Vikublaðið


Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 03.03.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 3. MARS 1994 15 Byltingin á Kúbu á krossgötum Byltingin á Kúbu á krossgötum 15 í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 í er yfirskrift opinbers fundar á Reykjavík. Frummælandi á fundinum vegum Málfundafélags al- er Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttír, sem þjóðasinna, laugardaginn 5. mars kl. er nýkomin frá Kúbu. Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykja- víkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikning- ar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1994 og skal umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrif- stofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður BARNASPÍTALI HRINGSINS 1. Aðstoðarlæknir Tvær stöður 1. aðstoðarlæknis (superkandidat) á Barna- spítala Hringsins eru lausar til umsóknar. Ráðið er til eins árs, annars vegar frá 1. maí og hinsvegar frá 1. júlí nk. Auk venjubundinna starfa aðstoðarlæknis er ætlast til virkrar þátttöku í rannsóknarstarfsemi deildarinnar. Þátt- taka í bundnum vöktum skv. fyrirframgerðri áætlun. Starfsreynsla á barnadeild æskileg. 1. aðstoðarlækni eru falin ábyrgðarmeiri störf, eftirlit með yngri aðstoðarlækn- um, þátttaka í kennslu læknanema og nemenda eða starfsfólks í öðrum heilbrigðisgreinum. Um getur verið að ræða námsstöðu í barnalækningum eða starfsþjálfun í öðrum sérgreinum. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórssyni, prófessor, sem veitir nánari upplýsingar í síma 601050. Ljósrit af prófskírteini og upplýsingar um starfsferil, ásamt vottorðum frá yfir- mönnum, fylgi. Umsóknarfrestur er til 20. mars 1994. 2. Aðstoðarlæknir Tvær stöður aðstoðarlæknis á Barnaspítala Hringsins eru lausar til umsóknar. Ráðningartími er 1. júlí - 31. desem- ber 1994. Um er að ræða venjubundin störf aðstoðar- lækna. Þátttaka í bundnum vöktum skv. fyrirframgerðri áætlun. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórssyni, prófessor, sem veitir nánari upplýsingar í síma 601050. Ljósrit af prófskírteini og upplýsingum um starfsferil, ásamt vottorðum frá yfir- mönnum, fylgi. Umsóknarfrestur er til 20. mars 1994. RÍKISSPÍTALAR Bíkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á Islandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknarstarfsemi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónus- tu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Áski’ífiarsimiii er 17500 Alþýðubandalagið á Húsavík Alþýðubandalagið Vakning Kópavogur Nýtt félag, VAKNING, stofnað í Kópavogi Nýtt félag ungs félagshyggjufólks, Vakning, sam- tök Verðandi í Kópavogi, var stofnað s.l. laugar- dag. Markmið félagsins er m.a. að vera opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir skap- andi umræðu og félagsstarf ungs félagshyggjufólks í Kópavogi. Einnig að efla nýsköpun og frum- kvæði með því að stofna til víðtækra skoðanaskipta, umræðu og mál- efnavinnu sem byggir á grunnhug- myndum jafnaðarstefnunnar um jafnrétti, lýðræði og félagslegt rétt- læti. Fyrsta stjórn Vakningar, f.v. Daníel Svavarsson, Birgir Már Ragnarsson, Kolbeinn Marteinsson, Björn Þór Rögnvaldsson og Gunnar Reynir Val- þórsson. Á myndina vantar Katrínu Júlíusdóttur gjaldkera félagsins. Ljósm: Vikublaðið Ólafur. FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagsfélagið í Kópavogi Framboðslistinn í Kópavogi ákveðinn Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Kópavogi var samþykktur einróma á fjölmennum fundi í félaginu á þriðju- dagskvöld í síðustu viku. Eftirtaldir skipa átta efstu sætin: 1. Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi 2. Birna Bjarnardóttir bæjarfulltrúi 3. Flosi Eiríksson húsasmiður 4. Guðný Aradóttir yfirtölvari 5. Helgi Helgason kennari 6. Lára Jóna Þorsteinsdóttir fóstra 7. Bjarni Benjamínsson nemi 8. Ragnhildur Ásvaldsdóttir skrifta A myndinni sem tekin var á þorrablóti AB á Reykjanesi, eru sex efstu menn á Kópavogslistanum. Þau eru (f.v.) Guðný, Fiosi, Birna, Valþór, Lára og Helgi. Aiþýðubandalagsfélagið í Hafnarfirði Á fundi uppstillingarnefndar G-listans lista Al- þýðubandalagsins og óháðra á Húsavík, 22. febr- úar sl., vartillaga að niðurröðun á lista fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar 28. maí 1994, samþykkt einróma. Listinn var borinn upp á almennum G-lista fundi miðvikudagskvöldið 23. febrúar sl. og var hann samþykktur einróma. Að framboði G-listans standa Alþýðubandalagið og óháðir kjósendur á Húsavík. Kvennalistakonur á Húsavík eru nú eins og í tveimur síðastliðnum kosningum aðilar að framboði G-listans, undir merkjum óháðra. í fyrstu átta sætum listans eru eftirfarandi: Kristján Ásgeirsson útgerðarstjóri, Valgerður Gunn- arsdóttir kennari, Tryggvi Jóhannsson mæl- ingamaður, Auður Lilja Arnþórsdóttir heilbrigðis- fulltrúi, Gunnar Bóasson framkvæmdastjóri, Pét- ur Helgi Pétursson sjómaður, Brynhildur Lilja Bjarnadóttir ijósmóðir og Aðalsteinn Baldursson starfsmaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Ailir ofantaldir listar verða kynntir nánar síðar. Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar á Hótel Sögu helgina 5. - 6. mars næst- komandi. Fundað verður í A sal. Fundartími: Laugardag 5. mars frá kl. 10 -19 og sunnudag 6. mars frá kl. 10-15 Dagskrá 1. Samþykktir og verkefni frá landsfundi 2. Umfjöllun um útflutningsleiðina. Þessi skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði í næstu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. F.v. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi, Gunnur Baldursdóttir kennari, Guðrún Árnadóttir leikskólastjóri og Lúðvík Geirssbn blaðamaður. Ljósm: Vikublaðið Ólafur. Listinn tilbúinn í Hafnarfirði Um síðustu helgi kynntu Alþýðubandalagsmenn í Hafnarfirði lista sinn til næstu bæjar og sveita- stjórnakosninga. Þetta var sannkölluð „listahátíð", enda haldin í Fjörugarðinum í Hafnarfirði. í uppstillinganefnd voru Þorbjðrg Samúelsdóttir, Árni Björn Ómarsson og Ina lllugadóttir, sem jafn- framt var formaður nefndarinnar. Nefndin kallaði á fjölda Alþýðubandalagsfélaga til samstarfs og umræðu um listann. Átta efstu sætin skipa: Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi, Lúðvík Geirs- son blaðamaður, Guðrún Árnadóttir leikskóla- stjóri, Gunnur Baldursdóttir kennari, Hörður Þor- steinsson viðskiptafræðingur, Ingibjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri, Símon Jón Jóhannsson fram- haldskólakennari og Lára Sveinsdóttir starfsmað- ur Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafn- arfirði. 3. Stjórnmálaviðhorfið - umræður um efnahags- og atvinnumál, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. 4. Önnur mál.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.