Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 15. APRÍL 1994 vel heppnuð Menningar- og friðar- samtök kvenna álykta Á fundi Menningar- og frið- arsamtaka íslenskra kvenna sem var haldinn 5. apríl var samþykkt ályktun til stuðn- ings kjarabaráttu meinatækna. Fundurinn fagnaði því að til stendur að opna Fæðingarheim- ili Reykjavíkur á ný og skoraði jafnframt á Alþingi að veita fé til uppbyggingar einsetins heils- dagsskóla. Þá lýsti fundurinn undrun sinni og vanþóknun yfir því að matvöruverslanir í Reykjavík hafa að verulegu leyti hætt að veita eldri borgunum afslátt af matvælainnkaupum. Fjölmenn og R-lístahátíð Reykjavíkurlistinn efindi til hátíðar á Iaugardag í og við kosningaskrifstofiina á Laugavegi. Fjöldi Reykvíkinga tók þátt í gleðinni með frambjóðend- um og stuðningsmönnum R-Iist- ans. Flátíðin markar upphaf kosninga- baráttu Reykjavíkurlistans. Næstu daga verða fundarhöld um atvinnu- mál, skólamál og félagslega þjónustu þar sem frambjóðendur R-listans leggja fram hugmyndir sínar fyrir borgarbúa og hlusta á athugasemdir þeirra og tillögur. Einnig verða frambjóðendur Reykjavíkurlistans til viðtals í kosn- ingamiðstöðinni að Laugarvegi 31 frá kl. 16:00 til 18:00. Eftirtaldir fram- Allsbepjaratkvæðagpeiðsla bjóðendur skipta með sér við- talstímum næstu daga. Föstudagur 15. apríl: Helgi Hjörvar og Kristín Blöndal Mánudagur 18. apríl: Arthúr Morthens og Kristín Dýrfjörð Þriðjudagur 19. apríl: Árni Þór Sigurðsson og Guðrún Ágústsdóttir Miðvikudagur 20. apríl: Sigþrúður Gunnarsdóttir og Oskar Bergsson Fimmtudagur 20. apríl: Allir frambjóðendur til við- tals á sumardaginn fyrsta Föstudagur 22. apríl: Sig- rún Magnúsdóttir og Gunn- ar Levy Gissurarson Fjölmenni heimsótti kosn- ingamiðstöð Reykjavíkurlist- ans á /aagaráag ogjram- hjóðendur Reykjavíkurlistans Ingibjórg Sólrún Gísladóttir, Signín Magnúsdóttir og Arni Þór Sigurðsson tóku sporíð í hliðunni. Myndir: Ol. Þ. Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör full- trúa á 11. þing Landssambands iðnverkafólks, sem haldið verður í Reykjavík dagana 6. - 7. maí 1994. Tillögur skulu vera um 23 aðalmenn og 23 til vara. Tillögum, ásamt meðmælum eitthundrað fullgildra félagsmanna skal skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50c eigi síðar en kl. 11.00 fyrir hádegi föstudaginn 22. apríl 1994. Kjörstjórn Iðju Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 Innlausnardagur 15. apríl 1994. 1. flokkur 1991 Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.361.946 kr. 136.195 kr. 13.619 kr. 3. flokkur 1991 . Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.211.869 kr. 605.935 kr. 121.187 kr. 12.119 kr. 1. flokkur 1992 Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.967.980 kr. 1.193.596 kr. 119.360 kr. 11.936 kr. 2. flokkur 1992 Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.874.321 kr. 1.174.864 kr. 117.486 kr. 11.749 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. [>!<] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj HÚSBRÉFADEHD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ♦ SÍMI 69 69 00 Atvinnuleysið er komið til að fara Það er ekki að spyrja að þeirn brœðrum Bubba Morthens og To(la þegar þeir taka sig til. Þeirri hugmynd skaitt upp þeirra á milli að halda veglega tónleika og leggja þannig sitt af mörkum til að spoma við atvinnuleysinu og styrkja í leið- inni Miðstóð fólks í atvinnuleit, sem hefiir aðsetur í Breið- holtskirkju. Síðastliðið mánudagskvóld voni svo velheppn- aðir tónleikar haldnir í Botgarleikhúsinu. Margir lögðu hönd á plóginn og gáfu alla sína vinnu. Þar á meðal KK og félagar hans og Borgardeetur, semfram komu á tónleikun- um og Borgarleikhúsið léði húsnaði sitt endurgjaldslaust. Húsfyllir var og listamönnunum vel tekið. Alls söfnuðust 503 þúsund krónur, sem renna beint til Miðstöðvarinnar. Verkefni hennar eru marguísleg og má nefna að í næstu viku verður haldið málþing um atvinnulcysið og hvað sé til ráða. Hugmyndir em uppi um að koma upp jjölskyldubúð- um jýrir atvinnulausar fjölsky/dur í sumar. Framlag lista- mannanna hefur niælst vel fyrir og ef að líkum lættir er þetta aðeins bytjunin á heilli tónleikaröð gegn atvinnuleysi. Mynd: Bubbi á tónleikunum. Alnæmissamtökin á íslandi Samtök áhugafólks um alnæm- isvandann héldu aðalfúnd á Hótel Lind þann 28. febrúar síðastliðinn. Á fundinum var sam- þykkt að breyta nafini samtakanna í Alnæmissamtökin á Islandi þar sem upprunalega nafnið þótti þungt í vöfúm, en það verður áfram notað sem undirtitill. Samtökin fá á árinu afhot af betra og hentugra húsnæði á vegum Reykja- víkurborgar og verður það án efa lyftri- stöng fyrir samtökin, sem hafa hug á að auka og bæta jijónustu við þá sem eru HlV-jákvæðir og aðstandendur þeirra. Húsnæði þetta fá samtökin væntanlega afhent um mitt ár, en þangað til verður starfsemin á sama stað og hún hefur verið. Samtökin hafa látið prenta minn- ingar- og tækifæriskort og eru þau til sölu á skrifstofu samtakanna og í verslunum. Myndin á kortunum heit- ir Umhyggja og er eítir Dóru Gísla- dóttur. Helsta breytingin sem hefur orðið á starfseminni er sú að fastur starfsmað- ur hefur verið ráðinn á skrifstofúna og er nú opið alla virka daga, nema mið- vikudaga, milli kl. 13:00 og 17:00. Einnig er svarað í síma 28586 á þess- um tíma. Allir sem þurfa á upplýsing- urn og aðstoð að halda eru hvattir til að hafa samband. Á aðalfundinum var kosin ný stjórn Alnæmissamtakanna og í henni eiga sæti Björgvin Gíslason formaður, Lárus M. Bjömsson varaformaður, Guðni Baldursson gjaldkeri, Hólm- fríður Gísladóttir ritari og Guðrún Ogmundsdóttir meðstjórnandi. Vara- menn vom kjörnir Sigurður R. Sig- urðsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Ný sjóm Altuemissamtakanna á Islandi, samtök áhugafólks utn almcmisvandann.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.