Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994 Húsnæðlsmálin 5 Svavar Gestsson: Aldraðirþurfa á auk- inni aðhlynningu að halda og hana er ekki að fá tþessum húsum. kvöðum. Hið sama gildir um Samtök aldraðra. Sérstakur starfshópur á veg- um félagsmálaráðherra benti á þetta í skýrslu til ráðherra á síðasta ári, en hópurinn kannaði sérstaklega bygg- ingarkostnað íbúða fyrir aldraða. Starfshópurinn taldi annars erfitt að meta hvers vegna íbúðir fyrir aldr- aða væru svo miklu dýrari að jafhaði en íbúðir í félagslega kerfinu. Erfitt væri að sanna að ástæðan væri of lítill undirbúningur eða of há verðlagning. Meginniðurstaða hópsins var eftir sem áður, að það sem úrslitum ráði hvernig til tekst með íbúðarskipti aldraðra sé að ekki myndist skulda- klafi, að aðgangur sé að góðri þjón- ustu og að eignarfyrirkomulag skapi öryggi og vellíðan rneðal íbúanna. Gamlafólkinu vísað út í norðangarrann Hrafn Pálsson, deildarstjóri um málefni aldraðra í heilbrigðisráðu- neytinu sagði í samtali við Vikublaðið að ákvæðin í frumvarpi Svavars væru hlutir sem „við höíúm öldum saman barist fyrir því að fá að sjá Húsnæðis- stofnun ríkisins taka upp. Það þurfa að vera fyrir hendi varnaglar fyrir því að einhverjir aðilar rjúki til við að byggja Hrajh Pálsson: Saklaust roskið fólk hefiir verið tekið í karphiísið af þessum vitleysingum. einhverja kumbalda í gróðaskyni og selja saklausu fólki húsnæði í þjón- ustuskyni, þar sem síðan kemur í Ijós að þjónustan er ekki fyrir hendi. Og það lendir síðan gjarnan á viðkomandi sveitarfélagi að leiðrétta hlutinn. Það sem fram kernur í frumvarpi Svavars er af hinu góða, hann þekkir þessi mál. Staðreyndin er sú að saklaust roskið fólk hefur verið tekið í karp- húsið af þessum vitleysingum,“ segir Hraíh. Hrafn var spurður um dæmi. „Þetta klikkaði ærlega að Dalbraut 18-20. Þeir sem þar byggðu héldu að íbúarn- ir gætu labbað yfir í þjónustukjarna borgarinnar við sömu götu, en þar var allt fullt og borgin þurfti að koma til skjalanna og reisa smáhýsi á milli, svo- kallað þjónustusel. Annað hrikalegt dæmi eru íbúðirnar við Lindargötu, þar sem Hafnarbíó var áður. Þar er þjónustan engin, en gamla fólkinu ætlað að fara yfir á Vitastíg. Og við getum séð fyrir okkur gamalt fólk að labba þarna yfir í norðangarra. Ef ein- hverjir þurfa 1 varnarkerfi gagnvart svona hlutum þá er það fólkið sem er farið að reskjast og er ekki inni í þessu villimannakerfi sem er ríkjandi. Það er gömul hugmynd, sem fyrir löngu ætti Guðmundur Ami Stefánsson: Það þarf að vera klárt í alla staði að fólk kaupi það sem gefið er til kynna að verið sé að selja. að vera komin í framkvæmd, að á þessu sviði verði öldruðum skipaður sérstakur talsmaður, sem hefði tök á því að hafa eftirlit með öllu ferlinu," segir Hrafn. Samkvæmt heimildum Vikublaðs- ins heíúr vaxandi pirrings gætt vegna þessara mála hjá þeim aðilum sem fjalla um máleíúi aldraðra, einkurn og sér í lagi vegna dæmanna tveggja sem Hrafn minntist á. Það gangi ekki að öldruðu fólki sé ætlað að sækja þjón- ustu á borð við mat, þrif, þvott og fé- lagsþjónustu, jafnvel langt út fyrir við- komandi húsnæði. Þó hafa byggingar- aðilar komist upp með þetta í skjóli Reykjavíkurborgar, sem sé Istak og Ármannsfell, sent virðast njóta sér- stakrar velvildar íhaldsins. Friðrik Guðmundsson. B Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Siglufirði (Siglufjarðar Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu að viðtak- andi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgðir, allan búnað apó- teksins og innréttingar þess. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi fasteign apóteksins, auk íbúðar lyfsalans. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. apríl 1994. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði- menntun og lyffræðistörf sendist ráðuneytinu fyrir 14. mars 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 14. febrúar 1994. Aldraðir fá ekki nauðsynlega þjónustu í þessum húsum segir Svavar Gestsson flutningsmaður frumvarps um málefni aldraðra. Frumvarpinu vel tekið á Alþingi Véruleikinn er svona; fúllorðið fólk þarf öryggi í ellinni. Þetta fólk á gjarnan íbúð eða jafúvel sparifé. Það vill kaupa sér öryggi. Á hinn bóg- inn eru byggingafyrirtæki. Þau þurfa að byggja. Þau þurfa peninga. Og þau hafa sambönd í Sjálfstæðisflokknum. Þau fá lóðir og byggja fínt og dýrt. Þetta segir Svavar Gestsson alþing- ismaður, en á Alþingi er til umfjöllun- ar frumvarp hans um málefúi aldraða, sem fjallað er um hér á síðunni. „Aldraðir verða eldri og þurfa meiri þjónustu", segir Svavar. „Sú þjónusta er ekki í þessum íbúðum sem fjallað er um í ffumvarpinu. Aldraðir þurfa á aukinni aðhlynningu að halda. Hana er ekki að fá í húsunum. Og gamla fólkið verður stöðugt skuldugra því það hefur stofúað til slculda þó það hafi látið íbúðina upp í. Frumvarp mitt gengur út á að setja reglur um þessar íbúðir. Að banna að plata gam- alt fólk í auðgunarskyni." I umræðum á þingi hefur frumvarp Svavars fengið góðar undirtektir. Páll Pétursson, -Framsóknarflokki, sagði í umræðunum að íhaldið í Reykjavík hefði gefið út veiðileyfi á gamla fólkið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, fagnaði frumvarpinu og Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæð- isflokki, sem vel þekkir til málefúa aldraðra, tók frumvarpinu vel. „Eg geri mér vonir um að ffurn- varpið nái ffam að ganga, þó það sé flutt af stjórnarandstæðingi. Það væri framför fyrir gainla fólkið. Og lýð- ræðið,“ segir Svavar. Misbresturinn er augljós segir Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra, sem tekur undir þá meginhugsun sem fram kemur í frumvarpi Svavars Gestssonar. / g tek það fram að ég var er- lendis þegar ffumvarp Svavars var rætt og hef. ekki getað kynnt mér það nógu vel til að taka af- stöðu til þess, en hitt er ljóst að reynsla síðustu ára hefiir sýnt augljós- an misbrest á því að þjónustuíbúðirn- ar innihaldi alltaf þá Jijónustu sem gefið er til kynna að eigi að vera fyrir hendi, segir Guðmundur Arni Stef- ánsson heilbrigðisráðherra. Guðmundur Árni segir að þessi misbrestur hafi oftar en ekki leitt til þess að sveitarfélög hafi orðið að grípa til sérstakra úrræða í þessu sainbandi. „Ég tek undir Jiá meginhugsun að það þurfi að koma skikki á þessi mál. Eg tel hins vegar mikilvægt að binda það ekki í lög að veitt þjónusta þurfi nauð- synlega að vera eingöngu á herðum hins opinbera. En hver sem Jiað er sem veitir þjónustuna, þá verður það að vera skýrt skilgreint og klárt í alla staði hver hún er, þannig að fólk sé að kaupa það sem gefið er í skyn að verið sé að seija.“ Guðmundur Arni sagði að lokum að hin öra uppbygging á þessu sviði hefði kannski ekki verið nógu skipuleg og stundum væri litið til annarra hags- muna en hagsmuna hinna öldruðu. Allar hugmyndir sem bættu úr þessu væru skoðunar verðar. ORÐSENDING TIL VIÐSKIPTAVINA Búnaðarbankinn vill minna Gullreiknings- og tékkareikningshafa á að þeir geta hringt í Þjónustusímann og fengið upplýsingar um stöðu reiknings ásamt 20 síðustu færslum. Þessi þjónusta er veitt allan sólarhringinn alla daga ársins og er gjaldfrjáls. Símanúmerið er (91) 62 44 44 eða grænt númer 99 64 44. Einnig skal minnt á að fyrirtæki sem eru tengd Bankalínu Búnaðarbankans hafa aðgang að upplýsingum án sérstakrar gjaldtöku. Aðrar leiðir til að veita reikningshöfum upplýsingar um færslur og reikningsstöðu hafa ýmsan kostnað í för með sér. Til þessa hefur bankinn veitt þessa þjónustu án þess að hún væri verðlögð í samræmi við tilkostnað. Óhjákvæmilegt er að hér verði breyting á þannig að þeir sem notfæra sér þjónustuna greiði kostnað sem henni fylgir. Með hliðsjón af þessu hefur verið ákveðið að frá og með 1. mars n.k. bætist eftirfarandi liðir í þjónustugjaldskrá bankans: Póstsending reikningsyíirlits 45 kr. Aramótayfirlit verður sent án gjaldtöku Reikningsyfirlit afhent í bankaafgreiðslu 45 kr. Upplýsingar veittar símleiðis utan Þjónustusímans 45 kr. Reikningshafar, sem óska eftir að breyta tíðni póstsendra reikningsyfirlita, þurfa að hafa samband við starfsmenn bankans sem jafnframt veita nánari upplýsingar um framangreindar breytingar. ®BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.