Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 24MARS 1994 BLAÐ SEM V I T E R í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: llildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Þjóðráð hf. Auglýsingasími: (91)-8.13200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls íjölmiðlun hf. Tvíhliða samningur við Evrópusambandið I júní 1992 þegar Alþýðubandalagið lagði fram tillögur sínar í Evr- ópumálunum var helst að heyra á íslenskum stjórnmálamönnum öðrum og forráðamönnum í atvinnulífi að Islendingar ættu aðeins um tvo kosti að velja; að leita inngöngu í Evrópubandalagið eða semja um Evrópska efnahagssvæðið. Að mati Alþýðubandalagsins kom fyrri kosturinn ekki til greina og einsýnt að sá síðari væri hvorttveggja lélegur fyrir ísland og skammvinn bráðabirgðalausn. Þá strax hvatti Alþýðubandalagið til að þegar í stað væru undirbúnar viðræður um tvíhliða samning við Evrópubandalagið og flokkurinn gekk lengra; hann lýsti því ítarlega hvernig sá samningur ætti að vera. Þessa dagana er að koma í ljós hversu raunsæjar þessar tillögur voru og eru. Stefna Alþýðubandalagsins er að verða ofan á. Það gild- ir einu hversu háværir Jón Baldvin Hannibalsson, Þórarinn V. Þór- arinsson og þeirra jábræður ætla að reynast um nauðsyn þess að Is- land gangi í Evrópusambandið. I umræðum á Alþingi uin Evrópu- málin eftir að Noregur gerði samning við Evrópusambandið hefur komið fram að samþykkt Alþingis frá því í fyrravor urn Evrópumál- in, þar sem tekið er undir stefnu Alþýðuhandalagsins, er stefnumót- un sem varðar leiðina að framtíðarsambandi íslands við ESB. Þessi samþykkt AJþingis gerir ráð fyrir viðræðum við Evrópusam- bandið um tvíhliða samning. Þessi stefnumörkun er í fullu gildi. Nú bendir allt til að utanríkisráðuneytið hafi ekki lagt nokkra vinnu í að móta kröfur Islands í slíkum samningi. Líkast til eru tillögur Alþýðu- bandalagsins frá því í júní 1992 eina skjalið sem utanríkisráðuneytið getur á þessari stundu byggt á. Jón Baldvin Hannibalsson og félagar knýja nú á urn að Island íhugi alvarlega að ganga í Evrópusambandið. Meðal annars af ótta við að Island einangrist, en ekki síst með tilliti til þess samnings sein Nor- egur hefur gert við Evrópusambandið. Jón Baldvin hefur opinber- lega lýst því yfir að sá samningur sé góður. Það er hann ekki. Norðmenn lögðu af stað með tvö meginmarkmið. Annars vegar markmiðið um „engan fisk“ til handa öðrum aðildarríkjum Evrópu- sambandsins. Noregur hélt þessari stefnu stíft uppi og var sjávarút- vegsráðherra þeirra kallaður „No-fish-01sen“ í Brussel fyrir vikið. Þetta markinið gáfu Norðmenn eftir á lokasprettinum. Hitt meginmarkmið Norðmanna var fullt forræði þeirra yfir auð- lindum sjávarins norðan 62. breiddargráðu. Og þarna var líka gefið eftir. Forræðið hjaðnaði niður í þriggja ára aðlögunartíma. Eftir það ræður Brussel í raun. Þangað verður Islendingum vísað með samn- inga um loðnu, ef ekki verður samið fljótlega. Norðntenn eiga sér það helsta hálmstrá að hafa knúið fram bókun varðandi veiðar í Smugunni. Sú bókun felur í sér að „kanna“ hvern- ig stöðva megi slíkar veiðar. Er Evrópusambandið líklegt til að berj- ast hart fyrir lokun á smugum? Það er staðreynd að Evrópubanda- lagið, nú Evrópusambandið, hefur verið einhver harðdrægasti hags- munaaðili úthafsveiða sem fyrirfinnst og ávallt staðið gegn því að loka srnugum utan landhelgi ríkja. Það er ekki mikið hald í þessu hálmstrái. Eini raunhæfi kosturinn í stöðunni er að fara út í einfaldan við- skipta- og samvinnusamning við ESB með sein minnstri stofnanayf- irbyggingu og sem einföldustum framkvæmdarmáta. Og kanna möguleika á sainningum við fleiri sambönd og ríki. Mótmælum sjálfteknu lögregluvaldi Breta Bretar gera sig nú breiða á Hatton-Rockall svæðinu með töku skipa sem stunda veiðar þar. Meðal annars með töku á togaranum Rex, sem er í eigu Islendinga og Færeyinga, en siglir undir fána Kýp- ur. Oþarfi er að fjölyrða um ástæður þess að togarinn siglir undir er- lendum fána, en það hefur gert okkur erfitt fyrir með að bregðast við skipstökunni. Hitt stendur eftir að Bretar hafa tekið sér lögregluvald yfir Hatton-Rockall svæðinu og það er vald sem engin hefur viður- kennt. Hatton-Rockall er úthafssvæði ag veiðar þar frjálsar samkvæmt hafréttarsáttmálanum. Ef svæðið á að „tilheyra“ einhverjum þá kem- ur ísland ffekar til greina en Bretland. A þetta mun síðar reyna, en nú er mikilvægt að bregðast hart við sjálfteknu lögregluvaldi Breta. Samstætt afl til sigurs Ávarp Guðrúnar Ágústsdóttur á fundi Reykjavíkurlistans Hjartanlega velkomin, kæru Reyk- víkingar, á þennan opna kynningar- fund Reykjavíkurlistans. Þetta er í senn hátíðleg og kannski unifram allt söguleg stund. Okkur hefur tekist það sein inargir þráðu, sumir töldu ómögulegt og aðrir ótt- uðust - að skapa samstöðu um nýtt ffamboð tíl borgarstjórnar Reykjavík- ur. Stilla saman strengina og við höf- um þegar náð að skapa víðtæka og bjartsýna hreyfingu félagshyggjufólks í Reykjavík. Samstaða nú er engin tilviljun. MiDu frekar nauðsyn - veruleikinn kallar á samstöðu. Samstöðu gegn at- vinnuleysi - samstöðu undir kjörorð- inu opin og lýðræðisleg borg þar sem öllum er sýnt jákvætt viðmót, ekki síst þeim sem þarfnast aðstoðar tii sjálfs- hjálpar. Vandinn í umhverfinu er svo mikill að við leyfum okkur ekki að vera með sundrungu. Áður en ég bið Helga Pétursson að taka við fundarstjórn viljum við ítreka að á þessum fundi sýnum við affakstur af samvinnu okkar hingað tíl, sam- vinnu og einingu sem hefur verið með Giiðrím Agústsdóttir: Vemleikimi kallar á samstöán. Helgi Pétiirsson var fundarstjóri. Hann skipar 11. sceti listans og hér er hann með Astn R. Jóhanncsdóttur, deildarstjóra t Tyggingastofiiun. miklum ágætum og verið ánægjuleg fyrir okkur öll sem höfum tekið þátt í henni. Sá áfangi sem nú hefur náðst er mikilvægur og fyrsti áfangi að vænt- anlegum sigri sem getur náðst með samstöðu, baráttuvilja og mildlli vinnu frain á kvöld kjördags 28. maí næst komandi. R-listinn og undirtektirnar til þessa sanna að fólk vill horfast í augu við veruleikann og vill rnynda samstætt afl til sigurs. Tvcer kynslóðir á fundi. Guðrítn Og- mundsdóttur horgarfulltríii skipar þriðja s<eti R-listans. A Hótel Sögu var htítt með dóttur sinni. Opið hús Reykjavíkurlistinn er með opið hús alla daga á Laugavegi 31. Gestir og gangandi eru velkomnir til skrafs og ráða- gerða um allt milli himins og jarðar. I hádeginu er boðið upp á súpu og salat og kaffi og bakkelsi síðdegis. U ummm

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.