Vikublaðið - 17.02.1994, Side 15
VIKUBLAÐIÐ 17. FEBRUAR 1994
15
Reykj avíkurlistinn
tekur á sig mynd
Reykjavíkurlisti miiutihluta-
flokkann er óðum að taka á
sig mynd. Um síðustu helgi
efndi Alþýðubandalagið til forvals
og Framsóknarflokkurinn til skoð-
anakönnunar vegna skipunar í sæti
flokkanna á sameiginlega listanum.
Aður höfðu Alþýðuflokksmenn
haldið prófkjör og á miðvikudag í
þessari viku réðu Kvennalistakon-
ur ráðum sínum á félagsfundi.
Konur fengu ótvíræðan stuðning í
efstu sæti Framsóknarflokksins og AI-
þýðubandalagsins. Sigrún Magnús-
dóttir borgarfulltrúi fékk yfir 80 pró-
sent atkvæða í fyrsta sætið í skoðana-
könnun Framsóknarflokksins og
Guðrún Agústsdóttir varaborgarfull-
trúi fékk 70 prósent atlcvæða í fyrsta
sætið í forvali Alþýðubandalagsins.
Sigrún mun skipa fyrsta sæti Reykja-
víkurlistans en Guðrún annað sætið.
Fjórir karlar tókust á urn fimmta og
sjötta sætið á Reykjavíkurlistanuin. 1
Framsóknarflokknum áttust við Al-
freð Þorsteinsson varaborgarfulltrúi
og Helgi Pétursson markaðsstjóri. Al-
ffeð hafði betur og mun skipa sjötta
sæti Reykjavíkurlistans. Helgi fer í ell-
efta sætið og Sigfús Ægir Arnason
framkvæmdastjóri í sextánda sætið.
Alþýðubandalagsmennirnir Árni
Þór Sigurðsson hagfræðingur og
Arthúr Morthens kennari kepptu um
annað sætið í forvali flokksins um síð-
ustu helgi. Agreiningur varð um
ffamkvæmd forvalsins þar sem félags-
menn í Birtingu fylktu sér um Arthúr
en ABR-fólk lagði Arna Þór Iið og það
dugði til sigurs. Arni Þór mun sldpa
Leifur Guðjónsson formaður kjör-
nefndar Alþyðubandalagsins.
fimmta sæti Reykjavíkurlistans en
Arthúr það tólfta. Guðrún Kr. Óla-
dóttir varaformaður Sóknar lenti í
fjórða sæti forvalsins og Helgi Hjörv-
ar nemi í því fimmta.
Alþýðuflokksmenn höfðu í próf-
kjöri valið ffamkvæmdastjórana Pétur
Jónsson og Gunnar Gissurarson til að
sitja í fjórða og níunda sæti Reykjavík-
urlistans.
Samhliða ferlinu við að velja ffam-
bjóðendur á lista hefur verið unnið að
málaefnasamningi Reykjavíkurlistans.
Tólffnannanefndin sem hafði veg og
vanda af því að gera ffamboðið að
veruleika hefur skipt sér upp í tvo
hópa. Stærri hópurinn sem telur átta
einstaklinga einbeitir sér að málefna-
vinnunni í samstarfi við málefna-
nefhdir á meðan fjögurra manna hóp-
ur hefur með framkvæmdaatriði að
gera.
Um mánaðarmótin má búast við
því að drög að málefnasamningi
Reykjavíkurlistans liggi fyrir.
Þeir Jón Kristinsson, Þórður Ólvisson og Snjólfur Fannda! hafa auga með skoð-
anakönnun Framsóknarflokksins. Myndir: Ól.Þ.
d) Útboð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir til-
boðum í dúkalagnir í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar.
Heildarflatarmál: um 2.300 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 3. mars 1994 kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
|J) Útboð
F.h. Öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar, er óskað eftir tilboðum í ræstingu í húsnæði aldr-
aðra og öldrunarþjónustudeildar við Lindargötu 57-66 í Reykjavík,
þ.e. í þjónustumiðstöð aldraðra 2.262 m2 og á göngum og stiga-
húsum 1.508 m2.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. mars 1994 kl.
11.00.
„INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
FLOKKSSTARFIÐ
Alþýðubandalagið á Blönduósi
Aðalfundur Alþýðubandalags
Blönduóss og nágrennis var
haldinn föstudaginn 4. febrúar
s.l. á Hótel Blönduósi. Á fundin-
um var kosin ný stjórn fyrir félag-
ið. Formaðurer Þorsteinn H.
Gunnarsson á Reykjum í Torfa-
lækjarhreppi, en meðstjórnendut
eru Unnur G. Kristinsdóttir og
Kristinn M. Bárðarson Blöndu-
ósi. Gestir fundarins voru Ragnar Arnalds alþing-
ismaður og Sveinn Allan Morthens framkvæmda-
stjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á
Norðurlandi vestra.
í upphafi fundar gerði Ragnar Arnalds grein fyrir
stjórnmálaviðhorfinu og stöðu flokksins við kom-
andi sveitarstjórnarkosningar. Sveinn Allan fjall-
aði um málefni fatlaðra í kjördæminu og sagði frá
fyrirhuguðum rekstri sambýlis sem er í byggingu
á Blönduósi. Að fundinum loknum fjölmenntu al-
þýðubandalagsfélagar til sælkeraveislu sem
landslið matreiðslumanna stóð fyrir í samvinu við
samtök bænda.
ÆFAB - REYKJAVÍK
„Órafmagnað" listakvöld
laugardaginn 19. febrúar n.k. í risinu að Lauga-
vegi 3. Húsið opnar kl. 21:30 og dagskráin hefst
kl. 22:30 með tónlistargjömingi The Manhattan
Project.
„Ónefndur" flytur Ijóð
Ungir sósialistar frá hinum norðurlöndunum vígja
nýja aðstöðu ÆFAB á 3. hæðinni. Heiða trúbadúr
hefur upp raust sína.
Eftirlætissynir Raspútíns slá svo botninn í dag-
skrána en áfram verður haldið fram á rauða nótt.
Láttu sjá þig. - Enginn aðgangseyrir.
Alþýðubandatagið Reykjanesi
Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalags-
ins í Reykjaneskjördæmi - Nýr formaður kos-
inn.
Sunnudaginn 13. febrúarsl. hélt kjördæmisráð
Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi fjöl-
mennan fund í Stjörnuheimilinu í Garðabæ. Frá-
farandi formaður, Eggert Eggertsson, rakti fjöl-
breytt starf ráðsins á síðasta ári. Mest umræða
varð þó um fjármálin því undir styrkri fjármála-
stjórn Sigurðar Björgvinssonar, fulltrúa Garða-
bæjar í stjórn ráðsins, hefurtekist að greiða upp
allan kostnað vegna síðustu alþingiskosninga og
safna auk þess töluverðum sjóði.
Sigurður Björgvinsson var einróma kosinn for-
maður nýrrar stjórnar kjördæmisráðsins til 2ja
ára. Hann mun því leiða kosningastarf flokksins í
kjördæminu í næstu alþingiskosningum. Vara-
maður Sigurðar í stjórninni er Áslaug Úlfsdóttir.
Fjöldi tillagna var afgreiddur á fundinum. Sóknar-
hugur var í fundarmönnum, enda hafa síðustu
skoðanakannanir verið flokknum hagstæðar.
Þorrablót
Fjölbreytt og glæsileg dagskrá. Heiðursgestur: Jónas
Árnason, rithöfundur og fyrrum alþingismaður. Ræðu-
maður: Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndastjóri og höf-
undur áramótaskaupsins. Veislustjóri: Heimir Pálsson,
söngsnillingur og menningarfrömuður
Frábær skemmtiatriði frá Suðurnesjum, Hafnarfirði,
Kópavogi og víðar. Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar
Verðið er að sjálfsögðu einstaklega lágt, kr. 1900 fyrir
manninn og er þá matur, fordrykkur, skemmtun og
dans innifalið. Hægt er að greiða með qreiðslukortum
Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar.
og skipta greiðslunni á tvo mánuði. Pantið miða í tíma.
Miðapantanir hjá: Valþóri Hlöðverssyni sími 44027,
Þóri Steingrímssyni sími 44425, Páli Árnasyni sími
54065, Sigríði Jóhannesdóttur sími 92-12349
Húsið opnar kl. 19:30 og verður þá fordrykkur og við-
ræður gesta. Borðhald hefst upp úr kl. 20.00
Rútuferð verður skipulögð frá Suðurnesjum.
Við héldum glæsilega sumarhátíð í Selvoginum.
Nú höldum við bráðskemmtilegt þorrablót 19. febrúar
og fyllum félagsheimilið í Kópavogi. Allir velkomnir.
Alþýöubandalagiö á Akureyri
Það er mikill kraftur í Alþýðubandalagsfélaginu á
Akureyri um þessar mundir. Verið er að vinna að
framboðsmálum og áætlað að Ijúka þeirri vinnu
um mánaðarmótin næstu. Á hverju mánudags-
kvöldi fara fram pólitískar umræður í Lárusarhúsi.
Annað hvert fundarkvöld er bæjarmálaráðsfundur
að auki, þar sem bæjarfulltrúar skýra stöðuna í
bæjarmálunum. Umræðan hefur oft verið býsna
lífleg. N.k. mánudagskvöld 21. febrúar kl. 20:30
verður umræða um atvinnumálin. Félagar eru
hvattir til að mæta og nýir félagar eru velkomnir.
Opið hús - morgunkaffi.
Opið hús og morgunkaffi verður í Lárusarhúsi
laugardagsmorgun 19. febrúar n.k. kl. 10:00 -
12:00. Steinunn Hjartardóttir félagsmálastjóri á
Dalvík heldur erindi um fjölskylduna. Að erindi og
umræðum loknum verður rætt um væntanlega
kvennahreyfingu innan AB.
Allir velkomnir, en konur í AB og óflokksbundnar
konur eru sérstaklega hvattar til að mæta.
Nefndin
Birting Reykjavík
Opinn stjórnarfundur
Opinn stjórnarfundur verður haldinn laugardaginn
19. febrúar n.k. kl. 10:00 að Laugavegi 3, 5. hæð.
Á dagskrá fundarins er starfið framundan og und-
irbúningur borgarstjórnarkosninganna.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Verðandi Kópavogur
Stofnfundur
nýs félags föstudaginn 25. febrúar í Þinghóli, húsi
Alþýðubandalagsins, Hamraborg 11.
Klukkan 15.00:
Stofnfundur í Þinghóli.
Helgi Hjörvar, varaformaður Verðandi talar.
Kosning stjórnar.
Klukkan 21.00:
Stofnfundarfagnaður í Þinghóli.
Skemmtiatriði og uppákomur, m.a. tónlist og
Ijóðalestur.
Veitingar seldar gegn vægu verði.
Undirbúningsnefndin.
Alþýðubandalagið
Miðstjórnarfundur á Hótel Sögu
Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til
fundar helgina 5.-6. mars næstkomandi.
Fundarstaður: Hótel Saga, salur A.
Fundartími: Laugardag 5. mars frá kl. 10 til 19.
Sunnudag 6. mars frá kl. 10 til 15.
Dagskrá:
1. Samþykktir og verkefni frá landsfundi.
2. Umfjöllun um Útflutningsleiðina.
3. Stjórnmálaviðhorfið - umræður um efnahags-
og atvinnumál, sjávarútvegsmál og landbú-
naðarmál.
5. Önnur mál.
Alþýðubandalagsfélagið undir Jökli
Á þriðjudagskvöld voru Alþýðubandalagsfélögin
tvö í Olafsvík og Neshreppi á Hellissandi samein-
uð í eitt sem fær nafnið Álþýðubandalagsfélagið
•undir jökli. Framhaldsstofnfundur verður haldinn í
mars og verður tilkynnt nánar um hann síðar.
Á fundinum voru fráfarandi stjórnum falið að klára
sameiningarferlið. í Neshreppi hefur Alþýðu-
bandalagsfélagið verið lagt niður en eftir er að
leggja niður Alþýðubandalagsfélagið í Ólafsvík.
Sameiningin er hugsuð sem fyrsti liðurinn í undir-
búningi sveitarstjórnarkosninga, en sveitarfélögin
undirjökli, Ólafsvík, Hellissandur, Staðarsveit og
Breiðuvík hafa nú þegar sameinast í eitt stórt
sveitarfélag.
Þorsteinn H. Gunnarsson