Vikublaðið - 17.02.1994, Qupperneq 3
VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 1994
3
Hræðumst ekki nýjar hugmyndir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi hjá ungu alþýðubandalagsfólki
Við verðum að hugsa upphátt og ekki vera hrædd
við að setja fram nýjar hugmyndir. Við verðum að
leggja þann hugsunarhátt af að vinstrimenn „megi
ekki“ hugsa þetta eða hitt, sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir alþingiskona við hálft hundrað ung-
menna á föstudagskvöld.
Borgarstjóraefhi Reykjavíkurlistans mætti á opinn
fund hjá Verðandi, félagi ungs alþýðubandalags-
fólks, til að ræða framtíð félagshyggjunnar.
Ingibjörg Sólrún hóf mál sitt með
því að spyrja um skilgreiningu.
Félagshyggjan er útvatnað hugtak
sem getur þýtt nánast allt nema það að
hún er ekki frjálshyggja. Það er erfitt
að vinna með svona víða skilgrein-
ingu. Hún henti síðan á nokkur ein-
kenni félagshyggjunnar.
Félagshyggjufóik hefur skoðað ein-
staklinginn í samhengi við hópinn og
innbyrðis tengsl hópa. Umræðan um
innbyrðis afstöðu stéttanna er skýrt
dæmi um þessa áherslu.
- Fram undir 1980 náðu konur ekki
saman vegna hugmynda um að stéttir
greindu fólk að. Rauðsokkurnar vildu
ekkert hafa með borgaralegar kerling-
ar útí bæ að gera, sagði Ingibjörg Sól-
rún.
Annað einkenni eru félagslegar
lausnir sem leitað hefur verið eftir
undir áhrifum frá orðskviðunni um að
margar hendur vinna létt verk. Sam-
vinnuhugsjónin studdist við sjónar-
mið af þessu tagi og þar af leiðandi
Framsóknarflokkurinn sömuleiðis. I
nafni félagshyggjunnar er byrðum og
gæðum jafhað á milli fólks. Loks er
samstaðan sterkt einkenni á félags-
hvggjunni.
- Krafan um samstöðu getur reynst
þrúgandi. Allt fram undir 1970 og
lengur bjuggu konur í verkalýðshreyf-
ingunni við það að þurfa að láta und-
an í kröfugerð sinni vegna áherslunn-
ar á samstöðu. Ingibjörg Sólrún taldi
stéttahugsun og kröfur um samstöðu
hafa hamlað framgangi félagshyggj-
unnar.
Þrjií yanrœkt sviðfélags-
hyggjunnar
Ingibjörg Sólrún sagði félags-
hyggjufólk hafa vanrækt þrjú inikil-
væg svið; veröld kvenna, umhverfis-
mál og alþjóðamál.
- Það er stundum sagt að nóg sé
komið af kvennakjaftæðinu, en þetta
er spurning um völd og þetta er
spurning um endurmat á hugmynd-
um. Kvennafrainboðið varð til 1982 í
Reykjavík vegna óánægju með það
hversu lítið var hlustað á konur, út-
skýrði Ingilijörg Sólrún fyrir áheyr-
endum og var ekki par hrifin af þeim
röksemdum að femínisminn ætti ekki
lengur við.
Umhverfismál eru annað vanrækt
svið stjórnmálanna. Ingibjörg Sólrún
sagði félagshyggjufólk hafa um árabil
verið jafn sannfært og sjálfstæðismenn
um ótvírætt gildi hagvaxtár. Við höf-
um gengið á auðlindir okkar með því
að ofveiða fiskistofnana.
- Það var alltaf ráðið að bæta við afl-
ann og félagshyggjuflokkarnir bera
jafn mikla ábyrgð á því og Sjálfstæðis-
flokkurinn. Ingibjörg skammaði bæði
Sighvat Björgvinsson viðskiparáð-
herra fyrir að leggja núna til aukna
veiði og Steingrím J. Sigfússon þing-
mann og varaformann Alþýðubanda-
lagsins fyrir óábyrga afstöðu til
Smuguveiða.
- Okkur hættir til að taka ekki fisk-
veiðar sem umhverfismál vegna þess
að þær standa okkur svo nærri. En við
verðum að endurskoða þessa afstöðu,
sagði þingkona Kvennalistans.
íslenskt félagshyggjufólk er þjóð-
lega sinnað og þess vegna getur verið
erfitt að taka pólitíska afstöðu sem
ekki er þjóðernissinnuð. Ingibjörg
Sólrún nefndi sem dæmi hvalveiðar,
Smuguveiðar og EES.
- Það er auðvelt að lenda í hópi
landráðamanna ef maður tekur af-
stöðu sem er talin óþjóðleg.
Ilún sagði að félagshyggjufólk
hefði tilhneigingu til að leyfa sér að
vera alþjóðasinnað aðeins í þeim til-
vikum sem það kostaði okkur ekkert.
Og við viljum fyrir alla muni forðast
erfiðar spurningar í alþjóðamálum.
Afstaða okkar til Evrópu er þessu
marki brennd og því snúum við okkur
til Asíu og Ameríku.
Utiírdúr mn skelfilega
staðreynd
Þegar Ingibjörg Sólrún hafði rætt
um vanrækt svið félagshyggjufólks
mátti hún til með að koma inn á ný-
lega atburði sein orkuðu sterkt á hana.
Hún hafði horft upp á það að meiri-
hluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
opnaði á það að fólk í sambúð mætti
skrá börn sín á biðlista fyrir dagheim-
ilispláss, en það hafði ekki verið leyft
áður. Meirihlutinn íhugaði sömuleið-
' is að lireyta rekstri SVR hf. í fyrra horf
og byggja ekki Hæstaréttarhús bakvið
Landsbókasafnið. Og fyrir Ingibjörgu
Sólrúnu rann upp skelfileg staðreynd.
- Menn skilja ekkert nema vald. Það
þýðir ekki að beita rökum og fortölum
við meirihluta sjálfstæðismanna en
þeir óttast Reykjavíkurlistann. Það
gerist ekkert fyrr en við komum fram
með pólitísku valdi, sagði Ingibjörg
Sólrún.
A þröskuldi nýrra tíma
Eftír þennan útúrdúr vék fyrirlesar-
inn aftur að meginefninu og
sagði það spennandi
hugmynd að við stæð-
um í miðri þriðju iðn-
byltingunni. Sú fyrsta
varð undir lok 18. ald-
ar þegar gufuaflið var
beislað og vélknúin tæki voru
notuð við framleiðsluna. Pólitíska
hliðin í þessari þróun var framgangur
borgarastéttarinnar og líberalismans.
Onnur iðnbyltingin varð við síðustu
aldamót og er verkalýðshreyfingin af-
sprengi hennar.
Þriðja iðnbyltingin stendur núna
yfir og helstu einkenni hennar eru
tölvuheimurinn, áhersla á umhverfis-
mál og feinínisminn, sem er hug-
myndaffæði þriðju iðnbyltíngarinnar.
Umræða á þessum nótum fer fram í
Evrópu um þessar mundir og mun
setja mark sitt á stjórnmálaumræðuna
hér heima fyrr en varir.
- Þetta verður spurning um að
skipta um forrit, elcki bara í bagstjórn-
inni eins og Ólafur Ragnar Grímssson
vill, heldur líka á öðrum sviðum.
Hún riljaði upp að á
liðnum áratug hafi
frjálshyggjan haft
framkvæðið í
hugmyndaum-
ræðunni en nú
væri komið að fé-
lagshyggjufólki.
Það er þó hvergi
nærri augljóst
hvaða áherslur fé-
lagshyggjan mun'
leggja í mikilvægum
málaflokkum á borð
við sjávarútvegsmál,
byggðamál og land-
búnað.
- En það er
ekki hægt að
fallast á •
óbreytt
ástand, það
er ekki
hægt að
hafa
stefhu um það, sagði Ingibjörg Sól-
rún.
Onnur áleitín viðfangsefhi eru at-
vinnumál, velferðarkerfið, menntamál
og stóriðja.
- Verkefnin eru ögrandi og við höf-
um heilan heim að móta. Við eigum
að hugsa upphátt og ekki vera hrædd
við að setja ffam nýjar hugmyndir. Of
hefur verið stutt í svikabrigsl og rit-
skoðunartílhneigingar vegna þess að
vinstrimenn „megi ekki“ hugsa þetta
eða hitt og við þurfum að afleggja
þennan hugsunarhátt, sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir þingkona og borg-
arstjóraefhi Reykjavíkurlistans.
pv
- Menn skilja ekkert
nema vald. Það þýðir
ekki að beita rök-
um ogfoilölmn
við nieiribluta
sjálfstœðismanna
en þeir óttast
Reykjavíkurlist-
ann. Það gerist ekk-
ertfyrr en við kom-
umfram með páli-
tísku valdi, sagði Ingi-
björg Sólrún
Gísladóttir
áfiindi
rneð
Verð-
andi.
Uppstokkun á
embœttismannakerfinu
Effir fyrirlestur Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur gaf Sigríður
Kristinsdóttir fundarstjóri orðið
laust og voru þeir margir sem
komu með spumingar og athuga-
semdir við erindi Ingibjargar Sól-
rúnar.
Tryggvi Þórhallsson velti fyrir sér
hvort alþjóðahyggja og þjóðernis-
hyggja væru andstæður. Ingibjörg
Sólrún sagði að það þyrffi ekki að
vera, en að okkur hætti til sérgæsku í
þeim efnum með því að vera al-
þjóðasinnuð aðeins í þeim tilvikum
sem það kostaði okkur ekkert. Þetta
væri spurning um að sjá okkur í stærra
samhengi þjóðanna. Hún sagðist vera
ósammála þeirri skoðun sem Þröstur
Olafsson, aðstoðarmaður utanríkis-
ráðherra, viðraði í nýlegri blaðagrein
að öll þjóðernishyggja væri af hinu
vonda. Rætur okkar og saga skiptu
afar miklu máli.
Kristrún Heimisdóttír spurði um
framhaldið ef svo fer að Reykjavíkur-
listinn nær meirihluta, hvort þá yrðu
til önnur stjórnmálasamtök sem leystu
Framsóknarflokkinn, Alþýðubanda-
lagið, Kvennalistann og Alþýðuflokk-
inn af hólnii.
Ingibjörg Sólrún sagði að ekki væri
verið að leggja neina flokka niður með
sameiginlega frainboðinu. Allir flokk-
arnir hefðu séð sér hag í að taka þátt í
Reykjavíkurlistanum. Kannski kæmi
eitthvað út úr þessu samstarfi en um
það væri of snemmt að spá.
Úr sal kom spurningin hvort það
yrðu ekki fjórar flokksklíkur sem
myndu stjórna Reykjavíkurlistanum.
- Nei, þetta verður einn borgar-
stjórnarflokkur sem starfar svipað og
þingflokkur. Málcfhasainningur og
stefhuskrá mun móta starf borgar-
stjórnarflokksins, sagði Ingibjörg Sól-
rún.
Þórunn Sveinbjarnardóttir fram-
kvæindastjóri Kvennalistans varpaði
þeirri spurningu til félagshyggjufólks í
Verðandi hvemig það starfaði að
kvenfrelsismálum. Nína Magnúsdótt-
ir í stjórn Verðandi varð fyrir svörum
og sagði að félagið léti til sín taka á
sviði jafnréttismála og barátta
Kvennalistans hefði skilað sér í aðra
flokka, þótt þar störfuðu karlar og
konur saman. Sigvarður Ari Huldar-
son í stjórn Æskulýðsfylkingarinnar
sagðist starfa í nefnd sem reyndi að
endurnýja jafnréttisumræðuna og það
væri þungur róður. Nefndin er skipuð
fulltrúum ungliðasamtaka stjórnmála-
flokka og það viðhorf hefði komið
fram að jafnréttisbaráttan sé vandamál
sem búið er að leysa.
Hreinn Sigurðsson sagði að öllum
toppunum í embættismannakerfi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri
fjarstýrt frá Valhöll og þannig myndi
það áfram vera þótt Reykjavíkurlist-
inn næði meirihluta.
- Nái sameiginlega framboðið
meirihluta hlýtur að vera óhjákvæmi-
legt að stokka upp í embættismanna-
kerfi borgarinnar, sagði lngibjörg
Sólrún. Það var gengið á hana með
þetta og hún spurð hverja hún ætlaði
að „afhausa." Svaraði hún því til að
varla yrði nokkur afliausaður en
kannski einhverjir aftengdir. Um
þetta atriði hlyti Reykjavíkurlistinn að
móta stefnu. Hún lagði þó áherslu á
að menn yrðu ekki reknir fyrir það að
vera sjálfstæðismenn. Ingibjörg Sól-
rún dró ekki dul á þá rcynslu sína af
embættismannakerfinu í Reykjavík að
það væri fyrst og fremst fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Hún var borgarfhll-
trúi 1982-1986 en sagðist hafa kynnst
því fyrst þegar hún var komin á Al-
þingi að hún hefði einhvern rétt sem
kjörinn fulltrúi fólksins.
I ffamhaldi af spurningu Auðar
Loftsdóttur sagði Ingibjörg Sólrún að
sterk rök væru fyrir því að það væri
beinlínis hættulegt lýðræðinu að
Sjálfstæðisflokkurinn héldi þeirri
stöðu sem hann hefur haft í Reykjavík.
Fundirmenn þökkuðu Ingibjörgu
Sólrúnu með lófatald þegar umræðum
lauk á tólfta tímanum í húsnæði Verð-
andi við Austurstræti föstudagskvöld
fyrir viku.
Fnndur Verðandi rneð Ingibjörgu Sólniuii var vel sóttur og líflegar umræður urðu
að lokiuni framsögu hennar.