Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Qupperneq 1

Vikublaðið - 24.02.1994, Qupperneq 1
Allt í steik! Nautakjötsmarkaðurinn er í uppnámi og hætta á að óró- leikinn breiðist út yfir allan kjötmarkaðinn. Þetta er óska- staða fyrir stóru verslana- keðjurnar. Bls. 8-9 Bændamafían og sameiningin Félagskerfi bænda heíúr þanist út og er óþarflega þungt í vöf- um. Þessi mál eru til umfjöll- unar í þrem greinum á bls. 5, 6 og 17 Landbúnaðarblað Að þessi sinni er Vikublaðið helgað málefnuni bænda- stéttarinnar og er af því tilefni 24 síður og sent til allra bænda á landinu. Bestu kveðjur til bænda! BLAÐ SEM V E R I 8. tbl. 3. árg. 24. febrúar 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Davíð á flótta Davíð Oddsson forsætisráðherra flúði um hávetur í sumarbústað á hingvöllum á D-degi ríkisstjórnarinnar. Ætlar hann að standa að breytingum á búvörulögum eða fallast á kröfur Alþýðuflokksmanna? Fullkominn upplausn í þingliði ríkisstjórnarinnar. Igær þegar umdeildasta frum- vatp ríkisstjómarinnar var kynnt á Alþingi var forsætis- ráðherra hvergi sjáanlegur. Davíð Oddsson hélt til Þingvalla í sumar- bústað embættisins þar sem hann dvaldi daglangt í einrúmi á meðan oddvitar Alþýðuflokksins deildu við fonnann Iandbúnaðamefndar, sjáfstæðismanninn Egil Jónsson. Upplausn var á Alþingi vegna ffumvarpsins enda getur Alþýðu- flokkurinn ekki sætt sig við forræði landbúnaðarráðherra í innflutningi á búvörum, eins og það er skilgreint í frumvarpinu. Síðdegis í gær var frum- ' varpið kynnt í þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu, en það er samið af þrem lögfræðingum sem hafa unn- ið í santráði við Egil Jónsson. Eftir að alþýðuflokksmenn höfðu kynnt sér írumvarpið stormaði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra inn í þingflokksherbergi Sjálf- stæðisflokksins og tilkynnti að Al- þýðuflokkurinn samþykkti ekki þau efnisatriði sem fjalla um vald land- búnaðarráðherra til að leggja á tolla og verðjöfnunargjöld. A göngum þinghússins biðu blaða- og frétta- menn tíðinda af alvarlegustu kreppu þessarar ríkisstjórnar. Forsætisráð- Djúp gjá er staðfest milli formanna ríkisstjórnarflokkanna eftir atburði síðustu daga og enn allsendis óvíst hvort stjórnin spríngur á bútvöru- lagamálinu eða lafir á hræðslunni við dóm kjósenda. herra var hinsvegar hvergi sjáanlegur. Hann hafði boðað forföll og hvorki Jón Baldvin né þingmenn og ráðherr- ar Sjálfstæðisflokksins vissu hvar Dav- íð var niðurkominn. Alþýðuflokks- menn líta svo á að Davíð hafi svikið það samkomulag sem hann og Jón Baldvin gerðu á fundi sínum síðast liðinn sunnudag. Um kvöldið var forsætisráðherra ekið til Reykjavíkur þar sem hann veitti íjölmiðlum viðtöl. Ekkert kom þar fraiu sem benti til þess að hann hefði lausn á stjórnarkrcppunni. Hann vék sér undan að svara því hvort hann styddi frumvarp formanns land- búnaðarnefhdar þrátt fyrir andmæli Alþýuflokksins. Vegna málsins ríkir nú algjör óvissa um ffamtíð ríkis- stjórnarinnar. Þróunarsjóður saltaður? Vafi leikur á því hvort lög um Þróunarsjóð sjávarútvegsuis verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Frumvarpið var afgreitt til nefndar efitir fyTstu umræðu á Al- þingi í gær. Frumvarpið er umdeilt, scrstak- lega þau ákvæði sein fjalla mn vciði- leyfagjald og úreldingu fiskvinnslu- húsa. Lítill áhugi var meðal stjórnar- sinna þegar frumvarpið kom til um- ræðu. Auk sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra tók aðeins einn stjórnarþinginaður til ntáls. 1 ríkisstjórninni hangir afgreiðsla frumvarpsins uin Þróunarsjóðinn saman við afdrif frumvarps um stjórnun fiskveiða og ckki er sam- staða um afgreiðslu þessara rnála í stjórninni. - Sjávarútvegsmálin eru öll í lausu lofti hjá ríkisstjórninni og það er með öllu óvíst hvort þessi inál verði afgreidd í þinginu fyrir vorið, segir Jóhann Arsælsson þingmaður Al- þýóubandalagsins en hann situr í sjávarúwegsnefnd Alþingis. Útgjöld skrifstofu forsætisráðherra snarhækkuðu 1993: Davíð fór 52% framúr fjárlögum Samkvæmt greiðsluuppgjöri Ríkisbókhalds á A-hluta ríkis- sjóðs fyrir nýliðið ár hækkuðu útgjöld skrifstofu forsætisráðu- neytisins á árinu um rúmar 46 milljónir króna frá því sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Utgjöld skrifstofu Davíðs Oddssonar urðu þannig nær 136 milljónir króna og fóru 52 prósent framúr fjárlögum. Þessi mikla hækkun mun einkum skýrast af ýmsum nýjum verkefnum á vegum skrifstofunnar. I greiðsluupp- gjörinu og skýrslu fjármálaráðuneytis- ins er einkum þrennt nefnt: frágang- ur og kynning á stjórnsýslulögum, undirbúningur lýðveldishátíðar og endurbætur á ráöherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þegar útgjöld skrifstofa einstakra ráðuneyta eru skoðuð kemur í ljós að skrifstofa Davíðs hækkaði langt um- fram aðrar. Hlutfallsleg hækkun ffá fjárlögum varð næst mest hjá Ossuri Skarphéðinssyni í umhverfisráðu- neytinu eða rúmlega 30 prósent og þriðja rnest hjá Halldóri Blöndal í landbúnaðarráðuneytinu eða tæplega 26 prósent. Aðeins einni skrifstofu ráðuneytis tókst að halda sig við fjár- lög og gott betur, lækka útgjöldin. Það var skrifstofa Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsinálaráðherra sem skar fjárveitingu sína niður um rúm 8 pró- sent eða 6,7 milljónir. S kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Islands á þriðjudag sigraði Röskva, samtök félags- hyggjufólks, framboð Vöku þrátt fyrir að Vaka nyti liðveislu Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra á síðustu dögum kosningabarátt- unnar. Riiskva fékk sjö rnenn kjörna í Stúdentaráð, Vaka fimm og Óháði listinn, sem er nýtt ffamboð í Háskól- anum, fékk einn mann. Röskva og Vaka fengu sinn manninn hvort í kosningum til Háskólaráðs. Lánasjóður íslenskra námsmanna var hitamál í kosningabaráttunni. A mánudag blandaði Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra sér f kosn- ingaslaginn með því að skrifa bréf fyr- ir Vöku þar sem hann lýsti því yfir að nefnd sem fjallar núna um málefni LIN muni ekki endurskoða lög sjóðs- ins. Vökumenn notuðu ráðherrabréf- ið á síðasta kosningafundinum til að koma höggi á Röskvu sem hefur haft meirihluta í Stúdentaráði undanfarin ár. Frambjóðendur Röskvu bentu á að menntamálaráðherra hefur ekki svar- að fyrirspurnum Stúdentaráðs undan- farið vegna inálefna LÍN en ffam- bjóðendur Vöku eiga greiðan aðgang að honum og geta pantað hentugar yfirlýsingar frá æðsta stjórnvaldi mcnntamála unt málefni háskóla- menntunnar. A myndinni cru þeir Röskvumennirttir Guðvtundur Steingrímsson og Dagttr B. Eggertsson aðfagna s.etiun sigri.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.