Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 17MARS 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Pjóðráð hf. Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðlun hf. Valdabaráttan í Valhöll Horfur eru á því að Reykjavíkurlistinn felli ekki bara að- eins einn borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins heldur tvo á þessu vori. Sú ákvörðun fjögurra stjórnmálahreyfinga að bjóða fram sameiginlegan lista hefur í einni svipan af- hjúpað veikleika meirihlutans í borginni og knúið frarn örvæntingarfull viðbrögð. Það er tímanna tákn þegar frarn á sviðið gengur borgar- stjóraefni á borð við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur með svo öruggu fasi að valdakallar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kikna í hnjánum. Það karlavígi sem ekki einu sinni glæstustu draumar ungra stúlkna fyrir tveim áratugum gerður ráð fyrir að gæti látið undan síga er fallið samkvæmt skoðanakönnun- um. Þegar forystumenn Sjálfstæðisflokksins gerðu sér grein fyrir að borgin væri að renna úr greipum þeirra voru við- brögðin í fyrstu þau að breiða yfir frjálshyggjuna. Reynt var að kippa til baka ákvörðun um að einkavæða SVR og friða borgarstarfsmenn og fjölskyldur þeirra sem voru farnir að líta meirihlutann í borginni sem ógnun við starfsöryggi sitt. I öðru lagi voru felldir út af lista í próf- kjöri ýmsir þeir sem lent höfðu í útistöðum og deilum á kjörtímabilinu. Kjósendur létu ekki af andstöðu sinni við Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík þótt breytt væri yfir frjálshyggjuna og vandræðagemsar felldir út í prófkjöri. Ekíd heldur þó að Markús Orn Antonsson borgarstjóri væri friðaður í efsta sæti til þess að breiða yfir þá hatrömmu valdabaráttu sem átt hefur sér stað síðan einræðisstjórn Davíðs Odds- sonar lauk í borginni. Við þessar aðstæður hugsaði borgarstjórinn ráð sitt og sá að Arni Sigfússon hafði tögl og hagldir bæði í kjör- stjórn og borgarstjórnarflokki. Breytingar á framboðslista voru gerðar til þess að' styrkja stöðu hins síðarnefnda. Marlcús Orn sá að hann yrði veikur foringi hvort heldur Sjálfstæðisflokkurinn yrði í meirihluta eða minnihluta. Hann taldi rétt að Arni Sigfússon nyti ávaxtanna af valda- brölti sínu í flokksfélögunum og uppskæri strax bæði völd og vanda. Hann kastaði því krúnunni frá sér og í fang hins ókrýnda foringja sem sennilega hefði kosið að taka við að kjöri loknu í vor. Borgarstjóri númer tvö sem við tekur í dag til næstu þriggja mánuða var fyrir nokkrum árum einn helsti tals- maður frjálshyggjunar á Islandi. Hann hefúr á kjörtíma- bilinu ræktað nýja ímynd sem áhugamaður um hin injúku mál. Það bendir til þess að hann kunni að haga seglum eftir vindi. Hinsvegar er hann óreyndur sem foringi núm- er eitt þó að hann kunni að hafa verið farsæll sem maður númer tvö og sjónvarpsþokki hans er óviss. Vandi Sjálfstæðisflokksins verður hinsvegar ekki leystur í bráð með þessum mannaskiptum. Hann er miklu djúp- stæðari. Kjósendur í Reykjavík eru langþreyttur af sam- búðinni við hann. Ráðhúsið, Perlan, Korpúlfsstaðir, valdahroki og vond fjármálastjórn eru aðeins nokkur dæini um plagsiðina í borginni. Stór hópur kjósenda treystir ekki Sjálfstæðisflokknum þótt hann lofi bót og betrun. Þeir telja ráðlegra að senda hann í fjögurra ára meðferð í stjórnarandstöðu áður en honum sé treystandi á ný. Reykjavíkurlistinn hefur góða möguleika á að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í vor og þar með borgar- stjóra númer tvö. Þetta sýnir að séu kjósendum boðnir þeir kostir er það ekkert náttúrulögmál að Sjálfstæðis- flokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála. Sjónarhorn Það sem Páll Vil- hjálmsson skildi ekki S IVikublaðinu 3. mars sl. tók Páll Vilhjálmsson sér fyrir hendur að túlka, fremur en segja frá, ráðstefnu Sagnfræðinga- félags Islands í Reykjavík 19. febr- úar. Stefán Hjartarson hefur þeg- ar leiðrétt nokkrar verstu rang- færslur Páls, en hér ætla ég aðeins að víkja að þeim sem snúa að mér og mínu máli sérstaklega. Það er að vísu rétt sem Páll seg- ir að ég sé alinn upp í sveit og bróðir formanns Landssamtaka sauðfjárbænda. En réttar stað- reyndir tryggja ekki rétta túlkun, enda er það tilefnislaust sem Páll segir um inig í framhaldi af þess- um orðum: „Honum gremst nei- kvæð umræða um landbúnaðinn og virðist láta hana hafa áhrif á faglegt mat sitt á söguskoðun. Og afleiðingin er að allur kraftur fer úr gagnrýni hans á endurskoðun- arsinna." Söguskoðun og sam- tímaaðstæður Vissulega gremst mér stundum ómálefnaleg og rangfærð umræða um landbúnað okkar (ineðal ann- ars sumt af því sein Páll Vil- hjálmsson hefur skrifað um það efni í Vikublaðið). En ég kom ekki á ráðstefnu Sagnfræðingfé- lagsins til að ræða um jtað. Erindi mitt hét Hvernig verður ný sögu- skoðun til? Það reyndi ég að skýra með því að benda á að margir sagnfræðingar á undanförnum. áratugum hafa sett fram kenning- ar sem draga á margvíslegan hátt í efa heillavænlega forystu bænda og landeigenda fyrir þjóðfélaginu á liðnum öldum, og jressar kenn- ingar hafa stundum verið settar fram sem staðreyndir í nýjum yf- irlitsritum um sögu. í framhaldi af jrví spurði ég hvort það gæti verið tilviljun að þessi margvíslega gagnrýni á bændur sent kjarna þjóðfélagsins áður fyrr, og góðar viðtökur hennar meðal yfirlits- ritahöfunda, yrði á sama tíma og atvinnuvegur bænda mætti áður óþekktri andstöðu á samtíma okk- ar. Fyrir mér vakti einkum að sýna það með dæmi, sem ílestir sagn- fræðingar viðurkenna almennt, að söguskoðun sé að jafnaði háð samtímaaðstæðum. Með jtví er enginn dómur lagður á hvort söguskoðunin er rétt eða röng, enda reyndust líklega allar sögu- skoðanir rangar ef við dæmdum þær úr leik á þeim forsendum ein- um að þær tækju á einhvern hátt mið af samtímanum. Og séu allar söguskoðanir rangar og engar réttar til að bera saman við þær, þá verður um leið meiningarlaust að tala um að jtær séu rangar. Hugtökin rétt og rangt reynast þá ekki eiga við um söguskoðanir lengur, ekki fremur en þau eiga við um skáldskap. Ekki þesskonar kappleikur Ur jiví að þetta fór framhjá Páli Vilhjálmssyni er ekki að furða jiótt honum þætti gagnrýni mín á endurskoðunarsinna Islandssög- unnar kraftlaus. Eg kom ekki á ráðstefnuna til að gagnrýna þá og sagði elcki orð til að gagnrýna þá- Suint í kenningum þeirra hef ég gagnrýnt á öðrum vettvangi en tekið annað upp og notað í náms- bókum um íslandssögu. Það gérði lífið óneitanlega ein- faldara fyrir blaðainenn ef þátt- takendur í opinberum umræðuin töluðu alltaf fyrir annan af tveim- ur málstöðum í deilu, á sama hátt og knattspyrnumenn eru alltaf í einu liði í einu og reyna sífellt að koma knettinum í mark andstæð- ingsins og verja sitt eigið mark. Og best er auðvitað að geta flokk- að menn fyrirfram, til dæmis eftir uppruna þeirra og ætterni. Þá þarf ekki einu sinni að reyna að skilja það sem þeir segja. Ráðstefna Sagnfræðingafélags- ins var bara ekki þess konar kapp- leikur. Þar var verið að reyna að nálgast flókið viðfangsefni af ein- lægni. Páll Vilbjálmsson virðist ekki hafa áttað sig á því, og þess vegna hefur hann skilið fátt af því sem þar fór fram. Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Islands Grrein eftir Gísla Gunn- arsson dósent í sagnfræði við Háskóla Islandsum sama efni verður birt í næsta blaði. Þá mun Páll Vilhjálmsson cinnig svara Jiessum tveim greinum og grein Stefáns Hjartarsonar formanns Sagnfræðinga- félags Islands sem var birt í síðasta Vikublaði.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.