Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Síða 1

Vikublaðið - 24.03.1994, Síða 1
Kópavogur G-listinn í Kópavogi býður fram undir kjörorðinu Gerum bæinn betri! I blaðinu að þessu sinni er allt um stefhu og hugmvndir Glistamanna. Bls. 9-19 Kosningar á Ítalíu Um helgina verður kosið til ítalska þingsins í íyrsta sinn eftir að kosningaiögum var breytt og ríkir mikil eftin'ænt- ing um úrslitin Bls. 20 íslandssagan og ritskoðunm Gísli Gunnarsson bætist í hóp þeirra sem lýsa yfir óánægju með Islandssögugrein Páls Vilhjálmssonar í 9. tbl. og Páll svarar fyrir sig. Bls. 6-7 M V I T E R 12. tbl. 3. árg. 24. mars 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Sameinuð sigrum við! Reykjavíkurlistinn markar tímamót í íslenskum stjórnmálum. Á móti flokkavaldi og vanahugsun. Með opnari og lýðræðislegra samfélagi. Fundarhöld með borgarbúum á næstu vikum. Hér stend ég og get ekki annað, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þing- kona og borgarstjóraefini fyrir troðfullum Súlnasal Hótel Sögu á laugardag þegar Reykjavíkurlistinn kynnti stefnuskrá sína og fram- bjóðendur. I ræðu sinni sló Ingi- björg nýjan tón í íslenskri stjóm- málaumræðu og boðaði uppstokk- un á stjómmálakerfinu. Guðrún Agústsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi setti fundinn og sagði sögulega stund runna upp. - Okkur hefur tekist það sem marg- ir þráðu, sumir töldu ómögulegt og Kópavogur skuldar krónur og dollara Bæjarsjóður Kópavogs skuldar tæplega þrjá milljarða króna, þar af er tæplega milljarður í óhag- stæðum erlendum lánum. Þegar núverandi meirihluti tók við vom skuldir bæjarsjóðs helmingi minni og bærinn skuldaði ekkert í út- löndum. - Það er dýrt að borga vexti af lán- um og skuldir Kópavogsbæjar munu í framtíðinni gera okkur erfitt um vik að fjármagna rekstur bæjarfélagsins, segir Valþór Hlöðversson bæjarfull- trúi sem sldpar efsta sætið á lista Al- þýðubandalagsins í Kópavogi. Stórauknar skuldir bæjarins stafa einkum af fjárfrekum ffamkvæmdum við ný hverfi í Kópavogi. Bæjaryfir- völd gerðu ráð fyrir að fá tekjur á móti útgjöldunum en áætlanir þeirra hafa ekld gengið eftir. Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins hafa gagnrýnt meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks fyrir að hafa skuldsett bæjarsjóð langt fram úr hófi. Félagsleg þjónusta og annar rekstur bæjarfélagsins líður fýrir óskynsamlegar fjárfestingar meiri- hlutans. Sjá ítarlega umfjöllun um kosn- ingamar í Kópavogi á bls. 9 til 19. í gamalli tíð var Dymbilvika tími þögullar íhugunar. Viku- blaðið fylgir fomum háttum og kemur ekki út í næstu viku. Fyrsta tölublað eftir páska kemur út 7. apríl. Við þegjum í Dymbilviku Ég vil binda endi á flokkspálitískan dilkadrátt og gera ábyrgð, reynslu og siðgæðiskennd einstaklinganna að þeim mælikvarða sem einn er marktækur, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á kynningaifundi Reykjavíkurlistans. Stefna Alþýðubandalags í ESB-málinu ofan á aðrir óttuðust, að skapa samstöðu um nýtt framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði Guðrún. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi kynnti steffiuskrá Reykjavíkurlistans undir kjörorðinu Opin og lýðræðisleg borg, heimili - atvinna - skóli. - Það er stefna Reykjavíkurlistans að bæta úr brýnni þörf fyrir betri og sveigjaniegri þjónustu við reykvískar fjölskyldur, stuðla að aukinni atvinnu, vinsamlegra umhverfi, opnara stjórn- kerfi og lýðræðislegri stjórnarháttum, sagði Sigrún. A fundinum flutti Ingibjörg Sólrún sína fyrstu ræðu sem borgarstjórnar- efni R-listans. Hún ræddi breytt við- horf í íslenskri stjórnmálaumræðu og nýtt inntak stjórnmálanna. - Fólk ætlast til þcss af stjórnmála- mönnum og stjórnmálaöflum að þau vísi til framtíðar. Að þau veki vonir og draurna sem geta leyst úr læðingi þá bjartsýni, hugvit og starfsorku sem er forsenda allra raunverulegra framfara. Að þau stjórni ekki fólki heldur stjórni með fólki. Að þau hafi ekki vald yfir heldur vald til. Ingibjörg fjallaði einnig um hug- myndir sínar um stjórn Reykjavíkur- borgar. - Eg vil gera stjórnkerfi borgarinn- ar opnara og lýðræðislegra, ég vil leyfa ferskum vindum að blása um borgarkerfið og losa það úr viðjum flokksvalds og vanahugsunar. Ég vil binda endi á flokkspólitískan dilka- drátt og gera ábyrgð, reynslu og sið- gæðiskennd einstaklinganna að þeiin mælikvarða sem einn er marktækur, sagði Ingibjörg og hélt áfram: - Nú eigið þið næsta leik. A næst- unni mun Reykjavíkurlistinn boða til opinna funda með borgarbúum um flest þau mál sem á okkur brenna. Nú er komið að ykkur að leggja óskir ykk- ar, hugmyndir og þekkingu í þann sjóð sem við munum ausa af allt næsta kjörtímabil. — Sameinuð munum við sigra!, voru lokaorð borgarstjóraefnis Reykjavík- urlistans og sneisafullur Súlnasalurinn tók undir með kröftugu lófataki. Sjá nánar á bls. 3, 4 og 5. ✓ Iafúr Ragnar Grímsson hefúr óskað eftir því að ut- anríkisráðuneytið skili ut- anríkismálanefúd Alþingis greinar- gerð um hvemig unnið hefur verið að þeim möguleika að gera tvíhliða samning við Evrópusambandið. Olafúr Ragnar segir að þessi ósk sé ffam borin í Ijósi yfirlýsingar Björns Bjarnasonar formanns utanríkismála- nefndar í ræðu á þingi í síðustu viku um að ályktun Alþingis frá því í maí 1993 um tvíhliða samning sé viðvar- andi stefna íslands. Því komi ekki til álita að sækja um inngöngu í ESB. Þingmenn Alþýðubandalagsins telja að samningur Noregs við Evrópu- sambandið sé lélegur og á engan hátt viðsættanlegur grunnur fyrir ísland. Ölafur Ragnar segir síðustu við- burði sýna glöggt að stefnan um tví- hliða samning sem Alþýðubandalagið markaði í júní 1992 hafi reynst rétt og sýnt mikið raunsæi. „Þar var því lýst hvernig slíkur tvíhliða samningur ætti að vera. Og þessi stefna okkar er að verða ofan á, í ljósi þess að enginn flokkur hefúr breytt urn afstöðu gagn- vart ályktun þingsins ffá síðasta vori. Það eru bara Jón Baldvin og Þórarinn V. með nokkrum atvinnurekenduin sem vilja hverfa frá þeirri samþykkt," segir Olafúr Ragnar. Steingrímur J. Sigfússon er gáttað- ur á yfirlýsingum Jóns Baldvins uin að samningur Noregs sé góður. „Þessi samningur er lélegur. Noregur fór af stað með tvö meginmarkmið, engan fisk og stjórnun fiskveiða norðan 62 breiddargráðu. Þeir gáfu eftir í báðum atriðum; láta meiri fisk og missa for- ræðið norðan 62 breiddargráðu eftir þrjú ár. Effir það semjum við ekki við Norðmenn um loðnu, heldur við mennina í Brussel. Norðmenn fengu svo klásúlu sem varðar Smuguveið- arnar. Hvaða aðstoð fær Noregur ffá Evrópubandalaginu? Staðreyndin er sú að það bandalag hefur verið ein- hver harðdrægasti úthafsveiðihags- munaaðili sein fyrir finnst og ævinlega staðið gegn lokun á smugum," segir Steingrímur. Sjá lciðara á bls. 4. Mótmælum valdtöku Breta s sland á hiklaust að mótmæla því kröftulega að Bretland skuli einhliða taka sér lög- regluvald á Hatton-Rockall svæð- inu með töku togarans Rex. Þetta er frjálst úthaf og veiðar heimilaðar samkvæmt 116. grein hafféttarsátt- málans. Mér finnst viðbrögð stjómvalda ekki nógu skjót og ör- ugg í ljósi þess að við höfum gert kröfú til þessa svæðis, sem land- fræðilega og jarðfræðilega er fr ekar á okkar áhrifasvæði en Breta. Mér finnst spuming hvort það eigi ekki að láta reyna sem fyrst á veiðar skips með íslcnskan fána þama og sjá til hvað gerist. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon aðspurður um töku Breta á togaran- um Rex á Hatton-Rockall svæðinu nýverið. Skipið er í eigu íslenskra og færeyskra aðila, en siglir undir fána Kýpur. Bent hefur verið á að skipið myndi sigla undir íslenskum fána ef ekki væri fyrir þrönga túllcun sjávarút- vegsráðuneytisins á lagaákvæðum um úreldingu skipa. „Þessum lögum eða túlkun á þeim þarf að breyta. En úthafsveiðarnar eru núkið hitamál um þessar mundir. Ég á sæti í úthafsveiðinefnd þeirri sem sjáv- arútvegsráðherra skipaði í haust vegna Smugudeilunnar og ég fer nú um helgina á ráðstefúu Sameinuðu þjóð- anna um úthafsveiðiréttindi. Þetta er annar fundurinn af þremur og til stendur að reyna að semja um þjóð- réttarsamning á þessu sviði eða að minnsta kosti að semja leiðbeinandi reglur,“ segir Steingrímur.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.