Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 19

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 19
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 19 Rithöndin Rök þín oft frábrugðin rökum annarra Miklir hæfileikar í stærðfræði eru áberandi í skrifdnni þinni. Einnig stórhugur í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert greiðvikinn og rausnarlegur en getur líka verið dáh'tið ýtinn að korna þínum málum að. Þú hefúr gaman af að rökræða, en rök þín eru oft frábrugðin rökum annarra og koma oft á óvart. Stundum eru þau ekki sterk. Þú virðist hafa áhuga á íþróttum og líka listdansi hverskonar. Þú átt auðvelt með að komast í stemmingu. Imyndunarafl er afar auðugt og sterkt. Þú mátt vara þig að greina alltaf á inilli ímyndunar og drauma. Fegurð- arskyn er ákaflega næmt. Þú ert dálítill sálfræðingur í þér og átt létt með að setja þig í spor annarra, átt trúlega góða möguleika sem leikari. Þú virðist bera virðingu fyrir gamalli menningu og ert dálítið veikur fyrir ýmsu sem hefúr ver- ið virt í gegnum aldir, sveipað skraut- legum umbúðum, svo sem stéttaskipt- ingu og kirkjusiðum og fleiru í þeim dúr, þó þú vitir dável að þesskonar hludr eru að mestu bara form. En þeir hafa sínar heillandi hliðar sem gaman er að skoða og hrífast af. Þú þolir ekki vel átök og rót, rólégt líf hentar þér betur. Virðing fyrir ellinni finnst þér sjálfsögð. Þú hef- ur allgóðar námsgáfur og átt gott með að umgangast fólk. Svolítið meinyrtur gemrðu verið, en það ristír ekld djúpt. Af störfúm mun einhverskonar kennsla eiga best við þig. Ábyrgðar- staða mun kalla fram það besta í þér. Gangi þér vel. R.S.E. Rússnesku listdanshjónin Eldar Valiev og Lilia Valieva á œfingu á stóra sviði Þjáðleikhússins. Mynd: Ól. Þ. Sviðsljós Tveir nýir íslenskir ballettar frumsýndir Ein viðamesta sýning Islenska dansflokksins í vetur er sýning hans í Þjóðleikhúsinu í mars. Auk tveggja balletta eftír bandarísku dans- höfundana Lambros Lambrou og Stephen Mills verða ffumsýnd tvö ný íslensk dansverk eftir þær Auði Bjarnadótmr og Maríu Gísladótmr. Auður hefur undanfarin ár fengist töluvert við samningu dansa auk þess að vera einn af aðalkennurum List- dansskóla Islands. Meðal verka eftir Auði má nefna „Erm svona kona?“ sem ffumsýnt var á Listahátíð í Reykjavík vorið 1992 og Skapanorn- irnar sem sýnt var á kvennaráðstefn- unni í Osló árið 1988 og teldð upp af Ríkissjónvarpinu. Þetta nýja verk Auðar er samið við flaumkonsert Atla Heimis Sveinssonar ffá 1973, en Atli hlaut tónlistarverðlaun Norðurlanda fyrir þetta verk árið 1976. María hefúr gegnt stöðu listdans- stjóra Islenska dansflokksins frá því vorið 1992 en hún á að baki langan feril sem dansari í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Síðasdiðinn vemr samdi María ballettinn Milli manna, sem ffumsýndur var í Ráðhúsinu í febrúar 1993. Nýja verkið nefnir hún Yirtustu númer og er samið við tónlist eftir Pémr Grét- arsson. Karl Aspelund hannar búninga og leik- mynd við verk Auðar og Maríu. Stephen Mills er íslensk- um dansunnendum að góðu kunnur, en hann kom fyrst hingað til lands fyrir rúniu ári þegar hann setti upp verk sitt „Rauðar rósir“ með Islenska dansflokknum. „Dreams“er nýtt verk eftir Mills og er samið við tónlist bresku popphljómsveitar- innar Praise. Ballettinn ,A<beu“ eftir Lambrou er saminn fyr- ir 6 dansara við tónlist eftir Chopin, Barböru Streisand, Franz Smith og Mascagni. Allir dansarar flokksins taka þátt í sýningu flokksins. Frumsýningin verður á stóra sviði Þjóðleikhússins 3. mars n.k. og önnur sýning laugardag- inn 5 mars. „Þetta reddast“ í Mosfellssveit Leikfélag Mosfellsveitar hefur að undanfömu sýnt gamanleikinn „Þetta reddast", kjötfarsa með einum sálmi. Leikritið er eftir Jón St. Krist- jánsson og er sýnt í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ, nýjasta leikhúsinu á höf- uðborgarsvæðinu. „Þetta reddast" er gamanleikur sem gerist í nútíðinni og fjallar urn tilraun- ir hjónakornanna Eyvindar og Höllu til að bjarga sér og sínum í harðnandi kreppu neysluþjóðfélagsins. Inn í leik- ritið fléttast ýmsir atburðir sem gerst hafa í þjóðfélaginu að undanförnu. Leikritið hefúr fengið mjög góðar viðtökur áhorfenda og lddar svo sann- arlega hláturtaugarnar. Næstu sýn- ingar á „Þetta reddast" verða föstu- daginn 25. febrúar og sunnudaginn 27. febrúar. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykjavík Sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1995 þurfa að berast Stofn- lánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstrarskýrsla, svo og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1995 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember næstkomandi. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi. Það skal tekið fram að það veitir engan forgang til lána þó að framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lán- takendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lán- töku frá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Iliugi Jökulsson dagskrárgerðamtaður Ferðalok til Stokk- hólms jóðleikhúsinu heftir verið boðið að sýna leikrit Steinunnar Jó- hannesdóttur, Ferðalok, á menning- ar- og listahátíð, sem haldin verður í Stokkhólmi í næsta mánuði í tengsl- um við þing Norðurlandaráðs. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til slíkrar hátíðar, en ráðgert er að hliðstæð há- tíð verði árviss viðburður samhliða þingi ráðsins og verður næsta hátíð því haldin í Reykjavík að ári. Á hátíðinni í Stokkhólmi verður fjölbreytt úrval menningarviðburða, leiksýningar, tónleikar, kvikmynda- sýningar, danssýningar og bók- menntakynningar. Auk Ferðaloka hefur 10 öðrum leiksýningum frá Norðurlöndum verið boðið á hátíð- ina. Leikritið Ferðalok var frumsýnt hjá Þjóðleikhúsinu í upphafi leikárs og sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss- ins fram eftir hausti við ágætar undir- tektir. Leikritið greinir frá ungri menntakonu, Þóru, sem er að rann- saka síðustu æviár Jónasar Hallgríms- sonar. Verkið gerist í nútímanum og er í raun ástarsaga nútímakonu en fel- ur í sér ótal spennandi skírskotanir til fortíðarinnar. Með stærstu hlutverk í sýningunni fara Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson, en aðrir leikarar eru Arnar Jónsson, Edda Arn- ljótsdóttir, Baltasar Konnákur og Árni Tryggvason. Tónlist við sýning- una er samin af Hróðmari Sigur- björnssyni og er hún flutt af Hamra- hlíðakórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Lýsingu annast Björn Bergsteinn Guðmundsson, leikmynd og búninga gerir Grétar Reynisson og leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Sýningamar í Stokkhólmi verða tvær, miðvikudagskvöldið 9. ntars og fimmtudagskvöldið 10. mars og verð- ur sýnt á aðalsviði Södra Teatern. Leikritið verður túlkað jaftióðum á sænsku fyrir þá sem það kjósa. Halldóra Bjömsdóttir í hlutverki sínu í „Ferðalokum“ Steinunnar Jóhannes- dóttur sem sýnt verður í Stokkhólmi í n<esta mámiði. (Mynd: Þjóðleikhúsið) s g hef uppgötvað alveg nýja hlið á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er siðvæðingartæki. Ég komst að þessu í síðustu viku þegar bíllinn minn nennti ekki að lifa lengur og ég var skyndilega háður strætó um flest- ar mínar ferðir. Það var nú svo sem í lagi nteðan dagsbirtu naut því þá virt- ust ferðir við það miðaðar að maður kæmist þokkalega nálægt þeim stöð- um, sem ferðinni var heitið á og það á eðlilegum tíma. En þetta gjörbreytist þegar kvöld- og helgaráætlunin tekur gildi. Eg bý í Kópavogi, sem eins og allir vita, er langur og mjór og feikilega brattur. Almenningsvagnar nýta sér þessa staðreynd til að leggja sitt af inörkum til að bæta líkamlegt ástand bæjarbúa. Samkvæmt helgaráætlun er einvörðungu ekið eftir dalbotnunum sitt hvoru megin við hæðina. Efþú átt erindi upp á háhæðina eins og ég átti um helgina, þá er ekki um annað að ræða en kliffa. Og það er sko ekkert smá príl. Hér er um að ræða fleiri hundruð metra hæðarmun enda varð ég að leggjast fyrir þegar ég var loks kominn á áfangastað og er ekki orð- inn vel góður enn. Kunningi minn einn, sem býr á hæðinni og má af ónefndum ástæðum ekki keyra bíl um stundarsakir, hefur fjárfest í fjallgönguútbúnaði og segist spara að minnsta kosti 30 mínútur við það. Hann er að verða álíka þekktur í bænum og Jói á hjólinu enda alltaf í gaddaskóm, Týrólahatti og stuttbux- um úr hjartaskinni um helgar og eftir sex á kvöldin. Að auki er hann með kaðalhönk milda og ísexi í beltisstað. Maðurinn er athafnaskáld í eðli sínu og hefur því verið að velta því fyrir sér að koma upp togbrautuin og jafnvel stólalyftum hér og þar í bænurn. Ef í- haldið heldur völdum í bænum eftir kosningarnar í vor ætlar hann að bjóða þeiin prósentur og hrinda þessu í ffamkvæmd. Eitt kvöldið ætlaði ég í bíó og til að vera nú alveg viss um að ná fór ég úr húsi tveirn tímum áður en rnyndin átti að byrja og náði í strætó austast í bæn- um. Mér til nokkurrar undrunar var síðan keyrt niður í draugahverfið hans Gunnars Birgissonar. Þar var hver gatan á fætur annarri þrædd upp og niður og grunnarnir göpni móti manni og sköpuðu skemmtilega melankólíska stemmningu eins og maður væri að fara á jarðarför. Hvergi kont nokkur maður inn enda er þarna aldrei noklcur með fullu viti. En til þess að verða ekki langt á undan áætl- un varð bílstjórinn að stoppa á hverri stöð og fyrst hann var stopp á annað borð þá oppnaði hann hurðir og hleypti ryki og draugum út og inn. Það verður að játast að ég sá þarna hlið á bænum sem ég vissi ekkert um. Eftir að hafa hringsólað þarna í þrjú korter var.loks haldið upp á sldptistöð þar sem ég og hinn farþeg- inn áttum af einhverjum ástæðum að bíða í hálftíma eftir vagni í bæinn. Það var hins vegar alveg ljóst að rnyndin yrði langt kominn þegar ég kæmist þangað svo ég slóst í fylgd með ung- lingagengi sem var á leið í þjónustuí- búðir aldraðra til að kaupa landa. Þau sögðust fyrir löngu vera búin að gef- ast upp á að reyna að komast úr bæn- um á kvöldin. Þetta var eins og að búa á Bolungarvík!

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.