eftir margra ára óeiningu meðal Al- þýðubandalagsinanna í Reykjavík sem m.a. kom fram í síðustu borgarstjórn- arkosningum gefst tækifæri til að velja fólk ineð mikla reynslu og þekkingu á málefnum borgarinnar úr báðum þeim fylkingum sem ekki báru gæfu til að vinna saman við síðustu borgar- stjórnarkosningar. Með vali á lista félagshyggjuafl- anna fyrir borgarstjómarkosning- amar í vor getur Alþýðubandalags- fólk stuðlað að einingu og sam- stöðu innan Alþýðubandalagsfélag- anna í Reykjavík. Höfundur er varaformaður kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins f Reykjavík.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.