Vikublaðið


Vikublaðið - 08.04.1994, Qupperneq 9

Vikublaðið - 08.04.1994, Qupperneq 9
VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994 prósent viðmælenda í ÍTéttatímum sjónvarpsstöðvanna beggja eru karlar en 16 prósent konur. I könnun hjá Jafnréttisráði 1989 eru konur 13 pró- sent og í könnun Jafnréttisráðs 1990 eru konur 12,5 prósent viðmælenda. Niðurstöður þessara kannanna eru mjög svipaðar og í könnun Sigrúnar Stefánsdóttur. Niðurstöðurnar segir hópur Elínar og Hrefnu sem að könn- uninni stóð vera í samræmi við aðrar, þ.e. að hlutur kvenna sé rýr þrátt fyrir að þær láti meira til sín taka á nær öll- urn sviðum þjóðfélagsins. Rannsóknin beindist einnig að því hvort írekar væri talað við karla á Al- þingi en konur og voru niðurstöður mjög á einn veg. Hjá Ríkissjónvarpinu var rætt við eina konu á meðan á könnuninni stóð ef frá eru taldar tvær Kvennalistaþingkonur. Þetta var Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra. A Stöð 2 var tálað við tvær kon- ur fyrir utan eina þingkonu Kvenna- listans, Jóhönnu Sigurðardóttur og Sólveigu Pémrsdótmr hjá Sjálfstæðis- flokki. Hlutfall þingkvenna í viðtölum er þrefalt hjá Stöð 2 miðað við Ríkis- sjónvarpið. Fréttaramminn rýmkast Fjarvera kvenna úr fréttum hefur smndum verið skýrð með því að íf étt- ir endurspegli raunveruleikann og hann sé svona. Konur gegni ekki ábyrgðar- og stjórnunarstöðum. Einnig með því að konur fáist ekki í viðtöl. Sigrún Stefánsdóttir telur raunveruleikann ekki jafri slæman og fréttir gefi til kynna. Hún tekur þó undir að konur fáist síður í viðtöl en karlar en að því sé hægt að breyta með dálítiili þolinmæði. Með konum þurfi að vinna aðeins öðruvísi, t.d. segja þeim að viðtalið megi endurtaka ef það misheppnast. „Fréttaramminn hefúr rýmkast á s.l. 10 árum konum í hag og margt sem áður var talið til „mjúkra kvennamála" á nú greiðari aðgang inn í fréttir. Eg held að ný kynslóð af körlum hjálpi þar. Karlar sem eru hættir að líta á það sem einka- mál kvenna að börn komist á barna- heimili og hlutirnir gangi eins og þeir eiga að gera heima fyrir því að þeir eru orðnir þar meiri þátttakendur." Bakslag eða ekki bakslag Eyja Margrét segir ástæðuna fyrir því hvernig konur birtast í hlöðunum vera hakslag í jafnréttisbaráttunni og það þurfi ekki annað en að fylgjast með miðlunum um tíma til að sjá bakslagið. „Nekt eða ekki nekt er ekki endilega spurningin heldur er magnið af myndunt sem sýna „fállegar konur“ í fjölmiðlum og uppsetningin á mynd- unum áhyggjuefni. Áhugi á fegurðar- samkeppnum er mildll og enginn seg- ir neitt við því. Konur eru hræddar við að gagnrýna fegurðarsamkeppnir vegna þess að þær verði stimplaðar ljótar og öfundssjúkar. Ungar konur vilja eiga þann möguleika að fá að vera gjaldgengar sem eitthvað annað en hara kynverur.“ Sigrún vill ekki kalla þessar myndir bakslag í jafiiréttisbaráttunni heldur tímabundna tilraun blaðanna til nýj- unga. Hún segir jafnréttisumræðuna vera að fara inn á ný svið og með kyn- slóð ungra kvenna verði ánægjuleg endurnýjun á henni. „Við erum samt aftarlega á merinni miðað við nágrannalöndin og okkur hefur gengið verr að ná jafhrétti í stöðuveitingum, launamálum og inni á fjölmiðlunum sem mér finnst stór- mál. Hvers vegna veit ég ekki. Ég hef líka miklar áhyggjur af stöðu kvenna í atvinnuleysinu. Konur eru hræddar um að missa vinnuna og eru jafnvel farnar að fá spurningar um hvort þær ætli að eiga börn næstu 5 árin þegar þær sækja um vinnu.“ Eyja segir fölmiðla oft kallaða spegla samtímans og þeir hafi áhrif á hugmyndir okkur. „Þess vegna skiptir máli hvernig veruleikinn birtist í fjöl- miðlum, þar á meðal hvernig ímynd kvenna er í iniðlunum.“ Er eitthvað að frétta- matinu? Ef marka má þá kvenmynd sem birtist í óvísindalegri athugun Ýrnissa kvenna er hún ffernur einlit. Er það virkilega staðreynd að algengasta kvenímynd sem á prenti iná sjá séu ungar og fallegar stúlkur sem hafa mjög takmörkuð not fyrir andlegt atgerfi sitt? Þær innihaldsgreiningar sem gerðar hafa verið hér á landi sýna allar það sama, konur eru í miklum minnihluta sem viðmælendur þrátt fyrir að vera helmingur landsmanna. Einhver rnyndi kannski svara því til að konur séu ekki í valdastöðum, að- eins 24 prósent þingmanna og svo frainvegis. En á móti má spyrja hvort eitthvað sé að fréttamatinu eða þeim ramma sem virðist notaður til að ákvarða hvað er frétt. Bergþór Bjamason. Helstu niður- stöður úp pann- súkn Sigrúnap Stefánsdúttup á fpáttum á tíma- bilinu 1966-86 Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður „Ég hef áhyggjur af stöðu kvenna í atvinnu- leysinu. Konur eru hræddar um vinnuna og jafnvel farnar að fá spurningar um það hvort þœr œtli að eiga börn nœstu fimm árin þegar að þœr sœkja um vinnu. “ 73 prósent allra viðtala eru unnin af karlfréttamönnum en 27 prósent af fréttakonum. Nœrri tvöfalt meiri líkur eru á því að fréttakona taki viðtal við konu en að fréttamaður geri slíkt hið sama. Rúmlega helmingi ólíklegra er að viðtal við konu sé sett fremst í röðina í fréttatíma (1-5 sœti) en viðtal við karlmann. Álíka líklegt er að viðtöl sem konur og karlar taka séu sett ífyrst til fimmta sœti í röðinni ífrétta- tíma. Um nokkra málaflokka voru íslenskar konur sjaldan eða aldrei spurðar út í, meðal annars það sem skipti mestufyrir íslenskan efnahag, sjávarútvegsmál, orkumál, iðnaðarmál, efnahags- og utanrík- ispólitík. Um þrjá málaflokka var oftar talað við konur en karla, dagvistarmál, jafnréttismál og umönnun aldraðra. Engar merkjanlegar breytingar urðu á fjölda viðtala við konur eða sem voru tekin af konum í ís- lenska sjónvarpinu í tengslum við kvennafrídaginn 1975, sem fékk mikla. fjölmiðlaumfjóllun, kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta íslands 1980, eða alþjóðlega kvennaráratuginn 1975-86. 2000 1600 1200 800 400 Kvennal. Alþýðubl. Alþýðubl. Frams.fl. Frams.fl. Alþýðu.fl. Alþýðu.fl. Sjálfst.fl. Sjálfst.fl. konur karlar konur karlar konur karlar konur karlar konur Til leigu einbýlishús í Fossvogsdal í Kópavogi í allt að þrjá mánuði frá 1. júní. Leigist með húsbúnaði. Leiga samkomulag. Áhugasamir hafi samband í síma 91-699687 eða 91- 622421 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í lóðarframkvæmdir við Austurbæjarskóla. Helstu magntölur eru: Jarðvegsskipti 1.500 m3 Malbikun 2.000 m2 Lagnir 200 Im Beð 2.000 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. apríl 1994, kl. 14.00. Hluti niðurstaðna könuunar nemenda ífjöhniðlafi œði við Háskúla Islands. A myndinni má sjá skiptingu fi éttatíma milli al- þingiskarla og alþingiskvenna. Aðeins tvœr konnrfyrir utan þijárþingkonur Kvennalistans komast ífréttir, Sólveig Pétnrs- dóttir (citt viðtal) ogjóhanna Signrðardóttir sem skýrir sig sjálft. Tíminn er í sekúndum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.