Vikublaðið


Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 15.04.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 15. APRIL 1994 13 það er að segja (uhö) heimskommún- ismann. Þeir eru margir sem afgreiða slíkar hugsjónir með því að segja þær óraun- hæfar. Hinir sömu ættu að spyrja sig að því hvers vegna svona fáar pólitísk- ar stefnur hafa ffamtíðarsýn. Gagn- rýnendur slíkrar útópíu kenna sig gjarnan við lífsþreytta tísku póst- módernískrar svartsýni og gjarnan skreytta með frösuin um „skipulags- leysi" og „mannlega náttúru.“ Sýni- þörf og andleg leti, segi ég. Fer allt fjandans til eða er enn von? „Hversu lengi getur þetta gengið? Er það raunverulega mögulegt að búa til alþjóðlegt samfélag með þriðja heiminn að fyrirmynd með eylönd rílddæmis innan um alla eymdina - nokkuð stór eylönd í ríkari þjóðríkj- um - sem hafa alræðisvald þótt það sé íldætt dulum lýðræðis? Eða mun al- nienn andspyrna, sem verður að vera alþjóðleg til að ná árangri, rífa þetta kerfi ofbeldis og lýðræðis niður og þróa áfrarn ffelsi, réttlæti og það lýð- ræði sem reynt er að eyðileggja? Þetta eru spurningar framtíðarinnar.“ A þennan veg skrifar bandaríski samfélagsgagnrýnandinn Noam Chomsky (Z Magazine, desember 1993). Hann spyr af hreinskilni hvort þetta fari til helvítis eða ekki. Fyrsti valkosturinn er kapítalískt heimssam- félag þar sem lítill minnihluti dópar fátækan meirihlutann ineð áróðri og fíflsku og sendir inn herflokka til að berja niður uppreis'n hvar sem er í heiminum. Alþýða manna er kúguð og fyllist örvæntingu. Sérhver tilraun til andófs er kæfð í fæðingu. Valdhaf- arnir eru kannski tvö prósent jarðar- búa og í kringum þá eru þjónandi andar sem lifa í voninni um að komast í efstu þrep samfélagsstigans og óttast jafnffamt að falla í ónáð: mennta- menn, fjölmiðlafólk, embættismenn og herforingjar, kannski tíu prósent íbúanna sem hafa selt sig valdhöfum. Vistkreppa leggur heiminn hægt og sígandi í eyði. Þetta er möguleg þróún en ég vil benda á aðra og bjartsýnni ffamtíðarsýn og rökstyðja hana. • Kreppan í efnahagskerfi heims- ins sem áður er lýst er viðvarandi. Valdhafar ná ekki að leysa hana. Að- gerðir þeirra bæta gráu ofan á svart og æ fleiri sannfærast um það burtséð ffá flokkspólitískum skoðunum. • Menntun og þekking heims- byggðarinnar verður meiri. Þótt ólæsi hafi aukist á nokkruin svæðuni er til- hneigingin ótvíræð: Fólk veit meira um umhverfi sitt en það gerði fyrir 50 árum. Og valdhafarnir hafa ekkert um að velja. Þeir endurnýja stöðugt ffam- leiðsluna til að verða ekki undir í sam- keppninni. Það kallar á stöðugt hærra þekkingarstig hjá stórum hluta íbú- anna. En það er erfiðara að kúga menntað fólk. Til lengri tíma litdð gerir þessi þróun valdhöfúm erfiðara um vik að standa gegn samfélags- breytingum. • Vegna þróunarinnar í fjölmiðlun og upplýsingatækni mun sífellt meira magn upplýsinga berast fólki. Mest af þessu verður áróður og rusl. En vegna þess að mennmn verður meiri og al- mennari mun fólk ekki dl lengdar láta plata sig með lygum og heilalausum skemmmnum. Rannsóknir sýna að fólk verður ónæmara fýrir sjónvarps- auglýsingum effir því sem það horfir meira á þær. Kröfur um sannffæði verða háværari. Og ekki eru allir blaðamenn í þjónusm yfirstéttarinnár. Margir hafa til að bera starfsmetnað til að niiðla veruleikanmn eins og þeir vita hann sannastan. Nútímafólk lærir að skilja hafrana ffá sauðunum, þá sem hægt er að trúa og frá þeim sem ekki er hægt að trúa. • Hin tæknilega þróun í fjölmiðlun og upplýsingatækni gerir grasrótinni kleift að miðla upplýsingum þegar ríkisstjórnir eða stórfyrirtæki leyna eða skrumskæla sannleikann. Bréfsím- ar, tölvunet, áhugamannaútvarp, bíla- símar með fjarskiptahnattarsamband, ódýr myndbandsupptökutæki, hreyf- anlegir útvarpssendar, allt gerir þetta mönnum auðveldara að smnda sjálf- stæða fréttmiðlun. I dag er það ckki lengur hægt fýrir ríldsstjórnir að fremja hryðjuverk gagnvart eigin þjóð án þess að umheimurinn frétti af því. Eftir nokkur ár er hægt að búa til mannréttindanet sem nær til alls heimsins með því einfaldlega að dreifa bílsímum í hvert þorp í Guatemala, Zaire og á aðra óaðgengilega staði þannig að íbúarnir geta hringt til Am- nesty í London í sömu andrá og þeir hafa spurnir af herflutningum (þeir hafa kannski fengið fféttir af liðsflum- ingunum ffá nágrannaþorpi sem einnig hefur yfir að ráða bílsíma). Við gemm núna tekið ofanritað saman og umorðað Marx sem sagði að kapítalisminn ól af sér sína eigin bana- menn, öreigana: Nútíma kapítalismi þróar mennmn og upplýsinga- og fjölmiðlunarkerfi sem leggur grundvöllinn að affiámi kapítalismans. Þýtt og endursagt: pv Framboðnir og búnir Þá eru páskarnir liðnir með til- heyrandi björgunarleiðöngrum og fermingum. Fimm ffídagar virmst heil ósköp, enda var ætlunin að gjörnýta þá; fara á hestbak, í sund, lesa tvær skáldsögur, skrifa fimm bréf, ljúka við nokkur verkefni, bjóða fólki í mat. Allt í einu varð ég svo heilög og kunni ekki við að ónáða fólk yfir bænadagana og gat því lítið gert í verkefhunum sem kröfðust viðbótar- upplýsinga. Ekkert varð úr útivistinni, því matarboðin tvö sem ég blés til voru einmitt í besta veðrinu og þá var nóg að gera inni við... og einhvern veginn leið allur þessi tími án þess að ég fengi nokkuð að gert. Skáldsögur og ffæðibækur liggja enn ólesnar á náttborðinu og bréfaskriffir bíða betri tíma. Það eina sem ég las var bæklingur frá Sjálfstæðisflokknum sem hafði borist inn um lúguna helgina á undan. Ég sem hafði alltaf staðið í þeirri trú að flokkurinn ætti næga peninga og yrði ekki skotaskuld úr því að gera flottan og eftirtektarverðan bækling, hálf fyrirvarð mig fyrir þann sem ég fékk í hendur og gat því ekki lesið hann fýrr en mörgum dögum seinna. Hvar eru allar auglýsingastofurnar og öll flottheitin sem við eigum að venj- ast eftir prófkjörið? Er þetta nýja lín- an? Allt heimaunnið? Forsíðumyndin sýnir ekki þá fögru borg sem sjálf- stæðismenn stæra sig af, hún er dimm og drungaleg og efniviðurinn eftir því. Kona á tjarnarbakkanum, með barnakerru sem enginn heldur í og virðist vera að steypast ffam af. Það lítur út fyrir að konunni standi á sarna. Helst datt mér í hug að konan hefði gefist upp á lífmu og hefði valið þenn- an táknræna stað til að binda endi á það og óvart lent inn á myndfletinum. Annað sem vakti athygli mína í þessu fýrsta áróðursbæklingi sem mér berst ffá núverandi valdhöfum var upptalning á mökum frambjóðenda og fjölda barna. Sjálfstæðiskarlar eru kvæntir en -konur giftar eins og vera ber og atvinnuheiti maka er talið skil- víslega upp í öllum nema fimm tilvika. Forvitni mín er valdn, ekki eru þessir fimm makar, þrír karlar og tvær kon- ur, „húsmæður“ þvi sá titill kemur fyrir einu sinni og hvað eru þeir þá? Ef þeir eru atvinnulausir af hverju er það ekki tekið fram, er það eitthvað til að skammast sín fýrir á þessum síð- ustu og verstu tímum? Og hvernig stendur á því að „þau“ hjónin eiga svo og svo mörg börn í ölluni tilvikum nema hjá einum ffambjóðanda, þar er skilmerkilega tekið ffam að hann eigi tv'ö börn. A hann þau af fýrra hjóna- bandi eða ffamhjá? Forvitinn lesandi vill fá að vita hve mörg börn kona hans á, einkum þar sem flokkurinn státar sig af því að setja málefni fjöl- skyldunnar nú á oddinn. Og því er tekið fram að Kjartan þrettándi sé ó- kvæntur og barnlaus en ekkert sagt um fjölskylduhagi Sigga Sveins sem er ekki síður fyrir augað og ætti því einnig að höfða til einhleypra kvenna sem nóg er af í þessari borg? Mér finnst kjörorð listans, áfram Reykja- vík, markast of mikið af því að á hon- um eru tveir handboltamenn, það minnir of inikið á áfram Island og tap- aða leild. Sagt með mynd Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Puríður Hjartardóttir S S S

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.