Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 24. MARS 1994 f.istinn 15 16. Skafti Þ. Halldórsson kennari, 43 ára Kópavogsbraut 81. Kennari í Digranesskóla og umsjónarmaður með félagslífi nemenda þar. Vara- maður í umhverfisráði frá 1990 og í fjölmiðlanefnd Kópavogs 1986- 1990. Maki er Sigríður Hagalíns- dóttir og eiga þau 3 börn. 17. Elísabet Sveinsdóttir, nemi, 19 ára Grenigrund 18. Stundar nám í Fjöl- braut Ármúla. Þjálfari hjá Breiðablik í handbolta stúlkna. íslandsmeistari í handknattleik kvenna 1993 og ný- krýndur bikarmeistari í handknatt- leik kvenna 1994. íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna með UBK 1992. Unnusti er Jón Þórðarson. 18. Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, 65 ára Furugrund 62. Halldór er jafnframt starfsmaður á skrifstofu Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Hann á sæti í miðstjórn ASÍ og situr í framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins. Halldór á 4 börn. 19. Margrét Guðmunds- dóttir, kennari, 54 ára Holtagerði 43. Margrét starfar sem kennari við Öskjuhlíðarskólann. Hún hefur um árabil tekið virkan þátt í starfi friðarhreyfinga. Margrét á 4 börn og eitt barnabarn. Maki er Eyvindur F. Eiríksson, rithöfundur. 20. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, 67 ára Víghólastíg 5. Húsamiður. Formað- ur Trésmiðafélags Reykjavíkur 1954-1957. Formaður Sambands, byggingarmanna 1966-1990. í mið- stjórn Alþýðubandalagsins frá stofnun. Forseti ASÍ frá 1992. Maki: Finnbjörg Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn. G USTIALÞÝÐUBANDALAGSINS við bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi 28. maí 1994 21. Sigurlaug Sigurðar- dóttir, fulltrúi, 59 ára Ásbraut 13. Starfar hjá Lyfjaverslun ríkisins. í stjórn Alþýðubandalags- ins í Kópavogi 1968 til 1970. Hún á fjögur börn. 22. Ólafur Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi, 75 ára Grænutungu 7. Bæjarfulltrúi ÍKópa- vogi 1955-1970 og aftur 1974 til 1978. í bæjarráði mikinn hluta þess tíma og í fjölda nefnda og ráða. Forstöðumaður Strætisvagna Kópavogs 1957-1972. Fyrsti for- maður Félags eldri borgara í Kópa- vogi frá 1988 til 1993 og er nú for- maður Landsambands aldraðra. Maki: Ásta Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn. GERUM BÆINN BETRI! X G Bókasafn Kópavogs veitir bæjarbúum margvíslega þjónustu, auk almennra útlána Lögð er áhersla á að veita börnum og unglingum sem besta þjónustu. Sögustundir fyrir 3ja til 6 ára börn eru alltaf á miðvikudögum kl. 10 og 14 yfir vetrarmánuðina. Boðið er upp á safnkynningar fyrir grunnskólanemendur og margir bekkir koma reglulega til að nýta sér lesefni safnsins til gagns og ánægju. Á sumrin eru bókakynningar fyrir 8 til 12 ára börn. Þar eru teknir fyrir ákveðnir höfundar og verk þeirra kynnt. Lesstofa er í kjallara safnsins og er þar mikill fjöldi blaða og tímarita auk handbókakosts. Þar er ágæt aðstaða til lesturs og upplagt fyirr nemendur og aðra að stunda þar fræði sín: Lesstofan er opin yfir vetrartímann mánudaga til fimmtudaga kl. 13-19, en föstudaga og laugardaga kl. 13-17. Safnið hefur undanfarið lagt áherslu á að auka við tónlistarefni og er nú til fjöl- breytt úrval af hljómplötum og geisladiskum til útláns. Einnig er lánað út mikið úrval af myndböndum, bæði fræðslu- og skemmtiefni. Nýjustu tímaritin og dagblöðin liggja ávallt frammi í safninu. Fólk getur því komið, sest niður og litið í blöðin, þó svo það sé ekki að sækja sér efni til útláns. Upplýsingaþjónusta er veitt á safninu. Getur fólk komið eða hringt og leitað svara við því sem á hugann leitar og leysir starfsfólks safnsins úr spurningum eftir því sem kostur er. Nú er í sjónmáli að safnið tengist íslenska menntanet- inu og Gegni og aukast möguleikar á sviði upplýsingaþjónustu mjög við það. Með tilkomu notendaskjás, sem til stendur að setja upp á safninu innan tíðar, geturfólk sjálft leitað í hinum ýmsu upplýsingalindum. Safnið hefur lengi haldið uppi þjónustu við blinda og fatlaða og aðra sem ekki geta sjálfir nýtt sér safnkostinn. Er fólk hvatt til að nota sér þessa þjónustu. Útlánsdeild bókasafnsins er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-21, föstu- daga kl. 10-17 og laugardaga yfir vetrartímann kl. 13-17. Fyrir þá sem ekki vita er Bókasafn Kópavogs til húsa í Fannborg 3-5, í miðbæ Kópavogs og steinsnar frá skiptistöð strætisvagnanna. Og nú er ekki annað eftir en að drífa sig af stað og kynnast bókasafninu af eigin raun. Kveðja, Bókasafn Kópavogs

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.