Vikublaðið


Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 23

Vikublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 23
VIKUBLAÐIÐ 17.MARS 1994 Kosnlngarnar 23 Par sem einingin ríkir er siqurinn vís Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokk- urinn í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að bjóða fram sam- eiginlegan lista við bœjarstjórnarkosningarnar í vor. Pessir flokkar hafa oft áður myndað meirihluta í bœjarstjórn Vest- mannaeyja, síðast kjörtímabilið 1986-1990. í kosningunum 1990 misstu flokkarnir meirihluta sinn yfir til Sjálfstœðis- flokksins semfarið hefur með völd í Vestmannaeyjum á þessu kjörtímabili. Hugmyndir að sameiginlegu framboði hafa öðru hverju verið ræddar og eftir að sjálf- stæðismenn ákváðu að fækka bæjar- fulltrúum úr níu í sjö urðu raddir um að bjóða frarn sameiginlegan lista æ háværari. Nú er svo komið að búið er að ganga frá skipan efstu sæta listans og farið er að ræða ntálefnavinnu, móta stefnuskrá og undirbúa kosn- ingabaráttuna að öðru leyti. Bæjar- stjóraefhi sameiginlega listans er Ragnar Oskarsson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, sem setið hefur í bæjarstjórn frá 1978 að undanskiidu einu kjörtímabili. Vikublaðið ræddi við Ragnar unt framboðið og undir- búning kosninganna. Hvers vegna var ákveðið að fara í sameieinlegt framboð nú? - Astæður þess eru auðvitað fjöl- margar. Síðustu vikur hefur fjöldi fólks í bænum komið að rnáli við for- ystumenn flokkanna og látið í ljós á- huga sinn á að þessi leið yrði reynd. Fólk hefur bent á að stefni flokkarnir á að ná meirihluta að nýju sé skýnsam- legra að bjóða ffam sameiginlegan lista í stað þess að sundra atkvæðum á listana þrjá þannig að stór hluti at- bandalagið sé í sókn og í nýlegri skoðana- könnun Gallups mn fylgi flokkanna í Vcstmannaeyjum kom Alþýðubandalagið vel út. Eru allir alþýðubandalagstnenn sdttir við þessa ákvörðun? - Það er rétt að Alþýðubandalagið er í sókn, það finnum við mjög greini- lega. Til dærnis uin þetta má nefna að fjöldi óflokksbundinna óskaði sérstak- lega eftir að taka þátt í forvali félagsins þegar kannaður var vilji um uppröðun á bæjarstjórnarlistann. Auk þess hafa margir gengið í Alþýðubandalagsfé- lagið síðustu vikurnar. Auðvitað er því ekki að neita að nokkrir félagar voru með efasemdir um sameiginlegt fram- boð og töldu að hlutur flokksins yrði stærri ef farið væri fram með hreinan flokkslista. Þeir sent hafa haft efa- semdir hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni styðja sameiginlega listann og eru tilbúnir að starfa að sigri hans í vor. Heldurðu að andstaða haft verið innan hinna flokkanna um samegmlegt fram- boð? - Auðvitað hefur verið þar einhver andstaða en við verðum ekki vör við annað en að flokkarnir hafi gengið af fullum heilindum til framboðsins. sæti og Guðmunda Steingrímsdóttir í fimmta sæti. Auk okkar Guðmundu munu Hörður Þórðarson, Katrín Freysdóttir og Róbert Marshall skipa sæti Alþýðubandalagsins á listanum. Nú erþérstillt upp se?n bæjarstjóraefni listans. Er það vegna þess að í skoðana- könnun sem gerð var í vetur nýtur þú lang mest trausts allra bæjaifldltnia eða um 30% en næstu mcnn þar á eftir að- eins um I0%? - Það er rétt að mér er stillt upp sem bæjarstjóraefni listans. Hvort skoðanakönnun ræður úrslitum í því ináli er erfitt um að segja en óneitan- lega hefur hún ekki spillt fyrir. Strax og viðræður um sameiginlegan lista hófust vorutn við ákveðin í því að bjóða fram bæjarstjóraefni. Niður- staðan varð sú að ég varð fyrir valinu og um það náðist góð sainstaða með samstarfsflokkunum. Annars er rétt að geta þess að við sem undirbjuggum framboðið höfðum það sem megin- reglu að vera ekkert að togast á um hugsanleg embætti í væntanlegum meirihluta. Við erum að fara í sam- starf sem þarf að byggjast á gagn- kvæmu trausti. Vinnan fram til þess er öll í þeim anda. og setja fram trausta og trúverðuga stefnuskrá. Eg er ekki í nokkrum vafa um að tekist verður á um atvinnumál- in en meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur gersamlega brugðist í þeim efnunt á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Stefna meirihiutans hefur einkennst af algeru afskiptaleysi í atvinnumálum á sama tíma og at- vinnuleysi er orðið viðvarandi í þó nokkrum mæli. Eg býst einnig við því að tekist verði á um fjármálastjórnina og ýmsa þætti í félagslegri þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Þá verður einnig tekist á um vinnubrögð en vinnu- brögð sjálfstæðismeirihlutans hafa allt kjörtímabilið verið ólýðræðisleg í meira lagi. Allar ákvarðanir eru teknar í afar þröngum hópi og reynt er að útiloka aðgang fólks að sjálfsögðum upplýsingum um bæjarmálin. Hvemig hafa sjálfstæðisjnenn bmgðist við ftramboðinu? - Það hefur nú lítið heyrst opinber- lega í þeim um það. Hins vegar er al- veg Ijóst að sameiginlega framboðið hefur valdið titringi innan þeirra raða. Hitt er e.t.v. meira áberandi að sjálf- stæðismenn eiga í hinu mesta böggli með að koma sainan sínum lista. Margir mætir menn úr þeirra röðum hafa fengið sig fullsadda á þeim ólýð- ræðislegu vinnubrögðum sem tíðkast hafa á kjörtímabilinu og vilja ekki koma nálægt ffainboðsmáluin af þeim sökum. Þá er mörgum í fersku minni þegar Sigurður Jónsson, oddvit| þeirra við síðustu bæjarstjómarkosnt ingar, var flæmdur af listanum með fáheyrðum bolabrögðum. Menn eru hreint ekki tilbúnir að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa í því andrúmslofti sem virðist ríkja innan Sjálfstæðis- flokksins, Viltu spá um kosningaúrslitin t'vor? - Eg er bjartsýnn á að listi okkar eigi raunhæfa og góða möguleika á að sigra í kosningunum. Það byggi ég á því að mikil eining ríkir um listann og meðal bæjarbúa virðist hann þegar njóta.mikils trausts. Við höfúm orðið vör við töluverðan stuðning fólks sem fram til þessa hefur ekki fylgt flokkun- um þremur að málum. Við gerum okkur hins vegar ljóst að sigur vinnst ekki nema með þrotlausri vinnu fjölda fólks. Því er mikilvægt að sem flestir korni til starfa eigi draumur okkar um betri bæ að rætast. Það er eining um framboðið og það er góðs viti því þar sem einingin ríkir er sigurinn vís. Guðmundur Jensson Ataksverkefni, á vegum Reykjavíkurborgar Byggingadeild borgarverkfræðings óskar eftir verktökum til að taka þátt í lokuðum útboðum vegna atvinnuaukandi verkefna. Um er að ræða almenna verktakavinnu, byggingar, lóðafrágang o.fl. Þær kröfur eru gerðar að vinnuafl í viðkomandi verkum sé ráðið að 2/3 hlutum af atvinnuleysisskrá Vinnumiðlunar Reykjavíkur / Ráðningarskrifstofu. Þeir verktakar sem áhuga hafa skili inn nöfnum sínum í síðasta lagi föstudaginn 18. mars 1994 til Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. kvæða nýttist ekki. Þetta er e.t.v. enn brýnna nú eftir að bæjarfulltrúum hefur verið fækkað í sjö. Einnig tel ég að sá meðbyr sem sameiginlegt fram- boð í Reykjavík hefúr fengið hafi á vissan hátt ýtt undir þessa ákvörðun. Nú segja skoðanakannanir að Alþýðu- Hvemig verður svo listinn skipaður? - Búið er að ákveða skipan efstu sætanna. Hún er þannig að Guð- mundur Þ. B. Olafsson verður í fyrsta sæti, Ragnar Oskarsson í öðru sæti, Svanhildur Guðlaugsdóttir í því þriðja, Guðný Bjarnadóttir í fjórða U?n hvað verður tekist á í kosningun- um og hver verða helstu áherslumál list- ans? - Nú þegar er hafin vinna við að undirbúa baráttumál listans. Það tek- ur að sjálfsögðu nokkurn tíma og við munum kappkosta að vanda þá vinnu Sameiginlegur framboðslisti Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks við bæjarstjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum 28. maí 1994. Fimm efstu sætin eru þannig skipuð: Guðmundur Þ. B. Ólafsson, tómstunda- og íþróttafulltrúi. Ragnar Óskarsson, kennari. Svanhildur Guðlaugs- dóttir, ræstingarstjóri. Guðný Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur. Guðmunda Stein- grímsdóttir, forstöðu- maður. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboöum í lagningu frárennslislagna í Suður-Mjódd. Verkið nefnist. Suður-Mjódd. Regnvatnslagnir, 1. áfangi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt u.þ.b. 5.500 m3 Grúsarfylling u.þ.b. 2.200 m3 Lengd 1.000-1.200 mm röra u.þ.b. 400 m Lengd 500 mm röra u.þ.b. 120 m Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. ágúst 1994, Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 24. mars 1994, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.