Vikublaðið


Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 21

Vikublaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 21
VIKUBLAÐIÐ 24. FEBRUAR 1994 21 Við biðjum bara um sanngirni Hagmunir neytenda og bœndafara saman, en umrœöan einkennist af vanþekkingu og misskiln- ingi, segir Guðmundur Þorsteinsson kúabóndi m. a. í spjalli um málefni bœndastéttarinnar í Ijósi fjölmiölaumrœöunnar síöustu misserin. ASkálpastöðum í Lundarreykj- ardal er rekið kúabú með 55 kúm í fjósi. Þetta er félagsbú bræðranna Guðmundar og Þorsteins Þorsteinssona og fjölskyldna þeirra. Guðmundur er stjórnarmaður í Landssambandi kúabænda og situr auk þess í stjórn Mjólkursamsölunnar. Hann er einn þeirra fjölmörgu bænda sem telur umræðuna í þjóðfélaginu á síðustu misserum um málefni bænda- stéttarinnar afar villandi og að raunar megi segja að allir fjölmiðlar, þar á meðal Vikublaðið, hafi brugðist í því að upplýsa lesendur um í hverju hags- munaárekstrarnir raunverulega felast. Guðmundur fullyrðir að gagnrýnin á kvótakerfi í landbúnaðinum og op- inbera verðlagningu sé ósanngjörn og rnörkuð mikilli vanþekkingu á að- stæðum í landbúnaðinum. Opinber verðlagning er ígildi kjarasamninga - Það er eitt grundvallaratriði sem gjarnan vill gleymast í umræðunni, en það er að ffamleiðslustjórnunin í landbúnaðinum er ekkert annað en skipting á innanlandsmarkaðnum milli framleiðendanna. Þetta er nokk- urs konar kvótaskipting eða inarkaðs- hlutdeild og markaðshlutdeild er ekki hægt að auka nema að markaðurinn stækki. Opinber verðlagning á mjólk og sauðfjárafurðum er síðan trygging bænda fyrir kjörum þeirra og er ekk- ert annað en það sem stéttarfélög og kjarasamningar eru fyrir aðra laun- þega. Flest býli eru fjölskyldubú og í mjólkurfrainleiðslu og sauðfjárrækt er ekki um það að ræða að búin séu rek- in með aðkeyptu vinnuafli eingöngu. Einingarnar eru margar og smáar og eina verndin sem við höfum er opin- ber verðlagning og stýring á ffam- leiðslu. Þetta eru okkar kjarasamningar. það er viðurkennt í flestum þjóðfélög- um í kringum okkur að launþegar og atvinnurekendur í einstaklings- eða smáum fjölskyldurekstri þurfi laga- vernd gegn því að fáir og stórir kaup- endur vöru eða þjónustu geti hagnýtt sér aðstöðu sína til að etja þeim út í blinda samkeppni. Þetta birtist í kjara- samningum launþegasamtakanna og takmörkunum á fjölda leyfa til leigu- bíla- og vörubílaaksturs t.d. Sama má segja um sjómenn þegar reynt er að koma í veg fyrir óhefta samkeppni þeirra á milli með því að láta þá taka þátt í kvótakaupum. Það eru allir sam- mála um að þeir þurfi vernd hins op- inbera gegn slíku. Verðlækkunin verður eftir hjá versluninni Þú segir að þið þurfið venid gegn ofur- valdi fáira, stórra kaupenda. I hverjti birtist þetta ofiirvald þein-a? - Það hefur gerst í Evrópu og Bandaríkjunum að verslun með mat- vörur á heildsölustigi og að nokkru í smásölunni líka hefur safnast á hendur mjög fárra fjölþjóðlegra risafýrirtækja. Þeim hefur tekist að ná verulegum lækkunum á verði til framleiðenda án þess að þær skili sér í lækkuðu verði til neytenda, enda hefur arðseini þeirra vaxið mjög. Sömu þróunar hefur orðið vart í verslun með nauta- og fuglakjöt hér á landi. Stóru verslanakeðjurnar hafa mikinn áhuga á að komast í sömu að- stöðu gagnvart kindakjötinu og mjólkurvörunum og horfa með til- hlökkun tii innflutnings. Mér finnst ntikið skorta á að al- menningi hafi verið gert ljóst að til- gangurinn er sá einn að hagnast, gjarnan á kostnað bænda og afurða- stöðva, en án þess að hagsmunir neyt- enda séu að neinu leyti í fjTÍrrúini. Hin rétta regla verður aldrei búin til En hvað viltu segja urn þágagnrýni að kvótakcifið sé ósveigjanlegt og aðþað hafi fest í scssi rnargskonar rnisrétti rnilli btenda? - Þegar kvóta var komið á - og við skulum inuna að kvóti er ekkert annað en skipting á markaðshlutdcild - jiá var ekki önnúr leið fær en að miða við við reynslu undangenginna ára. Um tíma voru rúiuar hcimildir til að færa kvóta á milli býla en reglurnar voru hertar aftur. Það eru ekki til neinar réttar reglur og þær verður aldrei hægt að búa til. Það eru einfaldlega til svo andstæð sjónarmið að þau verður alltaf erfitt að sætta. Tökum sem dæmi þá sem höfðu fjárfest mikið árin á undan og fengu af þeim orsökum rúmar reglur til að auka framleiðsluna á markaði sem jiegar var mettaður. Hinir sem ekki höfðu vaðið í fjárfest- ingar heldur haidið að sér höndum voru svo frystir inni með sína lidu framleiðslugetu. Það er auðvelt að skilja sjónarmið beggja þessara hópa, en vandinn er sá að þegar markaður- inn stækkar ekki er óhægt um vik að mæta þörfum allra. En það voru tvisvar gerð alvarleg mistök í þessum efnum. Þegar búmarkið var sett á var mönnum hleypt áfram í fjárfesringar og með því varð búmarkið á endanum marklaus viðiniðun. Þegar því var svo Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum fer hórðum orðum um verslanakeðj- umar sem hann segir halda eftir verðhekkun sem orðið hefur til bænda meðan verð til neytenda bréytist lítið (sjá töflu hér að neðan). Mynd: Ol.Þ. hent 1985 og tekinn upp fullvirðis- réttur var svo miðað við nýtt frarn- leiðslutímabil jiegar fullvirðisrétti var úthlutað. Þeir sem höfðu haldið áfram að framleiða eins og Jieir framast gátu voru þá verðlaunaðir og jiá auðvitað á kostnað hinna sem höfðu sýnt aðgát. I aðlöguninni að fullvirðisréttinum 1986 varð nokkur jöfitun á stærð búa, þau.stóru minnkuðu nokkuð og þau minni stækkuðu. Þó fóru nokkrir illa út úr þessum breytingum og jiað er engin ástæða til að gagnrýna þá rnenn fyrir að sækja rétt sinn. Eg er sannnála þeirri gagnrýni sem Sigurður Líndal hefur sett fram um jietta atriði, að stjórnsýslulega var tcflt á tæpasta vað Jiegar þessum breytingum var komið á. Landbúnaðurinn er eilíf jafivægislist Hefitr minnkandi markaður og aukn- ar hagkvæmnikröfur leitt til fiekkunar bý/a? - Þrátt fyrir að framleiðsla á lamba- kjöti hafi minnkað um 30-40% þá hefur framleiðendunum lítrið fækkað. Því eru núna fá bú í sauðfjárrækt sem skila eðlilegum fjölskyldutekjum og mörg þeirra eru rekin sem hlutastarf með öðru. Oðru máli gegnir í mjólk- urframleiðslunni. Þar hefúr framleið- endum fækkað jafnt og þétt. En hvað varðar auknar hagkvæmnikröftir þá er jiar margt að varast. Auldn framleiðni, sem til dæmis hugsanlegir útflutn- ingsmöguleikar kalla á, hefúr í för með sér aukið álag á gróðurlendi. Ef við fáurn of stórar sauðfjárhjarðir þá inun jiað leiða til aukins álags á gróð- urinn. í því efiii höfum við víti að var- ast frá Nýja Sjálandi, en þar hefur framleiðniaukning í lambakjötsfTam- leiðslu sumsstaðar leitt til ofbeitar. Þetta eins og svo margt annað í land- búnaðinum er jafnvægislist jiar sem erfitt er að finna endanleg svör og það er vandi að umgangast lífrænar auð- lindir svo vel sé. Viðbrögð Neytendasam- takanna oft einkennileg Nú virðást Neytendasamtökin vera í fararbroddi þeirra sem krefjast aukins innflutnings. Ertt hagsmunir almenn- ings, neytenda og bænda ósamrýmanleg- ir? - Það er svo sannarlega tekist á, oft með harkalegum hætti, en samtök bænda hljóta að leita samvinnu við samtök neytenda og launþega því það eru sameiginlegir hagsmunir okkar að koma í veg fyrir að óeðlilegur kostn- aður leggist ofan á verðið eftir að var- an er farin frá framleiðendunum. Og ég verð að geta þess að eftir að ASÍ og BSRB fóru að taka þátt í störf- um sjömannanefndar og verðlags- nefndanna eftir jijóðarsáttarsamning- ana í febrúar 1990 þá held ég að laun- þegasamtökin hafi áttað sig betur á að hér er um okkar kjarasainninga að tefla. Fulltrúar þessara samtaka sýna nú eðlileg viðbrögð og vinna eðlilega. En hinu er ekki að neita að viðbrögð Neytendasamtakanna eru oft ein- kennileg. Þau vilja mikið frelsi til inn- flutnings á landbúnaðarvörum og þó fulltrúar samtakanna tali um að bænd- ur eigi að fá einhvern aðlögunara'ma þá vill sú áhersla einatt týnast í því of- urkappi sem Neytendasamtöldn leggja á aukinn innflutning. Mér finnst forystumenn þeirra samtaka ekki tilbúnir til að fallast á að við þurfum sanngjarnan samkeppnis- grundvöll ef ekki á að leggja innlenda framleiðslu í rúst. Launjiegasamtölcin átta sig hinsvegar á því, ekki síst því atriði að innlend landbúnaðarffam- leiðsla heldur uppi atvinnu í landinu, ekki aðeins meðal bænda heldur líka í atvinnugreinum sein tengjast land- búnaðinum. Nú ert þú í stjórn Mjólkttrsamsölunn- ar. Hvað líður umræðunni um eignar- réttinn á Mjólkursamsölunni? - Þetta er afar viðkvæmt og vand- meðfarið mál. Eg er sjálfur þeirrar skoðunar að framleiðendurnir eigi fyrirtækið og er það einnig álit tvæggja virtra lögfræðinga sem fengnir voru til að skoða þetta mál. Þessa dagana er unnið mjög stíft að jiví að ná sam- komulagi um breyttar samþykktir MS, en jiað er óséð á jiessu stigi hverj- ar lyktirnar verða. Það er enn inörg- um spurninguin ósvarað varðandi þetta mál en jiað sem mestu skiptir er að nú er unnið af kappi við að skoða allar hliðar þess. Hvemig myndir þtí að lokum vilja draga saman afstöðu þína og kollega þinna í bændastétt tii umræðunnar um málefni bænda? - Því er fljótsvarað. Við bændur viljum mæta kröfum um aukna hag- kvæmni og iægra vöruverð, en við krefjumst sanngirni og að okkur verði tryggðir raunverulegir möguleikar í jieirri auknu samkeppni sem framundan er. Samanburður á þróun og verði ungneytakjöts til bænda og smásöluverðs á gúllasi og hakki til neytenda Utboð F.h. Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar, er óskað eftir til- boðum í 13.300 - 17.600 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð F.h. garðyrkjustjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboðum í gerð malargötu og að leggja jarðvatnslagnir í 4. áfanga kirkjugarðsins í Gufunesi. Um er að ræða 427 m malargötu og u.þ.b. 2.080 m af lögnum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.