Vikublaðið - 08.04.1994, Qupperneq 13
VIKUBLAÐIÐ 8. APRIL 1994
13
Kntrin Fjeldsted: Efhagrœðing þýðir bara fiekkun á störfiwt verður það að kallast
félagslegt hryðjnverk.
Sumar konurnar sem Hulda talaði
við höfðu lagt í það að leita aðstoðar
hjá stóru atvinnuþróunarsjóðunum.
- Þar voru konurnar beðnar um
allskyns upplýsingar og áætlanir sem
kostaði meira að vinna en nam upp-
hæðinni sem konurnar fóru fram á,
sagði Hulda.
Nefndin um atvinnumál kvenna
notaði tíunda hluta ráðstöfunaríjáfins
til námsstyrkja fyrir atvinnulausar
konur. Þrír skólar skipulögðu nám
fyrir rúmlega 50 konur og Hulda
sagði reynsluna af þessum þætti verk-
efnisins jákvæða. Hún var þó ekki á-
nægð með það hvernig opinbera kerf-
ið virkaði sem heild og sagði það ekki
sniðið fyrir þá sem ættu að njóta þess
heldur væri ætlast til að Fólk lagaði sig
að kerfinu.
Hulda sagði reynsluna af starfi
nefndarinnar eindregið benda til þess
að mikil þörf væri fyrir stuðning við
konur sem reyna að auka atvinnu-
möguleika sína. Hún nefndi tvö atriði
sem mikilvægt væri að hafa í huga í
þessu samhengi. 1 fyrsta lagi að beina
athyglinni að þeirn sem ekki eiga
greiðan aðgang að bönkum og lána-
stofnunum. I öðru lagi að fylgja út-
hlutuðuin styrk vel eftir.
- Við verðum að hætta að líta svo á
að ástandið núna sé bara vondur
draumur. Atvinnuleysið er vandamál
sem koinið er til að vera. Það eru eng-
ar patentlausnir til og átaksverkefnin
sem sveitarfélög hafa staðið að eru
skannntímalausnir, sagði Hulda og
brýndi rnenn til að leita frambúðar-
lausna á atvinnuleysisvandanum.
Félagsleg hryðjuverk
Katrín Fjeldsted flutti næsta erindi
og sagðist tala sem læknir en ekki
borgarfulltrúi. Ilún sagði afleiðingar
langvarandi atvinnuleysis vera bæði
félagslegar og líkamlegar. Vöðva-
bólga, höfuðverkur, síþreyta, hjóna-
erjur og sjálfsvíg væri veruleiki sem
heimilislæknar kynntust hjá atvinnu-
lausum mönnum og konuin.
Katrín sagði að jafnvel þeir sem
hefðu ntenntað sig og sérhæft ættu
erfitt nteð að fá vinnu. Langskóla-
gengið fólk ætti oft erfitt með að fá
störf sem ekki krefðust fagkunnáttu
vegna þess að atvánnurekendur gerðu
ekki ráð fyrir að það staldraði lengi
við og réðu heldur ófaglærða.
Islendingar eru góðu vanir, sagði
Katrín, og taldi að við gæmm bjargað
okkur í bráð ineð því að herða sultar-
ólina. Hún varaði við ýmsum þeim
hugmyndum sem uppi eru í opinberri
umræðu nú um stundir.
Katrín vitnaði í nýlega grein Péturs
I. Péturssonar læknis sem skrifaði að
það væri ekkert annað en félagslegt
hryðjuverk að auka atvinnuleysi af
kredduþjónkun einni saman.
- Ef hagræðing þýðir bara fækkun á
störfum verður það að kallast félags-
legt hryðjuverk, sagði Katrín.
Björn Grétar Sveinsson formaður
Verkamannasambands Islands hóf
mál sitt með þeirri fullyrðingu að
þjóðféjagið allt ætti að bera byrðar at-
vinnuleysisins en ekki þolendurnir.
Hann taldi verkalýðshreyfinguna ekki
hafii notað tímann vel á meðan at-
vinnuleysi var óþekkt. Þá hefði verka-
lýðshreyfinging átt að gangast fyrir
breytingum á atvinnuleysistrygging-
um en núna sé erfitt að hnika kerfinu.
Björn Grétar þekkir ekki atvinnu-
leysi af eigin raun, nema hluta úr vetri
árið 1969, og því fékk hann ungan
mann til að skrifii nokkrar línur um þá
raun að vera att'innulaus. Björn Grét-
ar las upphátt það sein ungi maðurinn
hafði skrifað og niðurlagið var svona:
„...þetta helvíti hlýtur að taka enda.“
- Hagtölur lýsa ekki ástandinu. Tíu
til fimmtán þúsund börn líða á sinn
hljóða og sársaukafulla hátt vegna at-
vinnuleysisins, sagði Björn Grétar.
Við berum öll ábyrgð
Björn Grétar gerði að umtalsefni
það viðhorf, sem hann sagði að væri
ótrúlega algengt, að atvinnuleysingjar
nenntu ekki að vinna. Hann sagði
ekkert hæft í því að heilbrigt fólk á
starfsaldri vildi ekki atvinnu og að
þetta viðhorf væri til marks um að
mienn vildu ekki horfast í áugu við
vcruleikann.
- Okkur kemur þetta ástand við.
Hinn atvinnulausi gemr ekki borið á-
byrgð á því að vera atvinnulaus. Það
er þjóðfélagið allt sem ber ábyrgð,
sagði Björn Grétar og hélt áfram:
- Af hverju er það sjálfgefið að hér
skuli vera atvinnuleysi? Er það af því
að við erum í samstarfi við Evrópu-
þjóðir? Eg segi nei.
Síðasti fyrirlesarinn var Gestur
Guðmundsson félagsffæðingur sem
kannað hefur aminnuleysi ungs fólks
fyrir félagsmálaráðuneytið. Hann
hnykkti á því sem kom frain í rnáli
Halldórs að á Norðurlöndum er rétt-
ur atvinnurekenda til að ráðskast með
starfsfólk sitt mun takmarkaðri en á
íslandi.
Langtímaatvinnuleysi meðal ungs
fólks hefur fimmfaldast hér á landi á
undanförnum árum.
- Við erurn að eignast kynslóð þar
sem hluti sjálfsímyndarinnar er að
vera atvinnulaus. Atvinnuleysið verð-
ur fljótt lífstíll og \áð erum þegar farin
að skapa þannig hópa, sagði Gesmr.
Ungmennum sem hafa starfs-
menntun fækkar og Gestur telur að
skólakerfið hafi ekki brugðist við þró-
un síðustu ára. Ungu fólki þyrfti að
gera auðveldara að sækja skóla, nánis-
framboð þarf að auka, sérstaklega í
starfsnámi, og það inætti gjarnan vera
í samstarfi við atvinnulífið.
1 Noregi hefur hugmj'ndin um
„ungdomsgaranti" skotið rótum en
hún kveður á um að allir eigi rétt á
námi og starfi. I Svíþjóð og Dan-
mörku eru atvinnurekendur skuld-
bundnir til að taka að sér að ráða til
sín tiltekinn fjölda fólks í starfsnám.
Gestur sagði hverskyns starfsmennt-
un gagnast fólki, ekki aðeins á því
sviði sem starfsmenntunin væri veitt.
Ilcfbundin átaksverkefni sagði
Gestur að væru gagnslaus. Þau bjargi
fólki aðeins í skamman tíma frá at-
vinnuleysi, síðan sæki aftur í sama far.
- Það er verkefni þjóðarsáttar at-
vinnurekenda og verkalýðshreyfingar
að deila vinnunni bemr, til dæmis
með hlutastörfum og námsleyfum,
sagði Gesmr.
Þurfum nýja hugsun
Eftir að frummælendur höfðu lokið
máli sínu voru almennar umræður.
Guðrún Helgadóttir fúndarstjóri
spurði um ástæður atvinnuleysisins.
- Er það ríkisstjórninni að kenna?
Eg hef ákveðnar efasemdir um að hún
ein beri ábyrgðina, sagði Guðrún og
efaðist jafnfrantt um réttmæti þess að
tala um kreppu þegar loðnan
mokveiddist.
Björn Grétar Sveinsson sagði það
ekki vera framtíð íslensks verkafólks
að keppa við Asíuþjóðir um láglauna-
störfi eins og suntir vildu vera láta.
Hann sagði verkalýðshreyfinguna
hafa staðið í þeirri trú að verið væri að
semja um atvinnu í síðusm tveim
kjarasamningum og að hreyfingin
sætti sig ekki við að tíu prósent at-
vinnuleysi sc bara ákveðin hagstærð.
Halldór Grönvold benti á að í um-
ræðunni um atvinnuleysi staðhæfðu
sumir að verkalýðshreyfingin stæði
frammi fyrir tveim kostum. Annars
vegar að feta bandarísku leiðina út úr
atvinnuleysi með því að fjölga lág-
launástörfum og hinsvegar væri um að
ræða evrópsku fyrirmyndina; að sætta
sig við atvinnuleysi. I smttu máli
stendur valið á milli fátæktar eða at-
vinnuleysis. Halldór hafnar báðuin
kostunum.
- Við þurfunt að finna þriðju leið-
ina og tíl þess að þróa hana þurfum
við bandamenn í pólitíska kerfinu,
sagði Halldór.
Guðrún Helgadóttir taldi verka-
lýðshreyfinguna eiga sér bakhjarl í
pólitíska kerfinu þótt sambandið þar á
rnilli hafi verið vanrækt um hríð.
Guðrún sleit fundi með því að leggja
áherslu á að við þyrftum nýja hugsun
til að takast á við vandann sem við
blasir.
pv
Lausa mvndagátunnar j síðasta blaði cr: „Albert hiyggbraut Árna Sigfusson eftir uppgjör Markúsai '1