Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 10
10 I Nyskopun VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 1994 Hátíska úr ull / ASkólavörðustígnum í Reykja- vík eru Spaksmannsspjarir, yerslun sem er rekin af þremur konum sem allar eru menntaðar í fata- hönnnun. Ein þeirra er Eva Vilhelms- dóttir. Hún hefur lagt áherslu á ný- stárlega notkun íslensku ullarinnar. Fyrir það var hún nýlega útnefnd til menningarverðlauna Dagblaðsins Vísis fyrir hönnun. Þeir sem til þekkja segja að hún væri vel að þeim verð- launum komin. Eva segist hafa unnið með íslensku ullina mjög lengi, bæði hafi hún tekið að sér verkefhi og unnið á eigin veg- um. Hún er ekki alveg nógu ánægð með það hráefhi sem hefur boðist. Hún segir að það hafi vantað þekk- ingu á hönnun. Ef hluturinn eigi að verða fallegur þá verði að fara saman góð vinnsla á hráefninu og góð hönn- un. „Eg nota iðnaðarband sem er prjónað úr á prjónastofum hér, en ég er óánægð með það, það er hart og óþjált, matt og dautt. Þetta á ekki við um náítúrulitina, en um leið og farið er að lita bandið þá eyðileggjast ein- hverjir eiginleikar þess. Istex hefur lít- ið vilja gera nema leggja áherslu á handprjónaband." Eva segir að það hafi allt of lítið verið gert af því að nota íslensku ullina til þess að hanna úr tískuvörur, öll áherslan hafi verið á að höfða til ferðamanna. „Mér finnst unga fólkið vera mjög áhugasamt urn þessa vöru og reyndar hef ég líka selt töluvert til ferðamanna. Eg sel vör- urnar ekki dýrt, er t.d. ineð ódýrar húfur sem renna út. Ég set saman alls konar liti, saumarnar snúa út og ég hef þetta bara gróft. Ég hugsa þetta sem náttúruföt, að fötin séu eins og sprottin úr náttúrunni. Þegar ég hef unnið fyrir þessa ffamleiðendur, þá hefur allt verið bundið í ákveðnar for- múlur. Nú geri ég bara það sem mig langar til. Þetta er eiginlega bara leik- ur, en auðvitað vil ég hafa eitthvað upp úr þessu. Það sem ég er að gera núna höfðar bara til lítils hóps sem vill vera öðruvísi.11 Sá hópur virðist fara stækkandi, því hún og samstarfskonur hennar hafa fengið ýmsar viðurkenningar. Eins og áður sagði hefur Eva verið tilnefnd til menningarverðlauna DV fyrir hönn- un og nú hefur henni, Valgerði Torfadóttur og Björgu Ingadóttur verið boðið að taka þátt í kaupstefnu og tískusýningu í Osló. Það byrjaði með því að blaðakonur frá norsku tímariti voru hér á ferð til þess að kynna sér íslenska tísku og hönnun. Þær áttu leið hjá versluninni, fóru inn og urðu svo hrifnar að í nýlegu tölu- blaði leggja þær heila opnu undir við- tal og myndir af þeirn stöllum. Enn sem komið er selja Spaksmannsspjarir framleiðslu sína aðeins hér á landi; Þær Eva, Valgerður og Björg sauma og hanna öll fötin sjálfar. Þetta eru því allt módelflíkur. Þær hafa ekkert reynt að selja vörurnar erlendis, en það er auðvitað aldrei að vita hvað gerist í Osló í mars. „Ég yrði auðvitað mjög ánægð ef það kæmi eitthvað út úr þessari Noregsferð," segir Eva að lokum. Ingibjörg Stefánsdóttir. f'AKTA BiöHJ fmjjrtfltBr: Uert Kat».-íi3»i'S Vaoíi oy 'j* REYKJAVIK - NORDENS MOTEBY: HIPP MOTE FRÁ HETE JENTER • • • Eva, Björg og Valgrrdur er í ferd med á fá lil dei umulige. 1 en by som flommer omr av det Úppeste fra London og Paríx, t il de skape sin egen mote. fíe vil kle opp Reykjat ikn kvinner, som regnes blont de mest motebevmte i Norden. Opnan úr norska blaðinu KK, sem kom út núna 22. febrúar. Þar er Reykjavík lýst sem háttskuborg Norðursins og ullarfatn- aði þeirra Evu Vilhelmsdóttur, Bjargar Ingadóttur og Valgerðar Torfadóttur í Spakmannsspjörum hælt í hástert. hagtöluárbók Hagstofunnar í þessu riti er að finna yfirlitstöflur um land og þjóð, atvinnuvegi, utanríkisverslun, laun og tekjur, orkumál, verslun, samgöngur, verðlag og neyslu, fjármál hins opinbera, banka- og peningamál, þjóðhagsreikninga, heilbrigðis-, félags- og menntamál auk kosninga. Lendlslhagiir 1 ði3 nýtast fólki í viðskiptum, opinberri stjómsýslu, við rannsóknir, skólafólki og öllum almenningi. LandsheQÍIT 1993 fást einnig á disklingum í Excel fyrir PC og Excel fyrir Macintosh. Verð 2.100 kr. Hagstofa íslands, Skuggasundi 3,150 Reykjavík. Sími 91- 60 98 60 eða 60 98 66, bréfasími 91- 62 33 12 Ein af aðstandendum Pingborgar með ullarlagðinn í h 'óndunum. Takið eftir þessari nýstárlegu útfærslu á gamla rokkinum. Mynd: OI.Þ. Samvinna um gæði Á gamlársdag var stofnað samvinnufélag í Þing- borg í Ölfusi. Petta er félag þrjátíu og sex kvenna sem vinna ýmsar vörur úr íslensku ullinni. Ævintýrið hófst fyrir rúmum þremur árum sem þróunarverkefni. Verkefnisstjóri var Helga Thor- oddsen. Hún er textílfræðingur en Hildur Hákonar- dóttir, myndvefari og fyrrverandi skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, tók einnig þátt í stofnun fyrirtækisins Starfsemin er mjög fjölþætt. Kon- urnar safna ull beint frá bændum og vinna hana að nær öllu leyti sjálfar. Ahersla er lögð á handverkið. Þó senda þær ull til vefnaðar til ístex, en íylgja henni eftir í gegnum þvott- inn og vinnsluna þar. Að sögn Helgu hefur ístex breytt um stefnu í vinnslu ullarinnar nýverið. „Fyrir nokkrum árum var ullarmatinu gjörbreytt. Nú er það orðið nákvæmara og þeir sem eru með góða ull fá meira greitt.“ I lelga segir að hægt sé að hafa áhrif á gæði ullarinnar með kynbótum og bætir því við að góður bóndi fái allar afurðir góðar. „I þessari kreppu fara allar aukaafurðir að skipta máli. Aður hugsuðu menn svo stórt í landbúnaði, þeir gátu alltaf losnað við afurðirnar, jafhvel án tillits til gæða þeirra. Nú er þetta allt að breytast." Vörurnar sem meðlimir samvinnu- félagsins Þingborg búa ti! eru ein- göngu til sölu á staðnuin. Á sumrin er opið alla daga en á veturna aðeins milli eitt og sex á fimmtudögum og sunnudögum. Margar kvennanna vinna heima, en einnig geta þær unn- ið í gamla samkomuhúsinu Þingborg, sem er tíu kílómetrum fyrir austan Selfoss. Þar eru haldin námskeið, en til þess að gerast meðlimur í sam- vinnufélaginu, þá þarf að hafa farið á námskeið í meðferð ullar. Engin kona er á launaskrá hjá fyrirtækinu, |iær vinna eins og þær komast yfir og bera úr býtum í samræmi við það. I Þing- borg geta konurnar komist í ýmsar vélar, þar spinna þær ullina og nýlega var fengin handsmíðuð kembivél frá Bandaríkjunum. Þingborg er líka samkomustaður. Hildur Hákonar- dóttir segir að það hafi alltaf verið hugsunin að konurnar gætu komið saman þar til að vinna og bera saman bækur sínar. „Hjá okkur er viss list- rænn agi. Allar vörurnar fara fyrir gæðanefnd. Hér starfar enginn hönn- uður, en við höfum þann húsaga að ekkert fari frá okkur nema það sé nógu gott. Við leggjum mikla áherslu á hráefnið, það er grundvallaratriðið og við reynurn líka að ýta undir meiri notkun misl.itu ullarinnar." Hildur segir að salan á síðasta ári hafi gengið heldur betur en þæn þorðu að vona. Að hennar sögn er hin hefðbundna lopapeysa alltaf vinsæl. „Það er ekki hægt að endurbæta þá hönnun. Fiðu- sokkar, sem unnir eru úr blöndu kan- ínu- og kindaullar renna út og grifflur eru líka vinsælar." Hildur segir að auðvitað hafi menntun heniiar og Helgu haft áhrif, þær hafa séð um námskeiðin og getað veitt visst listrænt aðhald. Hún bætir því við að konurnar sem taka þátt í starfinu séu á öllum aldri. Oft verði ríkuleg skoðanaskipti, þær eldri miðli af reynslu sinni og hinar eldri smitist af æsku og áhuga hinna yngri. Ingibjörg Stefánsdóttir.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.