Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 12
12 Framtiðtn VIKUBLAÐIÐ 15. APRIL 1994 Smáríki inn í fr amtíðarþj óðfélagið Vándamálið við heiminn í dag er að við fáum ekki tækifæri til að skipuleggja samfélag okkar á nýjan hátt. EBS, GATT, NAFTA og allar þessar skammstafanir lofa okkur auknu frelsi en fela í raun í sér yfirþjóðlegt vald sem skerðir frelsi okkar. Á þessum „póstmódernísku" tímum þar sem allt er hugsað á heims- vísu er það kannski eins og að bölva í kirkju að taka upp hanskann fyrir smáríki, en ég mun færa rök fyrir af- stöðu minni. Það er hægt að nota samanburð úr vísindum og tækni til að útskýra mál- ið. Nýjar hugmyndir og kenningar fá íyrst hljómgrunn þegar hægt er að sýna tortryggnum umheimi frant á vel heppnaða tilraun eða frumgerð. Vilji maður finna nýjar leiðir til að reka samfélagið verður maður að fá tæki- færi til að prófa sig áffam án afskipta umheimsins. Eftir nokkur ár getur umheimurinn dregið sína lærdóma af tilrauninni og gert upp hug sinn um hvort þetta sé skynsamlegri aðferð en hin gamla. Þessi svokallaða alþjóða- væðing kemur í veg fyrir að einstök landsvæði (smáríld af okkar gerð eru hér meðtalin, sem og fátæk ríki á borð við Nicaragua, Kúbu og Zimbabwe) geti skapað sér þær efnahagslegu og pólitísku forsendur sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að reyna nýjar leiðir. Við þessar aðstæður falla margir menntamenn í þá gildru að að verða" handbendi fjölþjóðafyrirtækjanna. Menntamenn verða uppnumdir af gildishlaðinni orðræðu um „alþjóða- væðingu," og eru svo lafhræddir við það að vera „gamaldags," sveitalegir og þjóðræknir að þeir kasta barninu með baðvatninu. Samtími okkar ein- kennist af alþjóðavæðingu menning- arinnar, fjármagnsins og pólitísks valds. Þetta er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr, svo að vitn- að sé í grein Thomas Hylland Eriksen í Klassekampen þann 14.12. 1991 [KlasseLunpen er norskt dagblað]. Pessi grein birtist í norska vikublaðinu Ny Tid (18. mars 1994) ogfjallar um framlíðarþróun þeirra samfélaga sem við þekkjum í dag. Nú um stundir er lítið framboð af vangaveltum um nœsta stig samfélagsþróunarinnar (sumir myndu reyndar segja að þetta marxíska orðalag sé úrelt) þrátt fyrir að það samfélagskerji sem við göngum að sem vísu sé meingallað. Höfundurinn heitir Trond Andresen og kennir stýrifrœði (kybernetikk) við Tœkniháskólann í Prándheimi. Greinin er ekki þýdd í heild sinni heldur er fyrri hluta hennar sleppt, sumpart vegna plássleysis og sumpart vegna þess aðfyrri hlutinn lýtur að þœtti ákveðinnar bókmenntastefnu (vísindaskáldsögunnar) við að þróa hugsjónina um framtíðarþjóðfélagið. Það er rétt hjá honum að þéttriðnara net menningar og fjölmiðlunar mun binda veröldina saman. í raun er þetta jákvæð þróun þótt fylgifiskar hennar séu bæði Dallas og Dynasti. En við verðum að aðgreina alþjóðavæðingu sem annarsvegar felur í sér ferðalög, vináttu milli fólks af ólíkum þjóðern- um og fjölmiðlun (óhjákvæmilegt og Verkamannafélagið Dagsbrún Orlofshús 1994 Umsóknareyðublöð um dvöl í orlofshúsum félagsins I sumar verða afhent á skrifstofu félagsins að Lindar- götu 9 frá og með þriðjudeginum 12. apríl n.k. Umsóknum skal skilað aftur á sama stað eigi síðar en 29. apríl. Húsin eru: 2 hús í Svignaskarði, Borgarfirði 1 hús í Flókalundi, Vatnsfirði 3 íbúðir á Akureyri 2 hús á lllugastöðum, Fnjóskadal 2 hús á Einarsstöðum á Héraði 1 hús I Vík í Mýrdal 5 hús í Ölfusborgum 1 hús í Úthlíö í Biskupstungum 1 hús í Hvammi í Skorradal Samtals eru til útleigu 18 orlofshús I samtals 306 gisti- vikur. Vikuleigan er kr. 7.000, nema í Hvammi kr. 10.000. Verkamannafélagið Ðagsbrún. æskilegt) og hinsvegar aljijóðavæð- ingu sem felur í sér miðstýringu á efnahagslegu, pólitísku og hernaðar- legu valdi (óæskilegt og hægt að kom- ast hjá því). Vaxandi ójafnvægi milli fi'amboðs og eftirspnrnar Vandamál þjóðrembu og kúgunar minnihlutahópa sem blasa við okkur núna, til dæmis í Júgóslavíu, eru ekki merki þess að þjóðríkið hafi gengið sér til húðar heldur vísbending uin vaxandi mótsetningar sem skapast vegna síverspandi efnahagskreppu í heiminum. Mikilvægasta ástæðan fyr- ir því að kreppan versnar er hömlu- laust stríð um hagnað (kallað frjáls samkeppni) sem háð er af fjölþjóða- fyrirtækjum. Heimsmarkaðurinn líð- ur fyrir vaxandi ójafnvægi milli fram- leiðslugetu og eftirspurnar. Almenn- ingur getur ekki keypt alla |)á vöru og þjónustu sem stendur til boða þrátt fyrir að þörfin sé í mörgum tilfellum brýn. Við þessar aðstæður keppast þjóðlönd við að styrkja eigið atvinnu- iíf gagnvart samkeppnisaðilum í öðr- um löndum. Aðferðin er að dragá úr kaupgetu almennings og opinberri velferðar|)jónustu, til að stærra hlut- fall verðmætartna falli í skaut fyrir- tækjanna. Fyrirtækin lækka útgjöld sfn með því að segja upp starfsfólki. Pen- ingarnir fara í það að auka fram- leiðslugetuna með færri starfsmönn- um. Þar með eykst atvinnuleysið sem gerir ástandið enn verra því að at- vinnulaust fólk hefur ekki ráð á því að kaupa vöru og þjónustu. Þetta ferli er áþekkt í flestum lönd- um og atvinnugreinum. Ríkisstjórnir og ráðamenn fyrirtækja haga sér aftur á móti eins og þeir séu þeir einu sem þannig hugsa. Með þeim hætti sést þeim yfir heildaráhrifin sem vaxandi kreppa hefur á heiminn allan. Frjálst flæði fjármagns og frjáls vöruviðskipti auka vandann vegna þess að fjölþjóða- fyrirtækin stækka á kostnað þeirra minni sem verða undir. Samanlagt verða umsvifin minni og eftirspurnin dregst saman af þeirri ástæðu að stóru fyrirtækin stækka ekki nóg til að koma í staðinn fyrir starfsemina sem leggst niður. Og við þessar kringumstæður er þjóðrikjum bannað að grípa til þeirra ráða sem duga til að draga úr skað- seminni sem hlýst af stríðinu um hagnaðinn vegna þess að þau eru aðil- ar að ESB, GATT, NAFTA og svo framvegis. Smáríkin geta orðið fyrirmynd Engin ástæða er til að ætla að litlar einingar, hvort heldur þjóðríki eða fyrirtæki, séu verr til þess fallnar að búa til gott samfélag núna en þær voru fyrir hundrað árum. Þcir lesendur eru utangátta sem hræddir eru við að vera stimplaðir gamaldags og að íhuguðu máli taka undir það sjónarmið að þjóðríkið sé úrelt. Raunar eru hlut- Iægar tæknilegar og efnahagslegar forsendur fyrir því að lítil og meðal- stór þjóðríki geta gert betur en áður (og það eru lítil og meðalstór iðnríki eins og Island, Noregur, Danmörk, Svissland, Austurríki og Svíþjóð, sém hafa náð hvað bestum árangri hingað til, samtúnis sem þau hafa aðeins í ó- verulegum mæli arðrænt og kúgað aðrar þjóðir). Sveigjanleg framleiðslu- tækni byggð á tölvustýringu og sjálf- virkni gerir það að verkum að magn- framleiðsla er ekki nauðsynleg til að ffamleiðsluvörur verði arðsamar. Sami tæknibúnaðurinn getur fram- leitt ólíkar vörur. Sveigjanlegir ffam- leiðsluhættir leyfa jafnffamt sérffam- leiðslu fyrir einstaka viðskiptavini án mikils aukakostnaðar. Þar með verður nálægðin við kaupendur mikilvægari og það gagnast framleiðendum á heintamarkaði. Þær aðstæður eru sem sagt að skap- ast að hátækniffamleiðsla gerir alhliða ffamleiðslustarfsemi kleift að starfa í litlum einingum. Jafnhliða verður vit- anlega um að ræða utanríkisverslun. Einmitt af því að heimurinn verður æ minni vegna nýrrar samskiptatækni er auðveldara að skipuleggja utanríkis- verslunina á skynsaman hátt. Sam- vinna á sviði rannsókna, stöðlunar, umhverfisverndar, meðferð tölvu- gagna og á rekstri upplýsingabanka um framboð vöru og þjónustu eykst jafnt og þétt einfaldlega af þeirri á- stæðu að slík samvinna er skynsainleg og tæknilega möguleg. Þetta ferli spannar allan heintinn, bæði innan og utan Evrópusambandsins. Og þróun- in mun auðvelda litlum og meðalstór- um þjóðum samskiptin við umheim- inn. Ég get útskýrt hvenær sem er, þó ekki sé tóm til þess hér, hvernig það hefur orðið auðveldara að stýra fjár- ntagni til og frá Noregi með mun betri árangri en áður. (90 prósent ykk- ar sem lesið þetta halda að þetta séu öfugmæli. Hverjir enl það sem hafa hvíslað því að ykkur? Og hvers vegna?) Á tímum tölvutækni er það aðeins spurning um pólitískan vilja að skipuleggja fjármagnsflutninga milli landa. En sá vilji er auðvitað ekki fyrir hendi hjá valdhöfum sem eru tilbúnir til að selja ömmu sína til að fá að borða kirsuber með Mitterand og Kohl. Samskiptanet í stað ríkjabandalaga Þægilegra er að skipuleggja smærri einingar í þágu almannaheilla en stór- veldi á borð við Evrópusambandið, Bandaríkin, Rússland og Kína. Þótt smáríkin séu langt frá því að vera full- komin er mergurinn málsins sá að fólk á þár meiri möguleika til að hafa áhrif. Þess vegna er hægara um vik að skipu- leggja árangursríkt efnahagskcrfi í smáríkjunt og meðal annars af þeirri ástæðu er Evrópusambandið vonlaust. Eg sé fyrir mér að Bandaríkjunum og Kína yrðu skipt upp í srnærri ríki. Þeir sem segja sent svo að við verðum að hafa lögbundið alþjóðasamstarf til að ráða við vanda á borð við fátækt, styrj- aldir og mengun vaða í villu því að það eru einmitt stór\'eldin sem bera mesta ábyrgð á djöfulskapnum. Og að svo miklu leyti sem ríkari hluti heimsins hefur vilja til að rétta hinum fátækari hjálparhönd þá eru það einkum lönd á borð við Noreg sem það gera. Lög- bundið alþjóðasamstarf hefur eklu þurft til. 1 framhaldi af tillögum mínum um að þróa heiminn sem sjálfstæð lands- svæði bundin saman með öflugu sam- skiptaneti (þar á meðal Noregur fyrir utan ESB) getum við séð hvernig al- vöru heimssamfélag verður til, ekki eins og eitt stórveldi (hið kapítalíska heimsríki) eða þrjú stórveldi í sam- keppni, heldur nokkur hundruð svæði (Johan Galtung [norskur fræðimaður] segir nokkur þúsund) sem éru sjálf- stæð og hafa með sér samvinnu á jafn- réttisgrundvelli. Þetta heimskerfi get- ur hægt og bítandi dregið úr vægi landamæra og ríldsstofnana og stofh- að heimssamfélag án hernaðar- apparats og skriffæðis, í stuttu máli án ríkisvalds í hefðbundnum skilningi,

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.