Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 22

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 22
22 VIKUBLAÐIÐ 24. MARS 1994 Hvað er íhaldið að hugsa? Það er búið að henda Krúsa úr stól borgarstjóra. Sumir segja að hann hafi ekki haft nægilegan „kjörþokka“. Aðr- ir segja að menn hafi heimtað hann í baráttusæti og að þá hafi hann farið í fylu. Og hvað fá menn í staðinn? Árna Johnsen, gítarspilandi Vest- mannaeying. Þessi Arni hefur að vísu falið ættarnafn sitt af einhverjum á- stæðum og skrifar sig Sigfússon, kannski af því að hann er svo „líbó“. Brýtur mottó allra góðra og gildra íhaldsmanna með ættarnöfn. En við köllum hann hans rétta nafni. Árna S. Johnsen. Hann er Johnsen eins og þessi á þinginu sem heilsar „að sjó- mannasið" og hefúr ítrekað verið val- inn lélegasti þingmaðurinn. Þessi sem af stakri snilld raular um kartöflurnar í Þykkvabænum. Borgarbúar vilja auðvitað engan Árna Johnsen úr Vestmannaeyjum í stól borgarstjóra. Gítargutlandi út- vegsbóndason sem Dabbi var í ofaná- lag búinn að hafna sem borgarstjóra. Nákvæmlega það sama gerðu flokks- bundnir sjálfstæðismenn í nýafstöðnu prófkjöri: Völdu Krúsa en ekki Arna S. Johnsen. Ekki geta borgarbúar val- ið rnann sem Dabbi hafnaði? Ymsar aðrar breytingar á listanum vekja athygli. Katrín Fjeldsted er farin í fylu og tekin upp á því að halda ræð- ur um atvinnuleysið hjá Birtingu. Magnús „Lenín“ Sveinsson er búinn að fá nóg af borginni. Það er búið að henda Júlíusi Hafstein, Sveini Klandra Sveinssyni, Önnu K. Jóns- dóttnr og Páli Gíslasyni. En fleira mektarfólk hefur fokið án þess að gera nokkuð af sér. Hvar er t.d. Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri, mamma Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra? Hún var á listanum síðast. Getur verið að Árni S. Johnsen hafi teldð upp gamla skatta- lagið sitt og samið nýtt um Islandsmet Friðriks í skattpíningu? Syngur Árni nú: „ Olafur kallaður Skattman var m Frikki Sóf af öllum bar gróf hann gamlafrasa óð ífólksins vasa og hirti allar krónumar. “ Að þá hafi Frikki og mamma hans farið í fylu? Og hvar í ósköpunum er Ingibjörg Rafnar, kona Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegs- og dómsmálaráðherra? Hvað hefúr konan hans Steina gert af sér? Er hún ekki lögfræðingur og bankastjóradóttir og allt með felldu? Að vísu var tekin inn á listann Inga Jóna Þórðardóttir, útvegsbóndadóttir af Akranesi, og hún er kona Geirs Haarde þingflokksformanns íhalds- ins. Og svo er búið að púkka upp á Gunnar Jóhann Birgisson lögfræðing og hann er sonur Birgis ísleifs Gunn- arssonar fyrruin þingmanns og borg- arstjóra íhaldsins. Er einhver kvóti í gangi um skiptingu helstu vensla- manna flokkseigendanna á lista í- haldsins í Reykjavík? Réði meint kvótaskipting því að nú víkur af listan- um skrautfjöðrin Haraldur uppboðs- haldari bróðir Halldórs Blöndal ráð- herra? En íhaldið fær bara sex borgarfull- trúa kjörna. Jú, vegna þess að Jóna Gróa Sigurðardóttir er í sjöunda sæti og hún hefur verið og mun áff am vera fyrsti varaborgarfulltrúi íhaldsins. Það vill Dabbi, hann varð ráðherra en neitaði að hætta sem borgarfulltrúi. Það hefði gert Jónu Gróu að aðalfúll- trúa. Dabbi segir að hún megi ekki vera aðalfulltrúi. Verði hans vilji. I daesiiis onn Stafsetning Hið opinbera er allt að því ó- þreytandi við að setja íbúum landsins reglur, af öllu mögulegu tagi, og það leitast við að ná til sem flestra sviða mannlífsins. Mjög er þó misjafnt hversu hlýðnir þegn- arnir eru. Sumum fyrirmælum eða til- mælum ríkisvaldsins virðast menn treglega eða alls ekki vilja hlíta. Svo er til dæmis um auglýsingar frá stjórn- völdum um stafsetningu og greinar- merkjasetningu. Fjölmargir hunsa þær vísvitandi, en aðrir, sem vilja í rauninni taka mark á þeim, eru ófærir um það vegna þess að þeir kunna ekki eða geta ekki lært stafsetningarreglur. Fremstir í flokki þeirra sem vilja ekki beygja sig undir opinberar rétt- ritunarreglur eru rithöfundar. Hafa þeir með því unnið barnaffæðurum í skólum landsins mikið ógagn. Víð- ffægasti rithöfundur þjóðarinnar, Halldór Laxness, hefur haft það fyrir sið að stafsetja rit sfn að mestu leyti eftir sínu höfði og vitnuðu óbreyttir menn stundum til hans sér til hjálpar þegar þeim gekk erfiðlega að rita rétt. Þeir þóttust mega skrifa jafnvitlaust og „sjálfur Kiljan". Þegar kveðskapur varð að „atóm- ljóðlist" hér á landi og meginþorri skálda fleygði frá sér gamalli og góðri prýði eins og ljóðstöfum, rími og reglulegri hrynjandi, tóku ýmis þeirra upp á því í staðinn, til að sýnast nú- tímaleg eða frumleg, að rita allt með tómurn lágstöfum. Stundum ganga skáldin svo langt í tilgerðinni að sleppa hreinlega öllum greinarinerkj- um; fyrir vikið verður textinn oft enn illskiljanlegri en ella. Fínasti hópur „rithöfunda gegn op- inberri stafsetningu“ finnst mér samt sá sem ritar enn zetu og lætur sig engu varða þótt hún hafi verið aflögð opin- berlega fyrir tveimur áratugum; gott Hallílór Bjömsson og Pórarinn Eyfjórð í hlutverkum stnum í Vörulyftu Harold Pinters, sem lslenska leikhúsið sýnir í gamla eldhúsinu í Þórskafp utn belg- ina. Ljósm. Bára Kristinsdótt- Hitt Húsið Vörulyftan eftir Harold Pinter Ibyrjun mars ffumsýndi íslenska leikhúsið leikrit Harolds Pinter Vörulyftan í Hinu Húsinu Brautar- holti 20. Leikið er í eldhúsinu á annari hæð. Aðstendendur íslenska leikhúss- ins hafa lengi haft augastað á þessu verki og er eldhúsið í gamla Þórskaffi eins og hannað með þetta verk í huga. Gamansemi og ógn ráða ríkjum og leikur höfundurinn sér að spennunni þar sem ekkert er fyrirsegjanlegt. Leikstjóri er Pétur Einarsson, þýð- inguna gerði Gunnar Þorsteinsson, leikmynd er í höndum Gunnars Borg- arsonar, hljóðmynd gerði Hilmar Örn Hilmarsson og náungana tvo leika Halldór Björnsson og Þórarinn Ey- fjörð. Sýningum fer nú að fækka en næstu sýningar verða föstudaginn 25., laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. mars. Sviðsljós Leikfélag Akureyrar Óp erudr augurinn frumsýndur að hefúr skapast sú hefð að Leik- félag Akureyrar frumsýnir söngverk í lok hvers leikárs og það verður ekki brugðið út af venjunni þetta árið. Óperudraugurinn eftir Kcn Hill í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri föstudag- inn 25. mars. Óperudraugurinn er nokkurs konar gamanópera eða óp- eruspaug með dularfúllu ívafi. Leikurinn gerist í Parísaróperunni um alda- mótin og segir frá dular- fullum atburðum sem tengjast dauðsföllum inn- an óperunnar. Fimm söngvarar fara með hlutverk í verkinu, m.a. Bergþór Pálsson, sem leikur titilhlutverkið, Marta G. Halldórsdóttir, Ragnar Davíðsson, Ágústa Sigrún Agústsdóttir og Már Magnússon. Auk þeirra leika og syngja í sýningunni fjöhnargir leikarar félagsins. Sex manna hljómsveit leikur undir í sýningunni en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búninga gerir Sigurjón Jóhannsson og ljósahönnuður er Ingvar Björns- son. Óperudraugurinn er síðasta og viðamesta leiksýning leikársins og má segja að allt tiltækt starfslið leikhúss- ins hafi unnið að uppfærslunni undan- farnar vikur. Bergþór Pálsson í hlut- verki Draugsins og Marta G. Halldórsdóttir t hlutverki Christine í Operudraugnum hjá Leikfélagi Akureyrar. (Ljósm.st. Páls, Akureyri). Yfirlitssýning á verkum Jóns Gunnars Árnasonar Hugarorka og sólstafir IListasafni íslands stendur nú yfir yfirlitssýning á verkum Jóns Gunn- ars Árnasonar myndhöggvara. Þetta er fyrsta heildarúttekt á list hans og nær yfir tímabilið frá 1960 til 1987. Jón Gunnar var einn af fjórum stofn- endum SUM sýningarhópsins og einn af brautryðjendum samtímalistar á ís- landi. Með list sinni og persónuleika tókst honum að hafa mótandi áhrif á heila kynslóð listamanna. Jón Gunnar gekk ffam fyrir skjöldu í róttækri endurskoðun á íslenskri myndlist og félagsstörfum. Hann átti þátt í stofnun Mýndhöggvarafélags- ins, Nýlistasafnsins og norrænna sam- taka um umhverfislist. Verk Jóns Gunnars spanna afar vítt svið. Enda þótt aðalefniviðurinn sé járn og stál teygja sum þeirra sig út í ómælisvíð- áttur alheimsins í hugmyndalegum skilningi. A sýningunni verða allt frá hreyfilistaverkum frá öndverðum sjö- unda áratugnum til goðsagnalegra þrívíðra skipamynda frá síðustu árum Jóns Gunnars. I tengslum við sýninguna kemur út bók um listamanninn. Þar verða birt- ar fimm nýjar ritgerðir um feril hans. Einnig eru þar ítarleg drög að æviferli hans, skoðanir og ýmisleg ummæli Jóns Gunnars sjálfs um myndlist, auk nákvæmra upplýsinga um sýningar hans og ritaðar heimildir. I bókinni eru yfir 100 ljósmyndir. Jón Gunnar Árnason var fæddur árið 1931 og lést fyrir aldur fram árið 1989. Sýningin stendur til 8. maí og verður opin daglega nema mánudaga ffá 12 - 18. Eitt verkajóns Gunnar á yprlitssýningu Listasafns lslands. Ljósm: Kristján Pctur ef þeir höfúndar söfnuðu ekki undir- skriftum á sínum tíma stafnum til stuðnings. I þessum hópi eru, eins og gefur að skilja, einna helst hinir eldri menn í stétt rithöfunda, menn sem ólust upp við stafinn og vilja alls ekki sleppa af honum hendi, líklega af ótta við að sjálft þjóðskipulagið hrynji við brottfall hans. Leikfélag Dalvíkur HAFINU ákaflega vel tekið Leikfélag Dalvíkur, sem um þessar mundir heldur upp á hálffar aldar af- mæli sitt, hefur nú sýnt leikritið HAF- IÐ effir Ólaf Hauk Símonarson um fjögurra vikna skeið. Gagnrýnendur jafnt sem áhorfendur hafa lokið lofs- orði á sýningunna og sagt að sviðsetn- ingin og leikur sé með mestu ágætum. Leikstjóri sýningarinnar á Dalvík er Þórunn Magnea Magnúsdóttir, en með helstu hlutverk fara Kristján E. Hjartarson, Þórunn Þórðardóttir, Guðný Bjarnadóttir, Steinþór Stein- grímsson, Helga Matthíasdóttir o.fl. Eftir að sýningum helgarinnar lýkur má búast við sýningum fari að fækka. Sýnt er í Ungó á Dalvík. Gallerí 11 Ása sýnir lágmyndir Laugardaginn 19. mars opnaði Anna Hauksdóttir sýningu í Gallerí 1 1 Skólavörðustíg 4a. Ása sýnir lág- myndir unnar með blandaðri tækni, en efniviðurinn og hugmyndaffæðin er sótt til íslenskrar byggingalistar. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Anna stundaði nám í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1988-1992 og sem gestanemandi í Konsthögskolan Valand í Gautaborg 1991. Þá stundaði hún einnig nám við Margarethe-skolen í Kaupmannahöfn 1979- 1981. Sýningin í Gallerí 1 I er þriðja einkasýning Ásu, hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og unnið við útfærslu á listaverki Gerlu og Erlu Þórarinsdóttur fyrir Ráðhús Reykja- víkur. Þá hefur hún unnið við gerð leikmynda og leikbúninga og um þessar mundir vinnur hún að gerð búninga fyrir leikritið „Sannar sögur af sálarlífi systra“ sem frumsýnt verð- ur í Þjóðleikhúsinu á næstunni. Sýning Ásu Hauksdóttur í Gallerí 1 1 er opin daglega frá kl. 14 - 18 og lýkur 2. apríl. íslenski dansflokkurinn: Síðusta sýning dans- flokksins á stora sviði Þjóðleikhússins Aðeins er ein sýning eftir á ballett- sýningu Islenska dansflokksins sem nú er á stóra sviði Þjóðleikhússins. Á sýn- ingunni eru sýndir fjórir ballettar: tvö verkanna eru samin sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn Mánans ar eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist Atla Heimis Sveinssonar og Vitlaust núin- er eftir Maríu Gísladóttur við tónlist Péturs Grétarssonar. Að auki eru sýnd tvö erlend dansverk. Sýningin hefur fengið lofsamleg ummæli hjá gagrýnendum og áhorfendum. Síðusta sýning verður laugardaginn 27. mars kl. 14:00. Allir dansarar flokksins taka þátt í sýningunni.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.