Vikublaðið


Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 1
Friður á Akureyri Þrátt fyrir mótlætii í atvinnu- lífinu hefur samstarf Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks gengið vel, segir Sigríður Stefánsdóttir. Bls. 8-9 Riddarar Reykjavflkur TBO er leyniklúbbur æðstu embættismanna borgarinnar. Þeir hittast einu sinni í mánuði til að ráða ráðum sínutn. Bls. 4-5 S E M Tímamót í Suður- Afríku Eftir viku verða fyrstu lýðræðis- legu kosningarnar í S-Afríku haldnar og það hillir undir lok Apartheid-kerfisins. Gylfi Páll Hersir skrifar. Bls. 12 15. tbl. 3. árg. 20. apríl 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Fólkið stöðvaði lóðabrask Sj álfstæðisflokksins Sjálfstæðismenn reyndu í tvígang að þröngva söluskála og bensínafgreiðslu upp á íbúa Grafar- vogs en urðu í bæði skiptin að gefast upp vegna mótmæla. Pólitískur vinargreiði við fyrrum fram- kvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins og eiginkonu hans og Skeljung hf. Ibúar Grafárvogs hafa í tvígang hrist af sér lilnuinir íhaldsins til að planta söluskála með bensínafgreiðslu Skeljungs í eða við íbúðabyggð hverfisins. Um er að ræða starfsemi utan skipulags sem skipulagsnemdarmeirihlutinn lagði ofurkapp á að koma í gegn, en umsækjandiun um lóðina er Sólrún Arnadóttir, eiginkona Gústafs Ní- elssonar framkvæmdastjóra þing- flokks Sjálfstseðisflokksins til skamms tínia. íbúar Grafarvogs settu íhaldinu stólinn fyrir dyrnar og varð Oialdið að gefast í annað sinn upp á þessum tilraunuin á borgarráðsfundi nýverið. Borgarskipulag reynir nú að finna nýjan stað fyrir söluskála Sólrúnar og Gústafs og bensínafgreiðslu Skelj- ungs. Sólrún sótti í mars 1992 um lóð undir söluskála við Gagnveg og var það samþykkt. I desember 1992 sótti hún um stækkun lóðarinnar og fylgdi Árni hafði 2 milljónir af spítalanum Arni Sigfússon borgarsrjóri stóð fyrir því sem formaður stjórnar Borgarspítalans að um 1.300 starfsmenn spítalans voru sendir á viðamikið skyldu- námskeið á vegum Stjórnunarfé- lags Islands. Framkvæmdastjóri Stjóraunarfélagsins var Arni Sig- fússon, núverandi borgarstjóri. Námskeiðahald þetta kostaði Borgarspítalann alls 2,6 milljónir króna og þar af runnu tæpar tvær milljónir til Stjórnunarfélagsins. Akvörðun þessi var tekin í desem- ber 1992 og olli strax mikilli óánægju meðal starfsmanna, sem skyldaðir voru til að mæta á námskeiðið með lidum fyrirvara. Ekki síst var óánægj- an vegna augljósra hagsmunatengsla þar sem Árni var beggja megin borðs í málinu. Þurfti að halda sérstakan fund yfirmanna spítalans með Arna vegna málsins. Jóhannes Pálmason forstjóri Borg- arspítalans staðfestir í samtali við Vikublaðið að vegna námskeiða Stjórnunarfélagsins hafi alls um 2,6 milljónir verið greiddar, þar af 1.846 þúsund til Stjórnunarfélagsins og um 700 þúsund til Flugleiða/Hótel Esju vegna matar. Allir starfsmenn voru sem fyrr segir skyldaðir til að mæta og sóttu nám- skeiðið tæplega 1.300 manns, en Stjórnunarfélagið innheimti um 1.500 krónur á mann. Athyglisvert er að samkvæmt þessu kostaði það svipaðan pening að senda tæplega 1.300 manns á námskeið hjá Stjórnunarfélaginu og að fá ráðgjöf frá einni manneskju, Ingu Jónu Þórð- ardóttur, ráðgjöf sem engin gögn virðast vera til um. yfirlýsing um samstarf við Skeljung um bensínafgreiðslu. I janúar 1993 samþykkti skipulagsnefrid lóðarstækk- un en vísaði bensínsölunni til borgar- ráðs. En þá ofbauð almenningi, enda lóðin í námunda við Foldaskóla og íþróttasvæði Fjölnis. Um 1.900 undir- skriftir íbúa svæðisins bárust og auk þess mótmæli frá íbúasamtökum Grafarvogshverfa og Foreldrafélagi Foldaskóla. Þá mótmælri Olíufélagið (Esso) vegna bensínsölunnar, en bensínstöð er fyrir hendi mjög nálægt umræddum lóðum. I janúar 1994 aft- urkallaði borgarráð lóðarúthlutunina við Gagnveg og lagði fyrir borgar- skipulag að finna nýja lóð. Sú lóð reyndist vera nokkuð vestar eða á Gylfaflöt með aðkomu frá Hallsvegi og hlaut samþykki borgarráðs 1. mars sl. Þegar nýji staðurinn var kynntur íbúum á sérstökum kynningarfundum barst fjöldi mótmælabréfa og undir lok síðasta mánaðar var lóðarumsókn- in afturkölluð í annað sinn. Fulltrúar íhaldsins í skipulagsnefnd eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi, Ingimundur Sveinsson arkitekt, Magnús Jensson bygginga- meistari og Anna K. Jónsdóttir borg- arfulltrúi. Eini fulltrúi minnihlutans, fjöllun meirihluta skipulagsnefndar, en íbúarnir hafa lárið sína skoðun í ljós á vinnubrögðunum," segir Guð- rún. Málið átti engan rétt á sér ogfól í sér óþœgindi og slysahtettn fyrir íbúona, segir Guðrún Jónsdóttir fiilltrúi minnihlutans í skipulagsnefnd. Guðrún Jónsdóttir arkitekt, segir í samtali við Vikublaðið að hún hafi verið á móti staðsetningunni í bæði skiptin. „Þetta mál hefur verið ein- staklega klaufalegt hjá meirihlutan- um, mál sem á engan rétt á sér og fól í sér óþægindi og slysahættu fyrir íbú- ana. Þetta mál hefur hlotið hraða um- Sósíalistar um at- vinnuleysi Þriðji opinberi fundur Um- ræðufélags sósíalista í vet- ur verður laugardaginn 23. apríl nk. og hefst kl. 14:00. Eins og fyrri fundirnir verður hann haldinn á Gauk á Stöng, efri hæð. Fundarefnið er atvinnuleysi. Fjallað verður meðal annars um orsakir atvinnuleysis, aðbúnað at- vinnulausra á Islandi samanborið við útlönd og hvaða úrræði eru tiltæk. Málshefjendur eru þrír: Birgir Björn Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna - BHMR, Stefanía Þor- grímsdóttir ritari stjómar Um- ræðufélagsins og Ogmundur Jón- asson formaður BSRB. Leyniskýrslan um SR- mjöl verði gerð opinber Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins krefst þess að skýrsla Ríkisendurskoðuriar um sölu sjávarútvegsráðherra á SR- mjöli verði gerð opinber. Léttvæg rök ríkisendurskoðanda fyrir því að halda skýrslunni leyndri. A fundi á mánudag samþykkti þing- flokkur Alþýðubandalagsins að for- sætisnefnd Alþingis beitti sér fyrir því að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra á SR-mjöli til einkaaðila um síðustu áramót yrði gerð opinber. Skýrslan var samin að frumkvæði fjá- laganefndar þingsins en ríkisendur- skoðandi hefur lagst gegn því að skýrslan verði gerð opinber áður en dómur hefur gengið í máli sem höfð- að var gegn ríkissjóði útaf sölunni. - Rökin sem rfkisendurskoðandi notar til að réttlæta það að birta ekki Guðrún Helgadáttir: Málareksturfyrir dómstálum á ekki að koma í vegfyrir að skýrsla Rikisendurskoðunar verði gerð opinber. skýrsluna eru léttvæg að mínu mati. Málarekstur fyrir dómstólum á ekki að koma í veg fyrir það að Ríkisendur- skoðun leggi fram skýrslur sínar, segir Guðrún Helgadóttir þingmaður en hún situr í forsætisnefnd Alþingis og í fjárlaganefhd. Ragnar Arnalds þingflokksformað- ur Alþýðubandalagsins segir að það hljóti að teljast æskilegt að öll þau gögn sem tengjast málinu komi fram til að dómarar hafi tök á að kynna sér málið til hlítar. Ólafur Ragnar Grímsson fonnaður Alþýðubandalagsins lagið fram kröfu þingflokksins á þingfundi í gær en síð- an kemur málið til kasta fjárlaga- nefhdar og ef til vill forsætisnefndar þingsins. Haraldur Haraldsson í Andra hefur höfðað mál á hendur ríkissjóði vegna sölu sjávarútvegsráðherra á SR-mjöIi. Haraldur bauð 801 milljón króna í fyrirtækið en það var hinsvegar selt Benedikt Sveinssyni, stjórnarfor- manns Sjóvá-Almennra, og nokkrum loðnuútgerðum á 725 milljónir króna. Haraldur krefst þess að sölusamn- ingnum verði rift, meðal annars á þeim grundvelli að tilboð hans hafi verið eina raunverulega tilboðið í SR- mjöl hf þegar auglýst var eftir tilboð- um síðast liðið haust. Það hefur kom- ið fram að Benedikt Sveinsson og fé- lagar hans lögðu aldrei fram kauptil- boð í fyrirtækið heldur fóru þeir fram á viðræður við sjávarútvegsráðherra um að kaupa SR-mjöl án þess að fjár- upphæð hafi verið nefnd í þvi sam- bandi. Sjávarútvegsráðherra hafnaði kauptilboði Haralds en gekk til við- ræðna við Benedikt Sveinsson og út- gerðarmennina.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.