Vikublaðið


Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 23

Vikublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 23
VIKUBLAÐIÐ 24MARS 1994 23 Kvikmyndaeftirlitið í lagalegu tómarúmi E vikmyndaeftirlit ríkisins starf- ar í lagalegu tómarúmi sam- rvæmt svörum Olafs G. Ein- arssonar menntamálaráðherra við fyr- irspurn Guðrúnar Helgadóttur. Olaf- ur viðurkenndi að þegar lög um vernd barna og unglinga frá 1992 tóku gildi féllu úr gildi ákvæði laga ffá 1966 um Kvikmyndaeftirlitið, sem aftur starf- aði áfram á grundvelli reglugerðar frá því 1989. Guðrún gagnrýndi þetta harðlega í umræðum á Alþingi fyrir sköminu, en Ólaíúr sagði að nýtt frumvarpi væri í lokavinnslu. I máli Guðrúnar kom fram að það virtust engin takmörk fyrir [wí hvers konar inyndir væru á boðstólum, einkum á myndbandaleigum. Það væri gustukaverk að taka á málum, einmitt nú á ári fjölskyldunnar. Nú blasti hins vegar við að Kvikmynda- eftirlitið starfaði í lagalegu tómarúmi. Menntamálaráðherra sagði að sér væri það fyllilega ljóst að lögin ffá 1966 hefðu fallið úr gildi með lögun- um frá 1992. Starfsemi Kvikmynda- eftirlitsins hefði hins vegar haldið óbreytt áfram og nyti trausts hans. Hann sagði þessi mál í endurskoðun, sérstök nefnd hefði skilað áliti í frum- varpsformi í lok árs 1992, sem Knúti Hallssyni hefði verið falið að yfirfara. Niðurstaða hans hefði borist í upphafi þessa árs og væri afstöðu ráðuneytis- ins brátt að vænta. Guðrún innti ráðherra eftir því hvort rétt væri að enn einn aðilinn væri að fara yfir þessar tillögur og að það væri Auður Eydal. Hún spurði í því santbandi hvort ráðherra teldi þá hættu myndast á hagsmunatengslum, þar eð eiginmaður Auðar væri um- svifamikill í fjölmiðlaheiminum (eig- inmaður hennar er Sveinn R. Eyjólfs- son stjórnarformaður DV og stór hluthafi í Stöð 2/Bylgjunni - innskot Vikublaðsins). Ráðherra sagði rétt að Auður hefði verið beðin um að tjá sig um tillög- urnar, hún hefði mikla reynslu í þess- um inálurn og teldi hann ekki hættu á hagsmunatengslum. Skóverslun Kópavogs Svartir\brúnir Verð kr. 5.480 Svartir Æskulýðsfylkingin í Keflavík Alþýðubandalagið í Garðabæ LISTAKVOLD Listakvöld ÆF verður haldið í nýuppgerðu húsnæði Al- þýðubandalagsins í Keflavík (Hafnargötu 26) laugar- dagskvöldið 26. mars. Dagskráin hefst kl. 22:00 með því að Ingó les Ijóð en síð- an koma fram Hinir demonísku Neanderdalsmenn, Sovkhoz (ný hljómsveit Heiðu trúbadors), Stingandi Strá, Texas Jesús og Kolrassa Krókríðandi. Þeir sem vilja hafa samráð um ferðir frá höfuðborgarsvæðinu geta skil- ið efíir skilaboð í síma 17500 á skrifstofutíma eða í sím- boðanúmer 984-53083. Mætum og skemmtum okkur! Kolrassa Krókríöandi Æskulýösfylking Alþýöubandalagsins í Reykjavík Félagsfundur í ÆFR verður haldinn mánudaginn 28. mars kl. 20:00 að Laugavegi 3, efstu hæð. Dagskrá: 1. Staða ÆFR 2. Tillögur um breytt lög ÆFR 3. Önnur mál Aðalfundur Aðalfundur ÆFR verður haldinn fimmtudagskvöldið 7. apríl kl. 20:30 að Laugavegi 3, efstu hæð. Dagskrá: 1. Pólitísk umræða í dag - breyttir tímar eða sama tuggan? 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórn ÆFR Alþýðubandalagið Akureyri Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 28. mars, kl. 20:30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga Framboðslisti til bæjarstjórnarkosninga lagður fram. Kosningaundirbúningurinn. Önnnur mál. Fjölmennum - Stjórnin. Félagsfundur Alþýðubandalagið í Garðabæ boðar til félagsfundar laugardaginn 26. mars nk. kl. 13:30 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli Dagskrá: 1. Framboðslisti vegn'á bæjarstjórnarkosninganna. 2. Önnur mál. Alþýðubandalagið í Reykjavtk Föstudagskvöldið 18. mars sl. hélt Alþýðubandalagsfé- lagið í Reykjavík framboðs- fagnað í Risinu á Hverfis- götu 105. Fjölmennt var og gleði mikil og greinilegt að það er hugur í ABR-mönn- um. Meðfylgjandi myndir voru teknar umrætt kvöld, þegar menn tóku bakföll af hlátri yfir mjög svo skemmtilegri ræðu Árna Þórs Sigurðssonar og Ein- ar Gunnarsson formaður ABR lét ekki sitt eftir liggja og söng glæsilega til Guðrún- ar Ágústsdóttur „Þú ert..“ eftir Þórarinn Guðmundsson, án undirleiks. Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 29. mars á Hótel Borgamesi kl. 20.00. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga Ákvörðun um framboð Önnur mál Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin. Birting Reykjavík ATVINNULEYSI - ábyrgð og úrræði - 6. apríi Fundur miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:30 á Kornhlöðuloftinu Fundarstjóri: Kristín Á. Ólafsdóttir Frummælendur: Ari Skúlason Hörður Bergmann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Már Guðmundsson Rannveig Sigurðar- dóttir Rannveig Siguröardóttir Kristín Á. Olafsdóttir VERÐANDI Reykjavík Úr Dagatalinu Föstudagur 25. mars kl. 17:00 í húsnæði Verðandi Austurstræti 10a Svavar Gestsson, alþingismaður ræðir um stjórnskip- unarmál: Kjördæmamál, persónukjör, starfshætti lög- gjafarvaldsins og fleira. Miðvikudagur 30. mars kl. 17:00 í húsnæði Verðandi, Austurstræti 10a Opin fundur um verkalýðsmál. Gestir fundarins verða m.a. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur. Laugardagur 9. apríl kl. 14:00 LANDSFUNDUR VERÐANDI í Iðjusalnum, Skipholti 50c 4. hæð, gengið inn að austan- verðu. Dagskrá: Kosning stjórnar. Lagabreytingar. Málefnagrundvöllur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.