Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 8
8 VTKUBLAÐIÐ 15. APRÍL 1994 Meginstefhur kínverskrar hugsunar, Kon- fusíanismi og taoismi, eru sammála í and- stöðu sinni við óhóf og bruðl. Báðar þess- ar stefnur boða hinn gullna meðalveg þar sem ekk- ert er of eða van. Að öðru leyti er munurinn samt mikill. Taoistar boða afskiptaleysi stjórnvalda af málefnum þegnanna en fylgismenn Konfusíusar eru talsmenn beinna ríkisafskipta og vilja að ríkisleið- togi veiti þegnunum föðurlega leiðsögn og beini þeim inn á braut dyggða og siðgæðis. Þetta er sjálf- sagt ein helsta ástæðan fyrir því að kínverska ríkið tók taoisma aldrei upp sem opinbera hugmynda- fræði þrátt fyrir mikla útbreiðslu hans meðal al- mennings. Margir einstaklingar hafa taoisma að leiðarljósi í lífinu en hæpið er að heilt þjóðfélag geti látið stjórnast af honum. 24. brot úr Bókinni um Veginn Þeir se?n tylla se'r á tá erti óstöðugir, þeir se?tt stika stóruvi komast ekkert áfi-atti. Þeir settt sýtta sig eru ekki áberatidi. Þeir serti eru alltafvissir í simii sök þykja ekki athyglisverðir. Þeir sem eru fiálfbœlnir eru ekki lofaðir. Þeir sem eru þóttafullir cndast ekki lerigi. Hvað varðar frumferlið kallast þetta gt'œðgi og bruðl. Yttisum er þetta jýrirlitlegt og þess vegua standa fylgis- memi fi-umeðlisins ekki í slíku. Umritun þýðandu Þeir sem reyna að seilast hærra en þeim er eðli- legt missa jafnvægi. Þeim sem vaða áffam miðar hægar en ella. Fólk tekur ekki effir þeim sem sækjast sjálfir eftir athygli. Það er ekki tekið mark á þeim sem þykjast alltaf hafa rétt fyrir sér. Fólk hrósar ekki monthönum. Stærilátir nienn endast ekki lengi í starfi og lifa stutt. Þegar þetta er borið saman við hið eiginlega eðli allra hluta (tao) sést greinilega hvað mikið fer til spillis með þessu rrióti. Margir hafa ýmugust á slíkri hegðun enda gera taoistar sig ekki seka um slíkt. Þýðandi: Ragnar Baldursson Gylji Ambjörnsson hagfrceðingur ASÍ. Það þarf að jýlgja því efiir áðfé sem er veitt til jýrirtcekja til tttvinnusköpunar sé raunverulega notað til að gera þau fcerari til að skapa stöifi VERKALÝÐS- HREYFINGIN REISIR uð. í stuttri blaðagrein er ekki unnt að gera betur en rétt tæpa á því sem fram fór en mikilvægast er að farið var yfir víðan völl og augljóst að innan verkalýðshreyfingar- innar eru mörg frjókorn, sem ættu að geta vaxið og dafnað. Gylfi Arnbjörnsson og Benedikt Davíðsson skil- greindu þann vanda sem fyr- ir hendi er og hvert grunn- verkefnið er. Það er einfald- lega að breyta þeim efna- hagslegu forsendum sem liggja til grundvallar heldur dökkri fimm ára spá Þjóð- hagsstofnunar. Þeim for- sendum verður hins vegar tæpast breytt nema með öfl- ugri þátttöku hins opinbera. Ekki þó á þann hátt að fé sé dælt í fyrirtæki án þess að nokkur skilyrði fylgi eða vissa fyrir því að fjármagnið sé raunverulega notað til að bæta stöðu fyrirtækisins og gera það færara uin að skapa störf. Opinberir aðilar þurfa að koma að málum með þeim hætti að styðja við ný- sköpun, skilgreina styrk okk- ar og veikleika og gera þær ráðstafanir sem nauðsynleg- rétta umgjörð. Við sveitarfélög til svæðisbundinnar styrkingar. Við at- vinnurekendur til að skapa traust. Við stofnanir, sem geta veitt sérffæðiað- stoð. Ein ástæða þess að verkalýðshreyf- ingin verður að taka að sér leiðandi hlutverk er að tryggja verður að ekki verði gengið á kjör og réttindi verka- fólks eins og því miður hefur viljað brenna við hérlendis og erlendis. Guðntundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambands íslands og Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASI fjölluðu um þátt menntunar og starfsfræðslu í baráttunni gegn at- vinnuleysinu. Það kom fram hjá þeim að réttast væri að viðurkenna að í hin- um háþróuðu tækniþjóðfélögum væri einfaldlega ekki um það að ræða að allir þyrftu eða gætu fengið fulla at- vinnu. Þess vegna væri milalvægt að þeirri vinnu, sem til er væri skipt á réttlátan hátt milli vinnufusra handa. Þó væri ekki síður mikilvægt að tryggja að ekki skiptist á vinna í nokkurn tíma með þokkalegum laun- Alþýðusambandið hélt fund í Reykjavík um atvinnumálin 17. mars síðastliðinn. Þar voru flutt inörg erindi og urðu frjóar um- ræður. Efiii ráðstefnunnar er nú til kynningar hjá verkalýðsfélögum víðs vegar uin landið en síðan er stefht að nýrri ráðstefhu í vor þar atvinnustefna verkalýðshreyfingarinnar verður mót- Bjöm Grétar Sveinsson, fonnaður Verkamannasambands lslands, rceddi nauðsyn nýtrar fjáifestingarstefnu og taldi tímabcert að hvetfa frá mótun fiskveiðistefnu og snúa sér í staðinn að mótunfiskvinnslustefnu. Benedikt Davíðsson, forseti ASI. Grunnverkefni verkalýðshreyfingarinnar er að breyta þeim efnahagslegu forsendum sem liggja til grundvallar dökkri fímm ára spá Þjóðhagsstofnunar. Myndir: Ol.Þ. Guðmundur Þ Jónsson formaður Iðju benti m.a. á aðþaðséfirra aðfjárskort- ur hins opinbera komi i veg jýrir að veitt sé fé til nýsköpunar. Astceðumar em pólitískar. it & ar eru til að styrkurinn fái notið sín. Formaður Landssambands iðn- verkafólks, Guðmundur Þ Jónsson, vék að þessum þætti í erindi sínu um nýsköpun. Hann benti á að tal um að fjárskortur hins opinbera kæmi í veg fyrir frumkvæði þaðan ætti tæpast við rök að styðjast. Heill milljarður spar- aðist í atvinnuleysisbætur þó svo ný- sköpun skilaði ekki meiri árangri en svo að drægi úr atvinnuleysi urn 30%. Hann benti á að nýsköpunarferlið er margbrotið og margir aðilar verða þar að koina til starfa með opnum huga ef árangur á að nást. Einn mikill vandi er að verulega hefur dregið úr arðsemi áhættufjár- magns miðað við til dæinis ríkis- skuldabréf. Því getur verið erfitt að fá eigendur peninga til að leggja þá í ný- sköpun. Eigi verkalýðshreyfingin að verða leiðandi afl í nýsköpun atvinnu- lífsins þarf hún að eiga samstarf við marga aðila. Við ríkisvaldið til að fá Halldór Grönvald, skrifstofustjóri ASI sagði frá úrrceðum Dana, þar sem nú er hægt að fá orloffrá vinnu á þrenns konar forsendum en meðfullum fratn- fierslueyri; leyfi til fijálsrar ráðstöfun- ar, námsleyfi og leyfi til að umönnunar bama. íslensk verkalýðshreyfíng er að hrista af sér doðann. Verslunarráðið og Vinnu- veitendasambandið eiga ekki lengur að vera einu aðilarnir, sem leggja til „róttækar“ samfélags- breytingar, sem í raun þýða kjarskerðingu og af- nám ýmissa áunninna lýð- réttinda. Alþýðusamband íslands ræskir sig og eftir því er tekið. Þaðan korna róttækar hugmyndir til umræðu innan og utan hreyfingarinnar. Atvinnu- leysið er þar ekki lengur vandamál, sem menn ætla að kýla sig útúr, það er vandamál sem krefst nýrr- ar hugsunar á mörgum sviðum og veitir jafnframt tækifæri til róttækra breytinga á íslensku sam- félagi, verkafólki til hags- bóta. Hin dugiausa og dáð- lausa kalkúnastjórn lýð- veldisins er svo illa föst í kennisetningum frjáls- hyggjunnar að þaðan kem- ur ekkert, sem vænlegt er til árangurs í endursköpun atvinnulífsins. Því verða aðrir að taka frumkvæðið.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.