Vikublaðið


Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 5
VTKUBLAÐIÐ 3. MARS 1994 5 setningu þó svo reynt hafi verið að draga úr á síðustu árum. Þrengingarn- ar á blaðamarkaðnuin og andlát Þjóð- viljans hafa enn dregið úr möguleik- um gagnrýninnar umíjöllunar því Morgunblaðið hefur engan til að kljást við. Rikisfjölmiðlarnir standa sig engan veginn sem skyldi í þessum þáttum. Utvarpið hefur verið snöggt- um skárra en sjónvarpið en þó skortir þar verulega á að málum sé fylgt eftir. Þetta á sér þá „eðlilegu" skýringu að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa misbeitt pólitísku valdi sínu til að hræða menn til hlýðni og setja útsendara sína í valdastóla. Þeir hafa talið sig eiga allan rétt á að ráðskast með þann íjölmiðil á þann hátt, sem flokknum kemur best. Reyndar er þetta ekki takmarkað við ríkisfjölmiðlana. Þegar Birgir Is- leifur var menntamálaráðherra skip- aði hann pólitískan kommisar til starfa við Félagsvísindadeild Háskól- ans og fór svo sem ekki leynt með að það væru skoðanir mannsins sem þar réðu ferðinni. Svavar Gestsson sá sig svo tilneyddan til að breyta lögum unt Háskólann til að koma í veg fyrir að annað eins gæti endurtekið sig. Og það er alveg ljóst að næst þegar sæmi- lega þenkjandi maður sest í stól menntamálaráðherra verður að breyta lögum um Ríkisútvarpið til að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn noti það sem æfingastöð fyrir ungliða sína og skipi siðblinda og vanhæfa menn í stöður og embætti. Eru allir að brjóta lög? Dómurinn, sem kveðinn hefur ver- ið upp í máli Hrafns Gunnlaugssonar gegn Sigurði A. Friðþjófssyni vekur upp spurningar um hvort einnig þurfi að breyta meiðyrðalöggjöfinni eða á einhvern annan hátt auka vernd blaðamanna. Þessi spurning verður á- leitnari eflitið er til þess að Hrafn á víða í deilum og því má velta fyrir sér hvort fyrir honurn vaki að hræða menn frá gagnrýninni umfjöllun um uirisvif Hrafns Gunnlaugssonar og notkun á opinheru fé. Eitt af því sem Sigurður vék að í grein sinni voru fasteignir Hrafns. í dómi Héraðsdóms segir: „Það er álit dómsins, að menn eigi almennt að njóta verndar gegn því að birtar séu upplýsingar urn eignir þeirra eða per- sónulega hagi á opinberunt vettvangi. Með hliðsjón af þessu viðhorfi telur dómurinn, að birtingin ein hafi falið í sér ámælisverða aðför að persónu stefnanda og æru.“ Þetta er einn furðulegasti þáttur dómsins. Þarf ekki að fara mörgum orðum um hver áhrif það hefði á al- menna umfjöllun í samfélaginu ef það á að teljast „ámælisverð aðför“ ef sagt er frá eignurn manna. Ef eitthvað er þyrfti að gera enn auðveldara að afla upplýsinga um eignir manna og þá ekki hvað síst þeirra, sem að mesm eða öllu leyti eru á opinberri fram- færslu. Ef skoðun dómarans yrði al- menn regla væri að sjálfsögðu ekki lengur unnt að fjalla um skattgreiðslur manna. Hinar árlegu úttektir Frjálsrar verslunar á skattakóngum í ýmsum starfshópum yrðu „ánrælisverð aðför.“ Sama yrði upp á teningnum ef menn reynda að gera sér grein fyrir eðli Kolkrabbans með því að rekja hvernig eignarhaldi er háttað í mismunandi fyrirtækjum. Og bókin Islenskir auð- menn væri að sjálfsögðu hið versta glæpaverk. Álit dómsins hvað þetta varðar er slík endileysa að óhugsandi er að Iáta það standa óhreyft. Rann- sóknarblaðamennska og rannsóknir fræðimanna á eðli íslensks samfélags yrðu svo torveldar að í raun væri búið að banna þær. Sannleikurinn sagna verstur Margt annað vekur undrun við lest- ur dómsins. Til að mynda var krafist ómerkingar á þeim ummælum Sig- urðar að uppi séu sögur um að þrýst- ingi hafi verið beitt á úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Þorsteinn Jónsson, sent þá var framkvæmdastjóri Kvik- myndásjóðs, stáðfesti fyrir dóminum að hann vissi til þess að „orðrómur í þessa átt hefði verið á kreiki á sinum tíma.“ Þrátt fyrir það eru ummælin dæmd dauð og ómerk. A fleiri stöðum í dóminum er á það fallist að ákveðin ummæli séu rétt eða „að meginefhi rétt“ en þó er fallist á kröfu um ómerkingu þeirra. Svo virð- ist sem dómarinn líti svo á að ekki sé nóg að ósannindi séu dæind dauð og ómerk, meiðandi sannleikur skuli einnig hljóta þann dóm. Meðferð af þessu tagi væri fyrst og fremst hlægi- leg ef ekki váiri fyrir þann alvarlega undirtón að hér er illilega vegið að al- mennu tjáningafrelsi og sérstaklega að blaðamönnum. Málfrelsissjóður endur- vakinn? I kjölfar efldra áhrifa frjálshyggj- unnar í vestrænum löndum hefur víða orðið vart tilhneigingar til að hefta það tjáningafrelsi sem felst í gagn- rýnni umræðu. í Bretlandi hefur þetta sést meðal annars í banni við að blaða- menn vitni til ummæla forsvarsmanna IRA og í mjög alvarlegum aðförum að réttindum ýrnissa minnihlutahópa (s.s. homnia) til að fjalla um sín mál. Svipaðar þrengingar eru í gangi í Bandaríkjunum. Nú virðist svo sem einnig hérlendis eigi að ganga á tján- ingafrelsi okkar. Fari svo fram sem horfir virðist augljóst að endurreisa verður Mál- ffelsissjóð og skapa víðtækt bandalag þeirra, sem vilja standa vörð unr rétt okkar til að gagnrýna meðferð á opin- beru fé og misbeitingu opinbers valds. Annars erum við aftur á leið til þess á- stands þegar blöðin voru aðeins mál- pípur stjórnvalda. Höfúndur er félagsfræðingur Fréttir af dauða Marx eru stórlega ýktar Jacques Dcrrida: Specti'es de Marx. L'état de la dette, le travail clu deuil et la nouvelle Intei'nationale. Galilée, Paris 1993. S Aþví herrans ári 1848, ári mik- illa umbrota, gekk vofa ljósum loguin um Evrópu - vofa kommúnismans - og öll máttarvöld gömlu Evrópu tóku höndum saman um heilaga særingu gegn henni. Marx og F.ngels skrifuðu Kommúnista- ávarpið til að birta öllum heiminum skoðanir vofunnar. 1993 eru enri miklir umbrotatímar - og vofan er enn á sveimi. Vofur koma og fara uns þær finna sér dvalar- stað. Vofa marxismans, vofur Marx, verða á sveimi svo lengi sem öldin er úr liði (Hamlet), segir franski heim- spekingurinn Jacques Derrida í nýj- ustu bók sinn. I anda þess sannleika sem verið er að reyna að breiða út og birtist í inál- flutningi stjórnmálamanna, fjölmiðla- sannleik og því sem almenningur sér af starfi í háskólum, er fullyrt af mikiu öryggi að ekki aðeins þau samfélög sem sóttu sér innblástur í Marx séu liðin undir lok, heldur einnig marx- isminn sjálfur og jafnvel að sagan sé öll. Sagan sé\gengin upp í sæluríki hins frjálslynda lýðræðis- og markaðs- þjóðfélags. Frægasti boðberi þessara hugmynda er Francis Fukuyama í bók sinni Endalok sögúnnar og síðasti maðurinn. Hinn „dauði“ snýr aftur Áherslan sem lögð er á það að Marx sé dauður, að kommúnisminn sé dauður (byggðastefhu má ekki reka því Sovétríkin liðu undir lok, markað- urinn skal öllu ráða því Berlínarmúr- inn hrundi...), er liður í særingarat- höfn sem ætluð er til hughreýstingar: hinn dauði snýr ekki aftur. Því hin Nýja heimsskipan felur að baki sér annan og dekkri veruleika. Þegar postularnir lýsa því yfir að draumurinn unt frjálslynt lýðræði hafi ræst sem og drauinar mannkynssög- unnar þá, segir Derrida, verðum við að hrópa (og þar vísar hann til að menntamenn beri ábyrgð): aldrei hef- ur ofbeldið, ójafnréttið, útilokunin, hungrið, og efnahagsleg kúgun snert jafn marga jarðarbúa í gjörvallri mannkynssögunni. í stað þess að lof- syngja lýðræði og frjálslyndi markað- arins í uppljómun endaloka sögunnar, í stað þess að fagna endalokum hug- myndafræðinnar og ffelsisbaráttunn- ar, þá megum við ekki gléyma því sem allsstaðar blasir við: aldrei hafa jafn margir, karlar, konur og börn, verið þrælkaðir, sveltir og útrýmt á jörð- inni. Ógnir hinnar nýju heimsskipunar Derrida telur upp tíu atriði sem einkenna þessa nýju heimsskipan: at- vinnuleysið sem stafar af hömluleysi hins nýja markaðar, nýju tækninnar og nýju heimssamkeppninnar; íjölda heimilislausra er vísað ffá þátttöku í lífi og starfi lýðræðisríkjanna sem einnig reka fjölda flóttamanna, föður- landslausra og innflytjenda í útlegð; miskunnarlaust verslunarstríð allra gegn öllum þrátt fyrir öll bandalög og viðskiptasamninga og stýrir það stríð herferðum í nafni hins alþjóðlega réttar; erfiðleikar við að finna lausn á mótsetningum hugmyndarinnar um hinn frjálsa markað og veruleika hans: hvernig geta Vesturlönd varið hags- muni sína á heimsmarkaði?; vaxandi erlendar skuldir sem hrekja stóra hluta mannkyns á vonarvöl og útiloka þá þannig frá markaðnum sem rnark- miðið er að stækka; vopnaiðnaður og verslun eru mikilvægir hlekkir í vís- indalegum rannsóknum og efnahags- lífi vestrænna lýðræðisþjóðfélaga; þau ríki sem eiga kjarnorkuvopn geta ekki lengur stýrt útbreiðslu þeirra því þau eru orðin markaðsvara; stríðum nrilli þjóðernishópa er stýrast af órum og frumstæðum hugmyndum um þjóð- ríkið, fullveldið, landamæri, jörðina og blóðið fer fjölgandi; vaxandi vægi draugaríkja (inafían, eiturlyfjahringir og vopnabraskarar) í efnahagslífi heimsins og sem oft er erfitt að greina frá stofnunum lýðræðisríkja; og, ekki síst, þá er hinn alþjóðlegi réttur og stofnanirnar sem eiga að gæta hans í molum og láta stýrast af ákveðinni sögulegri menningu. Einstaka þjóð- ríki taka síðan ákvarðanir með aðstoð efnahags- og hernaðarráðgjafa sinna (fjölda dæma um þetta er að finna í á- lyktunum Sameinuðu þjóðanna und- anfarin ár og síðan framkvæmd þeirra: ríki standa ójafnt frannni fyrir lögun- um og ákveðin ríki ráðá vfir heraflan- um sem gæta skal hinna alþjóðlegu laga). Nýtt tungumál baráttunnar Allt utangarðsfólkið ' í hinni nýju heimsskipan, mannfólk sem þjáist, er efniviðurinn í nýju aiþjóðasambandi, alþjóðasantbandi án skipulagningar, flokka, kenninga, hugmyndafræði, en sem sækir sér innblástur í einn anda Marx og vill skapa nýjan heim með róttækri gagnrýni (fræðilegrar og praktískrar) á alþjóðlegar réttarreglur, hugmyndir um Ríki og þjóðir, á út- breiddar goðsagnir. Þetta nýja Al- þjóðasamband er til í andstöðu sinni við hina nýju heimssldpan og berst fyrir nýjum réttindum, nýjum mögu- leikum og tækifærum fyrir framtíðina sem stuðla að auknu lýðræði. í dag er hinn gagnrýni andi marxismans mikil- vægari en nokkru sinni til að þessi baráttan fyrir lýðræði fái sitt tungu- mál. Nú þegar lýðræðið stendur frannni fyrir mestu vá sinni verður að endurhugsa forsendur þess og stofn- anir. Ekki nægir að velta fyrir sér heimsástandinu, heldur verðum við einnig að spá í forinin á pólitísku lífi og ákvarðanatöku í vestrænum samfé- löguin og hlutverk hinna nýju fjöl- miðla. Slíkur var boðskapurinn sem Derrida flutti á alþjóðlegri ráðstefhu um Framtíð marxismans, sem haldin var í Kaliforníuháskóla á síðasta ári, og hefur nú komið út á bók með við- aukum. Ekki aðeins þarf að vekja upp að minnsta kosti eina vofu Marx, þjóðfélagsgagnrýnina, heldur verður einnig að forða því að „reynt verði að beita Marx gegn marxismanum, til að gera hann hlutlausan og þurrka út pólitískan boðskap hans, með yfirveg- uðum, klassískum ritskýringum“ - að hann verði settur á stall sem hver ann- ar fræðimaður í menningarsögu Vest- urlanda. Endalok kreddunnar Þessi bók markar tímamót í þoku- kenndum umræðum menntamanna undanfarinn áratug sem kenndur hef- ur verið við postmodernisma. Því hef- ur verið haldið fram að Marx (og marxisminn) sé dauður, endanlega horfinn á ruslahauga sögunnar. En dauðateygjur skrifræðisins í austri og hrun marxismans sem hugmynda- fræði þess þurrkaði ekki út hans mikla verk. Þvert á móti má ætla að endalok þessa kreddufulla marxisma inuni auðvelda það að blása nýju lífi í vofur Marx. Því til vitnis er þessi bók, ein margra sem þessa mánuðina eru að koma út í Frakklandi um Marx og marxismann. Eins ber að hafa í huga að ákveðin verkaskipting ríkir í heimi fræðanna eins og Teresa Brennan (History after Lacan, Routledge, 1993) háskólakennari í Cainbridge bendir á: frönskumælandi fræðimenn eiga auðveldara með að setja fram til- gátur, sem enskumælandi fræðimenn fara í saumana á, hefja þær til skýjanna eða fordæma þær. I dag skrifa enskir fræðimenn urn Lacan, Derrida, Foucault og Kristevu. Þeir hafa inn- sæið sem við klæðum í búning, segir hún. Því er þess væntanlega skammt að bíða að áhrifa þessara straumhvarfa fari að gæta víðar, jafnvel meðal kenn- ara og nema í Háskóla Islands. Höfundur er sagnfiræðingur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.