Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 15.APRÍL 1994 Borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins æðir nú um með lyklakippu sem hann segir að gangi að öllum þeim dyrum sem Flokkurinn hefúr haft harðlæstar ffam að þessu. Vandinn er sá að lyklarnir ganga flestir að dyrum sem ekki er hans að opna. Ef þær eru á annað borð til þá eru þær í Stjórnar- ráðinu en ekld Ráðhúsinu. Arni lofar á kostnað ríkissjóðs, þ.e. skattgreiðenda á landinu öllu. Hann er í raun að segja: ÉG LOFA ÞVÍ AÐ FARA TIL DAVÍÐS OG LÁTA HANN REDDA MÁLUNUM. Hann lofar upp í ermar Davíðs, Friðriks fjármála, Olafs G. mennta- mála, Guðmundar Árna heilbrigðis og bara upp í ermar allra ráðherranna. Og Inga Jóna Þórðardóttir á að senda Geir Haarde þingflokksformann á þingflokkinn. Sjáið þið ekki fyrir ykk- ur kaffisamsætið, Árni núverandi, Davíð fyrrverandi og hjónin Inga Jóna og Geir? Árni og Inga Jóna grát- andi í örvæntingu og Davíð og Geir á- hyggjufullir og landsföðurlegir? Svona er kippan hjá lyklabarninu Árna. Barnadeild, bamaspítali, 100% persónuafsláttur, lenging fæðingaror- lofs, flýtifymingar, einsetinn skóli, heimahjúkrun, öldmnarmál osfirv. Lyklar sem ganga að dyrum hjá ríkis- valdinu. Af hverju lofar Árni ekki 50 prósent kauphækkun yfir línuna, vax- andi þorskafla og góðu veðri í sumar? Svo á að útrýma biðlistum á met- tíma. Árni valdsmannslegi með marga lykla eins og höfðingjar garnla tímans sem mældu völd sín í fjölda þeirra lykla sem þeir bám við beltið. I seinni tíð hefur mátt sjá leifar þessarar „karl- mannlegu“ valdsmennsku í dinglandi lyklakippu fasta við beltið þar sem líka er að finna flöskuupptakara að hætti bjórvambalegra Dana. Nú er Árni hrokkinn timbraður upp af vondum draum um að borgin sé að falla rauðu djöflunum í skaut. Skipun dagsins: al- gjör kúvending. Hvar hefur Arni ver- ið sl. átta ár? Var hann að berjast fyrir sínum hjartans málum? Kom hann þeim ekki í gegn vegna andstöðu Dav- íðs og Markúsar? Og hvar er Inga Jóna, trompið sem dregið var upp til að fylla í skarð Katrínar Fjeldsted? Eiginkona þing- flokksformannsins? Komið hefúr í Ijós að hún hannaði einkavæðingar- stefnu borgarstjórnarmeirihlutans. Stefnunni var fleygt, en hvar er skýrsla Ingu Jónu sem hún fékk 3 milljónir fyrir að taka saman? Hún er ekki til. Sem „ráðgjafi" blaðraði hún eitthvað í eym Markúsar Arnar, sem skrifaði 3ja milljón króna ávísun. Frjálshyggjan í verki. Sannur við- skiptafræðingur á ferð. Árni lætur bóka að í nútímanum þurfa menn ekki að fá álit í þykkum skýrslum. Ef ég ætti að borga 3 millur fyrir sérffæðiá- lit þá myndi ég vilja hafa eitthvað í höndunum. Snepil! Skilaboð á miða! Eitthvað örlítdð meir en kvittun takk. Og nú bíður maður eftir mærðar- legum ræðum og minningargreinum flokksbroddanna um AJbert Guð- mundsson heitinn. Urn að gera að lokka til sín Albertsfylgið með ein- hverjum hætti. Gleyma því að Þor- steinn rak Albert úr ráðherrastól. Gleyma því að Albert stofnaöi Borg- araflokkinn og klauf Sjálfstæðisflokk- inn í herðar niður. Gleyma því að Árni fór skríðandi á fund Alberts í von um stuðningsyfirlýsingu en fékk blákalt nei. En geta þeir og kjósendur allir gleymt því að einhver ailra síð- ustu orð Alberts voru að Sjálfstæðis- flokkurinn væri ónýtur orðinn og að flokknum stjórnaði frjálshyggjugengi sem hann ætti enga samleið með? Skriftir Fyrir allmörgum árum hættu hámenntuð tónskáld hér á landi að mestu leyti að „semja tónverk“. Þau tóku upp á því í staðinn að „skrifa tónlist“. Enda þótt þessi nýi talsiður geti alls ekki talist rangt mál, þá féll sumum í- haldssömum mönnum skrift- artalið illa í fyrstu, þeir töldu gamia siðinn íslenskulegri. Nú eru tónskriftirnar orðnar algengt mál og fáir kippa sér lengur upp við það þótt menn „skrifi tónlist“. Það má æda að hinn nýi málsið- ur sé meðal annars tilkominn fyrir áhrif firá tungum nágrannaþjóða, þar skrifa menn yfirleitt tónlist, eiga þó enn til stundum að „kóm- pónera músík“. Aðalástæða skrift- artalsins er samt sú, að minni hyggju, að lærðum tónskáldum þykir fínna að skrifa en semja, þeir telja „skriftirnar“ greina þá betur frá ólærðum gutlurum eins og poppurum sem kunna ekki að skrifa nótur og verða því áfram að láta sér nægja að semja tónlist. Haukur Hannesson Notkun sagnarinnar að skrifa fer einnig fyrir brjóstið á mál- næmum mönnum í öðru sam- bandi. Þó það hljómi undarlega, þá þola þeir ekki að hún sé höfð um yrkingar: „að skrifa ljóð“ er fullkoinin videysa í þeirra eyrum, enda nota yfirleitt ekki aðrir þessa sögn um ljóðagerð en þeir sem eru ljóðlist ekki handgengnir. Ljóðavinum dytti það aldrei í hug: þeir tala um að „yrkja, setja sam- an, kveða, hnoða“ o.s.frv., en aldrei skrifa. I þeirra huga þýðir „að skrifa ljóð“ ekki annað en að skrifa ljóð upp, í því felst engin sköpun. Þeir sem nota sögnina að skrifa um ljóðagerð koma því upp um sig, þeir reynast jafúfáfróðir í tali um ljóðlist og óreyndur borgar- krakki um sveitabúskap eða hinn argastí landkrabbi um sjó- mennsku. Hjartagátan Um þessar mundir stendur yfir í Hallgrímskirkju sýn- ing á myndum Hauks Hall- dórssonar, Trú og tákn í tveim heimum. Að innihaldi skiptast myndirnar í fjóra flokka. Tólf trúarmyndir byggðar á fyrir- myndum úr Islensku teiknibók- inni í Árnasafni eftír óþekktan listamann frá byrjun fimmt- ándu aldar. Sjö myndir um kristna landnámið í Islandi. Tíu myndir byggðar á fyrirmynd- um í amerískri indjánalist og þrjár myndir byggðar á teppaslitrum sem fundust í víkingaskipi í Áseberg í Noregi. Frummyndir allra myndanna á sýning- unni eru gerðar af Hauki ogunnarísam- vinnu við kínverska listiðnaðarmenn. Sérhver mynd er handunnin eins og hefðbundnar emileraðar gljámyndir að öðru leyti en því að í stað þess að brenna þær er fljótandi polyester hellt yfir mynd- flötínn og látið harðna. Sýningin er m.a. afrakstur nær þriggja ára samvinnu listamannsins við Ragnar Baldursson sem dvalið hefur langdvölum í Asíu. Sviðsljós Trú og tákn í tveim heimum Setjið rétta stafi í reitína neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá karlmannsnafn. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Þrístíkla. A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = í = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = ú = v = x = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.