Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 10. FEBRUAR 1994 13 rorvai Búum til betri borg! Þótt málefni Strætisvagna Reykjavíkur hafi undanfarið borið hátt hjá okkur öllum sem berum umhverfismálin í borginni fyr- ir brjósti eru samt mörg önnur mál sem þaríhast brýnnar úrlausnar. Nýja steínu þarf í þessum mála- flokki og mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve víðfeðmur hann er. Lít- um á nokkur atriði sem nágranna- þjóðir okkar taka nú sem sjálfsagðan hlut, en eru víðs fjarri núverandi stjórnkerfi Sjálfstæðisflokksins. Grunnþarfir Forgangsverkefni allra umhverfis- mála er að séð verði fyrir grundvallar- þörfúm fólks til að lifa mannsæmandi lífi. Þar má upp telja þak yfir höfuðið, nægan mat, möguleika til menntunar og félagslegrar þjónustu. Eins og mörgum mun kunnugt verður vart vaxandi eymdar í höfuðborginni vegna aukins atvinnuleysis. Þessu þarf að sporna við. Lýðræðið í borginni Allir borgarbúar hafa rétt til að skipta sér af og taka þátt í ákvörðunar- töku á öllum stigum stjórnsýslunnar. Því þarf að tryggja að aðgangur fólks að upplýsingum uin máleíhi um- hverfis- og skipulagsmála verði sjálf- sögð réttindi alls almennings en ekki forréttindi embættismannanna. Gæta verður einnig að því við alla ákvarðanatöku að réttur þegnanna sé ekki fyrir borð borinn. Mikilvægar á- kvarðanir verður því jafnan að kynna opinberlega með tilhlýðilegum fyrir- vara og hvetja fólk til að láta álit sitt í ljós. Til grundvallar við skipulag efira- hagsmála, skipulagsmála, staðla- og samræiningarmála, fjárhagsáætlana, stjórnunar, upplýsinga- og áróðurs- herferða skal ávallt leggja meginá- herslu á gæðakröfúr til umhverfis og heilbrigðis svo og mikilvægi marg- breytilegra menningar- og þjóðfé- lagsgerða og fjölbreytileika lfffíldsins alls. Kappkosta verður að sjá fyrir í tíma aðsteðjandi umhverfis- og heilsufarsvandamál og hafa fyrir- byggjandi aðgerðir í frammi til að leysa þau. í nútímalegu borgarsamfélagi skipta umhverfisgæði og lífsgæði meira máli en svokölluð „lífskjör“ sem eru í raun aðeins mælikvarði neyslu. Náttúran til heilsubótar Draga verður upp skýrar línur til að lýsa hvernig umgengninni við urn- hverfið skal stjórnað. Allar fjárhags- og fjárfestingaáætlanir, stefnumörkun og stjórnkerfisákvarðanir eiga að taka mið af þessari stjórnunarstefnu. Góð aðferð til að vekja áhuga fólks á nærumhverfinu er að korna á stað- bundnum mengunarmælingum eða öðru mati til viðmiðunar, sem hægt er að fylgjast með. Allar nútímalegar landnýtingará- ætlanir fyrir borgir leggja áherslu á varðveislu ósnortinnar náttúru og umhverfis. Það eru því settar hönilur á stjórnlausa útþenslu borga og bæja. Svona áætlanir byggja á þeim lang- tímasjónarmiðum sem eru hlutí af sjálfbærri þróun, fremur en á sjónar- miðum skammtímahagnaðar. Vernd- un og stækkun grænna svæða innan borga og bæja er bráðnauðsynleg, svo að almenningur hverfi ekki algerlega úr tengslum við náttúruna. Þessi grænu svæði eru öllum nauðsynleg til að viðhalda andlegri og líkamlegri vellíðan. I vinalegu umhverfi er auðvelt að fylgja stefnu sem auðveldar og verð- launar hollar lífsvenjur og gerir þær á ailan hátt eftirsóknarvei*ðar í þjóðfé- laginu. Opin svæði á því að gera sein aðgengilegust og auðvelda fólki með bættum almenningssamgöngum að leita út í náttúruna. I framhaldi af þessu má benda á ít- arlega áætlun á sviði heilbrigðismála, sem byggja á niðurstöðum skýrslu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), „Betri heilsa allra árið 2000“. Þarna er gerð grein fyrir því hvernig stjórnun grunnheilsugæslu skal háttað, hvernig standa á að fræðslu uin heilbrigðismál fyrir al- menning, hvernig félagsleg „öryggis- net“ skulu riðin og á hvern hátt þjóð- félagið getur hjálpað í baráttunni gegn atvinnuleysi. Allt í rusli? Mikilvægt er að draga sem mest úr sorpflaumnum og að ffæða allan al- inenning um það að sorp rná í reynd líta á sem hráefni. Með því að flokka sorp, endurnýta og.endurvinna hluta þess, t.d. í safnhaugum til framleiðslu líffænnar moldar, má draga verulega úr magninu sem að lolcum er urðað eða brennt. Hvetja verður alla á heim- ilunurn og í atvinnulífinu 'til að draga sem mest úr notkun hættulegra eitur- efna. Strætisvagnar Reykjavík- ur eru eign almennings! Öflugir almenningsflutningar eru undirstaða blómiegs bæjarlífs sem ekki er þrungið streitu. Tilraun Sjálf- stæðismeirihlutans til að eyðileggja SVR er gróf árás á mannréttindi fólks, hvort sem litíð er á það frá sjónarmið- um vagnstjóra eða farþega. Við verðum að snúa við blaðinu og efla almenningsflutningakerfið, t.d. á eftirfarandi hátt: 1 Viðunandi ferðatíðni verði kom- ið á og akstur tryggður um öll út- hverfi. 2 Strætísvagnar fái forgang í um- ferðinni tíl að tryggja stundvísi. 3 Hlutdeild SVR í útgjöldum borgarinnar verði aukin til jafhs við aukin útgjöld til umferðar- mannvirkja. 4 Farþegar eigi ávallt fulltrúa í stjórn SVR og annarra nefnda borgarinnar sem fjalla um um- hverfismál. 5 Biðskýli SVR skulu vera varin fyrir veðrurn, upphituð og upp- lýst. 6 Börn ferðist frítt með strætó. 7 Unglingar, ellilífeyrisþegar og öryrkjar fái Græn kort á hálf- virði. 8 Þjónusta SVR við hjólreiðafólk, fólk með barnakerrur og hreyfi- hamlaða verði bætt. Samhliða þessu verður að kapp- kosta að draga úr notkun einkabílsins. Við framtíðarskipulag borgarinnar og umferðarmannvirkja hennar verður því að reyna að draga sem mest úr flutningaþörfinni og úr óhreininduin og mengun sem hlýst af óhóflegri bílaumferð. Þetta er í samræmi við vilja almennings, samkvæmt skoðana- könnun borgarverkfræðings frá síð- asta ári. Gera verður sérstakt átak til auk- innar notkunar reiðhjóla og gera verður gangandi vegfarendum kleift að komast leiðar sinnar á hvaða árs- u'ma sem er. Tímabært er að huga að lokun affnarkaðra borgarhluta fyrir umferð biffeiða. Lækjartorg og göngugatan mega ekld fæla okkur frá því að reyna víðar. Aukinn réttur borgarbúa Síðasti vinstri meirihluti gjörbreytti afstöðu fólks tíl enduruppbyggingar gamalla borgarhluta og þeirrar hugs- unar að eðlilegu umhverfi þeirra væri ekki spillt. Þessu til viðbótar þarf nú að auka rétt leigjenda tíl að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum sem snerta gerð húsnæðis og gæði þess. Leigj- endur skulu einnig fá umsagnarrétt uin fagurfræðilegar ákvarðanir, inenningarleg sérkenni og til hvaða þjóðfélagsgerðar og manngildishug- sjóna skal taka tíllit. Gæta verður þess að skattleggja alla þá starfsemi sem á einhvern hátt spill- ir umhverfinu eða er til heilsutjóns. Þá skal og reynt að láta það endur- speglast í verði hverrar vöru hvað nýt- ing viðkomandi náttúruauðlindar kostar samfélagið í raun og veru. Koma á samkiptasamstarfi á inilli borgarhluta, þannig að hægt sé að skiptast á hugmynduin og ráðlegging- um á sviðum umhverfis- og skipulags- mála. Þannig verður auðveldara að koma á metnaðarfullum gæðakröfum. Svona áætlanir eiga að byggja á reynslu heiina fyrir og viðurkenndum vinnubrögðum alþjóðastofhana. Þetta eru aðalatriðin í þessum á- hugaverða málaflokki sent þarfnast brýnna úrbóta. Það er ekki nóg að tala um grænu byltinguna eins og Birgir Isleifur forðum. Það verður að gera hana. Til þess vona ég að allt Alþýðu- bandalagsfólk í Reykjavík veiti mér brautargengi. Höfundur er umhverfisverk- ffæðingur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.