Vikublaðið


Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 20. APRIL 1994 #^UÉy L A Ð Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðlun hf. Vorverkin A vorin kemur í ljós hvernig gróður kemur undan vetri. Sumarið er undirbúið með því að klippa til trjá- gróður og umplanta þar sem þess er þörf. Vorverk Reykjavíkurlistans hafa meðal annars verið þau að efna til funda með borgarbúum um það hvernig við eigum að taka á móti sumrinu. Samtalið milli oddvita Reykjavíkurlistans og al- mennings er pólitísk umræða þar sem farið er yfir sviðið og spurt hvað borgaryfirvöld geta gert í sam- vinnu við íbúana til að gera höfuðborgina að betri heimkynnum. Margir hafa mætt á þessa fundi til að taka þátt, kannski með því að gera athugasemd, varpa fram hugmynd eða bara til að hlusta. Reykjavíkurlist- inn er hreyfing fólks sem vill breytingar á stjórnar- háttum sem lengi hafa tíðkast í stærsta sveitarfélagi landsins. Lifandi samband við almenning er lykilatriði í nýpólitíkinni sem Reykjavíkurlistinn stendur fyrir. Almenningur á því ekki að venjast að eiga kost á við- ræðum við borgaryfirvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur stjórnað borginni í anda lénsskipulagsins þar sem miðstjórnarvaldið var í höndurn borgarstjóra og mönnum honum handgengnum á meðan almenningi var gert að sitja og standa eins og yfirvaldið bauð. I Vikublaðinu er í dag sagt frá tilviki sem er lýsandi fyrir stjórnarhætti Sjálfstæðisflokksins. Miðstjórnar- valdið hafði ákveðið að úthluta flokksmanni skika til að setja upp söluskála og bensínstöð í samvinnu við eitt af eftirlætisfyrirtækjum íhaldsins. Lóðin er í fjöl- mennri íbúaðarbyggð og steinsnar ffá Foldaskóla óg íþróttasvæði Fjölnis. Þegar skikanum var úthlutað til flokksgæðingsins var ekkert skeytt um óþægindin sem fyrirhuguð starfsemi myndi fyrirsjáanlega valda íbú- unum, að ekki sé talað um slysahættuna. Eftir harðorð mótmæli íbúanna varð miðstjórnar- valdið í ráðhúsinu að láta undan síga. Forysta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík er hinsvegar ekki vön því að taka tillit til almannahags þegar hagsmunir einka- vina eru í húfi. Flokksgæðingurinn fékk aðra lóð til ráðstöfunar og enn á ný þurftu íbúarnir að grípa til mótmæla enda var seinni staðsetningin litlu skárri kostur fyrir íbúa svæðisins. Miðstjórnarvaldið lét ekki segjast og embættismannakerfið var gangsett til að finna nýja lausn sem tryggði hagsmuni flokksriddar- ans. Til allrar lukku fyrir íbúa Grafarvogs stefnir í tví- sýnar kosningar og líkur fyrir því að Sjálfstæðisflokk- urinn sjái hag sínum best borgið með því að fresta málinu fram yfir kjördag. Fari svo að lénskerfið haldi velli þarf ekki að spyrja að leikslokum og bensínstöð- inni verður þröngvað upp á íbúa Grafarvogs með góðu eða illu. I ár byrjaði vorið snemina í Reykjavík og fólk tók þegar í skammdeginu til starfa og búa í haginn fyrir sumarkomuna. Við verðum að gæta þess að örendið þrjóti ekki því að þá er eins víst að löng bið verði eftir sumrinu í Reykjavík. Listin blómstran hjá Reykjavíhunlistanum Opið húsfyrir ungtfólk nœsta laugardag Ungt fólk sem starfar með Reykjavíkur- listanum stendur fyrir opnu húsi nk. laugar- dag, 23. aprfl, í kosn- ingamiðstöðinni að Laugavegi 31. Húsið opnar klukkan tíu en ffá hádegi rekur hvert atriðið annað. Hljómsveitin Texas Davíð Þór kynnir Jesús kemur ffam, einnig Heiða trúbador, Keltarnir spila þjóðlagatónlist, söngkonurnar Margrét Sigurðar- dóttir og Kristbjörg Kari Sól- mundar- dóttir syngja, Kolrassa Krókríð- andi spilar, dúettinn Súkkat og Gerður Kristný les Ijóð. svo mætti lengi telja. Gerð- ur Kristný er Reykjavíkur- skáld dagsins og les úr ný- útkominni ljóðabók sinni Isffétt og í barnahorninu ætlar nokkrir leikarar að lesa sögur. Klukkan þrjú ávarpar Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóraefhi Reykja- víkurlistans, gesti og Stein- unn Valdís Oskarsdóttir, sem vænt- anlega verður yngsti borgarfull- trúi Reyk- víkinga að kosningum loknum, flytur ræðu. Ingvar Sverrisson og Helgi Iljörvar flytja stutt ávörp og ffam- bjóðendur Reykjavíkurlistans verða á staðnum, svara fyrirspurnum og Steinunn Valdís flytur ræðu. spjalla við gesti. Kynnir á dagskránni er Davíð Þór Jóns- son, Radí- usbróðir. Hlé verð- ur gert á dagskránni upp úr sex en Reykja- víkurlistafólk mun hittast á Sólon Islandus klukkan átta á laugardags- kvöld. A Sólon leikur Einar Kristján Ein- arsson klassíska gítartónlist og hljóm- sveitin Skárren ekkert spilar létta fransk-austur-evrópska tónlist. Ungir kjósendur eru sérstaklega boðnir vel- komnir bæði í aðalstöðvar Reykja- víkurlistans og á Sólon Islandus. Ingibjörg Sólrún ávarpar gesti. SÚKKAT OG KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI SPILA OG SKEMMTA.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.