Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 4
VIKUBLAÐIÐ 15. APRIL 1994 Philadelphia ★ ★★ Sýnd í Stjömubíó Leikstjóri: Jonathan Demme Aðalhlutverk: Tom Hanks, Denzel Washington, Mary Steenburgen Baráttan við AIDS er í brennid- epli í þessari nýju mynd Jon- athan Demme (Silence of die Lambs). Þetta ku víst vera fyrsta bandaríska stórmyndin sem hefur dug og þor til að takast á við svo viðkvæmt efni sem HIV veiran er, og her hún þess merki. Myndin talar til áhorfenda eins og þeir hafi aldrei heyrt á veiruna minnst, manni líður hálfpartinn eins og maður hafi sest inn á læknabiðstofu einhvern tíma á níunda áratugnunt og opnað bækling með áletrun á borð við „settu öryggið á oddinn“ eða eitthvað því- umlíkt. Þrátt fyrir að myndin tyggi boðskapinn ofan í áhorfendur eins og hún gerir inniheldur hún engu að síð- ur boðskap sem þarf að komast til skila til fólks sem nennir ekki að lesa bæklinga á læknastofúm, og gerir hún það skammlaust, fólk kemst varla hjá því að verða vart við skilaboðin sem myndin dælir í áhorfendur með reglu- legu millibili. Tom Hanks, fyrrverandi tílvonandi „Islandsvinur" fékk Oskarinn, eins og flestír vita eflaust nú og á það skilið, enda eru sum atriði myndarinnar sýnilega byggð upp með það í huga að gefa honum tækifæri til að láta ljós sitt skína. Denzel Washington leikur for- dómafullan lögffæðing sem virðist við Ur myndinni Philadelphia. Alnæmi getur líka skotið sér niður meðal rjóma samfélagsins, eitis og hér er samankominn háhorg auðs og valda. ísak Jónsson fyrstu sýn breyta allt of fljótt um skoð- un á samkynhneigðum og þeirra upp- átækjum, en er lengra dregur kemur í ljós að engin ótrúverðug kúvending hafði átt sér stað í persónu hans, hann er sami fordómaseggurinn inni við beinið þrátt fyrir að persóna Hanks hafi náð að vekja samúð hans. I það heila er Philadelphia tíinabær Vantar þig mfmagn í sumarbnstaðiim? Afsláttur af tengigjöldum ef sótt er um fyrir 15. maí! Rafmagnsveitur ríkisins hafa undanfarin tvö ár veitt afslátt af tengigjöldum í sumarhús í skipulögðum hverfum, og verður þessi afsláttur nú veittur í þriðja og síðasta sinn sumarið 1994. Með afslættinum lækkar lágmarksgjald úr 167.000 kr (207.915 m. vsk) í 135.000 kr (168.075 m. vsk), eða um tæp 20%. Meginforsendur afsláttar eru sem fyrr að unnt sé í samráði við umsækjendur að ná fram aukinni hagkvæmni i framkvæmdum. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir afslættinum: O Afsláttur er veittur ef um er að ræða skipulagt sumarhúsahverfi sem þegar hefur verið rafvætt að einhverju leyti. © Um ný hverfi, sem ekki hafa verið rafvædd enn, verður íjallað sérstaklega og fer ákvörðun um afslátt meðal annars eftir þéttleika byggðar og fjölda umsækjenda í hverju tilviki. © Umsókn um heimtaug þarf að berast fyrir 15. maí 1994. o Ganga þarf frá greiðslu tengigjalda fyrir 10. júní 1994. Auk staðgreiðslu er umsækjendum boðið að greiða með raðgreiðslum (VISA/EURO), á allt að 18 mánuðum. Hafðu vinsamlega samband við þá skrifstofu okkar sem þér hentar best. Starfsfólk okkar veitir þérfúslega allar nánari upplýsingar um framkvœmd og tímasetningar. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS lifandi afl Hollywoodmynd fyrir fólk sem er ekki á móti því að láta spila svolítið með sig, því þessi mynd skilur ekki inikið eftir handa sjálfstæðri hugsun, hlutirnir eru SVONA og hana nú. En myndin sleppur með það þar eð hún fjallar um málefiii sem flestir hafa svipaða skoðun á. Tombstone ★ l/i Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: George Pan Cosmatos Aðalhlutverk: Kurt Russell, Val Kilmer, Sam Elliot / níunda áratugnum þótti ljóst að vestrar væru dauður miðill, hver tilraunin á fætur annari til að reisa þá við féll um sjálfa sig og endanlega fóru hæstvirtir kvikmynda- framleiðendur í Hollywood að fúlsa við handritum ef þau innhéldu jafhvel minnstu tilvísun um menn með ÁS xVh. kúrekahatta. En svo gerðist hið ó- vænta, manni að nafni Kevin Costner tókst þrátt fyrir mikinn mótbyr ffá framleiðendum að gera þriggja klukkustunda vestra sem varð ekki einungis hylltur af blaðafólki heldur einnig mjög vinsæll. Þá fóru hjólin að snúast og markaðsfræðingar fóru að velta fyrir sér hvort ennþá væri mögu- leiki að hagnýta sér hetjur vestursins. Það var svo velgengi myndarinnar Unforgiven (sem var reyndar „and- vestri") sem setti punktinn yfir i-ið. Vestrar voru orðnir gróðavænlegir á ný og eru þeir vestrar sem hafa hýst kvikmyndahús Reykjavíkur nýverið (Posse, Tombstone) aðeins hluti af þeirri flóðbylgju sem von er á. Myndin Toinbstone er lifandi sönnun uin það að kvikmyndaffam- leiðendur Hollywoodborgar eiu miklir markaðsspekúlantar. Myndin gerir mikið út á það að halda áhorf- andanum ánægðum, á kostnað trú- verðugleika og og dýptar persónanna. Flestar af persónum myndarinnar eru einnar víddar persónur, þó sérstaklega illmennin sem eru óforbetranlegir heigulir morðhundar. Reyndar gerðu aðstandendur tilraun tíl að bæta ann- ari vídd í persónu Wyatt Earp (Kurt Russel) og sýna ffam á einhverja innri baráttu í honum en þar er svo þunnildislega að máluin staðið að það virkar mjög ótrúverðugt þegar Earp breytist skyndilega úr ffiðelskandi náttúrubarni í inorðótt villidýr á nokkrum mínútum. Sá sem bjargar myndinni fyrir horn að einhverju leyti er Val Kilmer, sem túlkar persónu sína, Doc Hollywood, á skemmtilega ísmeygilegan hátt. 111- mennin eru eins og áður sagði, ffekar þunn í roðinu og í ofanálag eru mörg þeirra illa leikin. Aðrar persónur flækjast eiginlega bara fyrir og draga úr flæði myndar- innar. Þrátt fyrir augljós áhrif frá véstrum Sergio Leone og áðurnefndri Unforgiven (sérstaklega í persónu Kurt Russell) er Tombstone ansi þreytuleg mynd og nær ekld einu sinni þeim afþreyingarstaðli sem hún ætlaði sér. Utboð eftir tilboðum í verkið F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað „Reykjahæð I, endurnýjun 1994“. Verkið felst í að leggja hluta af aðveituæð fyrir hitaveitu á um 250 m löngum kafla í Dælustöðvarvegi og gegnum Reykjaveg í Mosfellsbæ. Aðveituæðin er DN 700 mm stálpípa í DN 900 mm plastkápu. Verkinu skal að fullu lokið 10. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. apríl 1994, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Austurborg Gatnagerð og lagnir 8.000 m3 6.400 m3 3.200 m2 350 Im Helstu magntölur eru: Uppúrtekt Fylling Púkk Holræsalagnir Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 12. apríl 1994, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. apríl 1994, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.