Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 5 Jjuað tiænduh m? Styð Kára í Garði Að Hlíðartungu í Olfusi var eitt sinn blómlegt bú, en nú er þar rekið sambýli fyrir geðveika. For- stöðukona heimilisins og fyrrum bónda- kona er Berta Björgvinsdóttir. Hún og maður hennar Tómas Högnason urðu að leggja niður búskap vegna kvótaleysis. Berta stundar heimilis- störfin eins og áður og sinnir nú auk þeirra starfi forstöðukonu. Hún segir fullum fetum að við eigum að vera sjálfum okkur nóg um alla hluti, þurf- um ekki á þessurn gegndarlausa inn- flutningi að halda, við eigunt frekar að keppast að því að selja okkar góðu vöru. - Þeir þarna í höllinni fyrir sunnan eru ekki nándar nærri duglegir við að koma vörum okkar á framfæri. Það væri hægt að selja miklu meira væru þeir starfi sínu vaxnir. Það er Ijöldinn allur af mönnum úti sem vilja kaupa af okkur kjöt, en milliliðirnir hér heima hirða allan gróðann. Eg styð hann Kára í Garði, hann er þó að reyna eitthvað og ég er alveg saminála þessum ungu mönnum sem eru að berjast fyrir því að fá þetta lagað, eins og Amundi og Kári eru að gera. Mér finnst bændur hafa verið alltof linir og látið fara illa með sig og svo kepp- ist Sjónvarpið við að níða niður bændur í ofanálag, sagði Berta í spjalli við Vikublaðið. Sauðkindin á ekki alla sökina Tómas Högnason fyrrverandi bóndi og eiginmaður BertU Björg- vinsdóttir í Hlíðartungu í Olfusi hefur líka sínar skoð- anir á málun- um: - Það sem brennur einna helst á bændum er það hvað þeir fá lítið að framleiða. Það viróist aldrei verið tekið með í reikn- inginn þegar verið er að skammta mönnum framleiðslu, hver sé hinn fasti kostnaður hjá bænduin. Margir eru búnir að byggja upp eins og ráðunautarnir hvöttu menn til og sitja svo upp ineð tæplega hálf búin, cn þurfa samt að greiða sömu gjöldin og áður. Þetta held ég að sér stór liður í þvf hvernig komið er fyrir sumum bændum. Hvað finnst pér um fjölmiðlaum- ræöunta um bændur? - Mér finnst bara að það fólk sem hefur verið að ráðast á bændur hafi ekki hundsvit á því hvað það er að segja. Ég er ekki að segja það að beit- in í landinu hafi stuðlað að gróður- eyðingu ineð öðrum þáttum. Ég bjó í Grafningi áður og veit vel hvernig landið rann burtu á vorin og allir læk- ir mórauðir og ég sá líka mörg mold- arbörðin hrynja niður vegna þess að það sprakk í frostum. Svo er sagt að sauðkindin eigi alla sök. Hún á það til að hamla á móti nýgræðingnuin, en sauðkindin færir sig alltaf frá láglendi upp á hálendið eftir því sem líður á sumarið. Þar af leiðandi getur lág- lendið fengið þá friðun sem það þarf. Hvað geta bœndur gert tH að bæta í- mynd sína? - Þeir hafa reynt að gera margt og m.a. hafa þeir boðið þessum mönn- um, sem eru nú fremstir í að níða þá niður að korna og sjá, en í flestum til- fellum hafa þeir ekki gert það. Af hverju? Ég tel að það sé vegna þess að þessir menn vilji ekki sjá staðreynd- irnar, heldur koma sínum málum fram og níða atvinnuveginn. Hvað fmnst pe'r pa' um innflutning landbúnaðarvara? - Það er nú margt sem þeir hafa fram yfir okkur þarna erlendis. Við þurfum til dæmis að byggja dýr hús og við getum yfirleitt ekki slegið tún nema tvisvar á ári á meðan þeir þarna úti geta það a.m.k. þrisvar. Tilkostn- aður hjá okkur er mun meiri en þeirra og þar af leiðandi geta þeir haff vör- una ódýrari. Svo eru nú milliliðirnir alltof frekir hér heima. I flestum til- fellum taka þeir helming vöruverðsins og jafnvel meira. Mér finnst það t.d. fyrir neðan alla hellur að sláturhúsin geti miðað sláturverð við kíló af því sem þeir eru að slátra. Um tíma skelltu sláturhúsin öllum kosmaði við slátrun á sauðfé og fengu þar af leið- andi kostnaðinn upp. En þeir létu nautgripina eiga sig og nú eru þeir búnir að fá þetta fast inn í kerfið að það kosti svona mikið að slátra sauðfé og nú eru þeir í ofanálag farnir að taka sérstaklega fyrir nautgripaslátr- unina. Þrátt fyrir það hefur slátur- kostnaðurinn á sauðfé ekki lækkað. Ekki hrœddur við sam- keppnina Það ríkir sönn sveitastemning í fjósinu í Akurgerði í Olfusi. Kýr, kálf- ar, hestar og kettir, allt á sama stað. Þar hittum við líka fyrir Guð- mund Ingvars- son kúabónda, sem var að snurfusa í fjós- inu og talið barst að inn- flutningi land- búnaðarvara. - Maður er svolítið ugg- andi útaf þessum innflumingi, segir Guðmundur. Sérstaklega að þetta komi ekla of hratt yfir okkur. Við verðum að fá góðan aðlögunartíma. Þetta er vandmeðfarið mál og.verður að fara að með gát. Við erum ekki ennþá orðnir samkeppnisfærir og þar kemur margt til, kosmaður okkar við framleiðsluna er mun meiri en í Evr- ópulöndunum og ekki auðvelt að keppa við slíka framleiðslu. Það eina sem við gemm gert er að reyna að framleiða á sem ódýrastan og bestan hátt og um leið að skapa betri sam- keppnisskilyrði fyrir okkur bændur. Annars tel ég alla samkeppni af hinu góða og ég er ekki sérlega kvíðinn fyrir hönd bænda í þessum efnum. Bændur hafa verið í sviðsljósinu að undanfömu, hvað fttinst þér utti þa' um- ræðu? - Ég held nú að þessi fjölmiðlaum- ræða um bændur hafi verið jákvæð að sumu leyti. Þetta hafa verið leiðinleg- ar umræður, en þó um leið vakið at- hygli á kjörum bænda, þó ég sé ekki sammála öllu sem fram hefur komið í þessari umræðu. Getum ekki hert sultar- ólina meira I slagveðrinu sem gekk yfir Suður- land um daginn rákumst við á vel- klæddan hesta- mann í sínum daglega reið- túr. Þarna var kominn Guð- mundur Þórð- arson frá Kýl- hrauni á Skeiðum þar sem hann smndar bland- aðan búskap með sauðfé, hross og svín. Við spurð- um Guðmund um stöðuna í landbún- aði: - Samdrátmrinn í landbúnaðinum hefur farið ákaflega illa með bændur. Það er alltaf verið að skera niður meira og meira og svo hafa vaxtamál- inn farið illa með marga. Ég held að bændur verði að fara að bíta frá sér áður en þeir verða lagðir af, það hlýmr að enda með því með þessu áframhaldi. Hvaðfhtnst pér untjjölmiðlaumræð- una? - Hún hefur verið mjög neikvæð gagnvart bændum. Sérstaklega í Sjón- varpinu. Hvað segirpú um innflutning land- búnaðarvara? - Ja,- það stefnir allt í það að það verði farið að flytja inn. Við getum ekki lækkað okkar verð til að mæta þessu. Nóg erum við búnir að herða sultarólina. Það eru frekar milliliðirnir sem ætm að taka eitthvað á sig, svo hægt verði að lækka verðið og mæta þess- um innflutningi. „Bændamafían“ Fjölgunin mest í Reykjavík - Verkaskipting óljós og samvinna óeðlilega lítil, segir í plaggi sem nú er til umræðu hjá búnaðarsamböndunum Bændamafían eins og hún er oft kölluð hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, ekki síst eftir að Sjónvarpið lét gera dramatíska sakamálamynd um Don Hauk og félaga og félegt athæfi þeirra í Bændahöllinni. En án gamans þá hafa margir þær hugmyndir um stjórnkerfi landbúnaðarins að það sé álíka flókið, órökrétt og ljósfælið og sikileysk mafi'ufjölskylda. Olíkt því sem gerist meðal siki- leyskra mafi'ósa þá þora menn í landbúnaðarapparatinu að ræða það hvort kerfið kunni að vera orðið of stórt og dýrt í rekstri. Sumir kynnu að segja að það hefði mátt nefna það fyrr, en hvað sem því líður þá hefur Viku- blaðið komist yfir plagg sem er til um- ræðu á vettvangi búnaðarsainband- anna. Það er samið af ráðunauti norð- ur í Skagafirði sem ekki vildi ræða það í fjölmiðlum, en við ætlum samt að gera því nokkur skil hér. Þungt og dýrt kerfi í upphafi lýsir höfimdur félagskerfi bænda og segir það skjóta nokkuð skökku við að á sama tíma og rætt hef- ur verið um að einfalda kerfið hafi „þróunin hinsvegar orðið sú að félög- um hefur fjölgað, fjölgað hefur í stjómum félaga og yfirbygging aukist á ýmsum sviðum... á sama tíma og mikill samdráttur á sér stað í sumum frumgreinum búvömframleiðslunn- ar... Af þessu hefur leitt sívaxandi stjórnunarkosmað enda félagskerfið orðið a.m.k. tvöfalt, bæði á héraðs- og landsvísu." I lann lýsir svo kerfinu og fullyrðir að „verkaskipting milli einstakra fé- laga og landssamtaka er oft óljós og afgreiðsla mála gengur hægt.“ Þetta var félagskerfið, en þá kemur að stofnanakerfinu. Því tilheyra marg- ar stofnanir sem sinna rannsóknum, ffæðslu, leiðbeiningu, lán- og styrk- veitingum, framleiðslustjórnun osfrv. Við það bætast nefhdir og ráð sem sinna afinörkuðum verkefnum. Þetta kerfi fær þá einkunn að „tengsl og samvinna milli þessara stofnana er oft óeðlilega lítil og stund- um mjög erfið og fyrirhugaðar boð- leiðir ... ganga oft ekki sem skyldi“. l löfundur segir að sú spurning vakni oft hvort ekki sé hægt að einfalda þetta „stofhana-, nefitda- og ráða- kerfi. Gera það virkara, ódýrara í stjórnun og færa a.m.k. hluta starf- seminnar nær notendum, þ.e. bænd- um í landinu.“ Aður en höfundur snýr sér að því að setja fram tillögur um nýtt og einfald- ara kerfi spyr hann „hvort ekki megi komast af með minna eins og stöðu landbúnaðarins er nú háttað. Enn- ffemur hver sé stjórnunarkostnaður við allt þetta bákn.“ Bændum fiekkar, en kerfið þenst út Með hugleiðingum ráðunautarins fylgir tafla sem sýnir glöggt hvernig stjórnkerfi landbúnaðarins hefur þan- ist út á síðustu 15 áruin. Eins og sjá má hefur heildarfjölgunin orðið 51% í mannafla þegar allt batteríið er skoð- að. En fjölgunin hefur verið mjög mismikil eftir því hvar á það er litið. Þannig verður langmest fjölgun í landbúnaðarráðuneytinu og Fram- leiðsluráði, 86%, og í sérffæðistofh- unum 73%. Áskrifstofum bændasam- takanna og í bændaskólunum hefur fjölgunin verið töluvert minni eða um 50%. En það er á einunt stað sem svo til engin fjölgun hefur orðið. Á skrifstof- um búnaðarsambandanna úti um landið hefur aðeins fjölgað um 1 starfsmann á þessum fimmtán árum. Það er kannski í takt við þá fækkun sem orðið hefur í bændastéttinni, en ársverkum í íslenskum landbúnaði fækkaði úr 7.374 árið 1986 í 6.164 árið 1990, eða um 16,5%. Hefur sú taL verið nokkuð stöðug síðan. Tillaga að einfóldu kerfi Það er því engin furða að menn skuli nú ræða það í alvöru að einfalda félags- og stofnanakerfi landbúnaðar- ins. Títmefndur ráðunaumr hefur sett fram hugmyndir urn slíka einföldun sem virðist vera nokkuð róttækari en sú sem mest hefur verið til umræðu á opinberum vettvangi. Höfundur leggur til að grunnein- ingar í kerfinu verði staðbundin búnaðar- eða búgreinafélög sem sam- einist í búnaðarsamböndum sem verði stækkuð mjög frá því sem nú er. Þessi sambönd eru nú flest miðuð við sýsl- urnar göinlu, en höfundur leggur til að eitt samband verði í hverjum lands- fjórðungi og fyrir því fari fimm manna stjórn. Búnaðarsamböndin eiga svo að sameinast í landssamtökum sem hafi sjö manna stjórn og starfi á fjórum sviðum: kjarasviði, fagsviði, fjármála- sviði og afurðasölusviði. Loks verði starfandi landbúnaðar- þing sem yrði æðsta vald í málefhum bænda. Það kæmi saman eftir þörfum og leysti af hólmi Búnaðarþing og að- alfund Stéttarsambands bænda. Á þessu þingi sitji 27 manns: stjórnir búnaðarsambandanna fjögurra, for- stöðumenn sviðanna fjögurra og þrír menn að auki sem þingið kýs í stjórn landssamtakanna. Þessar hugmyndir virðast falla prýðilega í faðma við þær fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að setja allar rann- sóknastofnanir atvinnuveganna undir einn hatt og koma upp fræðasetrum í hverju kjördæmi. Þetta er nú til um- ræðu meðal bænda. -ÞH Yfirstjórn og fagþjónusta landbúnaöarins 1978-1993 Stofnun 1978 1993 Breyting starfsmenn starfsmenn fjölgun % Landbúnaðarráðuneytið 7 13 Framleiðsluráð landbunaðarins 7 13 Alls 14 26 12 86 Stéttarsamband bænda 2 7 Búnaöarfélag íslands 31 37 Upplýsingaþjónustalandbúnaðarins 1 3 Hagþjónusta landbúnaðarins 0 4 Alls 34 51 17 50 Búnaðarsamböndin alls 39 40 1 3 Rannsóknastofnun landbúnaðarins 43 60 Veiðimálastofnun+Hólar 7 • 19 Landgræðsla ríkisins 2 14 Skógrækt ríkisins 12 18 Alls 64 111 47 73 Bændaskólinn Hvanneyri 13 16 Bændaskólinn Hólum* 6 11 Reykir 6 . 10 Alls 25 37 12 48 Samtals 176 265 89 51 ' Starfsmenn viö silungsrannsóknir ekki taldir með. Bændur athugið! Framleiðum lykkjur í fjósbita og klippum niður kambstál í þær ' - lengdir sem óskað er. Framleiðum bárujárn, galvanhúðað og litað, til innan- og utanhússklæðninga. Timbur og Stál hf. Smiðjuvegi 11, Kópavogi Símar 91-45544 og 91-42740

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.