Vikublaðið


Vikublaðið - 03.03.1994, Síða 1

Vikublaðið - 03.03.1994, Síða 1
Heimtufrekja atvinnurekenda Þrátt fyrir gífurlegar tilfærslur á álögum frá fyrirtækjum til al- mennings heldur Verslunarráð áfram að heimta tilhliðranir til sín og niðurskurð. Bls. 12-13 Helgarblaðs- dómurinn Samkvæmt dómnun eru fjöl- miðlar að brjóta lög alla daga. Skiptir sannleikurinn engu máli? Hvað gerir blaðamanna- stéttin? BIs. 4-5 Fortíðin á Fróni Eigum við bara um þá tvo kosti að velja að samþykkja sögu- skoðun Jónasar frá Idriflu eða Baldurs Hermannssonar? Sagnfræðingar þinguðu um endurskoðun sögunnar. BIs 8-9 9. tbl. 3. árg. 3. mars 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Davíð fór á taugum Davíð Oddsson forsætisráðherra beygði sig fyrir kröfum Jóns Baldvins um breytingar á bú- vörulagafrumvarpinu. Trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni gerir hana óstarfhæfa. Deilur um frumvarp til breytinga á búvörulögum, sem forsætisráðherra hef- ur kallað „tittlingaskít,“ urðu til þess að Davíð Oddsson velti fyrir sér að slíta ríkisstjómarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. En þegar til átti að taka þorði for- Listaverðlaun Evrópuráðsins Evrópuráðið hefúr samþykkt tillögu Ragnars Arnalds þing- manns um Evrópuverðlaun til ungra rithöfunda og listamanna. Með þessu er ráðherranefnd Evrópuráðsins falið að beita sér fyrir samningi um árleg verðlaun til ungra rithöfunda og listamanna, eitt árið fyrir tónlist og dans, annað árið fyrir ljóð, skáldsögur og leiklist og það þriðja fyrir myndlist og byggingarlist. Verðlaunin í að afhenda árlega á sérstakri Listahátíð Evrópu, sem haldin verði til skiptis í þeim ríkjum sent gerast aðilar að samningnum. sætisráðherra ekki að leggja árang- ur rikisstjómarinnar undir dóm kjósenda og á elleftu stundu ákvað hann að fallst á kröfur Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra um breytingar á frumvarp- inu. Formaður landbúnaðarnefndar, Egill Jónsson, var aðalhöfundur ffum- varpsins sem hann vann í nánu sam- starfi við Davíð Oddsson. I frumvarpi Egils var gert ráð fyrir yfirgripsmikilli vernd fyrir íslenskan landbúnað gegn innflutningi búvara. Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn samþykktu ekki frumvarp Egils og vildu takmarka vald landbúnaðarráðherra til að leggja á verðjöfnunargjöld. Nokkrum sinnum hefur verið gert samkomulag um frumvarpið en það hefur ekki haldið. Á mánudagskvöld var enn eitt sainkomulagið gert sem fól það í sér að skorður voru reistar við valdi landbúnaðarráðherra til að leggja á verðjöfhunargjöld. A Alþingi er niðurstaðan túlkuð á þann veg að Davíð Oddsson haíi guggnað og gefið eftir gagnvart Alþýðuflokknum með því að knýja formann landbúnaðar- neíndar til að fallast á breytingar á texta ffumvarpsins. Egill Jónsson hef- ur borið sig mannalega eftir mánu- dagssamkomulagið en á þingi gengur hann undir nafninu „bakkmann.“ Landbúnaðarnefhd kom frumvarpinu ffá sér á þriðjudag á grundvelli sam- komulags forsætisráðherra og Jóns Baldvins. Alþýðuflokksmenn neituðu þó að skrifa undir neíndarálitið þar sem þeir féllust ekki á túlkun Egils á ffumvarpinu. Svokallaður skinkudómur Hæsta- réttar hratt af stað ferli sem átti að Ijúka mcð breytingum á búvörulögum til að taka af öll tvímæli um lagalegar forsendur innflutnings á búvörum. A- greiningur unt túlkun ffumvarpsins í landbúnaðarnefnd eykur líkurnar á á- ífamhaldandi réttaróvissu á innflutn- ingi búvara. Davíð Oddsson og Jón Baldvin töl- uðust við í gegnum fjölmiðla um efn- isatriði frumvarpsins en forðuðust að hittast undir íjögur augu og þykir það staðfesta trúnaðarbrestinn í ríkis- stjórninni. Engar líkur eru taldar á því að rflásstjórnin hafi burði til að ná samkomulagi um mikilvæg og um- deild mál á borð við máleíhi sjávarút- vegsins. Út vil ek ✓ Utvarpsstjóri, séra Heimir Steinsson, kann að vera á leið- inni til Gautaborgar í Svíþjóð til að taka við stöðu sendiráðsprests. Heimildir Vikublaðsins herma að Heimir sýni stöðunni áhuga en umsóknarfrestur rennur út 15. mars. Að sögn Þorbjörns Hlyns Arna- sonar biskupsritara hafa niargir prestar leitað eftir upplýsingum um stöðu sendiráðsprests en biskup veitir stöðuna. R-listinn opnar skrifstofu ■41 Reykjavíkurlisti Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks, Kvennalista og Nýs vettvangs opnar kosningaskrifstofu á næstunni í húsnæði gamla Alþýðubankans á Laugarvegi 31. Málefnavinna framboðsins er langt komin og innan tíðar verður stefhuskráin Iögð fram. A mynd- inni eru þrír efstu menn Alþýðu- bandalagsins á R-listanum, þau Guðrún Ágústsdóttir, Arni Þór Sigurðsson og Arthúr Morthens. 8. mars gegn kynferðisofbeldi Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er 8. mars og í ár verður dagurinn tileinkaður and- ófi gegn kynferðislegu ofbeldi. Þriðjudaginn 8. mars verður sam- stöðuganga þar sem gengið verð- ur ffá Hlemmi og niður á Hlað- varpann við Vesturgötu 3. - Við hvetjum alla til að taka þátt, ckki síst karlmenn, og gera daginn sýnilegan, segir Heiðrún Sverris- dóttir fóstra sem Alþýðubandalagið tilnefhdi í undirbúningshóp bar- átmdagsins. Þetta er í annað sinn sem dagur- inn er helgaður baráttunni gegn kynfcrðislegu ofbeldi. Þann 8. mars 1989 var grunnurinn lagður að starfsemi Stigainóta, fræðslu- og ráðgjafamiðstoð fyrir konur og börn sem beitt eru kynferðislegu ofbeldi. Fyrir starf Kvcnnaathvarfeins og Stíganióta hefur margt áunnist á liðnum árum en betur má ef duga skal. 1 ár er valdn sérstök athygli á ó- viðunandi réttarstöðu fórnarlamha kvnferðislegs ofbeldis. Gangan fer frá Hleinmi klukkan 17:30 á þriðjudag og fremstar í flokld fara svartklæddar verur sent minna okkur á líðan fómarlamba kynfcrðislegs ofbeldis. Hannes betlar af ríkinu Boðberar óheffrar frjáls- hyggju og einkavæðingar, þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Friðrik Friðriksson útgefandi tímaritsins Efst á baugi eru þessa dagana að senda meðal annars stofhunum og fyrirtækjum ríkisins bréf, þar sem farið er fram á auglýsingasamning upp á 500 þúsund krónur á ári. Þessi beiðni til stofnana og fýrirtækja í eigu skattborgaranna er send í Ijósi þess að „þetta tímarit mun ekki fá jafh víðtæka dreifingu og þau sem höfða til breiðasta hóps lesenda", eins og segir í bréfi Hannesar Hólmsteins og Friðriks. Ogmundur Jónasson vakti athygli á bréfi þessu sl. miðvikudag á fundi á vegum Varðar og SUS um einkavæð- ingu. I bréfinu búast þeir félagar sem fyrr segir ekki við mikilli „dreifingu", þ.e. eftirspurn, á við önnur blöð og því muni blaðið þurfa að „byggja tals- vert stóran hlut af tekjunt sínum á auglýsingum". Eru viðtakendur ein- dregið beðnir um „skilning og yel- vild“ og uin að auglýsa í fjórum þlöð-> urn á ári fyrir 500 þúsund krónur. Þeirra á meðal fyrirtæki skattborgar- anna. „Þannig haga þeir sér þessir heilögu markaðsstjórar ffjálshyggj- unnar, sem vilja að allt lifandi og dautt fari á markað. Að ríki og sveitarfélög komi þar hvergi nærri. Það er ekki eft- irspurn eftir skoðunum þessara boð- berra nýsköpunar hugarfarsins á markaði og þá er lagst á hné og beðið um skilning og velvild. Þeir hika ekki við að gráta út rándýra auglýsinga- stvrki frá .fyrirtækjuin skattborgar- anna,“ segir Ögmundur. A einkavæðingarfundinum kom meðal annars fram hjá Friðrik Soph- ussyni fjármálaráðherra að á for- gangslista n'kisstjórnarinnar um sölu ríkisfyrirtækja væru Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Iðnlánasjóður, Iðn- þróunarsjóður, Fiskveiðasjóður, Sem- entsverksmiðjan og Aburðarverk- smiðjan. í umræðu um hugsanlega kaupendur nefndi Friðrik meðal ann- ars lífeyrissjóðina, sem hefðu árlega um 2 milljarða í ráðstöfunarfé, er- lenda íjárfesta og almenning. Happdrætti Alþýðubandalagsins Af óviðráðanlegum orsökum verða vinningsnúmer sem birta átti í Vikublaðinu í dag ekki birt fyrr en að viku Iiðinni.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.