Vikublaðið - 17.02.1994, Síða 9
VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994
Viðtalið
9
nóg aó gert. Fólk virðist hafa lítinn á-
huga á þessum málum. Hvemig getur
staðiö áþví?
Eg þekki ekkert samfélag sem er
eins gjörsanjlega upptekið af sjálfu sér
og íslenskt samfélag, nema þá helst
Bandaríkin. Það þjóðfélag er algjör-
lega upptekið af sjálfu sér, en það er
auðveldara að verja það. Það er svo
miklu stærra og þar kristallast öll þau
vandamál sem herja á heimsbyggðina.
Þegar ég er í Bandaríkjunum finnst
mér ég stundum vera einangraður frá
umheiminum. Eg vil geta keypt er-
lend dagblöð daglega. í Bandaríkjun-
um er það aðeins hægt í stærsm horg-
unum.
Innflytjendur hafa góð á-
hrifá íslenskt þjóðfélag
Að sumu leyti er sú þjóðremba sem
einkennir íslenskt santfélag fjölmiðl-
unum að kenna, en það er kannski
ekki von á góðu, markaðurinn er svo
lítdll. Við erum eins og smábær á meg-
inlandinu, þar dytti engurn í hug að
hægt væri að halda úti góðu frétta-
tímariti. I Bretlandi seljast blöð sem
eru með nektarmyndir á þriðju síðu
og skandala af leikurum í miðopnunni
í milljónaupplagi en blöð sem halda
uppi alvarlegri umræðu mun minna.
Þó hef ég tekið eftir að það eru marg-
ir á Islandi sem vilja taka þátt í um-
ræðu um heimsmálin. Eg hef orðið
var við það á svo ólíklegum stöðum
sem í leigubíl, í strætó og úti á götu
þar sem fólk kemur til mín og ræðir
þessi mál af áhuga og þekkingu. En
þeir sem vilja fylgjast með hér verða
að gera það í gegnum erlend blöð og
tímarit. Gallinn er sá að þau eru alltaf
skrifuð út frá sjónarhorni þess lands
sem þau eru gefin út í.
Nú er fólki af ólíkum kynþáttum og
litarháttum að fjölga hér á landi og ég
held að það sé mjög jákvæð þróun.
Það þarf ekki að líta langt til baka til
þess að sjá hve útlendingar hafa haft
mildl og góð áhrif á íslenskt tónlistar-
líf, já og líka á veitingastaðamenning-
una.
Auður Vesturvelda hejur
byggst á kúgun stórs
hluta heimsins
Nií lítum við á okkur se?n gamalt lýð-
rceðisríki ogþróað samfélag. Samt vii'ðist
utanríkisstefha okkarfyrst ogfremst fel-
ast íþví að betla og reyna að skara eld að
eigin köku...
ísland er ekki gamalt ríki, það er
þvert á móti eitt allra nýjasta ríkið í
heiminum. Við eigum engar hefðir,
engin prinsipp. Þau vantar algjörlega í
íslenskum stjórnmálum.
Hitt er annað mál að utanríkis-
stefna allra ríkja miðast við þeirra eig-
in hagsmuni, öll stórveldi eru meira
og minna eins að því leyti að þau hlúa
hvert og eitt að eigin hagsmunum.
Það er t.d. ekki nokkur vafi á því að
auður og uppbygging Vesturvelda
byggðist á efhahagslegri og pólítískri
kúgun stórs hluta heimsins. Aðeins
nokkrir sérvitringar meðal fræði-
manna efast um þetta. Það er eins og
að mótmæla því að helförin hafi verið
farin. Hins vegar hafa forsendur í
heimviðskiptum breyst. Nú er það
Vesturveldum í hag að lífskjör í þriðja
heiminum batni. Ríki þriðja heimsins
eru enn föst í því fari sem nýlendutím-
inn skildi þau eftir í, aðeins Kína og
sum ríki Suðaustur-Asíu hafa koinist
upp úr því og Affíka er enn í botnin-
um.
Verðurðu aldrei svartsýnn á framtíð
heimsins þegar þú fylgist með heimsmál-
unum?
Já og nei, ég er svartsýnn á framtíð
Afríku næstu áratugi. Vandamálið þar
er gífurleg fólksfjölgun og umhverf-
iseyðing og landamæri sem eru öll
dregin af útlendum nýlenduherrum.
Varla nokkur þjóð í Affíku býr í færri
en tvenrur eða þremur ríkjum. Ég
held að Afríka muni eiga sinn tíma
eftir svona þrjátíu ár. Annars er það til
marks um hve erfitt er að spá um þessi
mál að fyrir þrjátíu árum voru menn
mjög bjartsýnir á ffamtíð Afríku en
leist verr á horfurnar fyrir ríki Asíu,
sem gekk alls ekki eftir. Þjóðir á Ind-
landsskaganum eigi eftir að ganga í
gegnurn miklar raunir. Þar fjölgar
fólki um áttatíu þúsund íbúa á dag!
AhrifBandaríkjanna
minnka
Arabar munu ekki sameinast. Vest-
urlönd eru búin að kljúfa þá í svo
mörg gerviríki og svo hjálpa þeir sjálf-
ir til með eigin sundurþykki. Ég er
miklu bjartsýnni á Suður-Ameríku og
Austur- og Suðaustur-Asíu.
Hins vegar er ég svartsýnn á um-
hverfismálin. Plánetan stendur ekki
undir því að íbúar Suðaustur- og
Ausmr-Asíu nái lífskjörum Vestur-
landabúa.
Ég held að áhrif Bandaríkjanna í
heimsmálunum muni fara mjög
minnkandi. Þeir munu hvorki hafa
kraft til þess né stuðning annarra til að
halda áfrarn jafnmiklum afskiptum af
heimsmálunum og þeir stunda nú. Ég
sé litla ástæðu til þess að harma það.
Nú ber mjög mikið á Bandaríkjunum
í heimsmálunum, en ég minni á að
síðustu þrjátíu ár Bretlands sem
heimsveldis, eða fram undir 1960, var
það mjög áberandi í heimsmálunum,
var eiginlega í hlutverki alþjóðalög-
reglu og meira áberandi í því hlut-
verki en á helstu velmektardögum sín-
um.
A alþjóðalögregla yfirleitt að vera til?
Nei, og í raun getur hún ekki verið
til. Það er helst að nokkur ríki taki sig
saman, þá helst þau ríki sem eru í ná-
grenni við átakasvæðin. Friðargæsla
eins og hún hefur verið stunduð hefur
komið að mjög takmörkuðu gagni og
aðgerðin í Sómalíu var skelfilega mis-
heppnuð. Yfirleitt auka utanaðkom-
andi afskipti á vandann. Hvað varðar
fyrrum Júgóslavíu þá hefði ég hent
sprengjum á Serbana fyrir tveimur
árum. Nú er enginn kostur góður í
þessu máli. Sameinuðu þjóðirnar eru
algerlega valdalaus stofhun nema sem
samvinnuvettvangur nokkurra stór-
velda. Ég held að SÞ hafi gert mjög
takmarkað gagn. Þróunaraðstoð
þeirra hefur einkennst af mistökum
og spillingu. I stjórnmálum hafa þau
ekki skipt máli nema sem fundarstað-
ur stórvelda.
Aukið frjálsræði í heims-
viðskiptunum
Nú eru viðskiptaaðstæður í heimin-
um að breytast í átt til frjálsræðis -
forsendur og meginlögmál eru að
breytast. Mörg þau lönd í Austur-
löndum, sem hafa átt mestu gengi að
fagna í efnahagsmálum, hafa samein-
að það að styrkja eigin iðnað og
stunda galopin viðskipti við útlönd.
Dæmi um það er Singapore. Það er
tíu sinnum fjölmennara en Island og
var fyrir þrjátíu árum jafnfátækt og
Mér finnst þessi þjóð-
rembingur hér á landi
sérlega dapurlegur.
Þetta er einhver nag-
andi óvissa sem kem-
ur af minnimáttar-
kennd. Af hverju get-
um við ekki bara notið
þess að búa hér á
þessarri fallegu eyju
án þess að vera alltaf
að hafa áhyggjur af
því hvort umlieimur-
inn veit af okkur?
önnur Asíulönd. Nú hefúr það farið
ffam úr íslandi hvað varðar lífskjör og
stendur framar flestum ríkjum í
tæknilegu tilliti. En Singapore er eng-
in paradís frjálshyggjunnar. Níutíu
prósent íbúanna búa í húsnæði sem er
byggt af ríldnu og landsmenn borga
fimmtíu prósent launa sinna í lífeyris-
sjóð í eigu ríkisins. Ríkið á fjölda fyr-
irtækja og einkavæðingin felst í því að
selja hluta úr þeim. Ríkið mismunar
atvinnugreinum í vöxtum og lánum,
drepur eina iðngrein á meðan það
styður aðra. Allt eftir því sem það tel-
ur hagstæðast. Það beinir fjárfestingu
fyrst og ffemst til menntamála og
húsnæðismála og til tiltekinna at-
vinnugreina sem njóta beins og ó-
beins stuðnings ríkisins. Það hefur
sett upp fyrirtæki, átt hlut í öðrum og
stutt enn önnur. Það leggur ekki á
tolla og engar hömlur á innflutning -
allt miðast við að standa sig á alþjóða-
vettvangi. Dökka hliðin er sú að
verkalýðsfélög eru bönnuð eða undir
stjórn ríkisins og fjölmiðlar eru allir í
eigu þess eða stjórnarflokksins. Land-
inu er stjórnað af hópi embættis-
manna, lýðræðið er aðeins að forminu
til.
Telur þú þá að lsland eigi að opna
landið fyrir m?iflutningi?
Já, ég held að það eigi að stefna að
algerlega opnu hagkerfi. Það tekur
tíma, en menn eiga líka að vera ó-
hræddir við að víkja út ffá hagffæði-
kenningunum, til dæmis hvað varðar
stuðning við atvinnugreinar. Það er
þó ólíklegt að hægt verði að skipu-
leggja stuðning við atvinnulífið á ís-
landi markvisst, því hér ráða stjórn-
málamenn meiru en embættismenn. 1
raun er embættismannakerfið lamað.
Þingmenn eru að gutla í smáverkefn-
um sem þeir eiga ekki að koma ná-
lægt. Þeir deila niður fjárveitingum til
gæluverkefha og sértæk skammtíma-
markmið hafa forgang. Niðurstaðan
verður sambærileg við þá sem verður
þar sem mikil fjármálaspilling er í
4
stjórnkerfinu.
Eigum við að ganga í EB?
EB hefur engan áhuga á að fá okkur
inn. Þetta á við um smáríki eins og
Möltu, Kýpur og ísland. Það yrði að
taka tillit til þessarra ríkja í stjórnkerfi
bandalagsins án þess að markaðssvæð-
ið stækkaði svo nokkru næmi.
Þessi lönd eru svo lítil að þau skipta
nær engu máli í umheiminum.
Lít á mig sem mannfyrst
en lslending svo
Mér finnst þessi þjóðrembingur hér
á landi sérlega dapurlegur. Þetta er
einhver nagandi óvissa sem kemur af
minnimáttarkennd. Af hverju getum
við ekki bara notið þess að búa hér á
þessarri fallegu eyju án þess að vera
alltaf að hafa áhyggjur af því hvort
umheimurinn veit af okkur?
Finnurðu aldrei fyrir að landar þínir
taki svona yfii'lýsingar illa upp?
Jú, fólk móðgast, telur að ég sé
svikari kominn út úr íslenskri menn-
ingu og íslensku samfélagi. Mér finnst
margt mjög gott við ísland. Stærsti
gallinn er þessi rembingur þar sem
rnenn eru að ljúga að sjálfum sér.
Helsm kostirnir við Island eru einmitt
smæðin og það hve þetta er sérstakt
þjóðfélag. Ég sef alveg rólegur á nótt-
unni þó að ég viti af því að údending-
ar þekki ekki tíl Islands og er t.d.
löngu hætmr að segja ffá því í Asíu að
ég sé frá íslandi. Það leiðir bara til
endalausra samræðna um landafræði.
Þessi landkynning sem er alltaf verið
að vinna að er að hluta misskilningur.
Ég held að enginn kaupi banana eða
fisk af því að þetta sé frá einhverju tíl-
teknu landi, hvað þá að ferðamenn
flykkist hingað út af einhverjum
íþróttaviðburði. Fara margir íslend-
ingar til Abu Dhabi í sumar út af blak-
móti þar í fyrra? Þeir sem koma til Is-
lands verða alltaf þeir sem eru að leita
að því sérstaka, fólk sem hefúr ferðast
víða og vill sjá eitthvað annað.
Mín sjálfsvimnd er sú að ég er mað-
ur fyrst og íslendingur langt þar á eft-
ir. Ég reyni að horfa á hlutina ekki
sem íslendingur heldur sem maður á
þessari jörð. Heimurinn verður
þannig allt öðruvísi en þegar horft er á
hann út ffá einu þröngu sjónarhorni,
t.d. íslensku eða maltnesku. Mér
finnst heimurinn svo stórkosdega á-
hugaverður og þetta eru svo spenn-
andi tírnar sem við lifum nú að ég vil
geta dvalist erlendis og fylgst með því
sem er að gerast í heiminum. En mér
þykir mjög vænt um ísland og íslenska
menningu. Undanfarin ár hef ég nær
eingöngu lesið breskar, bandarískar
og japanskar bókmenntir en Laxness
er enn uppáhaldsrithöfundurinn
minn. Það er bara þessi þjóðremba
sem fer svo í taugarnar á mér. Eins og
þegar fólk hefur bara áhuga á ópem út
á það hvort það em einhverjir þúsund
eða milljón manns í útlöndum sem
hafa heyrt nafn íslensks söngvara.
A leiðinni heim veltir blaðamaður
Vikublaðsins því fyrir sér hvort það sé
rétt að við lslendingar séum sjálfhverfir
og uppfidlir af þjóðrembu. Hann sann-
ferist í matvöruverslun. Þar stendur
maður og er að kynna tslenskar giírkur.
Hann hrópar i sifellu: „Islenskar gúrkur
-þter bestu í heimi!“
Skyldi það vera rétt?
SAMKEPPNI UM MERKI
Félag tölvunarfræðinga efnir til samkeppni um hönnun merkis fyrir félagið.
Merkið, sem umfram allt á að vera stílhreint og einfalt, á fyrst og fremst að
nota á bréfsefni og almennt sem tákn félagsins.
Æskilegt er að nafn félagsins komi fram, annað hvort tengt merkinu eða sem
hluti af þyí. Skila skal teikningu af merkinu ásamt útfærslu þess á bréfsefni, í
umslagi merktu dulnefni en nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.
Sé merkið í fleiri en einum lit skal einnig sýna útfærslu þess
í mismunandi tónum eins lits.
I aðalverðlaun er vönduð Macintosh fartöiva frá Apple-umboðinu en
einnig verða veitt aukavcrðiaun frá Bóksöiu stúdcnta.
Samkeppnin er öllum opin og er skilafrestur til 1. apríl 1994.
Hugmyndum skal skila til
Félags tölvunarfræðinga,
pósthólf 8573, 128 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Guðmundsson, formaður Féíags tölvunarfræðinga, í sfma 608000.
Féiagið áskilur sér rétt til að nýta, að höfðu samráði við höfunda, hluta hugmyndar
cða hafna þeim öllum.
VKS
ÍSLANDSBANKI
Apple
ORACLG
Tölvumiðstöðin hf
bólc/ad&. /túdervta,