Vikublaðið


Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 10. FEBRUAR 1994 15 FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagsfélögin í Ólafsvík og Neshreppi utan Ennis Sameiginlegur fundur Alþýðubandalagsfélags Ólafsvíkur og Alþýðubandalagsfélags Neshrepps utan Ennis verður haldinn í Líkn, húsi Slysavarnarfélagsins á Hellissandi, þriðjudaginn 15. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sameining Alþýðubandalagsfélaganna í Ólafsfirði og í Neshreppi. 2. Komandi sveitarstjórnarkosningar. 3. Önnur mál. Stjórnir Alþýðubandalagsfélaganna í Ólafsvík og Nes- hreppi utan Ennis. ÆFAB - REYKJAVÍK Alþjóðleg stjórnmálaþróun og nýleg átök í Slippnum Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins heldurfund með hinum umdeilda Dagsbrúnarverka- manni Gylfa Páli Hersi sem hefur verið miðpunktur at- burðarásarinnar í kringum Stál- smiðjuna að undanförnu. Fundurinn hefst kl. 17 laugar- daginn 12. febrúar að Lauga- vegi 3, efstu hæð. Allir velkomnir. Laugardagskvöldið 19. febrúar hefldur ÆFAB óraf- magnað Listakvöld með Ijóðum, gjörningi og tónlist, m.a. með Heiðu trúbador og Eftirlætissonum Raspútíns (sjá dagskrá í næsta blaði). VERÐANDI VERÐANDI-FÉLAGAR OG ANNAÐ FÉLAGS- HYGGJUFÓLK! Föstudaginn 11. febrúar ætlar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingiskona, að koma til fund- ar við okkur til þess að ræða: „FRAMTÍÐ FÉLAGSHYGGJ- UNNAR“ Notið þetta tækifæri til þess að taka þátt í skapandi umræð- um. Mætum öll í Austurstræti 10a, 3. hæð, klukkan 20.30 stund- víslega! |SUÐURLAND Stofnfundur Félags ungs félagshyggjufólks laugardaginn 12. febrúar kl. 17.00 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. KÓPAVOGUR Stofnfundur nýs félags föstudaginn 25. febrúar í Þinghóli, húsi Alþýðu- bandalagsins, Hamraborg 11. Klukkan 15.00: Stofnfundur í Þinghóli. Helgi Hjörvar, varaformaður Verðandi talar. Kosning stjórnar. Klukkan 21.00: Stofnfundarfagnaður í Þinghóli. Skemmtiatriði og uppákomur, m.a. tónlist og Ijóða- lestur. Veitingar seldar gegn vægu verði. Undirbúningsnefndin. UNGT FÓLK TIL ÁBYRGÐAR! - það er forsenda árangurs Við undirrituð fögnum því að tekist hefur breið samstaða um sam- eiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna í Reykjavík. Mikil þörf er á því að Reykjavíkurlistinn endurspegli áherslur ungs fólks og sé opinn fyrir ferskum lausnum f málefnum barna og fjöl- skyldunnar, atvinnu- og félagsmálum. Það er okkur mikið ánægjuefni að Árni Þór Sigurðsson skuli hafa gefið kost á sér í eitt af sætunum efst á hinum sameigin- lega lista. Við skorum á alla Alþýðubandalagsmenn og annað fé- lagshyggjufólk að veita honum og öðru ungu fólki brautargengi við val frambjóðenda á Reykjavíkurlistann. Ásdís Sigmundsdóttir Ástráður Haraldsson Björn Kristjánsson Gestur Svavarsson Guðmundur Helgi Magnússon Guðný H. Magnúsdóttir Guðný Guðmundsdóttir Guðríður Ólafsdóttir Hallfríður Einarsdóttir Hanna Ólafsdóttir Hólmar Þ. Filipsson Jón Yngvi Jóhannsson Matthías Matthíasson Ólafur Darri Andrason Sigvarður Ari Huldarson Sigþrúður Gunnarsdóttir Stefán Pálsson Tryggvi Þórhallsson ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLÖGIN í REYKJAVÍK FORVAL um sæti Alþýðubandalagsins á Reykjavíkurlistanum fer fram á Laugavegi 3, 4 hæð, kl. 10-20, laugardaginn 12. febrúar nk. í framboði eru: Einar Valur Ingimundarson umhverfisverkfræðingur, Fjölnisvegi 5, f. 27. 2. 1950. Garðar Mýrdal eðlisfræðingur, Drápuhlíð 5, f. 11.10. 1951. Guðrún Agústsdóttir varaborgarfulltrúi og fræðslu- og kynningarfulltrúi Samtaka um kvennaat- hvarf, Ártúnsbletti 2, f. 1.1. 1947. Guðrún Kr. Óladóttir varaformaður Starfsmannafélagsins Sóknar, f. 28. 10. 1950. Helgi Hjörvar háskólanemi, Hólavailagötu 9, f. 9. 6. 1967. Hrafnhildur Guðmundsdóttir hjúkrunarforstjóri, Klapparstíg 3, f. 15.1. 1941. Sigþrúður Gunnarsdóttir háskólanemi, Hrísateigi 34, f. 8.6. 1971. Arthúr Morthens forstöðumaður kennsludeildar Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tómasarhaga 37, f. 27. 1. 1948 Arni Þór Sigurðsson hagfræðingur hjá Kennarasambandi Islands, Meistaravöllunt 13, f. 30. 7. 1960 I forvalinu skal merkja með tölustöfunum 1, 2, 3, 4 og 5 við fnnm frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, í þeirri röð sem kjósendur vilja hafa þá í sætum Alþýðubandalagsins á Reykjavíkurlistanum. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Laugavegi 3, 4. hæð, frá og með miðvikudegi 9. febrúar. Utankjörstaðakosning fer fram á sama stað miðvikudag, funmtudag og föstudag kl. 9-17.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.