Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 2
2 Víðliorf VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 BLAÐ SEM V I T E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Pjóðráð hf. Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðlun hf. Vantraust Hvað er landbúnaðarvara? Hvernig er hún aðgreind frá annarri vöru? Hvaða landbúnaðarvörur skulu háðar innflutningsleyfi frá landbúnaðarráðherra? Hvaða heimildir eiga að vera í lögum til þess að jafna sam- keppnisaðstöðu innlendrar húvöruframleiðslu og inn- fluttrar búvöru með verðjöfnunargjöldum? A landbún- aðarráðherra að hafa alræðisvald við verðjöfnun eða eiga önnur ráðuneyti að koma að því máli? Hvernig sam- ræmast áform íslenskra stjórnvalda um að vernda og stýra íslenskri landbúnaðarframleiðslu alþjóðlegum skuldbindingum okkar, meðal annars á Evrópska efna- hagssvæðinu og innan Almenna samkomulagsins um tolla og viðskipti (GATT)? I þeirri búvöruþrætu, sem nú hefur staðið lengi og þreytt ráðherra svo mjög að þeir skilja ekki sjálfa sig lengur, hvað þá heldur að almenningur átti sig á flækjun- um, er verið að leita svara við ofangreindum spurning- um. Það er lenska í stjórnmálum þessa lands að ná sam- komulagi um flókin mál af þessu tagi í öngþveiti ineð þrætubókarkúnstum og hótunum um stjórnarslit. Oftar en ekki verður útkoman úr slílcum vinnubrögðum enda- leysa og efni í nýtt öngþveiti. Skýringin á því hversvegna þessi þræta er eins illvíg og raun ber vitni liggur ekki í tæknilegum hliðum hennar heldur í þeirri staðreynd að um djúpstætt pólitískt van- traust er að ræða undir niðri. Mildll meirihluti Alþingis treystir ekki Alþýðuflokknum til þess að verja hagsmuni íslenskra búvöruframleiðenda á því breytingaskeiði sem yfir stendur og framundan er ineð áhrifúm milliríkja- samninga og auknum innflutningi. Framarlega í þeim flokki er landbúnaðararmur Sjálfstæðisflokksins sem Davíð Oddsson forsætisráðherra er í bandalagi við, enda þótt inargir Sjálfstæðismenn og innflutningsfrömuðir á höfuðborgarsvæðinu telji að honum stæði nær að gæta hagsmuna neytenda á suðvesturhorni landsins. Máli sínu til stuðnings benda þeir á mikla óánægju kjósenda Sjálf- stæðisflokksins á þessu svæði. Það herðir svo enn hnútinn í þessari þrætu að meiri- hluti þjóðarinnar vantreystir núverandi ríkisstjórn til þess að ráða fram úr vanda íslenskra landbúnaðarmála. „Dáðlaus, duglaus og ráðþrota“, er einkunnin sem stjórnin fær á atvinnumálafunduin. Hún hefur ekki sýnt neina viðleitni til þess að tryggja bændum og búvöruframleiðendum möguleika til þess að mæta innflutningi og aukinni samkeppni, né til þess að breyta atvinnuháttum í sveitum landsins. Loforð í bú- vörusamningi um aukna atvinnusköpun á landsbyggð- inni hafa verið svikin og ekkert hefur verið hugsað um að skapa .almenn skilyrði til útflutnings á búvöru héðan á móti væntanlegum innflutningi. Fríverslun og milliríkjasamningar um tolla og viðskipti fjalla frernur um hönnun markaða heldur en alfrjáls við- skipti. Við verðum að laga okkur að alþjóðlegu umhverfi en um leið verðum við að teikna það upp hvernig við ætlum að standa að málum. Þennan arktitektúr vantar af opinberri hálfu. Bændur og búvöruframleiðendur eiga heimtingu á að þær teikningar séu sýndar. Frjálshyggju- forsendur ríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks leyfa ekki slíka fyrirhyggju. Að loknu prófkjöri Það er ekki löng hefð fyrir próf- kjörum í Alþýðubandalaginu. Uppstillingin var lengi aðferð flokksins við að velja fólk á lista og ekkert neina gott um hana að segja þegar einhugur ríkir. Hún er hins vegar vandmeðfarin, því hætta er á að áhrif almennra félaga og stuðnings- manna verði lítil sem engin en mislít- ill kjarni ráði öllu. Alþýðubandalagið var hálffeimið þegar það fyrir nokkrum árum fór að fikra sig inn á þá braut að leita skipulega álits flokks- manna um framboð. Meðal annars mátti ekki nota orðið „prófkjör" einsog hjá hinum flokkunum heldur var fundið upp sérstakt Alþýðubanda- lagsorð: „forval". Takmörkun, hrenmne, útilokun Upphaflega voru prófkjörin oftast opin en síðari ár hafa dyr prófkjaranna verið að lokast smám saman aftur, e.t.v. til að koma í veg fyrir að niður- staðan verði önnur en flokkarnir höfðu hugsað sér. Það verður þó að teljast met í lok- unaraðgerðum [jegar meirihluti kjör- dæinisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík ákvað að miða kosninga- rétt í nýliðnu prófkjöri við þá sem voru skráðir í flokkinn/félögin í nóv- ember sl. Ekki bara vegna þess að þannig þrenging verður að teljast í hæsta máta óeðlileg (hvaða skynsam- leg rök eru t.d. fyrir því að útiloka þá sem gengu í flokkinn í desember eða janúar?), heldur kannski vegna þess sem liggur fyrst í augum uppi: að segja með vissu hverjir voru í flokknum ein- hverp ákveðinn dag fyrir nokkrum mánuðum er ógerningur. Það hefur allavega ekki verið forgangsverkefni í Birtingu að halda nákvæmlega „rétta“ félagaskrá frá degi til dags, af mörgum ástæðum. I raun var ákvörðun meirihluta kjördæmisráðsins um kosningarétt í prófkjörinu ekki aðeins óskynsamleg og ólýðræðisleg, heldur óframkvæm- anleg. Og kjörnefnd prófkjörsins átti ekki aðra kosti en að taka gildar þær skrár sem félögin lögðu ffam. Eða hvernig ætluðu félögin annars að geta „sannað“ hvort Jóna Jónsdóttir var í félaginu tiltekinn dag í nóvember? Með vitnaleiðslum? Spyr sá sem ekki veit. í kjörnefnd þeirri sem starfaði fyrir prófkjörið varð strax ljóst að Gunn- laugur Júlíusson og Sigurbjörg Gísla- dóttir höfðu eina dagskipun að ofan: Að sjá til þess að sem allra fæstir gætu tekið þátt í prófkjörinu, að þrengja það sem mest og útiloka sem flesta. A fólk sem hefur sDpanir að ofan duga engin rök, það er rökhelt og tíma- eyðsla að reyna telja því hughvarf með skynsamlegum rökum. Afskipti meirihluta kjör- dœmisráðs Á fundi sem boðaður var með sólar- hrings fyrirvara í kjördæmisráðinu, m.a. fyrir tilstilli Gunnlaugs og Sigur- bjargar, voru að lokum samþykktar nýjar reglur um prófkjörið þar sem stjórn ABR var í sjálfsvald sett að bæta á kjörskrána 75 nöfnum að eigin vali. Framboðsffestur var þá löngu út- runnin og kosning þegar hafin utan kjörstaðar. Ljóst var að kjörskrá yrði í raun ekki tilbúin fyrr en að loknum kosningum á prófkjörsdag, og kjör- nefnd sett í mikinn vanda við fratn- kvæmd kosninganna. A þessum fundi stóðum við Birting- armenn frammi fyrir því að láta undan ofríki meirihlutans eða ganga af fundi. Við kusum þá að bjarga prófkjörinu og kjördæmisráðinu frá fullkominni upplausn og forða AJþýðubandalag- inu frá enn mciri sneypu en orðin var. Raunar má telja að á þessum fundi hafi úrslit prófkjörsins ráðist, enda valdi stjórn ABR sína 75 kjósendur að lokum að kvöldi kjördags á sérstökum fundi úr um 150 manna hópi þeirra sem höfðu greitt atkvæði „utan kjör- skrár“ um daginn. * Urslitin 1 upphafi töldu margir, innan Birt- ingar og utan, að vegna hinna sér- stöku aðstæðna hefði verið eðlilegast að ná samkomulagi um frambjóðend- ur Alþýðubandalagisns á R-listanum. Það tókst ekki vegna þess að meiri- hlutaöfl innan ABR vildu fá báða frambjóðendurna. Sú varð að lokum raunin í því sérkennilega prófkjöri sein fram fór um da^inn. Guðrún var auðvitað kosin og Arni Þór Sigurðs-. son fékk um 50% atkvæðanna. Arthúr Morthens 44%. Við það situr. Eðlilegt er hins vegar að ræddar séu afleiðingar prófkjörsins. Ut ffá hags- munum R-listans er skynsamlegast að þær umræður fari fram innanflokks þar sem þær hljóta að snerta fram- göngu einstakra frambjóðenda og flokksleiðtoga. Gunnlaugur Júlíusson hefur þó kosið að ríða á vaðið með blaðagrein og er því ekki hægt að láta hjá líða að svara henni og leiðrétta. I lok greinar sinnar talar Gunn- laugur um sérstaka „rógsherferð“ á hendur Svavari Gestssyni alþingis- manni. Við slíka herferð kannast ég ekki, þótt slúðri, dylgjum og rógi hafi vissulega verið beitt í þessari kosn- ingabaráttu gegn einum frambjóð- endanna, Arthúri Morthens. Ilitt er annað mál að flokksmenn hljóta að meta ffamgöngu einstakra manna í þessu prófkjöri og aðdraganda þess að verðleikuin, til dæmis bæði Gunn- laugs Júlíussonar og Svavars Gests- sonar. Þar á meðal er hin járnbenta hótun Gunnlaugs í grein sinni í garð Guð- rúnar Ilelgadóttur allrar athygli verð. Vinnum kosningarnar í vor Stjórn Birtingar lýsti því yfir fyrir prófkjör að félagið styddi R-Iistann hvað sem gerðist í prófkjörinu. Birt- ingarmenn hafa barist lengi fyrir sam- einuðu framboði og tókst meðal ann- ars að afstýra því í október síðastliðn- um að meirihluti kjördæmisráðsins samþykkti þá að bjóða fram „hreinan" G-lista, sem hefði eyðilagt allar Ifek- ari samstarfstilraunir. Eg fagna því að fimm ára barátta Birtingarmanna skuli nú hafa borið árangur og vænti þess að nýkjörnir fulltrúar Alþýðu- bandalagsins gangi til þessa samstarfs af fullum heilindum. Höfúndur er vcrslunarmaður, formaður Birtingar og sat um tíma í kjömefnd fyrir forval AB í Reykjavík

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.