Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 15. APRIL 1994 Mngmál 3 Líkur á samþykkt þingsálykt- unartillögu Svavars Gestssonar og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur: Konur sem orðið hafafyrír kynferðis- legu ofbeldi mót- nueltu nýverið á á- hrifaríkan hátt. 1 Danmörku verður fimmta hver kona fyrír ofbeldi, tíunda hver.fyrír grófit of- beldi. Hvernig er á- standið hér á landi? VERÐIIR FIMMTA HVER KRNA FYRIR OFBELDI? Miklar upplýsingar liggja víðafyrir um of- beldi gegn konum, en það er erfitt að draga upp heildarmynd af ástandinu. Pví veldur samráðsleysi og skortur á tölvu- vœðingu. Svavar og Ingibjörg Sólrún vilja að fyrirliggjandi upplýsingar verði sam- rœmdar og að gerð verði sjálfstœð könnun á ofbeldi gegn konum. Sambœrileg könnun í Danmörku leiddi í Ijós að 19 prósent kvenna yfir 16 ára höfðu orðið fyrir ofbeldi á fullorðinsaldri og þar af 9 prósent fyrir grófu ofbeldi. jónusta aðila á borð við Stíga- mót og Kvennaathvarfið hefur því miður farið vaxandi. Fjöldi þeirra sem leita til þessara stofnana eykst stöðugt og það hafa t.d. aldrei verið fleiri konur og börn en einmitt um þessar mundir í Kvennaathvarf- inu. Hér spilar margt inn í, til að mynda atvinnuleysi, en ekki er vitað um allar orsakir og afleiðingar. Því er brýnt að hrinda af stað upplýsingaöfl- un, úrvinnslu þeirra og sjálfstæðum könnunum og gera skýrslu um ástæð- ur og afleiðingar ofbeldis gegn konum á Islandi. Samræminjy upplýsinga og sjálfstæokönnun Þetta er á meðal þess sem fram kemur í þingsályktunartillögti Svavars Gestssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um þetta efhi, en í síðustu viku var tillögunni vísað til annarrar umræðu og félagsmálanefhdar eftir góðar undirtektir í umræðum um málið. Að mati Svávars Gestssonar eru á því talsverðar líkur að Alþingi samþykki tillöguna sem ályktun þingsins. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd er undirbúi og hafi um- sjón með rannsókn á umfangi og eðli ofbeldis gegn konum á Islandi. Verk- efni nefhdarinnar verði: 1. að safha saman þeim upplýsing- um sem fyrir liggja hjá fjölmörg- um aðilum uin ofbeldi gegn kon- um hér á landi, 2. að vinna eða láta vinna úr þeim upplýsingum sem fyrir liggja um þessi efhi, 3. að efna til sjálfstæðrar könnunar á ástæðum og afleiðingum of- beldis gegn konum á Islandi, 4. að ganga ffá skýrslu um málið sem lögð verði fyrir Alþingi, 5. að gera tillögur um úrbætur., Flutningsmenn tíllögitnnar um könnun á ofbeldi gegn komint á lslandi, Svavar Gestsson og Ingibjörg Sólrán Gísladóttir. Svavar: „Því rniður getum við ekki að óbreyttu svarað til um hvemig Island kemur út samanborið við önnur lönd, en könnun í anda þessarar tillögu myndi bteta úr því. “ Nefndin skili áfangaskýrslum um störf sfn eftir því sem þeim miðar ffam en nefndin ljúki störfum fyrir lok ársins 1994.“ Tíunda hver dönsk kona verður fyrir grófu ofbeldi Svavar segir að tillagan sé flutt af brýnni þörf, enda liggi engin heildar- könnun fyrir á þessu sviði. „Hliðstæð- ar kannanir hafa verið framkvæmdar í grannlöndum okkar á undanfömum árum. Hér liggja upplýsingar fyrir víða, en ekki í samræmdu formi. Þetta em upplýsingar ffá aðilum á borð við lögreglustjóraembættin, RLR, félags- málastofnanir, heilsugæslustöðvar, Samtök um Kvennaathvarf, Stígamót, kirkjuna og fleiri. I svari við fyrirspurn Ingibjargar Sólrúnar á síðasta löggjaf- arþingi koin ffam hjá dómsmálaráð- herra að mikil vandkvæði væm á því að svara umbeðnum upplýsingum vegna skorts á tölvuvæðingu. En nú hefur meðferð mála í dómskerfinu verið bætt og tölvutækni notuð og því auðveldara en áður að fá nákvæmar upplýsingar." Svavar segir að svona könnun hafi verið gerð í Danmörku vorið 1992. „Þar kom meðal annars í ljós að 19 prósent kvenna yfir 16 ára höfðu orð- ið fyrir líkamlegu ofbeldi að minnsta kosti einu sinni á fullorðinsaldri og af þeim höfðu 9 prósent orðið fyrir grófu ofbeldi. Konurnar þekktu of- beldismanninn í nær öllum tilfellum, í helmingi tilfella var um fyrrverandi eiginmann eða sambýlismann að ræða. I hinum helmingi trilfella verða konur fyrir ofbeldi í tengslum við vinnu, gjarnan vinnu í félags- og heil- brigðisstofnunum. Ofbeldi gagnvart dönskum körlum hefur einnig verið skoðað. Fleiri karl- ar en konur verða fyrir ofbeldi. Hins vegar er algengara að karlar hafi aðeins einu sinni orðið fyrir ofbeldi og þar er árásaraðilinn offar ókunnug- ur fórnarlambinu, en ofbeldi gagnvart konum er oftar endurtekið æ ofan í æ. Því miður getum við ekki að óbreyttu svarað til um hvernig Island kemur út samanborið við önnur lönd, en könn- un í anda þessarar tillögu mvndi bæta úr því.“ Ofbeldi er þióðfélae;smein og lýðræðinu hættulegt I umræðunum á Alþingi tóku einnig til máls þær Kristín Astgeirs- dóttir Kvennalista og Valgerður Gunnarsdóttir Alþýðuflokki. Kristín fagnaði tillögunni og sagði það nötur- lega staðreynd að ofbeldi hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu. „Það er að finna í þjóðfélaginu mikið dulið of- beldi, bæði líkamlegt og andlegt. Það er mjög brýnt að fá það fram hversu víðtækt það er, hvort það er meira eða minna hér á landi en annars staðar, um það höfum við enga hugmynd. Og ekki síst að greina það hverjar eru or- sakirnar," segir Kristín. Hún nefnir einnig að hér væri rætt um líðan ein- staklinga en ekki síður um hefðir, við- horf, félagsmótun og þjóðfélagsgerð. Valgerður fagnaði einnig tillögunni og sagði að ofbeldið hefði alltaf átt sér stað, en nú væri það orðið sýnilegra og umræðan meiri. „Það er hugsan- legt einnig að það sé að aukast en auk- ið ofbeldi er mjög alvarlegt mál vegna þess að það hefur eyðileggjandi áhrif á samfélagið allt. Það skemmir út ffá sér og hefur margfeldisáhrif til eyðileggingar langt út fyrir verknaðinn sjálfan. Þetta á ekki hvað síst við um heimilisofbeldi þar sem börn eru annað hvort fórnar- lömb og/eða áhorfendur. Ofbeldi er því þjóðfélagsmein, hættulegt fyrir lýðræðið og fyrir jafhvægið í þjóðfé- laginu fyrir utan þá persónulegu harmleiki og þær mannlegu þjáningar sem það veldur.“ - --------------- ------------ fg ■

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.