Vikublaðið


Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994 Dagfari þeirra á DV opinberar miðaldaafstöðu sína til kvenna á þriðjudag og það ekki í fyrsta sinn. Undir fyrirsögninni Eiginkonurnar efstar fjallar hann um úrslit í forvali Alþýðubandalags og skoðanakönnun Framsóknarflokks um val á ffambjóðendum á Reykjavík- urlistann og segir „... að framlenging- arnar á þeim Páli Péturssyni frá Höllustöðum og Svavari Gestsyni munu fara með völdin eftir kosning- arnar í vor.“ „Framlengingarnar“ eru þær Sigrún Magnúsdóttir og Guðrún Agústdóttir. Alltaf skal maður með reglulegu inillibili uppgötva hversu lágt risið er á íslenskri þjóðmálaumræðu, sérstak- lega ef koma á höggi á pólitíska and- stæðinga, og með jafn reglulegu milli- bili eru tálsýnir manns um að einhver ávinningur hafi orðið af jafnréttisbar- áttunni slegnar af. Dagfari veit það auðvitað að bæði Sigrún Magnúsdótt- ir og Guðrún Ágústsdóttir hafa verið borgarmálapólitíkusar um langt árabil og voru orðnar margreyndar á þeirn vettvangi löngu áður en þær gengu í hjónasæng með núverandi eigin- mönnum sínum. Þarna er á ferðinni sama gamla hugarfarið að konur geti hvorki hugsað né aðhafst neitt sjálf- stætt og í eigin nafni. Þær hljóti einatt og ævinlega að vera strengjabrúða einhvers karlmannsins, og afturvirkt ef ekki vill bemr en svo að stjórnend- urnir hafi ekki komið til fyrr en seint og síðarmeir. Þetta er ekkert annað en nútíma- væðing á gömlum kenningum um að konur skiptist í saklausar jómffúr og siðspilltar hórur; annað hvort eru konur svo miklar jómfrúr að þær hafa ekkert vit á pólitík eða hinum „raun- verulega“ heimi, enda ósnortnar af heimi karla og völdum þeirra, eða þær eru hórur sem leigt hafa sig karl- mönnum og þegið málflutning sinn og skoðanir frá þeim í staðinn. Það skyldi þó ekki vera tilviljun að þær tvær konur sem lengst hafa náð í íslensku samfélagi á seinni árum, Vig- dís Finnbogadóttir og Jóhanna Sig- urðardóttir, eru fráskildar og því ekki mörgum til að dreifa til að útnefna sem strengjabrúðustjómendur þeirra. Dagfari þyrfti í framhaldi af þessu gustukaverki sínu að upplýsa lesendur DV um hverjir voru og eru hinir raunverulegu stjórnendur á bak við stjórnmálamenn eins og Auði Auð- uns, Katrínu Fjeldsted, Jónu Gróu Sigmundsdóttur, Ingu Jónu Þórðar- dóttur, Ragnhildi Helgadóttur, Guð- rúnu Helgadóttur, Svövu Jakobsdótt- ur, Þuríði Pálsdóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur, Salóme Þorkels- dóttur, Margréti Frímannsdótmr, Valgerði Sverrisdóttur og margar, margar fleiri. Hann má sleppa Kvennalistakonum, því þær eru nátt- úrulega svo miklir karlahatarar að þær vaða áffam í villu og svíma án þess að hægt sé að gera einhverja karla ábyrga fyrir þeirri vitleysu allri, enda væru þær örugglega ekki á sínu ruglaða róli ef einhverjum karlinum hefði tekist að hafa vit fyrir þeim. Og þegar DV tek- ur til við að birta framboðslista til borgar- og sveitarstjórna og síðar al- þingis mætti biðja blaðið um að þjón- usta lesendur með því að birta nafn „stjórnandans" í sviga á eftir nafni þeirra ffambjóðenda sem af kvenkyni eru og mynd ef hægt er. Þá geta kjós- endur áttað sig á því hvaða karl þeir eru raunverulega að kjósa ef þeir kjósa konu. 55 Fæðingudeil Matthíasjohannessen ritstjóri Morgunblaðsins gaf út nú fyrir jólin á bók ýmsar hug- leiðingar sínar um skáldskap Jónasar Hallgrímssonar. Hann ræðir þar með- al annars dálítið um kvæðið „Söknuð" og hefur á einum stað slæðst inn mis- ritun, eins og stundum vill verða í prentuðu máli, jafnvel þótt rnenn vandi sig. Villan er leiðrétt í bókinni á sérstökum seðli og segir þar staffétt: „Bls. 143. I tuttugustu línu að ofan þar sem stendur, Söknaðar, á að standa; Söknuðar.“ Þessi leiðrétting er röng eins og margir munu átta sig á. Þama ætti réttilega að standa „Saknaðar“ og þarf sá sem er óviss í sinni sök ekki að leita lengi í bók Matthíasar að hinni réttu beygingarmynd, því eitt fegursta og mesta kvæði Jónasar Hallgrímssonar heitir „Saknaðarljóð" en ekki „Sökn- uðarljóð". Orðin „fögnuður" og „jöfnuður" em stundum í máli manna beygð eins í eignarfalli og söknuður í bók Matth- íasar, það er: „til fögnuðar" og „tíl Haukur Hannesson Vlalhoruið jöfnuðar". Þetta þykir sumum ef til vill ekki mjög afkáraleg beyging í fljótu bragði og þó munu sömu menn telja samsetningarnar „fögnuðarerindi“ fyrir „fagnaðarerindi" og ,Jöfnuðar- mannaflokkur" fyrir ,Jafhaðarmanna- flokkur" alveg fráleitt inálfar. Beygingarendingar ýmissa fleiri orða í eignarfalli virðast vefjast fyrir mörgutn. Nægir þar að nefna kven- kynsorð sem enda á -ing. Þau eru furðu oft beygð skakkt í eignarfalli eintölu, endingin verður -ingu í stað -ingar. Menn sem aldrei myndu segja „fæðingudeild" eða „menningusjóð- ur“, svo dæmi séu tekin, segja hiklaust „vegna fæðingu" en ekki „vegna fæð- ingar“, „til menningu" í stað „til menningar". Málvöndunarmenn hafa í ræðu og riti ítrekað bent á þessa öfugþróun og virðist ganga hægt, ef þá nokkuð, að fá fólk, tíl að mynda suma fféttamenn útvarpsstöðva, til að beygja rétt eins og fullorðnu fólki sæmir. Sviðsljós Fyrsta einkasýningin ingarinnar er Lorca stemningar og leikhúsmyndir. Sýndar verða bún- ingateikningar og sviðsmódel sem tengjast sýningunni sem og myndir unnar með bleki á pappír. Sýning El- ínar Eddu í Söðlakoti er opin alla daga ffá kl. 2-6. lauk þaðan B.A prófi sem leik- myndahönnuður fyrir svið og bún- inga 1991. Elín Edda hef- ur gert leikmyndir fyrir Alþýðuleik- húsið, Þjóðleik- húsið og Leikfé- lag Akureyrar, in.a. fyrir leikritíð „Eg heití Isbjörg og er Ljón“ effir Vigdísi Grínts- dóttur, „Hræðileg hamingja“ eftir Lars Norén, „Aft- urgöngur" effir Ibsen og nú síðast Blóðbrullaup effir F. G. Lorca sem nú er sýnt á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Yfirskrift sýn- Laugardaginn 19. febrúar næst- komandi opnar Elín Edda A- gústsdóttir leikmyndateiknari sína fyrstu einkasýningu í Söðlakoti. Elín Edda útskrifaðist úr grafíkdeiid Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983. Hún stundaði framhaldsnám í W i m b e 1 d o n School of Arts Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitína neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn á veðurathugunarstöð. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Sigluvík. / 2 3 <7 5" (c T r- °) 2 \ /D 9 V ÍO // 7 12 l'i )7 7 )S~ )&> )? 7 V 3 17 72 18 10 )<i 20 V VI 3 7- 21 V 20 )S~ 22 1 FT~ 10 TT~ )T~ 52 (o )L V 12 21! • S U S? )S !7 8 7 U 7 ? i> 1&> 2¥ 20 <5? T~ '5 (e y 12 T~ )<* T~ 7 7 )7 s J 7 7 3 // 0 7 20 zo 7 i 2<i 8 )8 20 7 2! 20 1 éK V 27 )(o 1 IS )o S W~ S? 22 S~ 7 ? V // 1 8 28 1(p T~ 7 12 )S T~ T~ V 8 m— 22 JÖ~ V W~ K 23 7 'ZZ 2 )2 12 8 12 7 20 27 s 29 7 8 10 10 5T 7 IS 0 7 T~ 17 V 20 1T~ 28 7 Zo 5- 12 n S~ /2 7 2S IS’ 1 (*> t~ T V jz— 17 7 ?- 20 7 llc 7 30 23 )7 S? 31 7 32 8 17 i 10 IX S V- U 30 3 <1 A = 1 Á = 2 B = 3 D = 4 Ð = 5 E = 6 É = 7 F = 8 G = 9 H = 10 1 = 11 í = 12 J = 13 K = 14 L = 15 M = 16 N = 17 0 = 18 Ó = 19 P = 20 R = 21 S = 22 T = 23 U = 24 Ú = 25 V = 26 X = 27 Y = 28 Ý = 29 Þ = 30 Æ = 31 Ö = 32

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.