Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 15
VTKUBLAÐIÐ 17. MARS 1994 15 Ung stúlka sem fermist í vor var spurð hvers vegna hún ætlaði að láta ferma sig. Hún sagðist fermast til að hugur Guðs myndi fylgja henni. Félagi hennar sagðist fermast til að Guð vissi af sér. Þær hugmyndir sem fermingarbörn fá um athöfnina, merkingu hennar og til- gang, eru gjarnan fengnar úr þeim texta sem prestar leggja til grundvallar í fræðslu sinni. Líf með Jesú er einn þriggja ritlinga sem algengast er að prestar styðjist við þegar þeir undirbúa fermingarbörn. Ritlingurinn er upphaf- lega saminn á sænsku og Einar og Karl Sigurbjörnssynir þýddu hann og stað- færðu. Til að gefa lesendum nasasjón af þeim boðskap sem haldið er að ferm- ingarbörnum birtum við nokkrar glefsur úr Líf með Jesú. et* Oeikáú en dðut* Séra Karl Sigurbjörnsson hefur verið prestur í 21 ár og hann segir talsverðan mun á fermingarbör- nunum sem koma til hans núna og þeim sem hann tók fyrst í ferm- ingarundirbúning. - Undirstaðan er veikari en hún var. í dag þekkja börnin minna til frumatriða trúarinnar. Þegar maður minnist á eina frægustu sögu ailra tíma, um miskunnsama Samverjann, er ekki sjálfgefð að þau þekki hana. Hlutfall þeirra barna sem elst upp við kvöldbænir hefur líka lækkað, segir Karl. A móti kemur að börn í dag eru ófeimnari og Karl segir þau kunna betur að tjá sig. - Það er hægt að ná til þeirra með því að fá þau til að ræða saman, segir Kari. Karl þýddi ásarnt bróður sínuin Einari ritlinginn Líf með Jesú árið 1976. Hann segir kostina við heftið vera þá að það var einfalt og stutt og textinn reyndi að ganga út frá reynsluheimi unglinga. Heftið var frumsamið á sænsku en var þýtt á allar þjóðtungur Norðurlandanna. Ekki voru allir ánægðir með útgáfuna og var heftið kallað tossakverið af sumurn. Leitin (A ýuSi „Fermingarundirbúningnum er ætiað að hjálpa þér að sjá að Guð er til. Veröldin kennir okkur ýmislegt um hann. Sama gildir um samvisk- una, svo og Biblíuna ogjesú. Umffam allt er það Jesús, sem sýnir okkur hver Guð er. Fermingarundirbúningnum er ædað að hjálpa þér að finna svar við spurningunum: „Hvað álítur krist- inn maður um Guð?“ og „Hvers vegna þarf líka trú á Jesú?“ flocA ev ýubl „Við getum eklci séð Guð. Við heyrum ekki heldur rödd hans. En innra með okkur eigum við viðtæki til þess að komast í samband við Guð. Það keinur þó ekki að notum nema við stillum það rétt. Það gerist þegar við komum frant fyrir Guð í bæn.“ Vf&uiw „Við lærum [...] með tímanum að biðja með hjartanu. Við getuin talað við Guð með eigin orðum. Það get- ur líka gerst í sameiginlegum bæn- um í messunni eða á sambænastund. Höfuðatriðið er, að við finnum innri frið, svo að hjartað sé með í athöfn- inni. Þeir, sem lengst hafa náð í bænalífi geta jafhvel beðið án allra orða. Þeir biðja þá ekki um neitt sérstakt, heldur eru fúllkomlega hljóðir. Þess háttar bæn nefnist til- beiðsla." fytíían ev útaúxvél „Biblían er ástarbréf. Þegar við fáum þess konar bréf, flýtum við okkur að opna það og lesa. Okkur nægir ekki að lesa það einu sinni, heldur verðum við að lesa það oft, til þess að geta trúað því, sem þar stendur, fullvissa okkur um, að það sé satt! Hvað stendur venjulega í ástarbréfi? Þar stendur, að einhverj- um sé umhugað um velferð rnína, elski mig. Þar stendur kannske: „Elskar ]>ú nokkurn annan?“ Og þar stendur líka: „Skrifaðu! Hringdu! Láttu mig heyra frá þér!“ I Biblí- unni eru hiiðstæður þessa.“ fioen uetjua $km1 „Er ekki fráleitt að skíra smábörn, sem hvorld geta munað eftir né skil- ið neitt af því sem fram fer? Flest okkar urðu íslenskir ríkisborgarar, um leið og við fædduinst, - og þá vorum við líklega miklu minni en þegar við vorunt skírð! Við höfðum ekkert um það að segja til eða frá, en seinna á ævinni skiljum við, að ríkis- borgararéttur er mikilvægur og veit- ir okkur margvísleg réttindi. I skírn- inni urðum við meðliinir ldrkju Krists. Af því að foreldrar okkar voru það, og vildu að við yrðurn líka þeirrar blessunar aðnjótandi. Hugs- unin að baki er þessi: Barnið á frá upphafi að vera með í kirkjunni og eiga heima í samfélagi hennar." tfoðodiu evu uuiledáHeýlto „Lífinu má líkja við umferð. Menn hittast á heimilum, í skólan- um, vinnunni, félagslífinu og víðar. Alls staðar eru möguleikar á vináttu og samvinnu, en líka árekstrum og fjandskap. Umferðin á vegunum hefur sínar reglur. Umferð lífsins þarf líka sínar reglur. Þær erú boð- orð Guðs. Boðorð Gus eru ekki mörg, ekki fleiri en tíu. Það er ekki erfitt að inuna þau. Sá, sem iðkar knattspyrnu, þarf að kunna miklu fleiri og flóknari reglur." Hl áufo án oemeiká „l'il Guðs meguin við korna án prófa, eða sérstakra verðleika, eins og til dæmis að vera alltaf heiðarleg- ur, hjálpsamur, hugsa ætíð fyrst um aðra. Til Guðs megum við koma eins og við erum, með synd okkar, sekt og galla. Hann tekur á rnóti okkur. Hann ft'rirgefur og læknar.“ tfoðobíiu tíu i eitt ,Jesús dró efhi boðorðanna tíu saman í þetta eina: „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öll- um huga þínum og af öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Mark. 12,30-31)“ íkki leaaia ua{u Cjfubt Oio kéýóina „Að leggja nafh Guðs við hégóma er að misnota nafn hans. Þú misnot- ar nafn Guðs, þegar þú notar upp- hrópanir sem þessar: „Guð minn góður!,“ ,Jesús minn!“ Er það ekki saklaust? Nei, því að þú hættir smám saman að bera virðingu fyrir nafhi Drottins ef þú notar það svona hugsunarlaust.“ íi* kióuauítjdau uáubtyulef „En er ekki hægt að búa santan án vígslu? Jú, auðvitað, og margir gera það. En það er þó ekki rétt, því að þá er miklu auðveldara að svíkja og yfirgefa." Lifið eb Ubátta „Lífið er vettvangur baráttunnar milli góðs og ills. Þá baráttu finnum við líka innra með okkur. Þar segir ein rödd: „Fyrirgefðu lionum!" Onnur rödd segir þar á móti: „Lemdu hann!“ Þessi sarna barátta er háð úti í hinum stóra heimi, bar- átta ills og góðs, heilsu og sjúkdóma, lífs og dauða.“ fibdatub'vb „Aðalatriðið í kristnidóminum er þetta: Guð elskar okkur og gaf okk- ur son sinn, Jesúm Krist.“ Karl Sigurbjömsson: Ekki sjálfgefið lengur að allir þekki söguna um miskunnsama Samveijann. ,SKIPA-0G MALMIÐNAÐAR- FYRIRTÆKI Á grundvelli samþykktar ríkisstjómarinnar frá í janúar síðastliðnum hefur verið ákveðið að veita fyrirtækjum í skipa- og málmiðnaði jöfnunaraðstoð vegna stærri endurbóta- og viðhaldsverkefna skipa til að innlend fyrirtæki geti keppt á jafnréttisgrunni við erlend. IÐNLANASJOÐUR mun annast afgreiðslu þessarar jöfnunaraðstoðar fyrir hönd Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Þórður Valdimarsson hjá Iðnlánasjóði veitir nánari upplýsingar í síma 680400. IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARAÐUNEYTIÐ MÁLMUR Samtök fyrirtækja i mólm- og skipaiðnaöi 4

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.