Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 24. MARS 1994 Gerum bæinn betri! 13 Unglingarnir eru vanrœktir í Kópavogi: Öfluga félagsmið- stöð í miðbœinn Hvað vilja unglingar í Kópa- vogi að gert sé í þeirra málum? Við ákváðum að heyra í nokkrum krökkum um þeirra óskir og kröfur, en fyrst varð þó fyrir svörum Hrafhhildur Ast- þórsdóttir forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Ekkó sem stað- sett er í Þinghólsskóla. „Unglingarnir hafa sett það skýrt fram hvað þeir vilja. Það hafa þeir meðal annars gert á sérstökum ung- lingadegi. Þessir krakkar eru gjarnan vanmemir, en þeir hafa uppi mjög raunhæfar óskir og kröfur,“ segir Hrafnhildur. Fyrir síðasta unglingadag var sett á laggirnar neínd unglinga á aldrinum 13 til 16 ára, tveir úr hverjum skóla. Krakkarnir settust niður og hófu nefhdarstörf þremur vikum fyrir ung- lingadaginn ásamt Hrafnhildi og Onnu Sigurbjörgu unglingafulltrúa. „En það voru þau sjálf sem mótuðu vinnuna, þessir fulltrúar tæplega 800 unglinga á þessum aldri í Kópavogi. Það kom í ljós að krakkarnir eru mjög hlynntir einni stórri félagsmiðstöð ntiðsvæðis, ásamt því að halda starfinu óbreytm áfrarn í skólunum og sam- starfi þarna á rnilli. Þá eru þau gáttuð á því að vera látin borga fullorðins- gjald í strætó og sundlaugar frá 12 ára aldri, en síðan horfa þau á útivistar- reglurnar og eru þar talin börn fram að 17 ára aldri,“ segir Hraffiildur. Hún sagði að það sem vanti sé stefnumótun í unglingamálum. „Það er ótrúlegt hverju við gemm þó kom- ið til leiðar með okkar litla fjármagn og satt að segja hristir maður höfuðið ansi oft á ári. Það virðist ekki skiljast hvað felst mikil forvörn í félagsmið- stöðvum og hvað þetta á að vera sjálf- sögð þjónusta,“ segir Hrafnhildur. Þrjár 15 ára stúlkur sám fyrir svör- um um ósldr og kröfur unglinga í Kópavogi, þær Sigríður H. Guð- mundsdóttir, Bryndís Yngvadóttir og Elfa María Magnúsdóttir. Sigríður: Við viljurn að byggð verði félagsmiðstöð í miðbænum sem er sameiginleg fyrir alla unglinga í Kópavogi og að áfram verði félagslíf í skólunum eins og hér í félagsmiðstöð- inni Ekkó. Elfa: Strætógjaldið hefur hækkað úr 70 í 110 krónur og við erum látin borga fullorðinsgjald ffá 12 ára aldri og fáum ekki einu sinni skiptimiða sem gildir í Reykjavík. Við viljum að fullorðinsgjaldið rniðist við 16 ára, helst 18 ára. Btyndís, Sigríður og Elfa: Fullorðinsgjald i strtetó og sund á að miðast við 16-18' ára aldnr. Myndir: Ol.Þ. Hrafnhildur Ástþórsdóttir forstöðu- maður félagsmiðstöðvarinnar Ekkó: Maður hristir höfuðið ansi oft á ári. Bryndís: Þetta er mikill peningur fyrir okkur. Við erum talin börn þeg- ar talað er um útivistarmál og hvers vegna borgum við þá ekld barnafar- gjald? Eða sérstakt unglingagjald þarna á milli? Sigríður: Þetta er líka svona með sundið. Börn borga 60 krónur en full- orðnir 120 eða 140 krónur. Og við borgum fullorðinsgjald 12 ára. Elfa: Það er alltaf svo neikvæð um- ræða um okkur unglingana. Sigríður: Það er ailtaf verið að al- hæfa um okkur. Ef eitthvað kemur upp á hjá einu okkar þá er sagt: Sjáið þessa unglinga hvernig þeir eru. Hin- ir fullorðnu eru ekkert betri en ung- lingarnir. Bryndís: Verri! Sigríður: Það er fullorðna fólldð sein er fullt og að slást. Bryndís: Við eigum síðan að fara eftir einhverjum útivistarreglum, en það fer enginn eftir þeim. Til hvers að hafa reglur ef enginn fer eftir þeirn? En nú skilst mér að það eigi að fara meira eftir reglunum. Og þá erum við orðin börn sem má reka heim, þótt við séurn talin nógu stór til að borga eins og fullorðnir í strætó og sund. Hvernig eigum við að geta sótt félags- lífið í skólunum ef það á að fara að reka okkur heirn klukkan 10 á kvöld- in? Elfa: Auðvitað verða að vera ein- hver mörk á útivistartímanum og við erum tilbúin að skoða það mál. Til dæmis að hafa mörkin kl. 11 á virkum dögum og hálf eitt um helgar, eins og lagt var tíl á unglingadeginum. Bryndís: Það fer lítill peningur í fé- lagslíf unglinga í Kópavogi. Það er á- gætís starf hér í Ekkó, en ég hef heimsótt Garðalund í Garðabæ og þar fá unglingarnir miklu meira. Þau ei/u að fara að halda stór- glæsilega árshátíð og árshátíð skiptír mjög mildu máli. Þau eru að fá til sín vinsælustu hljómsveitírnar. Við fáum ágætís hljóm- sveitír, en ekki stóru nöfnin. Það er ekki hægt að líkja satnan hvað það eru miklu meira gert fyrir krakkana þar. Sigríður: Maður skilur ekki af hverju þessu er skipt svona misjafnt. Munurinn er svo mikill. Guðrún Gunnarsdótlir leikskólastjóri innan um nokkra fulltrúa yngstu kynslóðanna í sólskini ogstillu. Leikskólinn Grænatún í Kópavogi verður 10 ára 11. maí næstkomandi og þegar full- trúar Vikublaðsins mættu í heimsókn um daginn var ekki annað að sjá en að öll bömin væm þegar komin í hátíðarskap. En það var svo sem ástæða til að vera í góðu skapi, því úti var sól, snjór og stilla og allir nýbúnir að borða. Og bömin geisluðu af gleði. Grænatún er þriggja deilda leik- skóli fyrir tveggja til sex ára börn og eru þau í fjögurra til níu tíma vistun í sveigjanlegu kerfi. Börnin eru ails 96 talsins og lúta þau umhyggju- samri handleiðslu átta fóstra, tólf aðstoðarstarfsmanna auk tveggja í eldhúsi. Leikskólastjóri er Guðrún Gunnarsdóttír og sagði hún í sam- tali við Vikublaðið að í starfinu væri byggt á markmiðum uppeldisáætl- unar menntamálaráðuneytisins um leikskóla. „Og með vísan tíl hennar viljum við stuðla að gagnkvæmri virðingu barna og starfsfólks og að börnin viti hverju þau eigi von á. Við leggjum okkur fram um að þekkja þarfir og einkenni hvers barns fyrir sig og koma tíl móts við þau. Virkni og áhugi barnanna eru í fyrirrúmi og reynt að örva frumkvæði og sjálfstæði í starfi og leik,“ segir Guðrún. Hún nefhir enn ffemur að leitast sé við að halda góðri samvinnu við foreldrana. „Foreldrafélagið er virkt og við reynum að gæta þess að góð samvinna ríki á milli heimilanna og leikskólans." Vikublaðið óskar börnun- um, foreldrunum og starfs- fólkinu að Grænatúni tíl hamingju með 10 ára affnæli leikskólans. iyÓI'Á'JHLJOMS VEITlfv ÍL. 14.30 Wu ára .‘s&smur ttmðsiras Ktor þátt í íátnilditaimiiaffl Miðasala á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabíói alla virka daga kl. 9 - 17 og við innganginn við upphaf tónleikanna. SIMFÓMÍl HLJÓMSVEITI M sími 622255 mmm

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.