Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Síða 2

Vikublaðið - 08.04.1994, Síða 2
2 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Grótar Steindórsson/Pjóðráð hf. Auglýsingasími: (91)-813200 — Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðlun hf. Óþolandi upplausn í mál- efnum sjávarútvegsins Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Það er bagalegt, svo ekki sé meira sagt, að um málefni þessarar undir- stöðuatvinnugreinar skuli vera bullandi ágreiningur innan atvinnugreinarinnar sjálfrar, úti í þjóðfélaginu öllu og á Alþingi. Núverandi ríkisstjórn hefur því miður með öllu mistekist að móta stefnu í sjávarútvegsmálum. I mál- efnasamningi hennar er talað fagurlega um það að mótuð verði „heildstæð sjávarútvegsstefna“, en reyndin er sú, nú þegar líður að lokum kjörtímabils- ins, að málefini sjávarútvegsins eru í meiri upplausn en nokkru sinni. Þegar núgildandi lög um stjórn fiskveiða voru af- greidd á Alþingi vorið 1990 varð að samkomulagi að á næstu tveim árum skyldi fara fram heildarendur- skoðun lagaákyæða á þessu sviði og henni Ijúka fyrir árslok 1992. I endurskoðunarákvæðunum var jafh- framt mælt fyrir um að haft skyldi samráð við alla helstu hagsmunaaðila og hefð hafði verið fyrir því að allir stjórnmálaflokkar kæmu að slíkum verkum. Núverandi ríkisstjórn hefur klúðrað þessu verki með öllu og nú í apríl 1994 er það verk sem ljúka átti 1992 í meiri óvissu en nokkru sinni. Stjórnarflokkarnir lokuðu málið inni í þröngum hópi flokksgæðinga með misjalha reynslu af sjávarút- vegsmálum, hjá svonefhdri tvíhöfðanefnd. Allt sam- ráð við sjávarútvegsnefnd Alþingis og stjórnarand- stöðu var hundsað. Sjómenn drógu sig út úr vinnu að málinu og lýstu síðan yfir fullri andstöðu vegna þess að ekkert tillit var tekið til þeirra sjónarmiða. Fram- haldið þekkja menn. Verkfall, lög á sjómenn, deilur og átök innan greinarinnar, milli landshluta, milli flokka og innan flokka. Nú síðast hafa ekki færri en 11 stjórnarþingmenn ásamt þingmönnum úr öllum stjórnarandstöðuflokkunum lagt fram frunvarp sem eykur enn á óvissuna í þessu efhi og undirstrikar að ríkisstjórnin hefur misst öll tök á málinu. Sömu sögu er reyndar að segja af fleiri mikilvægum hagsmunamálum sjávarútvegsins þar sem ríkisstjórn- in virðist máttlaus og stefnulaus. Gildir það um af- stöðuna til úthafsveiða og skráningarmála skipa, verðjöfnunar eða sveiflujöfnunar í sjávarútvegi o.fl. Þetta ástand er óþolandi. Hér vantar sárlega heild- stæða sjávarútvegsstefhu, sem tekur til allra megin- þátta veiða, vinnslu og markaðsmála. Alþýðubanda- lagið hefur lengi hamrað á nauðsyn þess að ná sáttum um slíka stefhu þannig að unnt sé að festa í sessi til frambúðar starfsgrundvöll greinarinnar. Nægir eru erfiðleikar stjórnenda sjávarútvegsfyrirtækjanna, þar sem breytingar eru hraðar í ytra umhverfi, þó ekki bætist við upplausnarástand heima fyrir vegna ríkis- stjórnar sem veldur ekki verkefni sínu á þessu sviði frekar en mörgum fleirum. Sjónarhorn Rembihnútur markað shyggj unnar að var haldin ráðstefna í Detroit í Bandaríkjunum fyrir skömmu um atvinnuleysið í heiminum, einkum hinum iðnvædda hluta hans. Þarna mættu fulltrúar frá öllum helstu iðnríkjum heimsins. Frá þessu er skýrt í Morgunblaðinu 20. mars sl. í fróðlegri umfjöllun. Eins og öllum er kunnugt er at- vinnuleysi mjög tilfmnanlegt um allan heim, ekki síst í hinum tæknivæddari hluta hans. Það fara ekki eins miklar sögur af hinum hlutanum. A þessari ráðstefnu virðast menn hafa komið sér saman uin að það sé „fyrst og ffemst Evrópuríkin, sem eiga í erfiðleikum" og orsakirnar eru aðailega „mikil ríkisforsjá, miklar skattaálögur og niðurnjörvaður vinnumarkaður“. Það er sem sagt skortur á neikvæðu ffelsi og of örlátt velferðarkerfi. Bandaríkjamenn bera sig manna- lega. Þeir benda á að atvinnuleysið hjá jteim sé ekki nema 6,5%, en sé hins- vegar 10-12% eða meira í Evrópu. Þeir segjast hafa haldið atvinnuleysi í skefjum með því að hafa hemil á uin- svifum ríkisins (þ.e. velferðinni) og auka sveigjanleika á vinnumarkaðnum (auka neikvæða frelsið). Með atvinnu en ekki laun Þarna fylgir böggull skammrifi. „í Bandaríkjunum hefur orðið til fjöldi nýrra starfa, en það hefur einkum orðið á kostnað launanna, einkum þeirra lægstu.“ Sem sagt, fólk hefur getað fengið að vinna ef það lækkaði kaupið sitt í samræmi við kröfúr launagreiðandans. Verkalýðssamtök- in virðast ekki skipta sér af þessu, semja fólk ekki út af vinnumarkaðn- um. Það fær ffið til að semja sig niður. En vandamálið virðist ekki alveg horfið þar með, það skiptir bara urn svip. „Þar í landi er fjöldi atvinnuleys- ingja ekki vandamálið (er þó 6,5%), heldur felst það í því, að um 18% vinnuaflsins hafa það lág laun, að þau nægja ekld ein og sér til að ffamfleyta fjölskyldu." Þetta þýðir að tæpur fimmtungur bandarískra launþega verður að segja sig til sveitar þó svo að þeir vinni fullan vinnudag. Hér þarf að íhuga hvað í því felst að hafa fulla atvinnu. Evrópuþjóðirnar virðast tregðast við, sumar þeirra, að fara með launin niður fyrir ffam- færslumörk, en það finnst Bandaríkja- mönnum pjatt. Er hægt að tala um að sá maður hafi fulla atvinnu sem ekki fær kaup sem nægir honum tíl ffain- færslu þó hann vinni fúllan vinnudag? Ég hygg að það sé engin goðgá að telja slíkan inann atvinnulausan að hluta og hann er verr settur að því leyti að hann er bundinn á sínum vinnustað allan daginn þó kaupið sé lágt. Bandaríska aðferðin Samkvæmt þeim upplýsingum sein þarna koma fram er atvinnuleysið í Bandaríkjunum meira en 6,5% og sennilega síst minna en í Evrópu. Það er bara reynt að fela það með ranglátu og ómannúðlegu launakerfi. I þessari frétt kemur frarn að at- vinnulaust fólk í Evrópulöndunum búi við betri kjör en bandarískt lág- launafólk í fullri vinnu. Það er áhugavert fyrir íslenskan launþega að fylgjast með þessari þró- un þar vestra vegna þess að þær radd- ir hafa verið háværar hér á landi að rétt sé að ráða bót á atvinnuleysinu með bandarísku aðferðinni, taka verkalýðssamtökin úr sambandi og lækka launin. Með því móti væri sem sagt verið að binda launþega á klafa hjá launagreiðendum án þess að þeir fái laun sem entust þeim til ffamfæris. Með þessu móti er verið að lækka tölu þeirra sem eru skráðir atvinnulausir. Vandamálið væri það sama, en ekki eins gagnsætt. En það var fleira sem koma fram í Detroit. Þeir sem þar þinguðu virðast ekki eins vissir um ágætí endurskipu- lagningar og hagræðingar eins og ís- lenslcu hagspekingarnir sem virðast trúa því að hagræðingar skili sér á ein- hvern dularfulan hátt sem minnkandi atvinnuleysi. I Detroit segja menn: „Endurskipulagning atvinnulífsins í því skyni að bæta samkeppnisgetuna mun ekki verða til að auka atvinn- una.“ Enn er hnykkt á: „Fjölmargar kannanir, sem gerðar hafa verið á at- vinnulífi Evrópuríkjanna, benda til að endurskipulagning fyrirtækjanna muni verða tíl að fækka störfum um 10% á ári.“ Og þetta er ekki búið: „Til þess að þýskur iðnaður nái há- marksffamleiðni þarf að segja upp 38% vinnuaflsins." Svo mörg voru þau orð. Kaupmáttur hinna launalitlu Forstjóri Olivetri á Ítalíu bætir svo gráu ofan á svart með því að lýsa því yfir að það séu aðeins tvenns konar ráð til úrbóta, „að flytja starfsemina til láglaunasvæða eða hætta henni.“ Það virðist sem sagt ekki vera svo mildll vandi að framleiða ef fólk væri ekki alltaf að heimta kaup fyrir að vinna við ffamleiðsluna. Og svo er náttúrulega hinn vandinn að það kaupir ekki nóg. Það þarf nefnilega peninga ef maður á að kaupa. Þetta bindur hvað annað. Þannig virðist markaðskerfið kom- ið í einskonar rembihnút sem erfitt er að leysa. Höfúndur er heilsugæslulæknir í Hafnarfirði.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.