Vikublaðið


Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 20.04.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 20. APRIL 1994 Vlfthorf 3 Fjölskyldan og ko sningaslagur inn Fjölskyldan er lífsseigur furðufugl. Dæmd til dauða af róttæklingum og blómahippum, vanrækt og hundsuð af stjórnvöldum, en hefur lifað af söguleg- ar hremmingar og veraldlegt andstreymi. Og nú er hún í tísku. Þessi „smæsta lýð- ræðislega eining í hjarta samfélagsins" eins og Sameinuðu þjóðirnar kalla hana nú á Ari fjölskyldunnar. A hátíðarstundum - eins og í kosningabaráttu - er hún horn- steinn samfélagsins. Og það er mikilvægt að við kjósendur vitum hvað menn meina þar sem fagurgala og kosningaloforðum sleppir' og raunveruleikinn tekur við. Hvernig menn líta á hornsteininn og hvað þeir æda sér í rauninni með hann. I fróðlegu erindi, sem Jón Björnsson fé- lagsmálastjóri hélt á fjölskylduráðstefh- unni í lok janúar, kom fram að hið opin- bera hefur enga opinbera fjölskyldustefnu. Það hefur auðvitað óopinbera stefhu sem birtist í athöfhum og athafnaleysi, ákvörð- unum, lögum, fjárveitingum. Stefna hefur þannig ávallt markmið - yfirlýst eða óyfir- lýst - sem m.a. sést á því hve miklu fé er varið í hin ýmsu mál og hverjum hinar ýmsu lausnir eru ædaðar. I þessu ljósi er líttill vandi að skoða fjöl- skyldustefhu sjálfstæðismanna í Reykjavík - sem nú róa lífróður til að halda völdum. Hana er nefnilega hægt að skoða með því að láta verkin þeirra tala upphátt, verkin þeirra í rúmlega hálfa öld - og þau verk sem gefin eru fyrirheit um í kosningabar- áttunni. Valfrelsi afhandahófi Sjálfstæðismönnum er gjarnt að sveipa um sig slagorðum valfrelsis. I dagvistar- málum birtist skilningur þeirra á þessu fallega orði í því að hægt að velja um hið mesta - nema það sem fólk hefur þörf fyr- ir. Mér vitanlega hefur meirihlutinn í borginni aldrei spurt sig hvaða hópum hin ýmsu úrræði eigi að þjóna. Tökum dæmi. Gæsluvellirnir sem munu kosta borgarsjóð yfir 88 milljónir á þessu ári þjóna húsmæðrum og dagmæðr- um einkar vel, en næstum engum öðrum. Aformað er að fjölskyldugreiðslurnar kosti 35 milljónir á árinu. Fyrir fyrsta greiðslutímabil fjölskyldugreiðslna bárust umsóknir fyrir 538 böm. Af þeim em yfir 70% á biðlistum fyrir leikskóla. Frumlegt nýmæli að borga fólki fyrir að standa í biðröð... Fæstar dagvistarlausnirnar þjóna þeim stóra hópi barnafólks þar sem báðir aðilar stunda fulla atvinnu. Valfrelsi þeirra felst í dagmæðmm sem nýta sér niðurgreiddu gæsluvellina, eða hlutavistfun og reddingar með tilheyrandi druslubílarallýi í hádeg- inu um borgina fögm. Hverjum eiga kosningalof- orðin að þjona? Á dögunum kynnti borgarstjóri splunktmý kosningaloforð í lyklakippu- formi. Þegar hefur verið bent á að í mörg- um lyklanna á ríkissjóður stór veð. T.d. þeirri hugmynd að persónuafslátturinn sé að fullu færanlegur milli hjóna en ekki bara 80% af honum eins og nú er. Hvergi hefur komið fram hvaða hópi þetta loforð á að þjóna. Skyldi þetta eiga að þjóna talmeina- fræðingnum, fjögurra barna móðurinni og ljóshærða athafhamanninum hennar sem er í stjórnunarstöðu og gegnir mörgum trúnaðarstörfum í sinni sveit? Nei, þau depla ekki auga yfir þessu kostaboði, til þess eru þau ineð alltof háar tekjur. Hún vill að sjálfsögðu nýta nám sitt og fá útrás fyrir hæfileika sína á vinnumarkaði. Auk þess eru þau að öllum líkindum með au- pair stúlku. Skyldi þetta eiga að þjóna Jóni og Gunnu sem bæði vinna í Hagkaup, hann á lagernum og hún á kassa? Mildu frekar. Þorgerður Einarsdóttir Pössunin fyrir bæði börnin tekur næstum allt kaupið hennar Gunnu. Ef Jón fær all- an persónuafsláttinn hennar og hún fjöl- skyldugreiðslur að auki, er þetta orðin freisting sem erfitt er að standast. Reynd- ar hefur Gunna mjög gaman af vinnunni og hafði hlakkað til að fara á starfsnám- skeið sem hún á samningsbundinn rétt á. En Jóni finnst þetta þjóðráð og segir að það borgi sig ekki fyrir þau lengur að Gunna vinni úti. Og hver hirðir núna um réttindi eða lífeyrisgreiðslur Gunnu í fjar- lægustu fJamtíð? Fjölskyldan og hagsmunir hennar Því hver er hún þessi „fjölskylda“ sem alltaf er talað um í eintölu? Þessi smæsta lýðræðislega eining í hjarta samfélagsins? Fara hagsmunir þeirra sem mynda hana alltaf saman? Dæmið um Jón og Gunnu sýnir að svo er hreint ekki alltaf. Þegar neikvæða hluti ber á góma, svo sem þegar fjölskyldan hefur brugðist hlutverki sínu gagnvart börnunum, er oftast átt við mæð- urnar. Þá er samasemmerki milli konunnar og fjölskyldunnar. En þegar talað er um að „hlúa að fjölskyldunni" eins og borgar- stjórinn gerir mjúkum rómi þessa dagana, eru hagsmunir og þarfir kvenna víðs fjarri. Þeir hagsmunir sem fjölskyldunni eru eignaðir, t.d með fjölskyldugreiðslum og 100% persónuafslætti, eru fullkomlega á skjön við hagsmuni kvenna. Fáum körlum dytti í hug að vera heima fýrir fjölskyldugreiðslurnar - allra síst Árna Sigfússyni. Enn færri karlar létu eiginkonum sínum eftir persónuafsláttinn til að gæta bús og barna. Fyrir þær konur sem lægstar hafa tekjurnar og borga kannski obbann af þeim í dagvistun fyrir krakkana, verður þetta hins vegar mikil freisting. Freisting sem þær þurfa að gjalda fyrir síðar með lak- ari stöðu á vinnumarkaði, lægri launum, lélegri - ef þá einhverjtun - lífeyrisgreiðslum. Við hugsum náttúrulega ekki það dæmi til enda að eiginmaðurinn stingi af... Margarfiugur í einu höggi? Kannski er þetta hreinlega meiningin? Kannski er veðsetta lyklakippan eitt allsherjar snilldar- bragð sem slær margar flugur í einu höggi? Með 100% persónu- afslætti og fjölskyldugreiðslum losnar Árni Sigfússon við margar konur af vinnumarkaðnum. At- vinnuleysistölur lækka. Leikskóla- biðraðir styttast. Ekki má heldur vanmeta þann sparnað sem hlýst af fækkun atvinnuleysisstyrkja. Sjálf- sagt hangir þarna fleira gáfulegt á spýtunni. Það er aldrei að vita nema þetta sé hin óopinbera stefna borgarstjórans og félaga hans. Sé svo, er bara þetta að segja: Hvílík- ar mannvitsbrekkur skipa þennan flokk! Höfundur er félagsfræðingur Er það svona sem Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa allar konur? Kotna þeim út af vinnumarkaði og heim til að gœta bús, bama og eiginmanns? Sé hin óopinbera fjölskyldustefia borgarstjómarmeirihlutans skoðuð þá er þetta útko- NUSKOLI REYKJAVIKUR NUMIÐLUN SKÓLAFÓLKS Nýtt aðsetur! frá miðjum apríl 1994 Engjateigur 11, jarðhæð inngangur frá vesturhlið. Vinnumiölun skólafólks 16 ára og eldra. Skráning hefst mánudaginn 18. apríl n.k. Opiö virka daga kl. 8.20 - 16.15 sími 88 25 99 Vinnuskóli Reykjavíkur 14 og 15 ára. Skráning: 2.-13. maí n.k. Opiö virka daga kl. 8.20 - 16.15 sími 88 25 90

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.