Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 1
Manndómsraunir Hjá kristnum þjóðum er fer- mingin manndómsvígsla. Hjá öðrum þekkjast við slík tímamót umskurður, húðflúr göt í varir, föstur og einangrun. Bls. 18 Ég klaga í Umba! Ef íirumvarp félagsmálaráð- herra verður samþykkt á Alþingi eignast börn og ungl- ingar sérstakan umboðsmann. Réttarstaða barna er komin á dagskrá. Bls. 3 HFermó! Þetta blað er að mestu leyti helgað fermningarbörnum og foreldrum þeirra. Við fjöllum um unglinginn frá ólíkum hliðum með viðtölum, greinum og fféttaskýringum. 11. tbl. 3. árg. 17. mars 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. PERSONOIEG FEKMINGARGJÖF Fram yfír fermingar bjóðum við sérstakt verð. Áletrun og sendingar- gjald innifalið. Stuttur afgreiðslufrestur. Ath. Sama verð hjá okkur og öllum þeim verslunum sem selja vöru okkar hvarvetna á landinu. Búvörudeilan galopin Ríkisstjómin ffeistar þess að knýja í gegnum Alþingi frum- varp um breytingar á búvörulögum sem stjómarflokkamir túlka í gagnstæðar áttir. Ráðherrar Alþýðuflokks og Sjálf- stxðisflokks eru ósammála um túlkun frumvarpsins í þrem grundvallaratrið- um. Sjálfstæðisflokkurinn telur að ffumvarpið gefi landbúnaðarráðherra heimild til að beita verðjöfnun á allar innfluttar búvörur á meðan Alþýðu- flokkurinn segir heimild ráðherra að- eins ná til innflutnings á búvörum sein jafnframt eru framleiddar á Islandi. Sjálfstæðisflokkurinn telur að ráð- herra geti lagt verðjöfhunargjald á samsettar búvörur sem fluttar eru inn en Alþýðuflokkurinn segir að heimild ráðherra nái aðeins til þeirra hráefnis- þátta sein jafhffamt eru ffamleiddir hér á landi. I þriðja lagi er deilt um áhrif Gatt- samkomulagsins á frumvarpstextann. - Það er ótækt að Alþingi samþykki þetta frumvarp enda skapast óviðun- andi réttaróvissa verði það að lögum, segir Steingrímur J. Sigfússon, fýrr- verandi landhúnaðarráðherra. Gjaldþrota skoðanakönnun Usd fólksins Sameiginlegt framboð félags- hyggjuaflanna í borginni, Reykjavíkurlistinn, hefur mótað kosningastefnu sína og mannað listann, en hvoru tveggja verður kynnt sérstaklega á laugardag. Sem kunnugt er gefur Ingi- björg Sólrún Gísladóttir kost á sér sem borgarstjóraefni listans. Kosningastefha listans sér dagsins ljós á laugardag og sam- kvæmt heimildum Vikublaðsins mun stefnan endurspegla fjöl- mörg sameiginleg baráttumál minnihlutans á síðustu árum. Ekki síst verður áhersla lögð á atvinnumál, skólamál, fjölskyldu mál, umhverfismál, almennings samgöngur og valddreifingu. Níu efstu ffainbjóðendur Reykjavíkurlistans ásamt kosn- ingastjóm. Fremst situr Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður og borg- arstjóraefni (8. sæti), til vinstri er Arni Þór Sigurðsson félagsmála- fulltrúi (5. sæti), umhverfis Ingi- björgu eru frá vinstri Guðrún Ogmundsdóttir borgarfúlltrúi (3. sæti), fyrir ofan hana Gunnar Gissurarson tæknifræðingur (9. sæti), Steinunn Óskarsdóttir sagnfræðingur (7. sæti), Guðrún Ágústsdóttir fræðslu- og kynn- ingarfulltrúi (2. sæti), Pétur Jónsson framkvæmdastjóri (4. sæti) og Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og kaupmaður (1. sæti). Efst standa frá vinstri Ein- ar Örn Stefánsson kosninga- stjóri, Alffeð Þorsteinsson for- stjóri (6. sæti) og fjórir meðlimir kosningastjórnar: Kristín A. Árnadóttir, Arnór Benónýsson, Þórunn Sigurðardóttir og Valdi- mar Kr. Jónsson. BORGARFIRÐIEYSTRA SÍMI 97 - 2 99 77 Vikublaðið Eintak hefur birt skoðanakönnun sem sagt er að Skáís hafi látið gera daginn sem Markús tilkynnti af- sögn sína og daginn eftir. Sam- kvæmt þeirri könnun fengi Reykja- víkurlistinn 8 borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn 7. Skáís var tekið til gjaldþrotaskipta sl. nóvember og skráður sími fyrir- tækisins hefur lengi verið lokaður. Tveir stjórnarmanna eru skráðir í Bandaríkjunum og Bjarni Tómasson, tæplega níræður málarameistari, skráður ffamkvæmdastjóri Skáis kom af fjöllum. „Ég ber ekki nokkra á- byrgð á þessu. Þetta er hann Bragi,“ segir Bjarni. Þegar náðist í Braga Jósepsson for- svarsmann þrotabúsins sagði hann að Friðbjörn Níelsson væri með fýrir- tækið á leigu og væri að kaupa það. Ekki náðist í þann Friðbjörn. Bragi segist hafa unnið við könnunina sem ráðgjafi. Hann upplýsir að könnunin hefði verið gerð með óvenju stuttum fýrirvara. Og að úrtakið í könnuninni hefði verið 700 manns en náðst hefði í tæplega 600. Á bilinu 8 til 10 manns hringdu út. Borgarstjórinn segir af sér í örvæntingu vegna skoðanakannanna og varamaður settur inná. Prófkjör íhaldsins gert marklaust. Fyrsta verk nýja borgarstjórans var að bera upp bónorð við Albert Guðmundsson. Árna var hafnað. Markús Öm Antonsson hefur sagt af sér embætti sem borgarstjóri og gerir það að eigin sögn vegna lakrar útkomu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum. Oddvitinn er flúinn í örvæntingu úr pólitíkinni og hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett varamanninn Ama Sigfússon inná í stað Markúsar. Fyrsta verk hins nýja borgarstjóra var að fara á fund Alberts Guðmundssonar að biðja um frið og stuðning. En Albert hryggbraut vonbiðilinn. Viðbrögð við ákvörðun Markúsar í fjölmiðlum hafa verið sterk og yfirleitt hafa skiptin mælst illa fýrir, nema hjá leiðtogum Sjálfstæðisflokksins. Mark- ús hefur lýst því yfir að hann hafi sjálf- ur tekið þessa ákvörðun, en frant hefúr koinið að Davíð Oddsson forsætisráðherra hringdi í borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins og sagði þeim að Markús ætlaði að víkja. Guðrún Agústsdóttir, 2. maður Reykjavíkurlistans, segir að nýjustu viðburðir sýni hræðsluna sem náð hefúr tökurn á Sjálfstæðisflokknum. „Og þá er embætti borgarstjóra notað sem skiptimynt. Hann hættir um leið að vera borgarstjóri allra borgarbúa heldur borgarstjóri 15 manna klíku. En skiptin breyta engu, þarna er áfram saina fólkið og sama frjálshyg- gjustefnan. Árni Sigfússon er búinn að vera í borgarstjórn í 8 ár og svo san- narlega tekið þátt í að móta stefnuna. Hann hefur setið í skólamálaráði og félagsmálaráði og ber jafnvel meiri ábyrgð á hiðlistum leikskólanna en Markús," segir Guðrún. Árni Þór Sigurðsson, 5. maður Reykjavíkurlistans tekur í sama streng. „Breytingin hefúr haft óveru- leg áhrif samkvæmt könnun DV, hvað sem síðar verður. Þetta getur varla túlkast sem annað en örþrifaráð. Það breytir ekki hinu, að það er erfið barátta framundan hjá Reykjavíkur- listanum og full þörf á að halda vel á spöðunum," segir Arni Þór. Markús flúinn og Arni hryggbrotinn

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.