Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 I'ranitíð laiidbtínaðarins 13 miðað við þau drög sem lágu fyrir í desember 1991. Til lengri tíma litið mun niðurstaða GATl’ santninganna hafa mikil áhrif á stöðu íslensks landbúnaðar, t.d. að því leyti að íslensk stjórnvöld hafa eldd lengur í hendi sér alla ákvarðana- töku varðandi innflutning erlendra húvara og stefnt er að kerfisbundinni lækkun tollaígildanna. Akvörðun tollaígildanna er heimildarákvæði, þannig að stjórnvöld eru ekki skuld- bundin til að nýta þau að fullu. Það má því búast við að ákvörðun þeirra verði deiluefni í fraintíðinni. Lág- marksaðgangur búvara án tolla mun hafa í för með sér ákveðinn óróleika á markaðnum eins og til er ætlast með þessu fyrirkomulagi. Aukinn innflutningur erlendra bú- vara mun að öðru óbreyttu hafa í för með sér sölusamdrátt í innlendri framleiðslu. A þann hátt er verið að flytja atvinnu úr landi. Ef næg atvinna væri í landinu væru áhyggjur manna af því kannske minni, en á tímum vax- andi atvinnuleysis er ekki nerna von að slík fTamtíðarsýn veki ugg í huguin margra. Til lengri tíina litið er það markmið GATT samninganna að færa fram- leiðslu búvara til þeirra svæða á jörð- inni sem geta annast hana á sem ó- dýrastan hátt, án þess að tekið sé tillit til umhverfismála. Það er þessi grund- vallarstefhumörkun sem við verðum að gera okkur ljósa og það væri bein- línis hættulegt fyrir okkur á norður- hjara að horfast ekld í augu við þessa staðreynd. EES samningurinn I upphafi viðræðna um Evrópskt efnahagssvæði og lengi fram eftir samningaviðræðunum var því haldið fram af íslenskum ráðamönnum að EES-samningurinn myndi ekki hafa nein áhrif á rekstrarumhverfi land- búnaðarins. Síðan hefur komið í ljós að þar var nokkuð ofsagt eins og kem- ur fram hér á eftir. Jöfnunargjald á innflutt- ar búvörur Á fríverslunarlista Islands munu bætast vörur eins og ýmsar jógúrtteg- undir og viðbit. Ovíst er hvort íslensk stjórnvöld hafi möguleika á að leggja jöfnunargjöld á innflutt jógúrt vegna þess hve hrámjólkin er verðlögð hátt við vinnslu jógúrts hérlendis. Átök stóðu yfir milli EB og EFTA-land- anna um hversu hátt hlutfallið mætti vera af kjöti í tilbúnum réttum án þess að lögð væru á það jöfnunargjöld. EB vildi hafa hlutfallið um 10% en Nor- egur og Island kröfðust þess að það yrði ekki hærra en 1%. Það var leyst með nokkurskonar millilendingu. Staða garðyrkjunnar I sambandi við EES-samningana var samið milli EB og hvers og ein- staks EFTA lands um svokallaðan „Cohisionslista“. Ilann felur í sér for- gjöf suðrænna EB-landa á mörkuðum EFTA-ríkjanna með garðyrkjuvörur. Það var rökstutt með efnahagsástandi þeirra og að þau þyrftu að fá tækifæri til að örva hagvöxt sinn. Þessir listar eru mismunandi fyrir hvert EFTA- land. Það vekur nokkra athygli að á ís- lenska listanum er að finna mikilvæg- ustu afurðir íslenskrar garðyrkju svo sem tómata, gúrkur og papriku, á meðan þessar afurðir eru ekki á norska, sænska eða finnska listanum. Einnig eru nellikur á listanum og eru garðyrkjubændur injög nggandi yfir að tollfrjáls innflumingur þeirra geti haft alvarleg áhrif á verslun með önn- ur blóm. Það hefur þegar kornið í ljós að inn- flutningur blóma og grænmetis er ekki bundinn við „suðlæg ríki Evr- ópubandalagsins“, heldur hafa verið fluttar inn tollfrjálsar vörur frá Hollandi, blóm frá Equador og tómatar frá Marokkó. Það sýnir okkur að mjög erfitt er að framfylgja því að slíkir samningar haldi'þegar einu sinni er búið að opna fyrir tollfrjálsan inn- flutning afurðanna. Annað atriði sem óljóst er hvernig verður tekið á er hve lengi má selja þær vörur sem fluttar verða inn á toll- frjálsum tímabilum. Geymsluþol blóma er það inikið að hægt væri að selja þau löngu eftir að tímabilinu væri lokið. A það ber að minna í þessu sam- bandi að Island mun greiða í þróunar- sjóð Suður-Evrópuríkja, sem samið var um í sambandi við EES. Þannig eru Islendingar að niðurgreiða og styrkja framleiðslu sem verður í beinni og óheftri samkeppni við inn- lenda framleiðslu. Verslun með jarðir og land I upphafi samningaviðræðnanna var farið frarn á að gerðir yrðu fyrir- varar um möguleika erlendra aðila til að kaupa land, hlunnindi og jarðir hérlendis. Stéttarsamband bænda gerði einnig kröfu um að þeim við- horfum yrði haldið til streitu. Þessir fyrirvarar hurfu í samningaviðræðun- um. Þess í stað var því haldið fram af stjórnvölduin að eftir að samningarnir væru undirritaðir, þá mætti hefjast handa við að girða fyrir þann mögu- leika að erlendir aðilar gætu keypt jarðir og land án hindrana. Stéttar- samband bænda hélt því hins vegar ætíð fram að slíkur möguleiki væri ó- raunhæfur og vísaði í því sambandi til reglunnar um bann við mismunun milli einstaklinga innan EES. Þetta var staðfest eftir að farið var að reyna að semja lagafrumvarp á veg- urn landbúnaðarráðuneytisins um forkaupsrétt Islendinga í sambandi 9 milljarða útlán Stofnlánadeildar landbúnaðarins: 500 milljónir í vanskilum Vanskil bænda og vinnslu- stöðva við Stofinlánadeild landbúnaðaríns námu um >00 milljónum króna um síðustu iramót, en það samsvarar 44 pró- ient af þeim ársgjöldum sem féllu í palddaga í nóvember. Þetta er ivipað hlutfall og hefur verið ríkj- indi síðustu ár, en þá er þess að jeta að undanfarin misseri hefur alsvert verið fellt niður af skuldum ijá deildinni og Iánum skuldbreytt. Jtlán deildarinnar námu í heild um i,7 milljörðum króna um síðustu iramót, en um 9,2 milljörðum með 'anskiiunum. Af vanskilum eru nær 100 milljónir vegna afborgana og axta 1993 en uin 100 milljónir egna eldri lána. Að sögn Leifs Kr. Jóhannessonar orstöðumanns deildarinnar er vissu- lega þröngt um menn í landbúnaðin- um. Það hefði því komið sér nokkuð á óvart að þegar deildin bauð bændurn nýverið upp á framlengingu lána þá sóttu aðeins um 100 bændur um þá fyrirgreiðslu. Samkvæmt yfirliti deildarinnar yfir heildarútlán eftir einstökum lána- flokkum um síðusm áramót eru útlán- in mest til jarðakaupa, eða alls um 1.670 milljónir króna með öllu, sem skiptast á urn 1.300 lán. Þar af eru nær 50 inilljónir í vanskilum með vöxtum. Aðrir stærstu lánaflokkar eru lán vegna byggingar fjósa, 935 milljónir, lán vegna byggingar refa- og minka- húsa, samtals 923 milljónir, lán til greiðslu lausaskulda og til skuldbreyt- inga, 863 milljónir, lífeyrissjóðslán, 800 milljónir, lán til byggingar á fjár-, svína-, hest- og hænsnahúsum, alls 658 milljónir, lán vegna þurrheys- og votheyshlaða, 614 milljónir og lán vegna slámrhúsa og kjötvinnslustöðva 573 milljónir. Ef litið er til hlutfalls vanskila af eft- irstöðvum virðast bústofnslán bænda vera einna erfiðust viðureignar. Hlut- fallslega mikil vanskil eru á lánum til fóðurblöndunarstöðva og talsverð vanskil eru vegna lána til byggingar hænsnahúsa, til dráttarvélakaupa, til byggingar gróðurhúsa, til slámrhúsa og lífeyrissjóðslánin eru bændum fremur erfið, eins og reyndar lausa- skulda- og hagræðingalán. Flest framkvæmdalán bænda bera 2 prósent vexti auk verðtryggingar og er yfirleitt lánað upp á 50 til 60 prósent af matsvirði, oftast til 15 til 25 ára og gjarnan afborgunarlaust í tvö ár. -JJ’g við verslun með jarðir og land. Það kom glögglega í ljós að ef settar yrðu upp þær reglur sem myndu tryggja það að erlendir aðilar gæm ekki keypt jarðir, þá inyndu þær samtímis gera landeigendum hérlendis ókleift að selja Islendingum jarðir. Endurskoðunarákvæði samningsins Menn geta verið misjafnlega sáttir við þá niðurstöðu sem fyrir liggur varðandi landbúnaðinn í EES-samn- ingnum. Sú niðurstaða er hinsvegar langt í frá endanleg, þar sem í samn- ingnum eru ákvæði um að auka eigi smám saman frjálsræði í viðskipmm með landbúnaðarafurðir og endur- skoða eigi skilyrði fyrir viðskipmm með þær á tveggja ára fresti. Þeirri endurskoðun skal vera lokið í fyrsta sinn fyrir árslok 1994. Hérlendis hafa stjórnvöld markað j>á stefnu að hverfa frá greiðslum til styrktar útflutmm landbúnaðarvör- um. A það ber að minna í þessu sam- hengi að útflutningur frá EB er stór- lega styrkmr og verður það áfram nteð tilkomu EES. Ekkert er vitað uin hvaða markmið núverandi stjórnvöld hafa sett sér í þessum viðræðum um hvaða vörur á um að fjalla eða hvaða áherslur önnur lönd munu setja í þessu sambandi. Á hinn bóginn er Ijóst að allir möguleik- ar standa opnir hvað varðar endur- skoðun á þeirri stöðu sem er fyrir- liggjandi í dag. Að lokum Hér hefur vcrið farið yfír þau atriði sem eru þyngst á metunum varðandi áhrif EES-samningsins á íslenskan landbúnað. Þá eru vitanlega ótalin þau áhrif sem landbúnaðurinn eins og aðrar atvinnugreinar verður fyrir vegna frjáls flutnings á vinnuafli, fjár- magni, þjónustu og vörum. Það er ljóst að þau áhrif verða veruleg og ekki séð enn nema í grófum dráttum hver þau verða. 1) Tollígildin verða reiknuð sem mun- ur á meðalheimsmarkaðsvcrði á við- miðunarárunum (cif) og innlendu heildsöluverði. EB miðar aítur á móti við muninn á heimsmarkaðs- verði (fob) og viðmiðunarverði (intcrventionsprice) á EB markaðn- um að viðbættum 10% ásamt mán- aðarlegum viðbótarupphæðum í vissum tilvikum (komrækt). 2) Slíkur stuðningur á að tengjast landi og uppskeru í komræktinni. I bú- fjárrækt má cinungis styrkja ákveð- inn fjölda dýra. Höfiindur er hagfræðingur Stéttarsambands bænda 1 1 Það styttist í 1. mars. Tryggðu þér sumarleyfisferðina '94 á lága verðinu. BORCAÐU FERÐINA FYRIR 28. FEBRÚAR 06 NÝTTU ÞÉR EINSTAKT VERP. KAUPAWMNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR CAUTABOR6*** FÆREYJAR LONDON CLASCOW AMSTERDAM LÚXEMBORC PARIS FRÁ 28/4 1994 HAMBÖRG FRANKFURT V|N FRÁ 25/6 1994 ZURICH FRÁ 7/5 1994 MILANO FRÁ 16/7 1994 BARCELONA FRÁ17/6 1994 VERÐTIL 28.FEB. 23.900 23.900 25.900 25.900 14200* 23.900* 17.900* 23.900* 25.900* 25.900* 25.900* 27.900* 27.900* 27.900* 27.900* 27.900* VERÐFRA 1.MARST1L 30.APRÍL 26.900 26.900 27.900 27.900 15.900* 26.900* 20.900* 26.900* 27.900* 27.900* 27.900* 29.900 29.900* 29.900* 29.900* 29.900* Ferðir skulu farnar á tímabilinu 15. apríl til 30. september 1994. Lágmarksdvöl 7 dagar. Hámarksdvöl 1 mánuður. Ákveðnir brottfarardagar. Bókunarfyrirvari 21 dagur. Staðfestingargjald er 5.000 kr. * Verð gildir eingöngu í beinu flugi Hugleiða. **Miðað við tvo fullorðna og tvö böm (2 ja-11 ára). Feið keypt fyrir 1. mars: ***FIogið til Kaupmannahafnar og áfram með SAS. Flugvallarskattar eru ekki innifaldir í verði. fsland 1.310 kr., Þýskaland 255 kr., Danmörk 710 kr., Holland 245 kr., Italía 595 kr., Frakkland 215 kr., Noregur 590 kr., Færeyjar 3.270 kr. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi I

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.