Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 V/lME v 15 Konur hjálpa sér sjálfar Sigrún Halldórsdóttir á Egils- stöðum starfaði á hóteli þartil fyrir hálfu öðru ári að hún missti vinnuna. Atvinnuleysið knúði Sigrúnu til að hrinda í firam- kvæmd hugmynd sem hún hafði gengið með um tíma. Hugmyndin gekk upp og núna hefúr Sigrún lifi- brauð sitt af ffamleiðslu leikfanga og minjagripa úr tré. Konur á landsbyggðinni áttu lengi vel erfitt uppdráttar í atvinnulífinu. I hefðbundnum landbúnaði voru þær oftast í hluverki eiginkonunnar sem hafði sig lítt í frammi. Konum í þétt- býli óx ásmeginn, kannski ekki síst fyrir saintakamátt og stuðning frá á- hugafélögum og stofiiunum. Þessi þróun náði ekki nerna að takinörkuðu leyti til sveita og því voru varla for- sendur fyrir því að konur tækju frum- kvæðið þegar samdráttur varð í land- búnaði. Konur á landsbyggðinni eru þó óðum að ná sér á strik og víða úti á landi verða til nýjar ffamleiðslugrein- ar og atvinnutækifæri fyrir tilstuðlan þeirra. I nýlegu fréttabréfi frá Atvinnuþró- unarfélagi Austurlands er sagt ffá því að þriðja hver umsókn sem barst fé- laginu á síðasta ári var frá konum eða fyrirtækjum sem konur hafa stofnað. „Það vekur einnig athygli að margar af þeim hugmyndum sem konurnar setja fram fela í sér nýsköpun í at- vinnurekstri á Austurlandi og dæmi eru um rekstur sem ekki er fyrir í landinu. Að mati atvinnuráðgjafa hef- ur yfirleitt verið vel staðið að verki við undirhúning og stofnun þeirra „kvennafyrirtækja“ sem hann hefur afskipti af. Konur virðast leggja sig fram um að leita nýrra hugmynda og finna sér rekstur sem krefst lítilla fjár- festinga í byrjun en hefur góða vaxtar- möguleika," segir í fréttabréfinu. Sigrún Halldórsdóttir naut stuðn- ings Atvinnuþróunarfélags Austur- Iands þegar hún fór af stað með leik- fangaverkstæðið Marín árið 1992. Einnig hefur hún fengið styrk ffá fé- lagsmálaráðuneytinu. Læra á markaðinn Sigrún framleiðir leikföng úr ís- lensku birki og lerki sein hún fær úr Hallormsstaðarskógi en einnig notar hún innflutta furu. Ur verða ýmsar fi'gúrur, menn og skepnur, og úr fur- unni smíðar Sigrún bíla. Hún gat ekki séð fyrir hvernig framleiðslan myndi líka þegar hún hófst handa og við- brögðin komu henni þægilega á óvart. - Eg hélt að ég væri að framleiða leikföng fyrir börn en svo fór maður að heyra að fólk keypti þau sem minjagripi. Þjóðminjasafnið notaði fígúrurnar til að skreyta jólatré og þær hafa. verið keyptar í .grunnskóla í Reykjavík til að nota við kennslu í mannlegum samskiptum, segir Sigrún og bætir við: - Maður er þannig alltaf að læra á markaðinn. Handverksfólki gengur oft erfið- lega að koma vörum sínum á markað, enda sjaldnast úr miklum fjármunum að spila og kynningarstarf bæði dýrt og tímafrekt. Reynsla Sigrúnar er að hverskyns umtal skili sér. Hún lætur líka vel af handverkssýningum, eins og þeirrar sem haldin var í Hrafnagili síðasdiðið sumar fjnir tilstilli atvinnu- þróunarverkefnis á vegum Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar. Eftir sýninguna og uinfjöllun í fjölmiðlum hafii aðilar á Reykjavíkursvæðinu fengið pata af framleiðslunni og haft samband við Sigrúnu. En það er ekki tekið út með sældinni fyrir konu að standa í mark- aðsstarfi fyrir eigið fyrirtæki. 1 haust tók Stöð 2 viðtal við Sigrúnu fyrir þáttaröðina Framlag til ffamfara. - Eg var í tvo daga í losti áður en þeir komu hingað austur til að taka viðtalið, segir Sigrún en er þeirrar Elín Antonsdóttir: Gremjulegt að ganga sér til húðar til að sanna sig. skoðunar að þetta hafi komið ágæt- lega út og ekki sér hún eftir því að hafa veitt viðtalið. - Oll umfjöllun skilar sér, hvort sem hún er góð eða slæm, er álit Sigrúnar. Samtakaniátturinn - Það er erfitt að fá fólk til að trúa á það sem konur eru að gera. Sérstak- lega gildir það um þá sem ráða yfir fjármagninu. Það er gremjulegt að þurfa að ganga sér til húðar til að sanna sig. Af hverju er ekki mín dóm- greind jaffi góð og annarra? Á þessa leið spurði Elín Antons- dóttir verkefnisstjóri hjá Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðar hf. í viðtali við Vikublaðið á liðnu sumri og má af því ráða hvaða hindranir eru á vegi kvenna í atvinnulífinu. Norðlenskar konur hafa koinist að því að taki þær höndum saman næst iðulega betri ár- angur. Kvenfélögin á Norðurlandi hafa gegnið í endurnýjun lífdaga sem vettvangur fyrir konur í fyrirtækja- rekstri. Elín Antonsdóttir starfaði að sér- stöku átaksverkefni fyrir konur á svæði Iðnþróunarfélagsins og hefúr þó nokkra reynslu af því að ráðleggja konum sem hyggjast leggja út í eigin rekstur. I haust heimsótti hún ásamt Unni G. Kristjánsdóttur, fyrrverandi iðnráðgjafa á Norðurlandi vestra, sunnlenskar konur til að halda með þeim námskeið með yfirskriftinni A ég, á ég ekki, á ég... Námskeiðið var haldið að frum- kvæði Jóhönnu Leopoldsdóttur og var ætlað konum á Stokkseyri, Eyrar- bakka og Þorlákshöfn sem hafa hug á að taka til hendinni í atvinnumálum, sérstaklega með ferðaþjónustu í huga. Jóhanna Leopoldsdóttir gerir grein fyrir árangri námskeiðsins í Sunn- lenska fréttablaðinu þann 17. febrúar sl. „Konurnar á námskeiðinu voru sanuuála um að skynsamlegt væri að reka atvinnuþróunarverkefni fy ri r konur í ferðaþjónustu við ströndina sameiginlega. Samstarf var milli hreppsnefndanna á Stokkseyri og Eyrarbakka um að hleypa atvinnuþró- unarverkefuinu af stokkunum og nú liggur fyrir hreppsnefnd Ölfushrepps erindi frá konum í Þorlákshöfn þess efnis að hreppurinn gerist formlegur aðil að verkefninu. Nokkurt samstarf er þegar hafið og binda konurnar miklar vonir við að það geti orðið meira því mikið verk þarf að vinna og það tekur langan tíma, skrifar Jó- hanna í Sunnlenska fréttablaðið, en hún er verkefnisstjóri atvinnuþróun- arverkefnisins. Margt smátt Sigrún Halldórsdóttir og fjöldi annarra kvenna vítt og breitt um land- ið hafa á síðustu misserum farið af stað með rekstur við erfiðar aðstæður. Litlu fyrirtækin sem konurnar hleypa af stokkunuin eiga framtíðina fyrir sér, enda telja þeir sem þekkingu hafa að ný störf verði fremur til í litlum fyrirtækjum en stórum. Sigrún sér fram á að bæta við manneskju á verkstæðinu Marín á Eg- ilsstöðum ef fyrirtækið heldur áfram að dafna í vor og sumar. Hún gerir sér vonir um að ná viðskiptum við leik- skóla og selja þangað leikföng. I sum- ar eykst ferðamannastraumurinn með ferjunni Norrænu og handverksmenn á Héraði hafa sérstakan markað til að koina frainleiðslunni á framfæri þá daga sem ferjan leggur að. - Þetta er allt að þróast í rétta átt, segir Sigrún og kvíðir engu, nema því kannski að koma fram í fjölmiðlum. Páll Vilhjálmsson Milli landshluta í miðri viku 10 mínútna símtal frá Akureyri til Seyðisfjarðar á virkum degi kostar aðeins PÓSTUR OG SÍMI Sjá nánar í símaskránni bls, 9. ■JSií'Wsv Nýr Lada Sport kostar frá 798.QQQ Flestir jeppar kosta yfir 2.0QQ.00Q Mismaaartaa er keilt eeviatýri fyrkr fjolskyidaaa Negld vetrardekk og sumardekk eru innifalin i verði út þorrann!

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.