Vikublaðið


Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 12
VIKUBLAÐIÐ 3.MARS 1994 Atvinnurekendur kreQast Gegndarl vinnuveite Atvinnurekendur losnuðu við 5,3 milljarða króna aðstöðugjöld en kreijast þess á sama tíma að sveitarfélögin lækki fasteignagjöldin. Það er búið að stórlækka tekjuskatt og jöfnunargjöld fyrirtækja en stórhækka skatta einstaklinganna, en atvinnu- rekendur vilja að kostnaður vegna starfsfólks, matar- og kaffikostnaður vegna funda og tækifær- isgjafir til viðskiptafélaga verði frádráttarbærir lið- ir til skatts. Og atvinnurekendur vilja skera niður velferðarkerfið og ríkisútgjöldin alls um 12,5 millj- arða króna. Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins (VSÍ) hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er álagningu sveitarfélaga á sérstökum fasteignaskatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. VSÍ segir í á- lyktuninni að nær væri að „sveitar- stjórnarmenn sýndu skilning á erfið- leikum atvinnurekstrarins og lækkuðu þennan skatt á skrifstofu- og verslun- arhúsnæði verulega eða afnæmu hann með öllu.“ í framkvæmdastjórninni sitja 21 leiðtogar einkarekstursins, þeirra á meðal Magnús Gunnarsson, formað- ur, Kristinn Björnsson í Shell, Einar Sveinsson í Sjóvá, Gunnar Svavarsson í Hampiðjunni, Sigurður Helgason í Flugleiðum, Sigurður G. Pálmason í Hagkaup, Víglundur Þorsteinsson í BM Vallá, Þórður Magnússon í Eim- skip og Orn Jóhannsson hjá Morgun- blaðinu (Arvakri). Vegna ályktunar þessara manna kom stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga saman sl. föstudag og sam- þykkti ályktun, þar sem VSI-mönnum er kurteislega bent á að aðstöðugjald- ið hafi verið fellt niður, sem spari íyr- irtækjunum 5,3. milljarða króna, en að hækkun á móti væri í mesta lagi 198 milljónir króna. Nánar tiitekið þýðir hækkun fasteignaskatta 265 milljón króna auknar byrðar, en lækkun á skatti á skrifstofu- og verslunarhús- næði frá því ríkið var með þann tekju- stofn er að minnsta kosti 67 milljónir árlega. Þessa ályktun SÍS má túlka sem svo: Þið hafið ekki efni á því að kvarta. Nánar tiltekið ályktaði ffam- kvæmdastjórn VSÍ þann 4. febrúar að sveitarfélögin hefðu öðlast rýmri heimild til að „mismuna atvinnufyrir- tækjum við álagningu fasteignaskatta“ þegar þeim var fengið vald til að leggja á sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði með nýjum líigum um tekjustofna sveitarfélaga. Telur VSÍ skatt þennan mismuna atvinnu- greinum, verslun og þjónustu í óhag. Þessi skattur verslunarinnar sé nú 2,65 prósent af fasteignamati. VSÍ fagnar í þessu sambandi að Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjar inn- heimti ekki þennan skatt. Losnuðu við 5.300 milljónir en kvarta undan 200 milljónum Það vekur annars athygli að VSI skýtur um leið föstu skoti á meirihluta íhaldsins í Reykjavík. „Um 85 prósent álagningarstofnsins, þ.e. skrifstofu- og verslunarhúsnæði, er í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum og er hlutur Reykjavíkur í skattinum um 70 Framkvcemdastjói'ii Verslunarráðs lslands: Vilhjálmur Egilsson (framkveemdastjóri), Sigurður Gisli Pálmason, Kristinn Bjömsson, Sverrir Bemhóft, Kolbeinn Kristinsson og Einar Sveinsson. Þeir Kristinn, Sigurður Gísli og Einar sitja einnig í framkvcemdastjóm VSI. prósent," segir í ályktuninni. Reykja- víkurborg nýtir sér að fullu heimild- ina, 1,25 prósent, og gjörnýtir einnig hámarksheimild í fasteignaskatti, 1,4 prósent. Hin þverpólitíska stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kom saman sl. föstudag og má af ályktun fundarins merkja að stjórnin hafi orðið gáttuð á ályktun framkvæmdastjórnar VSÍ, kannski ekki síst formaðurinn, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins. Ekki náðist í Vilhjálm sem er staddur í Danmörku. I ályktun sinni minnir sambandið á að aðstöðugjaldið hafi verið fellt niður og að þar með hafi verið létt af at- vinnulífinu 5,3 milljörðum króna. Eitthvað yrðu sveitarfélögin að fá á móti. Framlag hefði komið ffá ríkinu, en þess fyrir utan hefði útsvar einstak- linga verið hækkað í staðgreiðslunni, heimild til álagningar fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði var rýmkuð úr að hámarki 1,25 prósent í 1,4 prósent og sveitarfélögin fengu skattinn á skrif- stofú- og verslunarhúsnæði, sem var hjá ríkinu 1,5 prósent, en skyldi að há- marki vera 1,25 prósent hjá sveitarfé- lögunum. Þessir tveir fasteignaliðir voru til samans 2,75 prósent af fast- eignamati, en eftir breytingu 2,65 prósent að hámarki. Stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga bendir VSÍ kurteisislega á að nettó álagning á fýrirtækin hækki að- eins um 198 milljónir, sem er aðeins 3,7 prósent af 5,3 milljörðunum sem búið er að létta af fyrirtækjunum. Þess fyrir utan þá nýta ekki nærri allir kaupstaðirnir sér heimildirnar að fullu, í raun ekki nema 8 af 31 kaup- stöðum. Vilja skattfríðindi vegna tækifærisgjafa og kaffiþambs Kröfuharka vinnuveitenda kernur svo sem ekki á óvart, því þar á bæ gera menn fátt annað en að reikna út skattaívilnanir og leiðbeina ríkis- stjórninni um hvernig skera megi nið- ur ríkisútgjöld. Aðstöðugjaldið er ekki eina ívilnunin í tíð núvérandi ríkis- stjórpar. Það er búið að lækka tekju- skattshlutfall fyrirtækja á tveimur árum úr 45 prósent í 33 prósent og það er búið að lækka jöfnunargjald og tolla með því að flytja þau gjöld yfir á bifreiðaeigendur. Vinnuveitendum tókst síðan að fá Friðrik Sophusson til að setja nefnd í að' skoða „óréttlátt skattaeftirlit" og fyrsta afurð nefndarinnar varð að lög- um í desember. Þar var meðal annars kveðið á um að fjárframlög til stjórn- málaflokka skyldu vera ffádráttarbær til skatts og svo tap á kröfuin og hluta- fé. En vinnuveitendur eru þar með ekki ánægðir, því nefhdin vinnur á- fram og hefur í höndunum óskalista Verslunarráðs íslands um fleiri frá- dráttarbæra liði. A þeim lista er að finna atriði eins og tækifærisgjafir til viðskiptafélaga, kostnaður vegna eigin eftirlaunasamninga, kostnaður vegna starfsfólks, matar- og kaffikostnaður vegna funda, áskrift af tímaritum og fagblöðum og risnu- og auglýsinga- kostnaður. En vinnuveitendum er sýnilega ekki nóg að benda á skatta á fyrirtæki til að lækka og helst afnema. Þeir ausa nú úr viskubrunnum sínum skilaboð- um til Friðriks Sophussonar og félaga uin hvernig skera eigi niður ríkisút- gjöld. Verslunarráð íslands hefur sent frá sér doðrant sem hefur að geyina til- lögur sérstakra starfshópa úr röðum atvinnurekenda um 12,5 milljarða króna niðurskurð á ríkisútgjöldum. Það samsvarar um 11 prósentum út- gjaldanna. I starfshópum þessum er eða var að finna ýmsa kraftaverkamenn einka- rekstursins, menn á borð við Ragnar Atla Guðmundsson í Hagkaup, Thomas Möller hjá Olís (áður hjá Eimskip), Kjartan Gunnarsson hjá Féfangi, Kristján Loftsson hjá Hval, Pál Kr. Pálsson hjá Kók, Stefán Kalm- Nokkrar skattabreytingar 1991 til 1994 Árlegur skattur fyrirtækja i i Árlegur skattur einstakl. HÆKKUN 2,8 MILLIARÐAR Hækkun m.a. Hækkun tryggingagjalds Breikkun tekjuskattsstofns Hækkun fasteignask. Ábyrgðargjald LÆKKUN 8,5 MILUARÐAR Lækkun m.a. Tekjuskattur úr 50% í 30% Afnám aðstöðugjalds Lækkun jöfnunar- og vörugjalda Lækkun kjarnfóðurs- gjalds Rýmri afskriftir HÆKKUN 9,9 MILUARÐAR Hækkun m.a. Hækkun tekjuskatts Hækkun útsvars Vsk. á húshitun o.fl. Hækkun bifreiða- og bensíngjalda Lækkun vaxtabóta Tekjutenging barnabóta LÆKKUN 3 1 MILUARÐUR Lækkun m.a. Lækkun vsk. á matvæli |

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.